Ísafold


Ísafold - 14.05.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 14.05.1890, Qupperneq 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsius (104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrjfieg) bundin v ð áramót, ógiid nema komin sje til útgefanda íyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 39. Reykjavik, miðvikudaginn 14. maí 1890. Fiskverkun. Bjargráða'mál. Fiskiverkunm er nú orðin það áhug'amál almennings, að eigi verður annað með sanni sagt, en að sjómenn hafi fullan vilja á að vanda saltfiskverkunina, svo að sunn- lenzkur fiskur verði jafnvandaður, og nái jafnrjetti á mörkuðum við vestfirzkan saltfisk, sem hefur orð á sjer, og það verðskuldað. Jeg hefi átt fundi við bjarg- ráðanefndir, og brjeflega rætt um fisk- verkunina, og láta allir sjer annt um, að fiskurinn verði sem bezt verkaður ; þessu er líka hægast að koma við í þetta skipti, þar eð svo óheppilega hefir viljað til, að aflinn er lítill, og einkar-nauðsynlegt, þegar búast má við lágu verði. Jeg leyfi mjer þess vegna fastlega að skora á bjargráðanefndirnar, sem hafa tek?ð þessu máli vel, að gjöra sitt til að ieiða öðrum sannleikann fyrir sjónir, því vöruvöndunin verður að koma frá seljanda, en verðhækkunin frá kaupanda ; sjómenn verða sjálfir að verka fisk sinn svo, að ekki verði að honum fundið. Kaupmenn, sem hafa fisk af eigin útveg, ættu að ganga á undan öðrum í þessu efni, og þeir, sem blautfisk taka, ættu að gjöra slíkt hið sama. Saltfiskverkunin er að miklu leyti komin undir því, sem á undan er gengið, í allri meðferð á fiskinum, frá þvi hann er upphaflega innbyrtur, og sem jeg hefi ritað um í pjesa mínum „Líf og lífsvon sjómanna II“, „Saltfiskverkun“, en sem nú er í ótíma um að ræða. Jeg ætla þess vegna hjer einungis að minnast á. það, sem enn þá má gjöra, og sem er nauðsynlegt að gjöra, og það er, að jvo fiskinn upp úr hreinum sjó, þannig, að hver einasti fiskur sje þveginn úr hrein- nm sjó. þetta má gjöra í lónum, sem rennur í og úr, í grinda-ílátum sem standa í sjó á bryggju, i bátum sem hafðir eru é fioti, með því að hefja sjó með vjelum á hærri stað og hleypa honum lægra til þvotts. Að þvo fiskinn í salt og úr salti, úr hreinum sjó, verður aðalskilyrðið fyrir að ná verðskulduðum markaði fyrir fisk- inn. þetta ættu menn að gjöra nú, og það eru miklar líkur til þess, að fiskur þannig þveginn yrði betur borgaður, ef sannað væri með vottorðum, að þveginn væri úr hreinum sjó hver fiskur, að því áskildu, að allur undirbúningur sje i góðu Jagi að öðru leyti. Jafnframt skal jeg geta þess, sem jeg álít mjög mikilsvert, hvað ,frunaíí á fiski snertir : að úr sjóstökkum, hlöðnum sem þá fiskur er kominn i verkun, með hálfu fargi, hefir enginn fiskur orðið fyrir bruna, en aptur á móti þornar fiskur úr þvílíkum sjóstakki miklu fljótar en ella. tþetta reyndist svo í fyrra á Seltjarnar- nesi og Akranesi, og ættu nú fleiri að pressa fiskinn þannig í sjóstaflanum. p. t. Reykjavík 13. maí 1890. O. V. Gíslason. Óþrif á sauðfje. Orð er nú gjört á óþrifum í sauðfje venju fremur í sumum sveitum hjer sunn- anlands, einkanlega í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Segja skilvísir menn svo frá, að í ýmsum sveitum muni megn óþrifa- kláði í fje á 3. eða 4. hverjum bæ, eða sem því svarar. Hvort hann sje sótt- næmur eða eigi, geta þeir ekki með vissu um sagt, þótt eigi sje grunlaust um það. Ekki er ástæða til, að gera sjer úr þessu neina kláðahræðslu, að dæmi fyrri tíðar. En ekki er hyggilegt samt, að láta það afskiptalaust. Svo illur sem fjárkláðinn íslenzki var, þegar hann var í algleymingi sínum, fyrir 20—30 árum, þá leiddi þó það gott af honum, að bændur vöndust víða á að þrífa fje sitt betur en áður gerðist. það var neyðin, sem kenndi þeim það,— kláða- hræðslan. En þegar þeir voru komnir upp á það, að baða fje sitt duglega 1—2 sinnum á ári, þá gengu þeir, hinir skyn- samari að minnsta kosti, úr skugga um það, að þvotturinn gjörir meira en borga sig, hvað sem kláðasýki líður, vegna miklu betri tímgunar á skepnunum, ullar- gæða o. fl., o. fl. En hjer mun hafa farið sem optar, að þegar hættan var liðin hjá, kviknaði tóm- lætið aptur og dafnaði æ betur og betur, þar til alsiða er orðið nú mjög víða, að hirða alls ekkert um baðanir á full- orðnu fje að minnsta kosti. Lömb munu vera böðuð einhverntíma á flestum bæj- um. Svo koma afleiðingarnar í ljós hvað af hverju: ekki einungis torhöfn á skepn- um, heldur jafnvel banvæn sýking á þeim innan um, er færist svo ef til vill smám saman út, þangað til almennur háski stendur af á einhvern hátt. J>að sem sjer í lagi ætti að brýna menn til að hafa vakandi áhuga á að afstýra slíkum ófögnuði nú fremur en nokkru sinni áður, það er hin mikla og arðsama fjársala til Englands hin siðari árin. Eigi hún að haldast við og blómgast heldur en rýrna, þá ríður hvað mest á því, að fjárstofninn geti haldizt heilbrigður og i fullum þrifum. Vanþrifin koma fljótt fram í verðinu og gjöra skepnuna ræka af markaði hjá útlendum fjárkaupamönn- um. Og það er ekki nóg með það: vjer eigum á hættu að Englendingar gjöri sjer lítið fyrir og banni algjörlega fjár- flutninga hjeðan til Englands, svo fram- arlega sem veruleg brögð yrðu að sýk- ing á fjenu, þótt eigi væri nema af ó- þrifakláða. J>eir eru ekki vanir að vera lengi að hugsa sig um að taka af skarið, og það þótt meiri garpar eigi í hlut en vjer íslendingar. J>að eru þá næg rök til þess. að hlut- aðeigandi yfirvöld (sýslunefndir o. s. frv.) tækju mál þetta til rækilegrar íhugunar og skjótra afskipta, ef eða að svo miklu ieyti sem þær sæju sjer fært, og kæmu því til leiðar, að almennar baðanir færu fram á fje í vor í þeim sveitum, er brytt hefir á megnum óþrifakláða nú í vetur eða vor, og þó víðar væri. Sú fyrirhöfn og það fje, sem til þess væri varið, væri engan veginn á glæ kastað, þó svo væri, að hjer væri eigi um neina yfirvofandi hætfu að tefla, sem eigi skal ráð fyrir gjöra. J>að mundi samt sem áður endurgjaklast í ríkum mæli. JAKOB GUÐMUNDSSQN, / alþingismaður, prestur að Sauðafelli í Dölum, er nýlega andaður. Hann var fæddur io. júní 1819 að Reynistað í Skagafirði, sonur Guð- mundar bónda Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdótttur, ólst upp að mestu hjá móð- ursystur sinni, Onnu Ólafsdóttur. á Aljóa- felli í Skagafirði, tók að stunda skóla- nám þegar hann var kominn talsvert yfir tvítugt, hjá síra Sveini Níelssyni, fór í Bessastaðaskóla 1844, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1847 og af prestaskól- anum 1849, stundaði kennslu í Reykja- vík o. fl. tvö árin næstu, vígðist prestur að Kálfatjörn 1851, fekk Ríp í Skaga- firði 1857, og Kvennabrekku 1868, og þjónaði því brauði (Suðurdalaþingum) til dauðadags, með aðstoðarpresti hin sfð- ustu missiri. Hann var annar fulltrúi Reykvíkinga á þjóðfundinum 1851, gaf út með öðrum „Undirbúningsblað undir þjóðfundinn“ missirin þar á undan, og búnaðarblaðið „Bónda“ 1851. Á alþingi sat hann 1883, 1885, 1886, 1887 og 1889, fyrsta þingið í neðri deild, hin í efri,—fyrir Dalasýslu. Sira Jakob heit. var lipur og fjölhæfur gáfumaður. Honum var mjög liðugt um mál, og mun hann líklega hafa verið hinn eini prestur á landinu nú á tímum, er hafði þann sið, að tala upp úr sjer í stólnum og við önnur prestsleg tækifæri. Hann var áhugamaður mikiil um lands- ins gagn og nauðsynjar, frjálslyndur alla tfð,,bæði á þingi og utan þings, og átti 1 mikinn þátt i umræðum mála á þingi,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.