Ísafold - 24.05.1890, Blaðsíða 2
166
hve skaðleg áhrif það hefir haft, að kaup -
menn hafa fæstir verið búsettir hjer á
landi; á þessu hefir nokkur breyting
orðið í seinni tíð, en þó meira að nafn-
inu, því enn þá eru flestir hinir krapt-
meiri, auðugri kaupmenn búsettir í Dan-
mörku, og innlendir kaupmenn hafa jafn-
vel tekið þetta eptir þeim, auðvitað af
því, að þeir hafa drukkið sig þeirra
hugsunarhátt.
þ>að er nú auðvitað í alia staði eðlilegt,
að verzlunin sje í höndum verzlunar-
stjettarinnar; en þegar þ essi stjett fer svo
að ráði sínu, að það liggur hverjum
manni í augum uppi, að hún hefir að
eins eigin hag, en ekki jafnframt sem
skyldi hag landsmanna fyrir augum, að
hún hugsar ekki um annað en að hafa
sitt brauð og sinn auð frá þjóðinni, en
vill hins vegar eigi taka hlutdeild í dag-
legu lffi nje kjörum þjóðarinnar, ekki
lifa með og hjá þjóðinni og berjast með
henni fyrir heill og framförum hennar,
þá er ekki undarlegt, þótt þjóðin verði
slíkum fráhverf, og fari að hugsa um að
koma ár sinni öðruvísi fyrir borð.
1 þessa átt er þegar gjörð byrjun með
verzlunar- eða kaupfjelögum þeim, sem
nú rísa upp um land allt, og verðum vjer
að hafa þá von, að þau verði upphaf
talsverðra umbóta að því er verzlun lands
ins snertir, þótt það frá öðru sjónarmiði
skoðað líti nokkuð undarlega út, að taka
svona fram hjá verzlunarstjett landsins.
Jeg vil nú stuttlega benda á galla þá,
sem verið hafa á verzluninni til þessa,
og jafnhliða sýna fram á, hverra endur-
bóta hjer á er að vænta af verzlunarfje-
lögunum, ef þau ekki bregðast ætlunar-
verki sínu.
Verzlunin hefir til þessa verið mest-
megnis í höndum þeirra manna, sem bú-
settir hafa verið í öðru landi, og dregið
þangað ágóðann af hinni íslenzku yerzl-
un. Með verzlunarfjelögunum dregst
þessi ágóði inn í landið, lendir í landinu
sjálfu hjá almenningi, og eykst eða ætti
að aukast velmegun hans við það.
Til þessa hefir verið mjög mikill skort-
ur á vöruvöndun, sem ekki síður en al-
menningi hefir verið að kenna kaupmönn-
um, sem mörg dæmi eru til að hafa gef-
ið stærri reikningsmönnum meira verð fyrir
lakari vöru en hinum efnaminni fyrir
betri vöru, og, að minnsta kosti ekki þang-
að til nú á síðustu árum hafa gjört neinn
verðmun á innlendri vöru eptir gæðum,
en slengt öllu saman, illu og góðu, t. d.
að þvi er ullina snertir.
Nærri má geta, að kaupmenn hafa opt
haft stórtjón á hinni illa verkuðu, já opt
skemmdu vöru, en það tjón hefir ekki
komið svo tilfinnanlega niður á almenn-
ingi, af því að hann hefir borgað það ó-
beinlínis í verði útlendu vörunnar, en þess-
vegna hefir líka vöruvönduninni farið
svo litið fram. J>etta tjón af að senda
slæma vöru á útlenda markaði verður
miklu áþreifanlegra í verzlunarfjelögunum;
þá kemur afleiðingin til dyra eins og hún
er klædd, en hún er beinlínis lágt verð
fyrir hina illa vönduðu vöru, miklu lægra
en fengizt hefði, ef varan hefði verið vell
vönduð; þetta hlýtur að verka vöruvönd-
uninni í hag; þetta er tilfinnanlegt högg
rjett á nasirnar, þar sem hin gamla
krókaleiðin, að flytja skaðann af hinni
illa verkuðu innlendu vöru yfir á útlendu
vöruna, kannske misseri eða ári síðar,
líkist máttlausu dangli á bak, sem menn
ekki gefa sjerlegan gaum nje finna til,
þótt þetta tjón hins vegar sje enn skað-
legra í raun og veru fyrir efnahaginn.
Jeg drap á það í byrjun greinarinnar,
að lánsverzlunin, að því leyti sem hún er
orsök í hinu háa vöruverði hjá kaup-
monnum, vegna kostnaðar þess, sem henni
er samfara, eigi sinn mikla þátt f því, að
verzlunarfjelögin hafa myndazt; en hafi
hún stuðlað að myndun þeirra, þá er von-
andi, að verzlunarfjelögin verði til að
bana henni í því formi, sem hún nú er
í, og er það mikill sigur; því hve mik-
inn velgjörning sem kaupmenn hafa sýnt
í því að veitalán, og hversu hrifinn sem al-
menningur kann að vera af því, að fá
slík lán viðstöðulaust, þá hefir samt láns-
verzlun, eins og henni hefir verið háttað
og hún hefir verið notuð, rýrt mjög allt
sjálfstæði manna í þessum efnum og auk
ið glys- og munaðarvörukaup, auk þess
sem hrópleg rangindi hafa ávallt verið
henni samfara, þau rangindi, að hinn ráð-
vandi og skilamaðurinn hefir jafnan liðið
fyrir svikarann. —
Jeg hef áður bent á afleiðingarnar af
þeim hnykk, að kaupmenn gefa fyllra
verð fyrir innlendar vörur en þeir fá fyr-
ir þær ytra; jeg hef sýnt fram á, hve
skaðleg áhrif þessi keppni hefir á verð-
lag hinnar útlendu vöru. í verzlunar-
fjelögunum er þessu á allt annan veg
háttað. Verzlunarfjelögin leita eptir hinu
sanna verði bæði á innlendum og útlend-
um varningi og verða viðskiptin þar því
langt’im frjálslegri og hreinni en hjá
kaupmönnum.
En auk þess, sem verzlunarfjelögin
þannig munu draga ágóðann af verzlun-
inni inn í landið, efla vöruvöndunina,
minnka lánsverzlunina og leiða í ljós hið
rjetta verð hverrar vöru, þá gefa þau
líka, sem ekki er lítið í varið, almenningi
tilefni til að hugsa meira en áður um
verzlun og viðskipti, og hvað sig batar
eða skaðar í þeim efnum, og er nú mál
til komið að vakna til umhugsunar um
það efni.
Hverjum augum kaupmenn yfir höfuð
líta á þessi verzlunarsamtök, skal jeg eigi
um segja, því mjer er það ekki svo vel
kunnugt; jeg hef reyndar heyrt nokkra
kaupmenn hafa þau í skopi, en slíkt er
ekki að marka. Aptur virðist mjer, þeg-
ar á það er litið, að fjelögin hafa það
mark og mið, að verzla skuldlaust og styðja
að vöruvöndun, sem hjer sjeu þau tvö atriði
er kaupmenn hljóta að vera samdóma um,
og samtaka í; þetta ætti því ekki að
vekja neina óvild hjá kaupmönnum til
verzlunarfjelaganna.
Að því er það atriði snertir, að draga
ágóðann af verzluninni inn í landið, þá
ættu hjer að fara saman kappsmunir
fjelaganna og hinna fslenzku hjer búsettu
kaupmanna; hvorumtveggja ætti að vera
áhugamál, að arðurinn af verzluninni
safnaðist fyrir í landinu, því þetta eflir
velmegan landsmanna, og er það öllum í
hag. Aptur á móti þarf eigi hjer að
búast við samvinnu þeirra manna, sem
eiga eða hafa tekið sjer bólfestu í öðru
landi, til þess þar að verja og eyða því
fje er þeir græða á sinni íslenzku seU
stöðuverzlun; enda má þeim mönnura,
gjarnanfækka.
Vitanlega draga þessi fjelög frá kaup-.
mönnum, og það mikið, en kaupmenn
verða að sætta sig við það; það verður
svo þangað til að upp rís alinnlend, þjóð-.
leg kaupmannastjett, sem hefir annað
mark og mið en beinlínis að græða á
landinu, það mark og mið, að vera sann^
gjarn, vel viljaður og aðgætinn milliliður
í viðskiptum landa sinna við önnur lönd.
Slíka stjett, slíkan millilið hefir ísland
eigi átt til þessa, og hann getur ekki
myndazt út úr kaupmanna stjett þessara
tíma, af því að hinir íslenzku kaupmenn
flestir neyðast til, vegna efnaleysis, að.
sigla í kjölfar hinna útlendu selstöðu-
kaupmanna, sem, eins og kunnugt er,
ráða hjer gangi verzlunarinnar og verð-
lagi á útlendum og innlendum varningi.
þ>essu geta að eins kröptug verzlunar-
fjelög um allt land breytt; þau geta tak-
markað uppgang selstöðukaupmannarna,
og á sínum tíma alið upp íslenzka þjóð-
lega kaupmenn, sem styrkja og styðja
en rífa ekki niður með þögn og þykkju
þau framfarafyrirtæki, sem miða landinu
til hags og heilla.
Borgfirðingur.
Útbreiðsla inflúenza-sýkiDnar.
í síðásta blaði var lauslega á það vik-
ið, að inflúenza-sóttin mundi að ætlun
merkra lækna og vísindamanna berast
mann frá manni, fremur heldur en í lopt-
inu, eins og áður var haldið. — Hjer eru
nú smákaflar úr umræðum. um það atriði
í frakkneskum tímaritum í vetur („Le
Mercredi Médical11 og „Bulletin de lAca-
demie de Médecine11).
Bouchard, franskur læknir, sagði með-
al annars á fundi í lækna-akademíinu
franska 28. jan.: — „Herra Tueffert frá
Montbéliard hefir sent mjer merkilegar
skýrslur um þessa landfarsótt í Mont-
béliard. Hún byrjaði 13. des., og hafði
hún þá þegar í nokkra daga gengið þar
í grennd bæði á Frakklandi og í Sviss.
í byrjuninni kom sóttin fram á þremur
ákveðnum stöðum og breiddist þaðan út,
áður en hún varð almenn. Á þess-
um þremur stöðum var hún innflutt
af einstökum mönnum, einum frá París,
öðrum frá Neufchatel, og þriðja frá
Salogne, þar sem sóttin gekk, og smátt
og smátt tók sóttin heimilisfólk manns-
ins, síðan kunningja hans, og breiddist
loksins út um allan bæinn. jþannig fetar
þessi sótt áfram smátt og smátt, þannig,
að einn sýkist af öðrum, og flyztfráeinni
stórri höfuðborg til annarar, og síðan til
minni staða. Vjer sjáum, hvernig hún
kemur f bæ á austur-landamærum Frakk-
lands 18 dögum eptir það að hún kom
til höfuðborgarinnar, og vjer getum rakið
hana þangað“.
l