Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 2
174 þess, að vel getur verið stundum mikill hörguil á nýtilegum þingmannaefnum inn- an einhvers landsfjórðungs, eptir að búið er að vinza þar úr mönnum við kosning ar til neðri deildar, en ef til vill völ á slíkum tnönnum í öðrum landsfjórðungum. Og óþarft er þetta hapt vegna þess, að ekki er í sjálfu sjer hætt við, að amtsráð- ið eða fjórðungsráðið fari að seilast út fyrir sitt umdæmi eptir þingmannsefni, nema nauðsyn krefji. Sú mundi raun á verða, að af tveimur viðlika álitlegum þingmannaefnum, er annað væri innan- hjeraðs en hinn utan, mundi það hiklaust taka heldur innanhjeraðsmanninn; en að öðrum kosti á hann naumast að ganga fyrir. Svo hefir opt orðið í kosningum til alþingis hingað til, eptir sýslukjördæm- um; meira að segja hafa þeir orðið opt og tíðum hlutskarpastir, er hafa átt heima næst kjörstaðnum, t. d. í söinu sveit, þótt aðrir innanhjeraðsmenn hefðu verið langt um betur til kjörnir. Kjörgengi til efri deildar ætti því að vera alveg óbundin hvað bústað snertir, eins og til neðri deildar. Er óhætt að treysta því, að kosningar mundu dreifast um alla lands- fjórðungana i ins fyrir það, eptir því sem æskilegt væri, og kannske vel það. Loks er eptir að minnast á eitt atriði í skipun efri deildar. sem fer í sömu átt: að gjöra hana sem íhaldsamas'ta, og er miklu viðsjálla en hin, þótt samþykkt væri i báðum deildum í fyrra. f>að er æfilöng þingseta. Grjótvinna og grjóthleðsla. Eitt af því marga, sem of lítið er notað hjá oss íslendingum, en hjá öðrum þjóð- um þætti hið mezta dýrmæti, er grá- steínninn, ]?að er mikilsvert að hvert land bjargist við sín gæði. En af hinu mikla seinlæti okkar íslendinga, sem má kalla þjóðarlöst, er það sprottið, að vjer erum enn of skammt á veg komnir að nota þetta góða byggingarefni, miklu skemmra en vera ætti að minnsta kosti. Vjer kaupum árlega fyrir stórfje frá útlöndum borðvið eða timbur; en vjer gætum að minnsta kosti komizt af með helmingi minna af því, ef vjer notuðum það efni, sem landið framleiðir sjálft, til húsagjörða og garða. Girðingar úr klofnu grjóti ættu að vera miklu tíðari en er. £>ær eru snotrar, og jeg vil segja mjög fallegar geta þær verið, þótt það væri í stærri og fjölmennari borg en okkar höfuðstaður er. f>ær geta verið einhlaðnar úr tiltelgdu grjóti, sem svo er kallað, þannig hlöðnu, að samskeyti steina í neðra laginu lendi jafnan undir miðjum steini í hinu. þ>annig hlaðinn garður eða veggur er jeg viss um að flestir eru mjer samdóma um að sje miklu fegurri en grindur úr trje, þótt snotrar sje. En um haldgæði grjótsins þarf ekki að tala, því að flestir munu líklega vera á því, að það fúni seint, og sje það einu sinni vel gert sem gert er úr grásteini, þá þarf ekki opt um það að fjalla. Jeg hristi höfuðið. þegar jeg sje þennan vesalings bæ, höfuðstað landsins, Reykja- vík, allan umhorfinn grjóti, sem aldrei hefir verið snert manns hendi. Ósjálfrátt dettur manni í hug, að ekki sje að kynja, þótt lítið sje starfað að grjótvinnu út um land, þegar höfuðstaður landsins, sem ætti að vera fyrirmynd í framfarafyrirtækjum, notar margfait meira við til girðinga og húsagerðar en grjót. Steinninn borgar á sfnum tíma sannarlega þá fyrirhöfn, sem höfð hefir verið fyrir honum. þ>að er á- reiðanlegt Að eins er þess að gæta að hafa undirstöðuna vel trausta, óbilandi. Margir munu ímynda sjer, að meiri kostnaður sje að koma upp vandaðri grjót- hleðslu heldur en ef smíðað er úr við. En það er aðgætandi, að menn eru enn lítt kunn r hinni beztu tilhögun með grjót- vinnu, og svo bætist þar við, að þegar fjöldinn færi að láta starfa að þeirri vinnu, yrði kaupið miklu lægra, vegna samkeppn- innar, auk þess sem vaninn gerir menn miklu hraðvirkari og drjúgvirkari M. Árferði er fyrirtaks-gott norðanlands, eins og hjer syðra, að sögn hr. Halldórs Briem, kennara á Möðruvöllum, er kom að norðan í gær. Yottur þess er meðal annars geypiverð á fjenaði þar f vor. Á uppboði á Gili í Skagafirði, hjá Jóhann- esi sýslumanni Olafssyni, er bregður búi og flytur sig á Sauðárkrók, seldust ær, loðnar og lembdar, á 20—25 kr., ein jafn- vel 30 kr., en veturgamalt fje á 15—18 kr Auðvitað var það vænt fje og allt í beztu holdum. Hjá Jóni prófasti í Glaum- bæ Hallssyni, er einnig bregður búi í vor, seldust ær á 19—23 kr. í Húnavatns- sýslu, t. d. hjá síra Eggert Brím á Höskuldsstöðum, komst fjenaður einnig í afarfiátt verð, þó heldur minna en í Skagafirði. Alþingiskosiling- á að fara fram í Eyjafirði 19. júní. Tvísýnt kvað vera um, hvor hlutskarpari verður þeirra Einars Ásmundssonar og Skúla sýslumanns. Ræður margt flokkaskipting, eins og gjörist, — margt annað en skoðanir á landsmálum eða fremur en þær ; sjálf- stjórnarþroskinn er svo nauðalítill, og mun þó þetta vera eitt með bezt menntuðu kjördæmum landsins. Alþingiskosnillg í Suður-Múlasýslu mun vera ódagsett enn. J>ar eru þeir sagðir í kjöri, síra Jón prófastur Jónsson í Bjarnanesi og síra Páll Pálsson í þing- múla; síra Jón miðlunarmaður, en hinn eindreginn fylgismaður Benid. Sveins- sonar. Inflúenza-sóttin. Frekari frjettir hafa ekki borizt af henni enn austan að. Er svo að heyra á ferðamönnum þaðan, að lítið muni kveða að henni enn á landi, eða að hún sje á fáa bæi komin þar enn. — Hann hafði farið bæja-villt, maðurinn, sem var staddur á uppboðinu á J>verá í Fljótshlíð laugardaginn fyrir hvítasunnu og frjettirnar sagði hingað, er hermdar voru í síðasta blaði,—af ókunnugleika, þar sem hann var utanhjeraðsmaður : nefnt Vatnsdal, í stað Fljótsdals í Fljótshlíð. í Vatnsdal var enginn veikur umþaðleyti, en í Fljótsdal annaðhvort einn eða enginn á fótum. Brauð veitt. Mosfell í Mosfellssveit 28. þ, m. síra Olafi Stephensen í Mýrdalsþingum, er flest atkvæði hafði fergið á kjörfundi, eins og áður er getið. Kært hafði verið yfir kosningunni, af 40 kjósendum í Lága- fellssókn, er óskuðu eptir að síra Brynj- úlfi væri veitt brauðið, að kosningunni dæmdri ómerkri vegna ýmislegra kjörvíta; en veitingarvaldinu mun eigi hafa þótt nógu mikið að þeim kveða til þess. óveitt brauð. Hvammur í Dölum, samkvæmt hinum nýju lögum, augl. 20, þ m., met. 1546 kr. Mýrdalsþing, augl, 29 þ. m., met. 1322 kr. Ý HRYÓJUVERKASAGA FRÁ RÚSSLANDI. Útlagar í Síberíu hafa margreynt það, að stjórnin gefur eigi nokkurn gaum kær- ( um frá þeim út af illri meðferð eða þess háttar, nema eitthvað gerist um leið. er miklum tiðindum sætir Fyrir því tóku konur nokkrar í fangelsinu í Kara í Si- beríu í fyrra það ráð, er kæra frá þeim út af svívirðilegri meðferð á einni lag- systur þeirra reyndist árangurslaus, að svelta sig til bana, ef fangavörðurinn, Masukoff, væri látinn eiga yfir þeim að segja framar J>ær sveltu sig í 18 daga, J>á leizt MasúkofF eigi á blikuna, og sæk- ir um lausn. J>á hættu konurnar við á- form sitt og tóku til að nærast aptur. En landstjórinn neitaði Masúkoff um lausnina, þ>egar þær urðu þess áskynja, tóku þær til að svelra sig aptur. En bað stóð ekki nema 8 daga. J>á segist MasúkofF hafa fengið hraðslceyti um, að lausnarbeiðnin væri veitt. En því laug hann upp, til þess, að tæla fangana til að hætta við að svelta sig til bana; þeim stendur mikill geigur af slíku tiltæki, þessum mann- skrímslum. "j?ú tóku konurnar til í þriðja sinn, og þá hjeldu þær lengst áfram. J>ær neyttu eigi matar sjálfkrafa í 22 daga samfleytt. J>ær hefðu verið löngu dauð- ar, ef fangaverðirnir hefðu eigi komið í þær dálítilli næringu með valdi, með ýmsu hroðalegu atferli. J>á tekur ein af konunum, er Sihida hjet, það ráð, að reyna að leggja lífið í sölurnar fyrir fjelaga sína. Ráðið var, að áreita MasúkofF svo freklega, að hún yrði hengd fyrir það. Faldi hún víst, að þá mundi yfirvöldunum falla svo allur ketill í eld, að Masúkoff yrði látinn fara frá embætti. Hún biður um, að mega ná tali hans ; kveðst hafa áríðandi leyndarmál að tjá honum. Henni er veitt það. Hún eys þegar yfir hann óbóta-smánaryrðum og slær hana í andlitið. Hún var auðvitað undir eins höndluð og bundin, og land* stjóranum síðan ritað um atburð þennan, Eptir miklar brjefaskriptir kom sú skip- un frá landstjóranum, að hvenær sem fangarnir sýndu nokkurn mótþróa, skyldi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.