Ísafold - 04.06.1890, Síða 1

Ísafold - 04.06.1890, Síða 1
Kemut út 4 miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kt. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundín v ð áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austnrstrœti 8. XVII 45 Reykjavik miðvikudaginn 4. júni 1890. Landlæknirinn og inflúenza-sýkin. —o— Landlæknirinn vill enn fá að taka til máls hjer í blaðinu um þetta efni, þótt ekki sje hægt að sjá, hvað hann getur áunnið með því sínum málstað til nokk- urrar bótar. Grein hans, með meinfynd- inni(!) fyrirsögn,— „ísafoldar-inflúenza“ ! — er þannig hljóðandi: „ísafoldar-in/lúenzaEptir fregnum þeim, sem hingað eru komnar um veikindin á Vestmannaeyjum, má með nokkurn veginn fullri vissu ráða það, að veikindi þessi hafi verið almennt, mein- laust kvef, sem hefir gengið þar og í næstu byggðum meginlands. Að minnsta kosti er ekkert það fram komið, sem rjetilæti það, að nefna veiki þessa „illkynjaða11. Ráðstafanir þær, sem jeg gjörði út úr veikindunum á Vestmannaeyjum, af var- kárni gegn sannarlegri „influenza“, hefi jeg nefnt í „ísafold“, nr. 42, og skal eigi taía frekar um þær. Jeg þóttist eigi geta tekið á mig ábyrgðina fyrir samgöngu- bann sökum ,,inflúenza“, sumpart af því, að jeg varð að telja það árangurslaust, •og sumpart vegna þess, að engin heimild finnst til þess í lögum, og að minnsta kosti varð jeg að fá miklu áreiðanlegri fregnir um veikindin, en jeg hafði fengið í privat-brjefi frá lækninum á Vestmanna- eyjum, til þess að geta með ástæðum stungið upp á að banna samgöngur allar. þar sem það er fullkunnugt, hversu opt að almennt kvef er hjer á landi kallað „inflúenza“, eins og líka að eigi mátti treysta fregn þeirri, að inaður nokkur á „Laura“ hefði flutt veikina frá Færej-jum. f>ar sem „ísafold11 samt sem áður villti sjónir fyrir bæjarmönnurn og æsti þá upp, var borgara-fundur haldinn 24. dag f. m.. og varð þar niðurstaðan sú, að skora á mig, að vinna að því að útilykja útbreiðslu inflúenza-veikinnar með samgöngubanni. Jeg fjekk þessa áskorun 26. f. m„ og sendi hana sama dag til landshöfðingjans með eptirfarandi athugasemdum: „Með þvi að inflúenza eptir þvf sem ví.sindin enn eru komin áleiðis, eigi er talin með sóttnæmum sjúkdómum, er engin heimild til að vonast þess, að nokkurt gagn verði af samgöngubanni, þar sem um sýki þessa er að ræða, og þar sem ráðherranum fyrir ísland hefir eigi þótt ástæða að neyta laganna 17. d. desemb.mán 1875 til þess að fyrir- byggja flutning sýkinnar hingað til landsins, verður eigi öðru vfsi litið á, en að hann hafi sömu skoðun á máli þessu. Jeg get þvi eigi sjeð, að sam- göngubannið sje nauðsynlegt til velferð- ar almennings, og get því eigi mælt með því í þeim tilgangi. En þar sem á hinn bóginn ymsir læknar hafa við og við talið það eigi vafalaust, að inflúenza-sýkin væri eigi sóttnæm, og þar sem nýlega er komin frá Berlin almenn áskorun til lækna að rannsaka að nýju sýki þessa og sótt- næmi hennar, þá skal jeg leyfa mjer að vekja athygli yðar, herra landshöfð- ingi, á því, að samgöngubann gæti efj til vill haft nokkra vísindalega þýðingu sem experiment, til þess að komast að þvf, hvort sýkín sje sóttnæm eða ekki“. Allir skynsamir og ráðsettir menn munu finna það, að þótt það hefði verið sann- arleg „inflúenza“, þessi veiki, þá gjörði jeg mig eigi sekan í nokkurri vanrækt skyldu minnar. J>að getur vel verið, að ritstjóri ,.ísafoldar“ og ýmsir aðrir hafi haft aðra skoðun á samgöngubanni en jeg; en það var engin ástæða til að bregða mjer um vanrækt skyldu minnar, þar sem mjer er hvergi gjört að skyldu að stinga upp á samgöngubanni til varnar útbreiðslu á inflúenza. Jeg ímynda mjer einnig, að allir skyn- samir og ráðsettir menn muni játa, að það átti að öllu leyti fyllilega við. að setja fram þær spurningar, sem jeg gjörði í ,.ísafold“, nr. 42, hvort ritstjóri „lsafoldar“ hafi við þetta tækifæri borið sig með ró- semi þeirri. gætni og umhugsun, sem fyllsta heimild er til að heimta af þeim manni, sem telur sig sjálfsagðan af eigin hvöt að gjörast dómari í þeim málum, sem alls eigi ná til hans, eða, ef hann heldur vill, sem hann alls eigi er fær að dæma um, og dæma um þau fremur frekju- lega. Að síðustu vil jeg lýsa þeirri von minni, að ritstjóri ,.ísafoldar“ muni frarn- vegis gæta sín betu, en hann hefir gjört við þetta tækifæri, að eyða eigi með öllu þeirri virðingu, sem menn helzt ættu að hafa fyrir blaði hans og áreiðanlegleik ritstjórans. Reykjavík, | 1890. Schierbeck. Ekki vantar stóryrðin: „Gæta sín . . . að eyða eigi með öllu(!) þeirri virðingu, sem menn helzt (!) ættu að hafa fyrir blaði hans og áreiðanlegleik ritstjórans(!)“. þ>essari gómfylli snarar herra landlækn- irinn út, án þess að geta tilgreint nokk- urt eitt einasta dæmi til stuðnings þeim áburði, að hjersje neinum óáreiðanlegleika til að dreifa af hálfu ritstjóra ísafoldar eða neinu því, er rýrt geti virðingu þá, „er menn helzt ættu að hafa fyrir blaði hans“. Ekkert slíkt dæmi getur hann tilnefnt eða á undir að setja á prent. Manni dettur sem sje í hug, að hann eða hans advocatus, sem auðþekkt er að á orðfær- ið á þessum greinarstúf hans, hafi haft bak við eyrað dálítið spaugilegt atvik, sem þeir eða þeirra liðar flöskuðu neyð- arlega á, en þeim þykir víst ekki áborð berandi á prenti. Svo er mál með vexti, að undir eins og mál þetta komst á algjörlega dag- skrá hjer í borginni, þá risu upp nokkrir kunningjar landlæknisins og tóku sig til að halda öfluglega skildi fyrir honum með haglega tilbúnum viðbárum og mál- flækjuhnykkjum. í þeirra augum var meðal annars ekkert vit í að skipta sjer verulega af sótt þessari á Vestmanneyjum, meðan ekki var sannað (vfsindalega?), að það væri inflúenza. Meira að segja: það vantaði „vísindalega" sönnun fyrir, að þar væri nein sótt. Hver vissi nema þetta væri tómar hviksögur, eintóm markleysa? Hvað væri það að marka, þó að hjeraðs- læknirinn í Vestmanneyjum segði í pri- vatbrjefi — „/ privatbrjcfi, sjáið þjer“ —, að þar væri komin inflúenza? f>að væri „dæilegt", ef æðsti læknir landsins og allt embættisvaldið ætti að fara að hlaupa af stað eptir því sem stæði i einu privat- brjefi og eptir „slúðri“ úr farþegjum á póstskipinu. Og pó þetta væri inflúenza, og pó Gfsli Stefánsson hefði komið með hana frá Færeyjum, og pó að hægt væri að kyrrsetja hana í Vestmanneyjum, til hvers væri það, úr því hún gæti borizt til landsins á ótal stöðum öðrum, einmitt með Færeyingum? (Nefnilega ekkert vit í að vera að reyna að byrgja þann brunninn, sem maður veit afopnum, úr því vel geta verið til aðrir ókunnir opnir brunnar, sem barnið getur drukknað í!). í frjettabrjefi í Isafold úr Barðastrandarsýslu vestanverði hefði staðið fyrir skemmstu, að þar gengi kvef og að þar hefði verið hleypt á land nokkrum Færeyingum af póstskipinu;pað væri sjálfsagt. einmitt inflúenza, sem þeir hefði flutt með sjer; og til hvers væri þá að vera að reyna að stöðva hana ann- arsstaðar á landinu, úr því hún gæti bor- izt þaðan viðstöðulaust? En — til allrar ólukku sýndi það sig, er betur var að gætt, að hin „vísindalega“ nákvæmni þessara garpa var ekki meiri en svo, að þeir höfðu eigi veitt því eptirtekt, að brjefið, sem getur um kvefið, er dagsett 12. apríl, en það var ekki fyr en 2 dög- um eptir pað, 14. apríl, sem Færeying- arnir (7) komu til Patreksfjarðar! — J>etta kvef í Barðastrandarsýslu hefir. eins og hver alþýðumaður fer nærri um. auðvitað ekki verið annað en það sem liggur í landi, það, sem stingur sjer niður á hverju vori hingað og þangað, en er harla ólíkt hinni reglulegu kvef-landfarsótt (inflúenza), bæði að dómi lærðra lækna og albýðu. Slíkt kvef hefir stungið sjer niður hjer í Re\kjavík f vor, og enginn kippt sjer upp við það. Einn málsvarnarhnyklcurinn var sá, og hann ekki sá slakasti, að telja fólki trú um, að allt „rausið“ f ísafold um þetta mál væri eintómur hjegómi og markleysa. petta væri nokkuð, sem „ekki tæki til ritstjóra ísafoldar“, eða hann væri „alls ekki fær um að dæma um“, eins og landlækninum þóknast nú að orða það. f>á bar það til, að maðurinn, sem sagði inflúenzafrjettirnar austan að, þær er get- ið var um í ísaf. 28. f. m„ fór bæja- nafnavillt: sagði allt fólk hafa verið veikt f Vatns-dal, í staðinn fyrir f Fljóts-dal. J>egar svo frjettist á eptir, að allt fólk hafði verið alheilt í Vatns-dal á hvítasunnu, þá var eins og skósveinum landlæknisins væri gefin heil jörð. J>eir hoppuðu upp

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.