Ísafold


Ísafold - 02.07.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 02.07.1890, Qupperneq 1
iCemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVII 53. Reykjavík, miðvikudaginn 2. júli 1890. Heióraðir kaupendur ísafoldar áminnast um, aö blaöiö á aö vera borgaö fyrir miðjan júlímánuð. Skipun efri deildar og æfilöng þingseta- II. (Síðari grein). A það var vikið í fyrri greininni um þetta •efni, í 44. tbl., að þrefaldar kosningar til efri deildar, með löngu millibili milli kosn- inga, mundi gjöra hana ærið íhaldsama, ef þar á ofan bættist æfilöng þingseta, eins og stungið var upp á á síðasta þingi. |>etta er ærið mikið stökk frá því, sem samþykkt var 1886, í kosningarlögum til alþingis; — stjórnarskráin sjálf hafði engin fyrirmæli um þær. jpar átti að kjósa til efri deildar með einföldum kosningum, en með nokkurs konar hlutfallskosningum um land allt, og að eins til 6 ára, eins og til neðri deildar. Mönnum líkaði ekki þetta hlutfallskosningafyrirkomulag, þótti það of vandasamt og flókið, og fóru því að hugsa um að komast hjá því. Neðri deild stakk því upp á í fyrra, að efri deilaar menn skyldu kosn- ir af hinurn þjóðkjörnu þingmönnum úr þeirra flokki óbundnum kosningum, •— nema fjórir af landstjóranum fyrst, og að menn ættu sæti í efri deildinni til sjötugs aldurs. Efri deild færði sig upp á skaptið, og gerði þing- setu þeirra æfilanga, og komu engin mótmæli fvam gegn því hjá nefndinni í neðri deild, er hún tók frumvarp efri deildar til íliugun- ar. þessi æfilanga þingseta er, eins og ýmis- legt fleira í frumvarpinu síðasta, eins og efri deild gekk frá því, tekin upp úr stjórnarlög- um Ganadamanna, en þar er aptur flest snið- ið eptir stjórnarskipun heimaríkisins. Af því að lávarðarnir í efri málstofunni í Lundúnum eiga þar setu æfilangt, þá var svo sem sjálf- sagt að hafa það eins í Canada. En um þingsk.ipun á Englandi er það að segja um þetta atriði sem mörg önnur, að það á sjer einkennilegan og gamlan sögulegan uppruna, og má svo að orði kveða, að það sje ellin ein, er helgað hefir þar þá reglu og heldur henni við. Enda er það eptirtektavert um .ýms önnur lönd, er haft hafa þó ensku stjórn- arskipunina sjer til fyrirmyndar, að þar er samt ekki nema nokkur hluti þingmanna í efri deild látinn hafa þingsetu æfilangt. það er meir að segja kunnugt, að Englendingar sjálfir, hinir frjálslyndari að minnsta kosti, •eru síður en eigi ánægðir með hina fornhelgu skipun lávarðadeildarinnar hjá sjer. Hjer •er eigi átt við þá, sem vilja hafa hana af- numda með öllu, heldur hina, sem vilja hafa hana öðru vísi skipaða. Er fróðlegt að heyra, hvað einn af sjálfum lávörðunum, Eoseberry, merkilegur maður mjög og sjálfsagt stjórnar- forseta-efni á Englandí, með tímanum, hefir lagt til nýlega í því efni. Hann vill hafa að ■eins 7 ára þingsetu í efri deild, og láta aðals- 8tiettirnar, klerkastjettina og ömtin (skírin) kjósa til hennar. «f>ar með fengjum vjer málstofu, sem væri þó þjóðinni háð«, segir hann, «til orðin með kosningum, og kjörtím- inn afskammtaður». |>að sem gerir æfilanga þingsetu ísiárverða hjer fremur en víðast annarstaðar, það er fá- mennið á þinginu, einkanlega í efri deild. þar sem þingmenn í hvorri málstofu skipta mörgum hundruðum, eins og algengt er í öðrum löndum, þar munar ekki mikið um, þó að þar sje innan um nokkuð af farlama aumingjum, sem ekkert gagn geta gert, ann- að enn að fylla sætin fyrir öðrum yngri og hæfan. Eri bara 2—3 slíkir forngripir í 12 manna nefnd, eins og efri deildin er hjer og á að verða, geta gert hana máttvana eða að minusta kosti haft óbærileg áhrif á flokka- skipun á þinginu. |>ví það er mesta einfeldui að gera ráð fyrir. að þeir, sem ófærir eru orðnir til þing- setu fyrir elli sakir eða andlegrar apturfarar, muni finna til þess sjálfir og segja því af sjer þingmennsku sjálfkrafa. þeir vita sjaldn- ast af því sjálfir, að þeir eru orðnir andlegir aumingjar. Og þótt þeir haíi einhverja hug- mynd um það, þá getur þeim eða þeirra vinum og vandamönnum gengið ýmislegt annað til að halda í sætið. Um hina þar á móti, sem halda fullu fjöri, líkamlegu og andlegu, fram til hárrar elli og auðgast ár frá ári að þekkingu og reynslu, þarf sjaldnast því að kvíða, að þeir fái ekki að vera á þingi meðan þeiru endist aldur og heilsa til, hafi þeir sýnt sig nýta þingmenn um langan aldur, áu þess að það sje lögum bundið, að dauðinn einn geti þokað þeim af þingi nauðugum. Slíkir rnenn eru því miður mjög fágætir hjer, og mundu vissulega hljóta kosningu, stjórnar eða þjóðar, meðan þeir gæfu kost á sjer. Af tvennu til þarf satt að segja miklu fremur að kvíða oflitlu en ofmiklu fjöri í landstjórnarframkvæmdum þessarar þjóðar. Og sje það til, að hún, þ. e. fulltrúaþing hennar, eýni sig í því að vilja fara mjög geyst og gapalega, þá er svo sem hnappheld- an til taks undir eins, þar sem er takmarka- laust synjunarvald stjórnarinnar gagnvarfc á- lyktunum þingsins. En að vilja að vera að stjóra aptur af því með jafn þungum drelli og æfilöng þingseta allrar efri deildar mundi reynasfc, það virðist vera hrein þarfleysa og ekkert gott geta af sjer leitt. það er rjett regla, sje á annað borð haft tvískipt þing, að láta þá ekki báðar deildir vera tómt bergmál hvor af annari eða aðra algjörlega undirtyllu hinnar. þ>eim má gjarn- an eða d jafnvel að bera á milli, en ekki frekara en svo, að það geti jafnað sig með tímanum. Og ráðið til þess er það, að báðar deildir sjeu, þegar öllu er á botninn hvolft, þjóðinni háðar, þótt eigi sje í sama mæli eða áhrifin jafn-ör. Kjósendurnir eiga að geta fengið sínum vilja framgengt á þingi, ef hann sýnir sig nokkuð stöðugan og þrautgóðan. Nokkur bið getur verið holl; en of mikil skaðleg, — dregur allan framkvæmdarhug og — dug úr «þjóðinni». Rjetta aðferðin er því sú, að láta hvorki kjósendur nje kjörtíma falla saman fyrir báð- ar deildir; en láta þó ekki svo mikið djúp staðfest þar á milli, að hæpið sje, hvort deildirnar geti nokkurn tíma orðið almenni- lega samferða. Til þess þarf ekki einungis, að kjósendur sjeu að nokkru leyti hinir sömu til beggja deilda, eins og ætlazt var til í frumvarpi þingsins í fyrra, heldur einnig að ekki muni ákaflega miklu rnilli kjörtíma beggja deildanna. Sje kjörtími neðri deildar 6 ár, mætti hafa kjörtíma hinnar efri 9 ár, og láta kosningar til beggja deilda aldrei falla saman, — aldrei lenda á sama ári. |>annig lagaðan íneðalveg hafa menn kosið sjer í ýmsum hinum nýrri stjórnarskrám, frá síðari hluta þessarar aldar. Nefna má með- al aunars stjórnarskrá Svía, sem er 24 ára gömul. þ>ar eru hafðar amtráðskosning g til efri deildar, eins og hjer er stungið upp á, og kjörtíminn einmitt látinn vera 9 ár. Meira að segja: hin allra nýjasta stjórnar- skrá, sem til mun vera í heimínum, stjórnar- skrá Brasilíumanna — hún er ekki hálfs mán- aðar gömul —, hefir 9 ára kjörtíma fyrir efri deild, öldungaráðið, en 3 fyrir neðn. Er sú stjórnarskrá að sögn annars sniðin mest ept- ir stjórnarskipun Bandamanna í Norður- Ameríku. Slíka umbót eða því um líka þarf nauð- synlega að gjöra á frumvarpinu frá síðasta þingi, þegar það verður tekið til meðferðar næst, og ætti ekki þurfa að verða mikil fyrir- staða tyrir því. líjélumsílið. Erfðamál þetta, úr Rang- árvallasýslu, var dæmt í landsyfirrjetti 23. f. m., á þessa leið: Árið 1882 hættu hjónin Filippus |>or- steinsson og kona hans Sigríður Jóns- dóttir búskap og slciptu þá miklum hluta af lausafje sínu milli barna sinna, en hjeldu eptir fasteignum og því sem þau áttu inni við verzlanir og ýmsu lausafje. Voru þau síðan til veru hjá áfrýjanda þessa máls, syni þeirra Filippusi,. sem tók við jörðinni Bjólu og byrjaði þar bú- skap. Hinn 20. febr. 1885 andaðist Fil- ippus Borsteinsson og tóku þá ekkjan og börn hans og tengdabörn, sem öll voru myndug, búið til skipta sín á milli; en sökum þess, að ágreiningur kom upp á milli þeirra út at skiptunum, heimtuðu nokkrir erfingjarnir opinber skipti og hófust þau i. ntaí 1888. Á þeim skipta- fundi, sem haldinn var þann dag í búinu, kom til álíta skjal nokkurt, er til hafði orðið á erfingjaskiptunum, svo nefndur „skiptagjörningur“, dags. 1. júni 1885, sem nöfn flestra erfingjanna voru rituð undir, og þar sem fasteignum búsins var öllum úthlutað milli erfingjanna og ýmsu lausafje, og.viðurkenndu allir erfingjarnir

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.