Ísafold - 09.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1890, Blaðsíða 1
K.emur ut á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins H104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júHmánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVII 64 Reykjavík, laugardaginn 9. ágúst. 1890. Útvegshorfur við Faxaflóa- pað er kunnugt, hversu vetrarvertíðin í ár fór hraparlega hjer í Faxaflóa; en það er heldur ekki við góðu að búast, uaeðan fiski- veiðum vorum er hagað eins og nú er farið að tíðkast, og sí-versnandi fer það. f>að var aður svo, að það kom opt fyrir alæm vetrarvertíð, en þá brást það varla, að vorið bætti úr; nú er ekki lengur um vorver- tíð að tala; fiskurinn er rekinn burt undir •eins og vart verður við hann og honum er varnað frá að geta gengið á grunn. f>áð eru framfaramennirnir, dugnaðarmenn- irnir, sjógarparnir, sem vilja hafa það svona. f>eir formenn eru margir a lífi enn, og eru formenn enn, sem á sínum yngri árum höfðu þá veiðiaðferð — sem þá var almennt tíðk- uð —, að þeir lögðu próflagnir vestur í Leiru- sjó; ef þeir urðu varir við fisk svo vestar- lega, þá tóku þeir net sín upp og færðu þau íiær landi, og þannig ávallt undan fiskinum, þangað til hann var kominn upp á grunn og lagztur þar; þá fyrst fóru menn að leggja net sín almennt. |>etta þótti nú vit og ráð þd, og það reynd- ist vel, og það sýndi, að menn þá hugsuðu um eðli fiskjarins. Svo komu nú framfarirnar og dugnaðurinn íór að vaxa; þetta hefði nú verið gott og blessað, hefði ekki vitinu og ráðdeildinni hnign- að að sama skapi. |>a byrjuðu netalagnirnar vestur í Garðsjó og vestast í Garðsjó, út og norður í haf. f>að gjörði ekkert til, þótt ekki yrði vitjað um netin dögum saman og stund- um vikum' saman, svo að fiskurinn varð að netamorkum ; það gjörði ekkert til, þótt þetta skenimdi fyrir fiskmarkaði vorum á Spáni, ¦svo að stundum munaði hundruðum þúsunda króna; það gjörði ekkert til, þótt margir misstu net sín, tugum saman, sem þeir höfðu 'fengið meir og minna að láni, og sætu svo •eptir aflalausir og allslausir. Já, jafnvel pað ,gjörði ekkert til, þótt menn sæju áþreifan- lega, að netastappan stöðvaði fiskigönguna og hægði henni frá inngöngu í flóann; allt þetta gjörði ekkert til, því að hver sem dýpst lagði, hver sem skemmdi mest fyrir sjer og öðrum, ihann var mestur framfaramaðurinn, dugnaðar- ¦maðurinn og sjógarpurinn. f>egar nú þessum mönnum var búið að takast að ónýta tvær vetrarvertíðir, sem ekki var annað sýnilegt ella en að orðið hefðu hinar beztu; þegar þeim var búið að takast að baka þiisundum manna sult og seyru, volæði og vesöld og steypa hreppunum í ó- kljúfandi vandræði með hallærislánum, þá loksins fjekkst netalínan; og kostaðiþað mikla íyrirhöfn, að fá hana staðfesta af amtmanni. Með netalínunni var mikið fengið, en þó, vegna kringumstæðanna, ekki nærri nóg. f>að >er ómögulegt að neita því framar, að fiski- gangan stöðvast við netastöppuha; eigi því endilega að hafa netastöppu á annað borð, er betra að hafa hana sem næsta landi, og ¦Haniþykktin bannar að leggja fyrir utan lín- Aina. Jeg hef fyr hjer í blaðinu skýrt frá afdrif- um tveggja undanfarinna vertíða ; en að lýsa aðförum manna á síðastliðinni vertarvertíð vildi jeg helzt fela einhverjum öðrum; en ef enginn fæst til þess, getur samt verið, að jeg skýri nákvæmar frá þeim seinna; en ljótar voru þær. Jeg skal hjer að eins geta þess, að það mátt heita fiskilaust hjer í flóanum, þangað til á þriðjudaginn næstan eptir páska (8. apríl). f>á var kominn mokafli inn í Leirusjó, sem nam staðar við línuna; þar fiskuðu menn alla þá viku út og mánudaginn þar á eptir (14. apríl) mæta vel, fyrst bæði í net og á færi; svo þótti framfaramönnun- um ekki þetta nóg, heldur urðu að koma ýsu- lóðinni þar að líka ; þá var nú blessanin bú- in. Hinn 12. apríl voru margir með lóð og enn fleiri mánudaginn 14., en þá tókst líka að hrekja gönguna burtu ; 15. var fiskilaust, þar sem mokfiski var daginn áður, og urðu menn síðan varir við þorskinn hingað og þangað í smáhnöppum, vaðandi ofan sjávar, auðsjáanlega á flótta, og — í stuttu máli — aflinn var búinn, ekki einungis þá vetrarver- tíð, heldur vorið og sumarið líka; má svo að orði kveða, að ekki hafi orðið þorskvart hjer í flóanum síðan. En við hverju er líka að búast! f>egar frjettist til göngunnar, þá flykkjast menn úr öllum veiðistöðvum hjer nærlendis á þann eina blett, sem menn vita af að fisk- urinn er að ganga um ; það er eins og að þetta sje einhver óvinur, sem mönnum sje lifsnauðsyn á að hrekja í burtu, og lofa hon- um ekki að staðnæmast nálægt sjer; fara menn því á móti göngunni, vopnaðir með færum, lóðum og netum, og til að vera vissir um árangur af för sinni, hafa sexmannaför svo hundruðum skiptir í sjer hálfermi af grjóti, sem grýtt er í sjóinh ofan í gönguna. f>annig útbúin safnazt 300—400 sexmanna- för á svæði, sem vart mun vera meira en •§ ferhyrningsmílu, dag eptir dag, þangað til hervirkið er unnið. Fiskiveiðar vorar eru komnar í það ólag, að bráðra umbóta þarf við. Jeg hef skrifað upp ágrip af þeim lögum Norðmanna um þorskveiðar, sem jeg hef komizt yfir, og Iæt jeg það fylgja hjer með (í næsta bl.). Af lögum þessum sjáum vjer meðal annars, að Norðmenn setja rammar skorðurgegn því tvennu, sem er aðalmeinið í fiskiaðferð vorri, nefnilega : 1. að þeir setja fastar reglur gegn því, að ekki verði ofsett d sjáfarsvæði hvers fiski- vers; 2. að þeir forðast að leggja þorskanet fyrir þorskinn meðan hann er að ganga. Jeg býst við, að sumum framfara- og frels- ismönnum vorum þyki þessi uorsku lög hepta frelsi manna; en þeir ættu að reyna að skilja, að yfirgangur er mesta ófrelsi; ekki mega þeir heldur gleyma, að Noregur er eitt hið frjálsasta land, en Norðmenn kunna að greina frelsi frá sjálfræði. Jeg veit, að það eru heil sveitarfjelög, sem ekkert liggur meira á hjarta en það, að fá kippt í lag fiskiveiðum vorum. Menn koma með ýmsar uppástungur, en eru ekki enn bún- ir að koma sjer niður á málinu. Jeg ætla nú líka að leyfa mjer að gjöra eina uppá- stungu, og hún er sú : að afnema alla þorska- netabrúkun í öllum Faxaflóa, að minnstakosti um nœsta 5 ára tímabil. Jeg ætla ekki hjer að færa ástæður fyrir þessari uppástungu mirjni. f>ess vil jeg að eins geta, að jeg þori að segja, að allir þeir skattar og skyldur, sem Gullbringusýslubúar borga árlega, nema ekki helmingi að upphæð í samanburði við þann kostnað, sem þorska- netin baka mönnum, endurgjaldslaust, ef menn skoða sögu netanna um t. a. m. slðasta 10 ára tímabil. Ef jeg treysti því, að nægilegu eptirliti yrði við komið, þá skyldi jeg koma með aðra upp- ástungu, sem jeg óskaði mikið heldur að næði fram að ganga, en af því að jeg treysti því ekki að svo komnu, að tilsjónarmenn geti haft nægilegt eptirlit í þá átt, meðan ekkert er lagt í sölurnar til þess af almannafje, þá ætla jeg að svo komnu að halda mjer við ofan- greinda uppástungu mína. Hafnarfiröi, 6. ágúst 1890. þ. Egilsson. Vegagjörðarkák —dýrt kennslukaup. I sumar gjörist einn kapítuli í hinni víðræmdu Svínahraunsvegarsögu,oaumast hinn síðasti þó. f>ar er nú verið að bæta efri hluta veganns yfir sjálft hraunið, þennan sem lagður var af nýju fyrir nokkrum árum af hinum frægu, gömlu, innlendu vegameistur- um, borið ofan í hann annað árið, ofaníburð- urinn endurbættur þriðja árið o. s. frv. f>etta sem kallað er »að bæta« veginn nú er raunar að gjöra hann af nýju, búa hann til enn af nýju, frá rótum. Gamla vegameistaralagið íslenzka var það, svo sem kunnugt er, að hrúga grjóti, ýmist að handahófi (urð) eða flórlögðu, sem kallað var, undir í vegi, ásamt hleðslu utan með, nema í mýrum vanalega höfð stunga í staðinn, og ofaníburður, möl og þess háttar, borið þar ofan á. Slík vegagjörð ber þann aðdáanlega ávöxt, að hafi t. d. verið áður hálfsljettur melur þar, sem vegurinn er lagður, engan veginn mjög ógreiðfær, þá er nú komin þar, fám missirum síðar, regluleg urð, tilbúin af manna höndum. Stormar og rigningar, frost og leysingar losa og svipta burtu ofaníburðinum og skilja eptir bera urðina. Er óvíða sú torfæra utan við slíkan veg, að hver skepna kjósi hana ekki heldur en að hætta fótum sínum í mannvirkin á sjálfum veginum, grjóthrönnina, sem þar liggur. Ljómandi mannvirki af því tagi er í Kömbum, sem kallaðir eru, heiðarbrekkunni ofan að Hellisheiði að austan. Vegurinn hefir verið lagður þar þverbeint ofan hjer um bil, því í þá daga þótti sá vegmeist- ari snjallastur, sem gat lagt vegi beiut af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.