Ísafold - 09.08.1890, Blaðsíða 3
orði og ærnu fje varið því til undirbúings:
mörgum þúsundum króna til vagnvega-
gerðar o. s. frv. Bezt færi á því, að þeir
vöknuðu óknúðir og gerðu það sjer til
sóma, húsráðendur allir t. a. m., að hætta
algjörlega að hafa vinnukonur fyrir á-
burðarklára í laugar, heldur tímdu að
gjalda þessa fáu aura, sem það kostar að
flytja þvottana á vagni. En lánist það
ekki, er vinnukonum innan handar að fá
ánauð þessa afmáða með því, að vistast
ekki með öðrum skilmála en að vera
lausar við hana.
Hitt liggur í augum uppi, að til smá-
vegis skemmtiferða spölkorn frá bænum,
sem mikið tíðkast hjer á hestsbaki á
sumrum, er vagninn miklu kostnaðar-
minni fyrir húsráðanda með fjölskyldu t.
a. m., og miklu fyrirhafnarminni eigi síð-
ur heldur en reiðhestar.
Yfirkennarasýslanin við barnaskólann
í Beykjavík var veitt í gær af bæjarstjórninni
aukakennaranum þar, cand. theol. Morten
Hansen. Auk hans sóttu þeir síra Lárus
Halldórsson á Eskifirði (fekk 3 atkv.) og síra
ísleifur Einarsson í Stað í Steingrímsfirði.
Dáinn nýlega Högni hreppstjóri Ólafsson á
Núpi í Fljótshlíðarhreppi, úr lungnabólgu,
eins og margir fleiri síðan í vor að inflúenzan
gekk þar yfir.
Hitt og þetta.
Ef vjer hefðum eigi sjálfir bresti |)á ættum v.jer
ekki eins hægt með að sjá bresti annara.
><«
* *
Ágæti manns skyldi aldrei meta eptir gáfna-
yfirburðum hans, heldur eptir þvi, hvernig hann
notar gáfurnar.
*
* *
Ein aðalástæðan til þess, að vjer hittum svo
fáa menn, sem ánægjulegt er að tala við, er sú
að flestir hugsa meira um hvað þeir eigi að segja
sjálfir, heldur en það, sem sagt er við þá.
*
sfc *
í Síam er líftjón lagt við, ef maður nefnir kon-
unginn með nafni lians. En með þvi að nafnið er
tíu álna langt og tólfrætt eða meir, og Siamsbúar
eru mestu haugaletingjar, þá eru varla dæmi þess,
að þeim verði hált á þeim glæp.
*
* *
Að tala illa um aðra er að tala vel um sjálfan sig
óbeinlínis.
*■
* *
Rún: Jeg heyrði nokkuð i dag, som jeg hef lof-
að að segja engum manni nokkurn tíma meðan
jeg lifi.
Rann leggur frá sjer bókina og segir: „Jæja,
jeg hlusta“.
Hann þekkti á kvennfólkið!
*
* *
AMrei skal verma höggorm í barmi sjer. Betra
að útvega honum hlýju með því að stinga honum
undir koddann hjá náunganum.
* * *
Kvennfólki á barnsaldri svipar til blávatnsins —
segir reyndur heimspekingur —, 12—15 ára eru
þær líkastar limonaði, 18—25 kampavíni, 25—40
ára likör, 40—50 heima byrluðu portvíni, en ept-
ir fimmtugt breytast þær flestar í edik.
rilakið eptir ! Með því að jeg nú aptur
er tekinn til að stunda hina fyrri iðn
mína, tek jeg að rajer alls konar trjesmíði
utan húss og innan; eins smíði á stofugögn-
um; sömuleiðis tek jeg að mjer að mála
hvort heldur er með einföldum litum, mar-
maralitum, eikarlit og svo frv.
Reykjavik 8. ágúst 1890.
Páll Jónsson trjesmiður
Aukakennari
við barnaskólann í Beykjavík verður skipað-
ur frá 1. október næstkomandi.
Launin eru 500 kr. á ári og
störfin 24 kennslustundir á viku og útreikn-
ingur allra mánaðareinkunna.
Umsóknarbrjef stýluð til bæjarstjórnarinn-
ar ber að senda hingað fyrir 15. sept. næst-
komandi.
Bæ.jarfógetinn í Reykjavík 8. ágúst 1890.
Halldór Daníelsson.
HEY TIL SÖLU. Af hinu annálaða, afbragðs-
góða flæöiengisheyi frá Vatnsenda verða til sölu
nokkrir tugir hesta með góðu verði undir eins og
þurkur kemur. Menn semji sem fyrst við bónd
ann Benid. þórarinsson.
/ f>arna misstirðu hana!
Eyvindur og Páll voru ungir og efnilegir
menn, báðir jafnaldra og heldur vel til vina;
en svo vildi til, að báðum leizt vel á sömu
stúlkuna. það. vissu þeir, og báðir ætluðu
sjer við fyrsta tækifæri að biðja hennar.
En hvaða dag slíkt skyldi gjörast, því hjeldu
þeir eins og eðlilegt var leyndu hvor fyrir
öðrum.
Eptir túnasláttinn vildi svo til, að báðir
fóru á scað sama dag. Báðir áttu jafnlanga
leið; en Páll hafði keypt 10 kr. Úr « lest-
unum hjá porl. Ó. Johnson.
þegar Eyvindur staldraði við á einum bæ
á leiðinni, spurði han.n, hvað framorðið væri,
og var honum sagt, að væri um nón. Gekk
honum greitt ferðin. En því miður eru dags-
mörk opt ekki áreiðanleg í sveitinni, og þegar
Eyvindur ríður heim traðirnar á bænum, þar
sem stúlkan átti heima, mætir hann Páli
mjög glöðum í bragði. Hafði Páll þá fest
sjer strilkuna. Var heldur stutt um kveðjur,
er Páll dregur upp 10 króna úr upp úr vas-
anum og segir :
f>arna misstirðu hana!
þessi góðu og ágætu úr fást enn fyrir 10 krón-
ur hjá þOBL. Ó. JOHNSON í Beykjavík.
Brúkuð íslenzk frímerki
eru keypt fyrir þetta háa verð hundraðið (100).
Póstfrimerki
3 aura gul kr. 2.25, 5 aura blá kr. 15.00
5 — græn — 3.00, 6 — grá — 4.50
10 — rauð — 2.00, 1G — hrún — 7.00
20 — violet — 25.00, 20 — blá — 6.00
40 — græn — 24.00, 40 — violet— 7.00
pjónus tufrimerki
3 aura gul kr. 3.00, 5 aura brún kr. 4.50
10 — blá — 4.00, 16 — rauð —15.00
20 —■ græn — 6.00.
Skildinga-frímerki frá 10 aur. til 1 kr.
hvert. Ekki hef jeg not af nema heilum og
þokkalegum frímerkjum, með póststimpil-
kles3um á. Bifnum, óhreinum og upplituðum
frímerkjum verður fleygt, og eins þeim, sem
hornin eru rifin af eða kögrið. Borgun fyrir
frímerki, sem mjer eru send, afgreiði jeg
þegar um hæl með pósti.
Olaf Grilstad
Throndhjem, Norge.
Eklci er allt sem sýnist.
þann á hol, er hefði gerzt svo fífldjarfur, að
hætta sjer þangað inn.
Jeg brá mjer inn til kjötsala og keypti
þar talsvert af kjöti, sem jeg ljet í poka og
hafði með mjer. það var ekki orðið fulldimmt.
Jeg ráfaði fram og aptur um strætin, þar til
jeg þóttist viss um, að allir væru sofnaðir.
Hjá næsta húsi við hús doktorsine fann jeg
stiga; jeg tók hann og læddist að girðing-
unni. Stiginn var stór, og mjer veitti örðugt
að reisa hann ; samt tókst mjer það á end-
anum. Jeg komst upp. Jeg mölvaði gler-
broddana af brúninni, svo að jeg skyldi ekki
slasa mig á þeim. Hundurinn kom æðandi
að, eins og hann ætlaði að verða viðbúinn
þegar jeg kæmi ofan. Jeg settist á múrinn
og leysti utan af kjötinu. Jeg ljet í það
talsvert af eitri, sem jeg hafði með mjer í
því skyni, og kastaði því svo fyrir hundinn
til þess að spekja hann. Bakkinn kom til
mín og ljet vinalega að mjer, af þakklæti
fyrir matgjöfina. Jeg þreif með annari hend-
inni í hálsband hans, en með hinni tróð jeg
pokanum upp í kjaptinn á honum, svo að
hann skyldi ekki geta gefið hljóð frá sjer
meðan liann væri að drepast.
Jeg litaðist um eptir stiga, sem jeg gæti
komizt í upp að glugganum á loptinu. Jeg
fann stiga og reisti hann upp við húsið.
Gluggar allir á loptherbergjunum voru opnir,
svo að loptið gæti streymt út og inn. Jeg
fór upp stigann, og þegar jeg kom upp að
glugganum, stakk jeg inn höfðinu og hleraði
lengi. Jeg var hræddur um, að einhver kynni
að sofa þar. þegar jeg þóttist genginn úr
skugga um, að þar væri enginn maður, tók
jeg af mjer skóna og fór inn.
Jeg brá upp skriðljósi og litaðist um, en
sá þar ekkert athugavert. Dyrnar stóðu
opnar. Jeg fór inn í næsta herbergi, en þar
var ekki heldur néitt sem vakið gæti athygli
mína, nema ef vera skyldi dálítið af gips-
molum og nokkurir smápokar með einhverju
í. Ljós logaði í næsta herbergi þar fyrir
innan. Jeg slökkti skriðljós mitt og læddist
þangað inn. þar var talsvert af silfurhvítum
málmþynnum sem jeg þekkti ekki. Jeg leit
vandlega eptir öllu, en ekkert gat jeg fundið,
sem notað yrði til efnafræðislegra athugana;
ekki svo mikið sem eitt sýruglas. Loksins
festi jeg auga á allmiklum pappírsvöndlum,
sem lágu þar á borði. Jeg opnaði einn
þeirra ; en — hvers vegna brá mjer svo mjög
í brún, er jeg sá hvað hann hafði að geyma?
það voru nýslegnir silfurpeningar, og var
engin furða, þótt finna mætti þess háttar í
fórum húsráðanda, þar sem hann vissi eigi
aura sinna tal; en það var eins og mjer
þætti þessa stundina ljúft að trúa því, að
ekki vceri allt sem sýnist. Jeg hafði líka
tekið eptir málmþynnunum í hinu herberginu.
Jeg tók einn pening, skoðaði hann vandlega
og bar hann saman við annan, er jeg hafði
í vasa mínum, en 8á ekkert athugavert við
hann; jeg sló honum hægt við borðið; hljóðið
var öldungis eins og í öðrum silfurpeningum.
Svo ljet jeg hann á sinn stað og vafði um-
búðunum saman. Jeg fór hægt og hljóðlega
að öllu. Allt í einu fann jeg að eitthvað
kalt kom við hálsinn á mjer að aptan, líkast
því, sem vatnsdropi hefði lekið ofan úr lopt-
inu, Mjer varð hálf-hverft við og leit aptar
fyrir mig; og hvað sá jeg þar? Ekkert,
nema — — doktorinu sjálfan. Hann 8tóð