Ísafold - 16.08.1890, Side 1

Ísafold - 16.08.1890, Side 1
iCenrar út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins <104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstræti 8. XVII 66. Reykjavik, laugardaginn 16. ágúst. 1890 Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 3. ágúst 1890. Frá Norðurlöndum- Sumarblíðan loks komin, og bæði til heytanga og uppskeru |>ykir alstaðar sem vænlegast horfa. Tíðinda- laust hjá Dönum að kalla. I stað Holsteins Hleiðrugreifa er kosinn einn af bændaskör- ungum, Ole Hansen að nafni. Verkfall múrgerðarmanna varð árangurs- laust; við það hætt 22. f. m. Frá Noregi af tveimur eldsvoðum að segja. 21.-=22. f. m. brann Hammerfest að mestum hluta og flest stórhýsi þess bæjar. Skaðinn metinn á 5 milj. króna. Nokkrum dögum siðar átti Saunesund, lítill bær við Sarpsborg, sömu forlögum að mæta. Frá öðrum löndum. Nú er Vilhjálm- ur keisari á Englandsferð og hefir hitt Leó- pold Belgakonung í OsteDde. Á morgun kemur hann til Osborne (á Wight) og gistir . .. , , hjá ömmu sinni, Viktoríu drottuingu, nokkra ^ Buenos Ayres, hofuðborg Argentoa-banda- því ráð er fyrir gert, verður það fólkið koma lögum við. Ezeta brást svo við, að hann fór þegar með liðskost sinn yfir landamerki Guetamala-manna, en áður en hann lagði til orustu við her þeirra, bauð hann Barillas hólmgöngu. |>ví vísaði sá kappi af höndum, og svo tókust bardagarnir. Innan skamms vann Ezeta fullan sigur, eptir harða viðureign og mikið mannfall í hinna liði. Af ýmsum freguum, sem bágt er reiður á að henda, er sannfrjett kallað, að nú hóf- ust óeirðir hjá hvorumtveggja heima. Ezeta varð að hverfa aptur og stökkva burt úr höfuðborginni öðrum foringja, Rivas að nafni, sem kom þangað með Indíamenn og kyn- blendinga, rændi og ruplaði, en gerði þar mannspell, er mót var risið. Ezeta rak hann út, og var hann síðan höndlaður á flóttanum og skotinn. Ef ófriðuriun helzt, þykir líklegt, að Bandaríkin og Mexíkó komi sjer saman um að skakka leikinn. Tíðindin ekki betri frá Suður-Ameríku, þó hið versta kunni nú að vera um garð gengið. daga, en að flest á sjó leikið og framið, sem honum verð- ur gert til skemmtunar — seinast flotasýning ar við Portsmouth. I miðjum mánuðinum legg- ur hann af stað til fundar við Rússakeisara. — Svo mundi Bismarck þykja þarfast fyrir friðinn unnið. Nýlega varð sprengigos í námunum við St. Etienne á Frakklandi eitthvað um 120 manna að líftjóni, en margir lemstruðust þar að auki. Stjórn Rússa færir sig svo upp á skaptið sem henni er helzt lagið, þar sem til þving- unar og áþjánar kemur. Nú er haft fyrir stafni að ryðja rússneskunni til rúms á Finnlandi á líkan hátt og gert hefir verið í löndunum við Eystrasalt. Kúgun við Gyð- inga hafa Rússar aldrei sparað, en nú hefir nýtt keisarabrjef aukið hjer svo afdæmislega á, að telja verður til rainnkunarmarka vorr- ar aldar. Eitt af ákvæðum brjefsins er, að þeim er fyrirmunað að njóta kennslu í skól- um Rússa, æðri og lægri. Á Spáni er kólera aptur í uppgangi, síðam hitarnir urðu meiri. Frá Mekka borið, að -hún sje þar all-mannskæð. ríkjanna (14 að tölu) dró til uppreisnar í lok umliðins mánaðar. Helztu tildrög henn- voru fjárvandræði ríkisins og þurðir í sumum bönkum. Forseti sambandsins heitir Juarez Celman, doktor í lögfræði, xjarkmað- ur mikill, en ráðríknr og harðvitugur. Hann hefir verið við völdin síðan 1886. Um úr- ræðin varð mikill ágreiningur í ráðaneytinu, og hann færðist þá til flokkanna, er forset- inn ljet fjármálaráðherrann setja í varðhald. Sumir hershöfðingjar hugðu sjer nú til hreif- ings, sem hjer er vandi til, en klerkar grun- aðir um undirróður, þvi þeim er illa við Celman og kalla hann trúleysmg. Uppreisnin byrjaði 26. júlí, og um stund veitti stjórnar- liðum svo erfitt, að Celman varð að hörfa út úr borginni. Honum tókst samt að eflast svo að liði frá öðrum bandaríkjum, að hann vendi skjótt aptur, og í lok mánaðarins hlutu uppreisnarmenn að láta undan eptir mikið mannfall af beggja flokkum og herfileg borg- arspell. Tala fallinna manna sögð 1000, en særðra 5000. Hvort hjer er öllu lokið, verður að bíða seinni sagna. Frá Mið- og Suður-Ameríku. Bú hefir helzt viljað raunin á verða, að þjóð- veldin hafa hjer optast haft á sjer þann ó- stillingarbrag, sem heldur fylgk skapferli hins rómanska þjóðakyns en hins germanska. |>au hefir hvað eptir annað rekið í rastir ó- friðar og uppreisna, og þegnlífið hefir jafnan jþá að eins mátt næðis njóta, er forsetarnir kunnu svo á alræðisvaldi að halda, að öf- undarmenn þeirra gátu engu við komið. Fyrir skömmu flutti ísafold óróafrjettir frá Mið-Ameríku, en það gerðist síðar á, að Bar- illas, forsetinn í Guatemala, ljet — líklega í nafni hins ákveðna ríkjasambands (sem byrja skyldi 15. næsta mán.) — boð fara tilEzeta, ■hershöfðingjans, sem brotizt hafði til valda í San Salvador og stytt forseta þess aldur, að harm skyldi aptur allt upp gefa og láta Póstgufuskipið Laura, kapt. Christi- ansen, kom hingað í gærdag frá Khöfn, Skotlandi og Eæreyjum. Með því komu frá Khöfn amtmaður E. Th. Jonassen og frú hans, og prestaskólakand. Olafur Helgason ; frá Englandi agent Sigfús Eymundsson, kaupm. Jón Guðnason og f. kaupm. G. Thordal, og 4—5 Englendingar; frá Vest- mannaeyjum sýslumaður Aagaard með frú sinni og börnum. Gufubátur þeirra Sigf. Eymundssonar og Sig. Jónssonar, annar en þessi sem þeir ætluðu að kaupa fyr í sumar, er jafnvel væntanlegur hiugað í næstu viku, frá Greenoek á Skotlandi. Hann er 45 jaktar-tons að stærð, 75 fet ensk á lengd og 12 á breidd, ristir 5—8| fet, tvfmastraður; hefir verið hafður til skemmtiferða miili lands og eyja og með fram vesturströnd Skotlands. |>að stóð ekki á öðru að báturinn Ijeti í haf en að skoða þurfti gufuvjelina áður. Hann verður að öllum líkindum mikið góður til milliferða hjer um flóann, Faxaflóa, og getur jafnvel skroppið lengra sumarduginn að minnsta kosti. Ráð- gert er hálf-vegis að hann verði látinn heita Faxi. Hann kostaði ekki nema 500 £ = 9,000 kr. Farið er að hafa miklu stærri skip í förum þar sem slíkir smábátar gengu áður, og eru þeir því seldir nú með afföllum. Vesturfarar. Hátt á annað hundrað Vesturfarar hjeðan af Islandi segir Lögb. að komið hafi til Winnipeg 9. f. m. þ>ar á meðal var Gestur Pálsson ritstjóri, Hermann Hjálm- arsson stúdent og verzlunarm. frá Húsavík með konu og börnutn, frú Helga Eiríksdóttir (kona Jóns Ólafssonar) o. fl. Á leiðinni vestur yfi Atlanzhaf Ijetust 2 menn af þess- um vesturfarahóp, Sigurðux Jónsson, bóndi úr Strandasýslu, og Kristbjörg Jónasdóttir, kona Halldórs Guðmundssonar af Eyjafirði. Gestur Pálsson tók við ritstjórn »Heims- kringlu« 24. f. m., ásamt Eggert Jóhannssyni, er hefir verið einn ritstjóri blaðsins að und- anförnu. Ritstjórabreytingin er ekki ritstjóra- skipti, heldur ritstjóra-mðbót, eins og segir f fáeinum ávarpsorðum hins nýja ritstjóra. Nýlunda er það um Heimskringlu-númer þetta, að þar er enginn dropi af bankadellu- vellingi Eiríks Magnússonar ; fer hann líklega að verða í ílátshraki úr þessu. Lögberg (Jón Ólafsson) fagnar vel sínum nýja blaða- bróður. »Að vorri hyggju hafa útgefendur Heimskringlu aldrei farið jafn-viturlega að ráði sínu eins og þegar þeir rjeðu Gest Páls- sou hingað vestur til þess að taka við rit- stjórninni á blaði þeirra«, segir Lögb. Islendingadagur- Nálægt 20 helztu íslendingar í Winnipeg, blaðamenn og for- stöðumenn fjelaga þar í bænum, þar á meðal allir ritstjórar blaðanna beggja (fjórir), síra Jón Bjarnason, W. H. Paulson, Sigtryggur Jónasson o. fl., höfðu komið sjer saman um að halda nokkurs konar þjóðminningarhátíð 2. ágúst — þjóðhátíðardaginn íslenzka —, að dæmi annara þjóða í Ameríku, svo sem fyrst og fremst Bandaríkjamanna (4. júlí). Er skorað á »alla, sem unna vexti og viðgangi verulegs þjóðlífs meðal íslendinga vestan hafs, að þeir sæki hátíð þessa og sýni innlendum mönnum hjer, hvað við erum margmennir og hvað rnikið vjer eigum undir okkur«. Til hátíðahaldsins höfðu þeir leigt skemmtigarð stóran, Victoria Gardens, og skyldu allir, sem vetling gátu valdið, af íslenzku kyni, fylkja sjer í hátíðagöngu gegnum borgina Winnipeg. Ekki skyldi mega veita neina áfenga drykki við hátíðarhaldið. Bæjarbruni. Hinn 19. júlí brann allur bærinn að Auðshaugi á Barðaströud til kaldra kola; hafði kviknað í hefilspónum við elda- vjel. Líf og lífsvon sjómanna- Síra Oddur V. Gíslason, sem fór hjeðan með strand-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.