Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins ([04 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 67 | Reykjavík, miðvikudaginn 20. ágúst. 1890 Bindindisfyrirlestur. Á almennum, fjölsóttum bindindisfundi undir berum himni í Eeykjavík sunnudag 17. þ. m., er Good-Templar-stúkurnar hjer geng- ust fyrir, stje meðal annara síra Oddur V. Gíslason í stólinn, og er þetta ágrip af ræðu hans : »jpað eru gleðileg sanniudi, að drykkju- skapur fer minnkandi hjer á landi ; en þótt mörgum þætti nú vart orð á drykkjuskap gjörandi, þá játuðu margir, og það menn ut- an bindindis, að drykkjuskapurinn væri of mikill, og afieiðingar hans voðalegar, hvernig sem hann kæmi fram. Vissulega eru margir sannir hófsmenn, en aptur margir að eins hófsmenn á vissum stigutn lífs síns; —■ og þeg- ar líf mannsins er tekið í heild sinni, þá hefir margur hófsemdarmaðurinn orðið sjálf- um sjer og öðrum til tjóns, því : 1. neytir hófsemdarmaðurinn áfengra drykkja, sem á ýmsan hátt spilla og skemma líf- færi mannsins ; 2. eyðir hann einatt fje óþarflega, svo hann sviptir konuna ánægju og nauðsynjum og börnin sómasamlegu uppeldi ; 3. stundum verður hann til þess, þótt hann kalli það óvart eða óafvitandi, að leiða aðra í glötun, og tjötra þann, sem eigi hefir stjórn á sjálfum sjer, viðjum vínsins, — og hann segir að sig varði það engu, hvaða áhrif það hafi á aðra, því hann hafi eigi veitt til víta. Hófsemdarmaðurinn, sem sig svo kallar, getur verið drykkjumaður, þótt hann aldrei hneyksli, eða drekki frá sjer hreyfingarafl líkamans eða hugsunarafl sálarinnar, og samt eitrað líkamann, svo afkvæmi hans gjaldi þess í marga líðu; því víneitrið gengur í erfðir að áhrifum, þannig, að þroski sálar og líkama verður ófullkominn, dauði ungbarna tíðari, sum meðtækilegri fyrir sóttnæmi, sum geðveik, sum fábjánar, svo ólæknandi sjeu, og þá eina úrræðið aibindindið. Einstakir menn og fjelög hafa reynt að sporna við víndrykkjunni og afleiðingum hennar; bindindisfjelög hafa verið stofnuð aptur og aptur; en hvað sem því veldur, þá hefir þessum fjelögum verið hætt við að dofna og uppleysast, þegar hinir einstöku kraptar hafa dofnað, gefizt upp eða hætt að verka. — jþað er eitt fjelag, Good-Templara- fjelagið, sem hefir náð festu um allan heim, og sem allt bindindi ætti að hverfa að, til þess að styrkjast við og í þeirri heild, sem þetta fjelag hefir myndað. I Good-Templara-reglunni eru einarðir, tryggir og staðfastir menn, sem tekið hafa höndum saman í sjerstökum, einbeittum til- gangi, að útrýma úr landinu áfengum drykkj- um á leyfilegan og löglegan hátt, sem ljósast sjest með því, að athuga undirstöðuna, sem reglan byggir á, tilgang hennar og kröfur. Fyrst eru undirstöðu-atriðin, — en þeirra fyrst er trúin, sem fer eptir þjóðtrúnni. Jpess vegna er trú hinnar íslenzku Good- Templar-reglu trúin á þríeinan guð: föður, son og heilagan anda, en trúfrelsi og um- burðarlyndi miðlar málum, svo þessi helga játning er ekki heimtuð af hverjum einstakl- ing. Á hverju fundarkvöldi játum vjer al- máttugan guð, speki hans og gæzku, er vjer sjáum í sköpuninni, viðhaldinu og náðinni. Sá sem afneitar guði, fær ekki inngang í regluna, en sjerhver sem leitar inntöku verð- ur að játa það hátíðlega, að hann trúi á til- veru og almætti guðs. þar er skynsemis- trú og andleg hjartans trú : skilningurinn verður fyrst að höndla hugmyndina um guð áður en hjartað getur fagnað í meðvitund- inni um nálægð hans. Trúin og þekkingin gjöra traustið, og traustið leiðir til öruggleika. f>að er stöðug bæn vor, að þeir, sem byrja að játa guð í skilningstrúnni, finni í hjarta sínu hið allra bráðasta, að guð er ekki ein- einungis konungur þeirra, heldur og faðir og frelsari, þessu næst treystum vjer og á mannlegt bræðraband. Vjer skoðum oss sem stórt bræðrafjelag, og er fundarhús vort verkleg sönnun fyrir því. Vjer gerum engan greinar- mun á stjett eða kyni. Vjer göngum allir undir sömu skyldur, erum allir sömu lögum háðir og höfum allir sömu rjettindi. Með þeim fyrstu að játa jafnrjetti kvenna og veita þeim verðskuldaða og rjetta stöðu í samvinn- unni, og vjer reynutn af ýtrasta megni, að verkahringur vor sje fjelagseindrægni, bróð- urleg elska og verkleg hjálpsemi, mannúð og góðvilji. jpriðja atriðið er föst sannfæring um sið- spilling ofdrykkjunnar. þetta er alls enginn hugarburður, heldur byggt á reynslu, í sambandi við þekkinguna og heilaga ritningu. þegar vjer trúum á guð sem föður og skoðum manninn sem bróður, þá erum vjer þess fullvissir, að sjerhvað það, sem svívirðir nafn hins hæsta og leiðir óblessun, eymd og volæði yfir mennina, hlýtur að vera siðspill- ing og í sjálfu sjer illt. Vísindin segja á- fengið (alkóhólið) eitur. Eitningin segir oss að álíta það eitur og halda oss frá því, af því að lokum bíti það sem höggormur og stingi sem naðra. Tilgangur Good-Templarreglunnar er: 1., að mennta; sjerílagi að útbreiða þekk- inguna á áfengum drykkjum. Eundir regl- unnar byrja og enda með bæn í Jesú nafni; málfundir eru haldnir, fyrirlestrar, upplestur, kappræður og saklausar skemmtanir allt í þeim tilgangi, að vekja hugsunarafl og skerpa skilning bræðra vorra. I reglunni eru nú prestar, lögfróðir menn og ýmsir aðrir mennta- menn, og það er hin gleðilegasta tilhugsun,; að prestar á synodus þetta ár lofuðu oss samvinnu sinni, og að biskup vor á vísitazíu- ferð sinni í sumar hefir alstaðar kvatt til að afstýra óreglu. 2., að endurbæta og umbæta; leiðrjetta einstaklinginn. Eeglan hefir bundizt því heiti, að reyna að lypta drykkjumanninum upp úr svívirðingunni. — En hvernig á að fara að þvl? — Vjer verðum að hafa öfluga sannfæring um að drykkjuskapurinu sje illt, mikil synd, sem Guð muni refsa. — Drykkju- skapurinn svívirðir líkama og sál, smá-stelur burt tilfinningum og hæfilegleikum mannsins. Optsinnis er hann hulin orsök til fátæktar, eymdar og glæpa. — Anægja ró og friður hverfa af heimilunum; arg og ófriður dafn- ar; ágreiningur, illdeilur, já hatur flytja inn með drykkjuskapnum og gjöra heimilislíf drykkjumannsins að sannnefndu helvíti á jörðunni. Ef vjer höldum fram bindindi, þú látum heyra það i ræðum vorum og sjá það í líferni voru og verki. Allir geta eitthvað að því gjört að útrýma drykkjusiðnum úr mann- fjelaginu. það er blessun, að bindindismenn geta ekki aðeins openberlega frelsað ein- staka ofdrykkjumenn og upprætt úr mann- fjelaginu háskalegar og vondar venjur, held- ur opnað augu stjórnendanna og yfirvaldsins á þeirri spilling og sálarsaurgun, sem ýms sala og útbýting áfengra drykkja hefur á þá, sem að því starfa, og sem byggja lífsatvinnu sína á heimsku og eyðilegging annara. það hlýtur að vera góðum mönnum gleði og vonarefni, að fjöldi manna af ýmsum sjettum um allan heim hafa vakizt upp til að verða samdóma um, að áfengir drykkir sjeu skaðlegir mannlegu eðli, holdlega, sið- ferðislega og andlega, að þeir sjeu fjendur dyggðarinnar, fegurðarinnar og kristninnar, sjá hvermg það gjörir prestana að djöflum og manninn að böðli konunnar; og meðan það á heima vor á meðal, þá verður andlegt myrk- ur og líkamleg eymd á þeim heimiium, þar sem það er haft um hönd. það er rangt að kippa því burt, eða svipta menn þvi, sem er gott og í sjálfu sjer meðal til að efla velgengi og velferð fjelagsins, því °ss er boðið að halda fast við hið góða, en jafnhliða er oss boðið að forðast hið illa. Oss er kennt að áfenga drykki beri að telja með hinu illa í heiminum. þá verður spurn- ingin þessi: Er af oss heimtað, að vjer burtrýmum þessu illa, þegar vjer álítum það illt? Höfum vjer rjett til þess að mynda fjelög, háð sjerstökum reglum og lögum, til að hnekkja þessu og afnema það, þegar’vjer vitum, að það á sjer stað, eða er til, þegar vjer þekkjum vald þess og umfangsmiklu eyðilegging. Samvizka, rjettlæti og kær- leikur svara. Oss ber að afmd ofdrykkjuna, útrýma eitrinu, svo vjer leggjum grundvöll ti’l heilbrigðrar kynslóðar. þetta á að verða rödd lýðsins, þjóðarinnar, sem hvorki má láta innlenda nje útlenda að sjer hæða. þjóð vor sker úr málinu á sínum tíma, því jafn mikið mál er heildarinnar ætlunarverk. þjóðin lætur þingið taka málið að sjer, og í því skyni er tilgangur reglunnar þessi: bindindi einstaklingsins afnám vinsölunnar. En er ætlunarverkið að byrgja vínbrunninn, að varðveita hina ungu, hreinu og dyggðugu frá því, að falla í snöru freistarans. það er Guði til dýrðar og foreldrum fögnuður og gleði, að vjer reynum að byrgja þenna pytt, svo himr ungu og börnin falli ekki í hann. Vjer segjum það óhikað : Good-Templar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.