Ísafold - 10.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.09.1890, Blaðsíða 1
K.cmm öt <A MfðvilMKlöewi •* laugardögtim. y«rð irgangíitH (104 a-rka) 4 kr^ erlendis 5 k v Borgist ájfrór miðgan joAúa&nuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramot, ógild nema komin sjt til ntgefanda fyrir l.okt. Af- gréiðslust. i Austurstrœti S. xvn 73 Reykjavik. miðvikudaginn 10. sept. 1890 Löghlýðni * *__ -4; Löghlýðni er dyggð, eem þjóðfjelög á bernsku* skeiði eiga bágt með að nema til hlítar. Ýmist þykir menntunarlitlum mönnum fremd í þvi að virða að vettugi lög landsins og boðorð landsstjórnarinnar, kalia pað i fáfræði sinni frelsi, en öll lög og alla stjórn kúgun- arvald; eða þá að þeir eru fúsir að hlýða sumum lögum og sumum boðorðum, þ. e. þeim, sem þeim líkar við, sjá sjer hag að hlýða, en ekki hinum, er þeir þykjast hafa heldur óhag af og finnst véra gerð öðrum í hag. Slík lög halla þeir órjettlát eða ósann- gjörn, og segja þá jafnvel í helgri einfeldni sumir hverjir, að það sje engin skylda að hlýða ranglátum lögum, það er: þeini lögum, er peir álíta ranglát vera. Geti þeir nú þar á ofan tilnefnt eigi einungis sjálfa sig, heldur jafnvel almenning, sem kallað er, fyrir þeim dómi, að einhver lög sjeu ranglát og ósann- gjörn, þykjast þeir hafa fyllstu heimild til að hirða eigi hót um þau. pað sem almennings- álitið hafi dæmt úrelt, rauglátt, óhafandi, þvf sje beinlínis raugt, skaðlegt, heimskulegt að fara eptir eða hlýða. Ekki ætti að þurfa eyða mörgum orðum að því, að sýna, að lög og landsstjórn eru varn- arvirki og hlífiskjöldur alls mannfrelsis. An lögbundinnar fjelagsskipunar eru þjóðirnar einmitt í hinu aumasta ófrelsisástandi. par ræður afl einstaklingsins högum og munum sínum og annara, eptir því sem sjerplægin geðþekkni hans býður, og hvað sem líður al- meuningsheill, eða rjettara sagt henni til niðurdreps. par er hver höndin upp á móti annari. f>ar eru eilíf hjaðningavíg, ef eigi í orðsins fyllstu merkingu, þá í óeiginlegum skilningi. f>að er sambúð og viðskipti óarga dýra, sem er fyrirmynd slíks fjelagskapar eða fjelagsskaparleysis. Hinn hugsunarhátturinn, að láta virðingog hlýðni við lög og landsstjórn vera komið und- ir því, hvortþeim, sem.'hlýða eiga, þykir lög- in og boðorðin rjettlát eða órjettlát, sann- gjörn eða ósanngjörn, er álitlegri í fljótu bragði, en kemur í líkan stað niður í raun- inni. f>að sem nokkrir meðlimir þjóðfjelags- ins dæma ranglát lög, meta aðrir rjettlát, og svo þvert á móti. Geta þær mismunandi skoðanir skipzt svo á, að ekkert af öllum lög- um landsins, svo hundruðum skiptir, njótj sinnar sjálfsögðu löghelgi, en það er með öðr- um orðum, að þeir einir hlýði hverju laga- boði fyrir sig, sem sjá sjer sjálfum engan ó- hag að því, en hinir virði það að vettugi og óhlýðnist því hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Bn það er í rauninni sama ó- stjórnarástandið eins og þar sem alveg vant- ar lögbundna þjóðfjelagsskipun. Sumir, sem kannast vel við, að ekki stoði að láta gildi laga og hlýðni við þau vera kom- ið undir því, að öllum líki þau, heldur sje sjálfsagt að láta einstaklegar skoðanir og hagsmuni lúta í lægra haldi, álfta þó öðrn máli að skipta, ef almenningsálitið eða allur þorri manna er lögunum fráhverfur. f>á sjeu þau hjer um bil sjálfíaliin úr sögunni. f>á sje engin nærgætni, ekkert vit í að ætlast til, að þeim sje hlýðni veitt. En það er einnig háskalegur misskilningur. Fyrst og fremst geta lög verið mikið holl og nytsamleg fyrir þjóðfjelagið f heild sinni, þótt eigi hafi nema fáeinir meðlimir þess, ef til vill ekki 1 af 100, beinan hag af þeim, en hinum finnist þau vera sjer til baga. I annan stað er þess að gæta, sem mest er um vert, að um rjettlæti eða órjettlæti, sanngirni eða ósanngírni laga mega þeir einir dæma, svo gilt sje, sem það er löglega á hendur falið, en það er löggjafinn sjálfur, hver svo sem hann er, hvert heldur einvaldur kon- ungur eða þingbundinn, alræðismaður eða þjóðkjörið þing. Meðan löggjafinn sjálfur hefir eigi lýst lögin ranglát og þar með num- ið þau úr gildi, meðan ber þjóðfjelaginu 1 heild sinni að hafa þau í fullkomnum heiðri og veita þeim hlýðni alveg eius og hinum, er almenningi líkar vel. f>etta er engin gjöræðissetning, engin trá- arkredda eða þess háttar, heldur hugsanrjett afleiðing þess, að vera í iögbundinni fjelags- skipun. Hvað rjettlátt er ranglátt, sanngjarnt eðis ósanngjarnt að því er kemur til að ákveða skyldu og rjettindi í borgaralegu fjelagi, það er undir mannlegu hyggjuviti komið. f>að verða að vera mannasetningar allt saman. f>ví þó að til sje æðra lögmál um það, hvað rjett er eða raugt, en af mannlegu hyggjuviti upphugsað, þá verður það ætíð utidir mannlegri skynsemi komið, hvernig koma skuli hinu æðra lögmáli til framkvæmdar í veraldlegum efnum. En þá framkvæmd stoðar eigi að ætla öðrum en þeim sem hafa mátt og umboð til að annast hana í nafni alls þjóðfjelagsins, svo eitt nái yfir alla að ganga, og þeir hinir sömu verða að ráða því, hvernig lögmálssetningum þessum er háttað. f>eirn getur auðvitað skjátlazt; en það getur hinum viljað til eigi að síður, því hvoru- tveggju eru menn. En aðrirhvorir verða að ráða og ráða einir; því enda lendir allt í tómri endileysu. Méðlimir þjóðfjelagsins, al- menningur, geta eigi frekara aðgjört en að vanda svo kjörið í löggjafarstöðuna, sem þeim er auðið. f>að, sem þeir, er þá stöðu hafa, kveða upp að lög skuli vera og halda skuli lagagildi áfram, þótt gamalt sje, það ber í heiðri að hafa sem órjúfanlegt lögmál, í smáu og stóru, jafnt af yfirboðum og undirgefnum, hvort sem hinum og þessum líkar betur eða ver, hvort sem það þykir almennt rjettlátt eða rauglátt, sanngjarnt eða ósanngjarnt, hyggilegt eða óhyggilegt. Almenningsálitið á að verka í þá átt, að fá þéim lögum breytt, á löglegan hátt, er það getur eigi fellt sig við. En meðan það er ógert, ber að sýna fulla lotningum jafnt ranglátum lögum, sem köll- uð eru, sem rjettlátum. «Með lögum ekal land byggja en ólögum eyða» þýðir, ef gjörr er skoðað, það, að með því að beita og hlýða gildandi lögum þróist og blómgist þjóðíjelagið, en hrörni og tortímist að öðrum kosti. Eins og ótti drottins er upphaf vizkunnar, eins er löghlýðnin upphaf sannra þjóðþrifa. Póstvegurinn í Árnessýslu. Mörgum kann að virðast, að það sje að »vinna fyrir gíg«, að minnast á þetta málefni, þar sem hlutaðeigandi sýslunefnd sje búin að láta í ljósi álit sitt um, hvar vegur þessi eigi að vera, og svo sje álit hennar staðfest af landshöfðingja, og enn fremur sje þegar búið að kosta talsverðu fje til vegarins. En þar sem nokkur hluti póstvegar þessa, nfl. kaflinn milli Olvesár og pjórsár, er ákveðinn að skuli liggja þvert yfir Fióann, frá hinni fyrirhuguðu brú á Selfossi austur að Sandhólaferju, sem er að öllu samtöldu á mjög óhentugum stað, þrátt fyrir það, þó að þetta sje beinasta leió, þá er skylt að hreifa því áður en meiru er kostað til vegagjörðar á þessum stað, að þessi stefna á aðalpóstvegi þessum sje alls eigi hin hagfeldasta. Jafnvel þó nafn helztu þjóðvega landsins »aðalpóstvegir«, sýnist benda á, að það sje upphaflega hugsun þingsins og landsstjórnar- innar, að vegir þessir væru fyrst og fremst til þess, að ljetta fyrir ferðum landpóstanna úr einu bjeraði í annað, en notkun annara af vegum þessum væri álitinn eins og annar veðrjettur, ef svo mætti að orði kveða, mun þó engum manni detta í hug, að slíkt hafi verið aðaltilgangur þings og stjórnar, heldur hitt, að ætlazt sje til að vegir þessir geti komið að sem beztu og mestu liði fyrir sem flesta; þeir sje ekki að eins ætlaðir fyrirflutn- ing hins opinbera, póstflutninga, heldur einn- ig, og ekki síður, fyrir flutning hvers ein- staklings, og framkvæmdarvaldið ætlist til, að þeir sjeu lagðir þar, sem þessum tvennum kröfum verði sem bezt fullnægt. f>etta hefir, því miður, ekki heppnazt í Fló- anum. f>egar farið er yfir Arnessýslu, þá sjesfc þeg- ar, að náttúran hefir lagað tvær aðalþjóðleiðir yfir hana austur og vestur. Onnur þeirra liggur úr Hreppunum yfir Hvítá ofanverða vestur í Biskupstungur og þaðan með fja.ll- garðinum vestur í Laugardal, þaðan yfir f>ing- völl og svo suður yfir Mosfellsheiði (Geysis- vegurinn). Hinn liggur frá ferjunum á pjórs- á: Sandhólaferju, Ferjunesi eða Selparti, sem allar eru rjett hver hjá annari, og þaðan vestur með sjó fram hjá Loptsstöðum og Stokkseyri til Eyrarbakka, og þaðan annað- hvort yfir Olfusá hjá Óseyrarnesi og yfir Lága- skarð til Kolviðarhóls, eða hjá Kotferju, og þaðan yfir Hellisheiði. Og þegar brúin verð- ur komin á Olfusá hjá Selfossi, verður vegur þessi að beygja eina bæjarleið upp á við, því þá leggst ferjan á Kotferju auðvitað niður. Aptur á móti verður vegur yfir miðjan Fló- ann aldrei notaður almennt, jafnvel þó það sje beinasta leið milli Selfoss og Sandhóla- ferju; og þar að auki kostar Flóavegurinn margfalt meira en alfaravegurinn niður með Olfusá og þaðan austur með sjó. Á alfara-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.