Ísafold


Ísafold - 10.09.1890, Qupperneq 3

Ísafold - 10.09.1890, Qupperneq 3
391 ......... ......—---------- svo ýtarlog, sem skilríki hafa leyft, en þeim hefir verið allmjög ábótavant. Næsta ár má gjöra sjer góða von um Tímaritið beri talsverðan ávöxt ferðar tveggja útgefandanna á kennarafundinn í Khöfn 1 sumar. Dáinn 1. Þ- m. á Gaularási í Austur- Landeyjum bóndinn íngvar Magmísson, heit. prests Torfasonar á Eyvindarhólum, eptir vikulegu í lungnabólgu. Frú J. M. A. Christensen, ekkja kaup- manns J. Th. Christens í Hafnarfirði (f 1884), tengdamóðir kaupm. C. Zimsens, andaðist þar 2. þ. m., á 70. aldursári. Hafði verið í hjónabandi með manni sínum í 43 ár. Samtal við Bismarck. Bismarck er ör í orði og óspar að hjala við blaðamenn úr ýmsum áttum um landsins gagu og nauðsynjar og hvernig það atvikaðist, að hann seldi völdin al höndum í vetur. Hefir keisara þótt nóg um skraf hans, sem kunnugt er, en karl hirðir eigi um það, og fer sínu fram. ítússneskur biaðamaður, sem heimsotti hann ný- lega, minntist á samskotin til líkneskis þess hins mikla, er gjöra skal eptir Bismarck og reisa í Berlin að honum litanda; sagði Rússa vera hissa ó, hvað óðsiega væri látið með þessi samskot, ems og lif lægi við, og iegði surnir það svo út, sem þar með skyldi jartegna. að æfistarfi hans væri lokið að fullu og öllu. því svaraði Bismarck svo: „Já, mjer er sýndur allur sá snmi i lifanda iifi, sem annars er vant að veita mönnum ekki fyr en þeir eru dauðir. þeir vilja fegnir jarða mig, eins og Marlboraugh. þeir vilja ekki, að Marlboraugh komi aptur. þeír eru meira að segja ekki ánægðir með það. þeir vilja að hann sátist í raun og veru, eða að minnsta kosti að liann þegi það sem eptir er æfinnar. En jeg á ekki svo hægt með að gleyma því, að jeg hef fengizt við að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar í 40 ár. Að snara frá sjer allri slíkti umhugsun í einu vetfangi er ekki auðgert. Kaun- ar er ekki prettazt um að hjálpa mjer til þess; því enginn af þeim, sem áður voru á bandi með mjer í landsmálaskoðunum, og enginn af mínum mörgu kunningjum freista min með því að heim- sækja mig. það er hrópað i mig hvað eptir ann- að að nema staðar, og þeir forðast mig eins og pestina af hræðslu um, að tekið verði til þess, ef þeir koma að finna mig. Keisarinn er hjartagóður, og þvi heldur hanu, að bezt sje að vera góður við sósialistana og sýna þeim alla þá titlátssemi, sem hægt er. .Jeg er alveg gagnstæðrar skoðunar, og sá skoðaua- munur varð þess valdandi, að jeg baðst lausnar. þegar jeg spurði keisarann, hvort honum væri hugarhaldið að framkvæma hugraynd sina um af- skiptin af högum verkmannalýðsins. og hann kvað já við því, þá var sá kostur einn fyrir mig að fara. það kom á óvart bæöi vinum mínum og óvin- um, að jeg fór. Jeg hef ekld mætur á samliking- um ; en það gæti jeg með sanni sagt, að það fór líkt þegar jeg ijet af stjórn og þegar Friðrik mikli dó. það var eins og Ijett væri fargi af öllum vinun- um og kunningjunum; þeir vörpuðu ljeftilega önd- inni og sögðu: Loksins'. Loksins fór hann. þeir áttu ekki hægt með að fyrirgel'a mjer það, að jeg hafði verið ráðgjafi i ‘28 ár. það var skárri ó- svífnin, að vera ráögjafi i 28 ár samfleytt. Öðrum eins gaur hefði átt að verabúið að snara útbyrðis fyrir löngu. Um það voru þeir allir sammála, er beðið höfðu eptir því i 28 ár að verða forsætis- ráðherra, og aldrei hlotnazt það“ Blaðamaðurinn drap á það, að Bismarck hefði jafnan orðið lítið fyrir, að koma ár sinni vel fyrir borð við útlenda fjandmenn, en þar á móti hefðu hinir innleudu g.jört houum margan óleik og skrá- veifu. þá svaraði Bismarck: „Já, en þeir hafa líka verið miklu fleiri en hinir útlendu, og nú hafa þeir brugðið grímuiini alveg. það var einu sinni franskur hertogi, sem varð að fara útlagur, en fekk að hverfa heim aptur síðar. Lýöurinn fjölmennti til að fagna honum þegar heim kom, og höfðu vinir hans orð á því og ijetu vel yfir. „Jeg segi ykkur satt“, mælti hertoginn, „að þeir hefðu fjölmennt hálfu betur, ef þeir hefðu átt kost á að sjá mig heugdan11. það er svo að sjá, sem óvinir minir ímyndi sjer, að sú ánægju- stund sje nú upp runnin að því er til min kemur. þesa vegna fagna þeir og hrósa happi meö sjálf- um sjer“. Að lokum vjek Bismarck aptur orðum aö málinu um hagi verkmatinalýðsins og leiðtoga hans. „Jeg er þeirrar skoðunar11, mælti hann, „að það mál leiði af sjer ófrið og blóösúthelling- ar á þýzkalandi áður langt um líður. Hörmuleg- ast er það, að því iengur sem dregið er aú taka til óhjákvæmilegra hömluráða, því blóðugri verða loikslokin“. Öllum þeim heiðruðum bæjarmðnnum, íer sýndu okkur hjónum hluttekning f sorg okk- ar við misai einkabarns okkar nú fyrir skemmtsu og heiðruðu útför þess með návist sinni, vottum við hjer með innilegt þakklæti. Reykj»vik lo. sept. iSqo- Vilborg Jónsdóitir. Ólafur þórðarson. Uppboðsauglýsing. Mdmcdaginn 22. þ. m. verður opinbert upp- boð haldið i húsinu nr. 6 í Aðálstrceti hjer í bomum, og verður þar selt ýmislegt lausafje, svo sem einkum sængurfatnáður, stofugögn og hirzlur, eldhúsgögn og fleira, tilheyrandi ddnar- búi ehkjufrú S. Jónassen. Uppboðið byrjar kl. 11 fyrir hddegi nefnd- an dag, og söiuskilmdlar verða birtir á upp- boðsstaðnum á venjulegan hdtt. Bæjarfógetinn i Reykjavík, 6. september 1890. Halldór Daníelsson.______________ Brenni til kaups! A morgun fimmtudag 11. sept. frá kl. 11 f. m. geta þeir, sem óska, fengið keypt brenni í eldinn við hús undirskrifaðrar í Lækjar- götu nr 4. Reykjavik 10. sept. 1890. Kristin Bjarnadóttir Ritið um sættamál á íslandi, eptir há- yfirdómara þ>. Jónasson sáh, fæst hjá póst- meistara 0. Finsen, fyrir 50 a. Skiptafundur. Mánudaginn hinn 13. október þ. árs kl. 12 á hádegi verður hjer á skrifstofunni haldinn skiptafundur í dánarbúi Ólafs kaupmanns Jónssonar, sem andaðist í Hafnarfirði hinn 23. rnarz 1882. Verður þá lögð fram skýrsla um tekjur búsins og skuldir. Skrifstofu Kjósar-og Gullbrini:u«ýslu >Q. ágúst l8go, Franz Siemsen- ______________ Jörðin Oseyri, rjett við Hafnarfjarðar- kaupstað, fæst til kaups og ábúðar í næst- komandi fardögum 1891. Jörð þessi er 6T8^ hndr. eptir síðasta jarðamati; tún hennar er ágætlega hirt og vel um-girt, það fóðrar næstum 2 kýr í meðalári. Með jörðinni fylgir 1 kaupinu 6 ára gamalt, mjög vel vandað íbúðarhús úr timbri, og átta hús önnur, flest ný-uppbyggð. þeir sem sinna vilja þessu boði, snúi sjer til C. Zimsens í Hafnarfirði. BónorDsförin. kom fnllur heim á hverju kvöldi hjer um bil. — Kobbi fór nú opt að velta því fyrir sjer í huganum, hvort betra væri í rauninni, að vera giptur eða ógiptur, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi vera að giptast aldrei. Móðir hans styrkti hann líka í þeirri skoðun. »þú skalt aldrei giptast Kobbi«, sagði hún, »því allir karlmenn eru bara haugaletingjar og fyllisvín«. Kobbi skildi nú raunar ekki vel, hvernig þetta gæti verið ástæða fyrir sig að giptast ekki, þar sem honum hafði ekki komið til hugar að giptast karlmalmi. En hvað sem því leið, þá dró hann þó þann lærdóm út úr þessari torskildu setningu mömmu sinnar, að hann ætti aldrei að kvongast; um það voru þau sammála. Kobbi efndi trúlega þetta heit sitt; hann var nú kominn milli fertugs og fimmtugs; en þá varð hann allt í einu gagntekinn af ást. þegar faðir hans var búinu að drekka sig til heljar og mamma hans hafði fylgt honum í gröfina af tómri angursemi og óþreyju út af því, að hafa ekki lengur hryggjarhnúturnar á karlinum til að láta eldskörunginn hoppa um, hafði Kobbi farið til Ameríku, vestur á eyðigrassljetturnar miklu, langt frá öllum mannabyggðum. Hann hafði haft þar ofan af fyrir sjer ásamt nokkrum fjelögum sínum með því að veiða moskusrottur, verzla við Indíana og rækta sjer land í hjáverkum. En byggðin færðist smátt og smátt vestur á bóginn nær þeim. Loks var lögð þangað járnbraut; þá komu nýir og nýir landnem- endur; skógarnir voru höggnir og ruddir og mýrar þurkaðar upp og ræktaðar. Við járn- brautarstöðina spratt upp kaupstaður með 2 sölubúðum og 3 veitingahúsum. Eitt veit- ingahiisið var nefnt »hótel«. Laglegar og skemmtilegar stúlkur komu með nýju land- nemendunum vestur í byggðarlagið, og tveir af fjelögum Kobba höfðu orðið ástfangnir og kvongaet. þeir gjörðu nú allt sitt til að telja Kobba á að kvongazt líka. Og þar kom loks, að Kobbi fór að hugsa um kvon- fang í fullri alvöru. Hann fann sem var, að hann tók nú að eldast og lýjast, og þess vegna fór nú hjúskaparástin að kvikna hjá honum. |>egar hann stóð við brunniun og þvoði flátin sín, diskana og pottana, eins og einvirkjar verða gjöra, þá datt honum í hug, að mun þægilegra væri að sitja í stól og reykja pipuna sína meðan konan gerði þetta. Og þegar hann var kófsveittur að bera inn steytta kartöflupokana, hugsaði hann sem svo : »skyldi það vera munur, að geta látið konuna sína bera svo sem helminginn af þessu að minnsta kosti«. Eða einkum og allra helzt, þegar eldiviðurinn var blautur og hann varð að liggja á hnjánum fyrir framan hlóðirnar og blása og blása, svo reykur og aska þyrlaðist í augu honum, — »það gæti hann þó verið laus við, ef hann kvongaðíst«. Kobbi gamli var þannig kominn á flugstíg með að taka aptur æskuheit sitt. |>á vildi svo til einn góðan veðurdag, að hann sá kvennmann, sem var í óða-önn að pæla npp kartöflur úr garði; hann starði á hana stein- þegjandi og alveg forviða. Sú kunni að halda á pálnum ! Kartöflurnar þutu eins og fýsi- sveppir í allar áttir, og það var eins og hún gæfi sjer ekki tíma til að draga andann. Hún hafði brotið uþp ermarnar, svo sólia

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.