Ísafold - 13.09.1890, Síða 2

Ísafold - 13.09.1890, Síða 2
tíumant'. og Lyngdalsheiði, sem kölluð er, þar til við komum að bænum ApavatDÍ, neðra, í Gríms- nesi. þaðan er mjög fagurt útsýni yfir Bisk- npstungur, alla leið upp undir Geysi, er hjns vegar blasir við Mosfellið og Apavatnið til norðurs. I Apavatni er góð silungsveiði, og rerum við til fiskjar um kvöldið. Veður var enn hið blíðasta, og var fellið allt sveipað geislum kvöldsólarinnar, með svo mikilli feg- urð og litprýði, að drottningin á Englandi hefði mátt fyrirverða sig í öllu sínu skrúði. Við gistum hjá Tómasi bónda Gunnarssyni, og höfðum þar beztu viðtökur. Daginn eptir riðum við niður Grímsnesið, fórum fram hjá |>óroddsstað, Svínavatni og Stærribæ til Ormsstaða. |>ar er fögur útsjón fyrir ofan bæinn yfir Hvítá, og Hekla blasir við í fjarlægð. I Grímsnesinu er grösugt mjög, enda er það talið með hinum betri sveitum landsins. þorkell hreppstjóri á Orms- stöðum tók okkur með sinni alþekktu gest- risni. Hjeldum við svo upp sömu leið að Apavatni, neðra, um kvöldið. Sunnudagur var að morgni. Eiðum við þá til Mosfells, og voru þar við kirkju; síra Magnús Helga- son á Torfastöðum messaði, en presturinn á staðnum og hans heirnafólk var til alt- aris. Síðan tókum við ferju hjá Reykjanesi yfir Brúará, og komum um kvöldið að hinu gamla biskups-setri, Skálholti. f>ar gistum við í bezta yfirlæti hjá Einari bónda, skoðuðum kirkjuna og fleira, er merkilegt var á þessu fornfræga höfuðbóli, — sem nú er kornið í gleymsku og dá—. Unndir kirkjugólfinu má sjá nokkra legsteina biskupanna; eru sumir úr marmara, með skíru letri, optast á latínu, t. d. Hann- esara biskups, Jóns Vídalíns, Jóns Árnason- ar. — I altarinu er geymdur skrautlegur og merkilegur hökull frá kaþólskri tíð, og var hann í bezta standi. I kirkjunni er gamall koparhjálmur frá 1460. Daginn eptir fórum við á ferju yfir Hvítá hjá Auðsholti, og riðum niður með ánni lang- an spöl. Á engjum hittum við Arna bónda Eyjólfsson i Langholti; fylgdi hann okkur að Birtingaholti; þar fengum við beztu og alúð- legustu viðtökur hjá Helga bónda Magnus» syni. Hann hefir gert miklar jarðabætur, eins og líka heimili hans er fyrirmynd að gestrisni, og hann sjálfur hinn ötulasti og bezti bóndi, er hefir komið þremur sonum sínum í lærðra manna tölu, og eru tveir orðnir merkir og góðir prestar, en hinn þriðji að eins ókominn í prestsstöðu. Um kvöldið komum við að Stóra-Núpi, til síra Valdemars Briem, hins þjóðkunna gáfumanns og sálma- skálds. HeimiJi hans er eitthvert hið snotr- asta, sem jeg hefi sjeð í sveit. Allt ber þar vott um góða megun, þrifnað og sraekkvísi, og hjá engum presti hefi jeg sjeð annað eins bókasafn eða jafn vel útlítandi. Næsta dag fórum við á ferju yfir þ>jórsá hjá þjórsárholti, riðum síðan yfir Landsveit, sem svo er kölluð, sem er grösug mjög og falleg. A þeirri leið komum víð að Hjallanesi og Skammbeinsstöðum. A Skammbeinsstöð- um býr aldraður bóndi, góður, Arni að nafni, sem er sómi sinnar stjettar að dugnaði og ráðvendni. Um kvöldið komum við að Guttormshaga og gistum hjá síra Ólafi Ólafs- syni. f>ar fengum við hinar beztu viðtökur, og hvíldum okkur þar næsta dag, enda var þá rigning og stormur á útsunnan. Sfra ólafur er mjög vel látinn af sóknarbörnum sínum, enda er hann skörulegur prestur og ágætur kennimaður. — A leiðinni frá Gutt- ormshaga komum við að Haga, Gíslaholti og Herríðarhóli, og var okkur hvervetna tekið með mestu alúð og kurteisi, tókum ferju að Króki, komum við á Skálmholtshrauni, hjá Högna bónda, gömlum búhöld og góðum dreng, og gistum að Hjálmholti í Elóa, hjá Ólafi bóuda þormóðssyni. Hann er nú að láta reisa stórt timburhús, tvíloptað, og hefir látið sljetta mestallt túnið. Erá Hjálmholti riðum við Ásaveg til Eyrar- bakka, gistum hjá hinum ötula, unga kaup- manni, Guðm. ísleifssyni, og hjeldum svo til Reykjavíkur næsta dag. J>essi skemmti- ferð stóð í 10 daga. það, sem sjerstaklega gladdi mig, voru hin- ar miklu heybirgðir, sem jeg sá alstaðar þar sem jeg kom, eptir hið hagstæða og blíða sutnar. f>ví það er, eins og allir vita, hin bezta undirstaða fyrir búskapinn. Alstaðar má sjá framför, bæði í húsabyggingum, túna- sljettun, túngirðingum, vatnsveitingum og öll- um aðbúnaði, þrifnaði og smekkvísi. Jeg kom heim endurnærður á sál og líkama, hafði fengið bezta veður alla leið, hitt ástúðlegt fólk, teigað daglega hið inndæla og heilnæma íslenzka lopt, borðað hina hollu sveitafæðu, notið hinnar fjörgandi hreifingar á vorum á- gætu, íslenzku hestum. |>ví segi jeg það, að hafi nokkur af hinum heiðruðu íbúum höfuðstaðarins einhverja að- kenningu »af íslenzka nihilismus«, sem þeir eru að núa okkur um nasir, bræðurnir fyrir vest- an haf, þá kann jeg ekki annað ráð betra til að losast við þann hvimleiða kvilla, en að bregða sjer »upp í sveit«. Jeg trúi ekki öðru, en að hann komi aptur glaður og hress í huga, takandi undir með skáldinu: Veit þá engi, að eyjan hvíta d sjer enn vor, ef fólkið þorir, guði að treysta, hlelcki að hrista, hlýða rjettu, góðs að bíða. Rvík. 12. 80pt. 1890. í>orL O- Johnson- Bj argráð a-deildarfundur fyrir (lullbringusýalu og Akranes var settur og haldinn í Hafnarfiröi 28. ágúst og mættu þar að eins nefndarmenn úr 5 nefndum : Seltjarnarness Sigurður Einarsson Garðahrepps, Gunnar Gunnarsson Keflavík, Jón Rögnvaldsson Hafnahrepps, Br. Gunnarsson Grindavíkur, sira 0. V. Gíslason.; en þar svo marga vantaði, var fundi frestað til 11. sept. og voru þá mættir á sama stað nefndar- menn úr þessum 8 bjargráðanefndum : Akraness, Bjarni Jónsson Garðahrepps Hinrik Hansen Bessastaðahrepps Elias Ólafsson Jón Einarsson Sigurður Jónsson Njarðyíkurhrepps Árni Pálsson Garði Teitur Pjetursson Seltjarnarness þórður Jónsson Strandarhrepps Jón J. Breiðfjörð Grindavíkur sira O. V. Gíslason. Fyrir hönd bjargráðanefnda Seltjarnarness og Strandarhrepps voru nefndir menn, þðrður Jóns- son og Jón Breiðfjörð. kosnir á fundinum, þar enginn nefndarmaður þaðan kom, og bjargráða- nefnd Reykjavíkur hefur hvorugum fundinum sinnt. Sfra O. V. Gíslason stýrði fundinum. þetta er hið helzta, er til umrseðu kom : 1 Notkun lýsis eöa olíu, sem víðast hvar hefir verið höfð á skipi síðastliðna vetrarvertíð. Skýrði Bjarni Jónsson af Akranesi frá, að þar hefðu 12 skip haft lýsi á sjó stöðugt, en 25 skip kjalfestupoka. Báru nefndarmenn allir saraan, að hvergi í flóanum hefði tjón orðið og þannig eigi reynt á lýsið í háska, en að það væri viðurkennt bjargráð bæði til að verjast, sjávargangi og stórfiski. Á Akranesi hefir lýsi verið reynt á þrem sundum, en eigi orðið beint rjetta leið, þar öldudrátturinn dró það. af leiðinni. „Sigurður Jónsson frá Deild skýrði frá,að hann hafl eitt sinn 1 hvössum landnyrð- ingi farið suður i ICeflavík, og þegar þar kom, var ill-lendandi, hellti hann þá út 3—4 pottum oliu. sem lægði sjó, svo að hann lenti án skemmda. enda sýndu Keflvíkingar honum drengilega og bróðurlega hjálp í lendingunni11. Lýsi og olía hefir verið reynt svo í Keflavík og Leiru, eð menn þar eru gengnir úr skugga um ágæti þeirra. 2. Bjargráðanefnd Garðahrepps safnaði samskotum til sundkennslu í Reykjavík, sem eru lögð í spari- sjóð, þangað til sundkennsla kemst þar á, og ættu aðrar bjargráðanefndir að sýna víðleitni og vilja i sama efni, og leggja fram lítinn skerf, en sjer í lagi með því að vekja löngun sjómanna til að læra sund. 3. Nœturróörar voru eigi tíðkaðir í fyrra á vertíð, hvorki í Mjarðvíluirn nje Keflavík ; annarsdaðar gátu menn eigi orðið á eitt, sáttir í því efni. 4. Fiskverkun. Öllum bar saman um, að fisk- verkun væri í jafnasta og bezta lagi þetta sumar, einkum af því að fiskur hefir verið þveginn úr hreinum sjó miklu víðar en áður en mestri óverkun rnundu valda kaupmenn sumir og stórlaxar meðal útvegsbænda, og væri óskandi, að kaupmenn væru vandari að fisk- t ku en veriö liafa. 5. Var lagt fram brjef frá 3 mönnum í Vogum þess efnis, að fundurinn mælti með því, að sýslunefnd veitti 40 kr. til að koma þar upp sundmerkjum, sem nægðu bæði opnum sldpum og þilskipum. Fundurinn áleit, að fengnum upp- lýsingum, að hann gæti eigi mælt með þessari beiöni að svostöddu, þar engar skýrslur eða vott- orö hefðu brjefinu fylgt um það, að nauðsyn bæri til að hafa svo kostnaðarsöm merki við Vogavik, en ræöur til að bera málið undir bjargráðanefndina, og ef hún áliti það nauð- synlegt þá að leita samþykki hreppsneíndar að sýslunefndin veiti umbeðinn styrk, sem og fundurinn mælti með, ef viðurkennt yrði að það væri nauðsynlegt. 6. 8íra O. V. G. skýrði fundinum frá ferð sinni og aðgjörðum á þessu sumri— stofnun bjarg- ráðanefnda í kring um landið, og vænti, að með bróðurlegri samvinnu mundu mál sjómanna á sínum tíma ná því horfi, sem æskilegt væri ; að sjómenn rjeðu sjálfir fram úr þeim, en væru eigi háðir vilja og gjörræöi einstakra manna. 7. Uppástunga kaupm. J>. Egilssonar „aö afnema alla þorskanetabrúkun í Faxaflóa, að minnsta kosti á næsta 5 ára timabili“. Eundurinn áleit nauðsynlegt að bjargráða- nefndir hvettu sjómenn til að ræða neta- og lóöarmálið rækilega og ýtarlega heima í hrepp- unum, og undirbúa það svo, aö samþykkt eða lög, hverju sem beitt yrði, bæði hvað net og lóð snertir, yrðu sem happasælust. 8. Leiöir og lendingar. Fundinum kom ásamt um, að sækja um styrk til sýslunefndar, til að skýra. leiðir og lendingar og til að fá það prentað almenningi til leiöbeininga', og var skorað á bjargráðanefndir að gangast fyrir framkvæmd- um í þessu, hver í sínum hreppi. 9. Var ráðið, að sjerhver bjargráðanefnd gjörði uppástungu til starfa og verksvœöis nefndauna,. sem sent yrði sira 0. V. Gíslasyni fyrir 1. des- ember þ. ár. p. t. Reykjavik 11. sept. 1890. O. V. Qíslason. Frá útlöndum. Með seglskipi, er kom í fyrra dag frá Englandi eptir 11 daga ferð, bárust dönsk blöð til 26. f. m. Úr þeim er þessi samtín- ingur : Vilhj álmur pýzkalandskeisari lauk Englandsför sinni snemma í f. mán.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.