Ísafold - 27.09.1890, Síða 3
311
hafi vaxið áliti meðal annara þjóðflokka, er
þeir búa saman við.
Lausn frá embætti hefir sýslumaður
Árnesinga, Stefán Bjarnarson, fengið 10. þ. m.
eptir bæn hans, frá 1. nóvbr., með eptirlaun-
um. Sýslumannsembættið auglýst laust 13.
þ. m. Launin eru 3ð00 kr. Bónarbrjef eiga
að vera komin til ráðgjafans 10. desbr.
Stýrimannaskólinn. Samkvæmt lög-
unum um stofnun stýrimannaskóla í Beykja-
vík 22. maí þ. á. á að skipa fastan kennara
við skólann frá 1. marz 1891, og eru launin
1500 kr. Bónarbrjef eiga að vera komin til
ráðgjafans 10. desbr. þ. á.
Fjársala og fjármarkaðir. Fyrir norð-
an, um Eyjafjörð og þingeyjarsýslu, byrjuðu
rjettir og fjármarkaðir í miðjum þessum mán-
uði. Helztu fjárkaupamenn þar eru Coghill
Thordal; J. Vídalin tekur að eins við fje
pöntunarfjelagsmanna til útflutnings, en kaup-
ir lítið sem ekkert, að eins til að fylla farm
í skipi, ef svo stendur á. Tvö gufuskip voru
komin á Eyjafjörð um miðjan mánuð eptir
pöntunarfjelagsfje, og með vörnr til fjelaganna,
en bið 3. að eins ókomið. Til Coghills eitt
gufuskip komið þangað, en ekkert til Tbor-
dals; en hann sækir samt fjárkaupin fast og
þeir fjelagar, Williams kapteinn og hann. Hafa
þessir útlendu fjárkaupamenn nú það lag allir,
að kaupa fjeð jöfnum höndum af hinum inn-
lendu kaupmönnum, en þeir hafa keypt við
bændur : fengið upy í skuldir, fyrir vörur út
úr búð o. s. frv., cfg gefið þá hærra fyrir en
þeir fá aptur í peningum hjá fjárkaupmönn-
um sjálfum. Sjá hvorirtveggja sjer hag að
svo löguðum viðskiptum.
Lægra nokkuð er verð ú fje nyrðra en í
fyrra: 10—12 kr. fyrir veturgamalt og mylk-
ar ær, 2—3 kr. meira fyrir geldar ær, 16—
18 kr. fyrir fullorðna sauði, 19 kr. allra mest.
Gufubátur þeirra Sigf. Eymundssonar og
Sigurðar Jónssonar er enn væntanlegur hing-
að, en ekki fyr en í vor. Var kominn á leið
hingað, til Stornoway, skemmdist þar eitt-
hvað (vjelin), svo viðgerðar þurfti við, og var
síðan snúið aptur til Leith. "Umboðsmanni
eigandanna þar þótti of áliðið að láta hann
leggja af stað aptur á þessu sumri.
Vegabætur- Skrifað úr Barðasteandar-
sýslu (Beykhólasveit) 14. þ. m.: »Með fram-
farafyrirtækjum má nefna vegagjörð þá, er
unnin hefir verið í sumar að landsstjórnar-
innar tilhlutan á ofurlitlum kafla af aðal-
póstleiðinni milli Beykjavíkur og ísafjarðar,
sem sje syðst í Beykhólahreppi, þar sem heita
Kambshólar. það er að sönnu ekki nýtt, að
unnið hefir verið að vegi þessum. það hefir
að undanförnu verið mikið að honum unnið
af hreppsbúum hjer, með mikilli fyrirhöfn,
stundum á hverju vori, stundum annaðhvort
vor, nú um nokkra tugi ára. En þrátt fyrir
það var vegur þessi ófær yfirferðar, hvonær
sem blotnaði, og hið mesta nauðsynjaverk
nú, að taka hann til aðgerðar með meiri
kunnáttu og meiri og betri verkfærum, en
hjer hafa átt sjer stað. Nú var sendur
hingað vanur vegagjörðarmaður sem verkstjóri
sunnan úr Beykjavík, með þremur öðrum
mönnum þaðan til vinnunnar, og viðlíka
margir voru hjeðan úr plássi við verk þetta
í sumar. þ>að leynir sjer ekki, að vegavinna
þessara manna er gjörð með stórum meiri
kunnáttu og reglu og betri verkfærum en
þekkzt hefir áður hjer um pláss, og árangur-
inn er sá, að allir dást að þessum þeirra 6
álna breiða, sljetta og upphækkaða vegi og
þykir hann taka langt fram vegum þeim, er
gjörðir eru hjer í nálægum plássum, og jafn-
vel veginum sunnantil við Gilsfjörð, og er
hann þó talinn beztur af áður gjörðum veg-
um í þessum sý9lum. |>ó kvað vegavinnu-
stjórinn álíta nauðsynlegt, að bera ofan í veginn
á næsta sumri og jafnvel þriðja sumar, ef
hann eigi að verða áreiðanlegur til frambúðár.
Mjög væri æskilegt, að vegavinnu þessari
gæti orðið haldið áfram næsta sumar, og að
þessi nýi vegur frá Kambi næði suður yfir
Geiradalsbakka, að svo nefndri Gróustaða-
hyrnu. þaðan er þó slarkfær vegur inn með
Gilsfirði og suður fyrir Gilsfjarðarbotn, að
upphækkaða veginum þeirra Saurbæinga. Hitt
væri í meira lagi bagalegt, ef hægt væri nú
við vegargjörð þessa, og jafnfagurt mannvirki,
sem þessi spotti er, látið verða aptur að
sömu vegleysu og farartálma eins og áður,
eptir fáein ár ef til vill, ef viðhald skyldi
bresta að sama skapi*.
Mannalát og slysfarir. Hinn 24. þ.
m. andaðist hjer í bænum frú Elín porleifs-
dóttir, kona síra Jóhanns þorsteinssonar í
Stafholti, af heilablóðfalli, er hún hafði
fengið 3 dögum áður á reið hjeðan upp að
Lækjarbotnum áleiðis austur í Arnessýslu
kynnisför til frændfólks síns; fekk aldrei mátb
eða meðvitund aptur. Tvö börn ung áttu
þau hjón á lífi. Ekki hafði hún kennfe
neinnar vanheilsu áður, og var í blóma lífs-
ins, kona valinkunn og vel að sjer gjör.
Við Arnarfjörð drukknuðu 5 menn á bát,
31. f. m. frá Gísla bónda Oddssyni á Lok-
inhömrum, 3 vinnumenn hans, 4. tómthús-
maður, og 5. bakari frá Isafirði. — Kaupa-
maður frá Kirkjuvogi í Höfnum, Ogmundur
Sigurðsson, drukknaði nýlega í á í Vatnsdal
í Húnav.sýslu. Var eigi algáður.
Islenzkur stúdent í Khöfn, Bertel E. Ö.
porleifsson, hafði horfið fyrir nokkru hálfum
mánuði, áður en póstskip fór þaðan, og
þykjast menn vita að hanti hafi týnt sjer
sjálfur.
Uppboðsauglýsing.
Eygtir beiðni hlutaðeigenda verður stórt
bókauppboð haldið í húsinu nr. 10 í Kirkju-
strceti hjer í bcenum dagana 27., 29. og 30. þ.
m., sem eru laugardagur, mánudagur og
þriðjudagur. Bœkumar, sem seldar verða,
eru eign dánarbiis E. E. Eelgesens skólastjóra
og fyrv. adjunkts Ealldórs Guðmundssonar
og eru bœði innlendar og útlendar í mörgum
vísindagreinum.
Vppboðið byrja.r kl. 11 f. hád. á laugar-
daginn 27., og söluslcilmálar verða þá birtir á
uppboðsstaðmim.
Bæjarfógeferm í Reykjavík, 17 september 1890.
Halldór Daníelsson.
Munntóbak fyrir aðeins l kr 60 a-
pundið og neftóbak fvrir aðeins 1 kr
25 a. pundið fæst í verzlun N. H. Thom-
sens Aðalstræti nr 7.
HÚSIÐ IfE. 4 í Tjarnargötu, með ágætri lóð-
fæst til kaups. Lysthafendur snúi sjer til eigand
ans, skólakennara St. Thorsteinson.
__Refndin.
liði hans, sem til allrar hamingju var ekki
svo fátt«.
Melanía sat hljóð og niðurlút. Hún virtist
ekki gefa frásögu sveitarforingjans neinn
gaum og anzaði henni engu orði. það varð
löng þögn. Svo tók sveitarforinginn eptir
því, að hún leit snögglega á hann. Boða
skaut fram í kinnarnar á henni, og var sem
eldur brynni úr augum hennar. Hún var
fyrirtaks-fríð sýnum þá stund. Svo varð hún
aptur jafn-fölleit og áður.
Litlu síðar stóð hún upp og bauð prestin-
um upp á að spila við sig. það var hugul-
semi, sem honum var sýnd á hverjum kvöldi
og margur mundi hafa öfundað hann af.
Sveitarforingjanum hafði allt til þessa verið
sýnt fálæti mikið og hálfgerð fyrirlitning.
Hvert einasta orð og atvik sannfærði hann
um það, að hann var síður en ekki kærkom-
inn gestur f höllina. En hann vissi, að það
var eðlilegt, og gerði sjer því flest að góðu.
Hann átti aldrei tal við þær mæðgur,
nema yfir borðum, og þar urðu samræður
allar mjög daufar og fálútlegar, og um fram
allt annað vöruðust allir að víkja orðum að
ófriði þeim, sem yfir stóð.
Sveitarforinginn var ungur að aldri, hátt-
prúður og laglegur á velli. Aður en hann
varði sjálfan, hafði kviknað hjá honum ást
til — barónsdótturinnar. Hann hugsaði ekki
um neitt, og hirti ekki um neitt, nema —
hana; en hún ljet sem hrm yrði einskis vör.
Hún hafði opt áður vakið meira athygli
heldur en henni var geðfelt sjálfri.
Hann gerði sjer allt far um, að koma sjer
vel við þær mæðgur. Hann var lítilþægur,
auðsveipinn og einlægur. Hefði öðru vísi á
staðið, mundi hann hafa mátt »lifa í voninnio,
en nú þar á móti . . . .!
--------En — var það nú víst, að baróns-
dótturinni væri alveg sama um hann ? Hvers
vegna leit svo út, sem hún biði hans með
óþreyju, ef hann kom seinna að miðdegis-
borðinu f eitt skipti en annað ? Hvers vegna
var eins og hún leitaðist sífellt við að heilla
hann með töfrandi augnaráði og blíðlegu
brosi ? Hann hafði optar en einu sinni orð-
ið var við þetta, og honum virtist það óskilj-
anlegt. Áður hafði hann eigi vitað, hvað ást
var; hann hafði að eins þekkt augnabliks-
áhrif kvenna, og alið mestan hluta aldurs
síns á veitingakrám og kaffihúsum; en nú
varð hann snortinn einhverri óþekktri tilfinn-
ingu, sem gagntók hann alveg og fyllti huga
hans með von og þrá. — — — — — _________ ___
f>að rigndi í sífellu í hálfan mánuð. það
var eins og himininn tárfelldi yfir óförum
þeim og hörmungum, sem ófriðurinn hafði í
för með sjer. Enn var barizt af fullu kappi;
vígstöðvarnar færðust ýmist nær eða fjær.
Herdeild sveitarforingjans hjelt enn þá kyrru
fyrir.
Svo kom kvöld það, sem minnzt var á
í upphafi sögu þessarar. í staðinn fyrir
regnið var nú koioinn kafaldshríð. í hverri
krá og kyma í höllinni var krökt af hermönn-
um.
Sumir þeirra lágu upp við olnboga og voru
að spila; nokkurir sátu álútir í þjettum hnöpp-
um. Orðaglammið og ákafinn bar þess vott,
að samræðuefnið var ekki að eins áhugamál
þeirra, heldur og allrar Evrópu : hinar nýju
sigurvinningar. Sumir stöguðu föt sín eða