Ísafold - 11.10.1890, Side 3

Ísafold - 11.10.1890, Side 3
827 álit sitt um endingargæði þess. |>ví sá mikli húsabyggingakostnaður, er hvílir á lauds- mönnum, er þó svo tilfinnanlegur, að íhuga þarf, hvort hann verði ekki minnkaður. End- ist baðstofur með járnþaki, utan yfir þunnu torfi, eins og hjer er haldið fram, tífalt lengur en vanalegar torfbaðstofur, sem mjer er nær að halda, þá er það stórfje, sem lands- menn mundu græða á því að taka upp slíkt byggingarlag. Eyrarbakka, 7. okt. 1890. Einar Jóntson. ITT AF HVERJU OG HVAÖAN/EFA. Fjölh œf k ona. Clot.hilde Belstand heitir kona ein í New-York í Ameríku. Hún er læknir, blaðamaður, skáld, málari og leikari. A morgnana kl. 7-^10 ritar hún smásögur, skrítlur og greinir um landsins gagn og nauð- synjar, handa amerískum dagblöðum. Eptir morgunverð tekur hún á móti sjúklingum, er leita ráða hjá henni, 3S á dag að meðaltali; við það situr hún til kl. 2-J. Frá kl. 3—6 er hún að mála, helzt börn, leiki þeirra og ýmsa háttu, og hefir þá börnin sín fyrir fyr- irrnynd, en sætir færi um leið að fræða þau munnlega um hitt og þetta nytsamlegt. Síð- an snæðir hún miðdegisverð, og að því búuu heldur hún af stað til leikhússins, og leikur þar það sem eptir er af kvöldinu. Sem blaðamaður og leikkona vinnur hún sjer inn 50,000 dollara á ári, sem læknir 10,000, og selur myndir eptir sig fyrir 12—15,000 doll- ara. Hefir alls í tekjur 100,000 dollara á ári. Hún er skilin við mann siun fyrir löngu, eða maðurinn við hana, rjettara sagt; hon- um fannst sjer svo sem eins og liálf-ofaukið, að hann segir. Yfir Atlanzhaf, milli Englands og Norður-Ameríku (New-York eða Quebec), eru gufuskip að jafnaði 9—10 daga, og þykir gott. Að vísu hafa fáein hin nýjustu, hrað- skreiðustu gufuskip komizt á tæpum 6 sólar- hringum milli New-York og Liverpool; en slíkt er undantekning og ekki við það mið- andi. En nú eru Kanadamenn að hugsa um að stytta leiðina að mun með því, að leggja járnbraut frá Quebec austur á Labrador, austur að hafi, og fara þaðan sjóveg ekki til Liverpool, heldur til Milford-hafnar í Wales. það munar svo miklu á vegalengd, að nem- ur fullum 1000 mílum enskum, sem sjóleiðin styttist: 900 mílum vestra og 100 mílum aust- ur frá, —100 mílum skemmra til Milford en Liverpool. Ætla þeir að þá megi hæglega fara sjóleiðina á 4 sólarhringum, en á 18—20 klukkustundum megi komast á járnbraut frá Quebec austur að sjó í Labrador. Hitt og þetta. Jón: pú ert allt af að tala um einhvern asna; þú átt þ6 líklega ekki við mig ? Guömundur: Vertu ekki að gjöra þjer áhyggjur út af því ; það eru fleiri asnar til en þú. Hvernig hefirðu farið að því að afla þjer þinna miklu auðæfa og varðveita þau ?—það skal jeg segja þjer: meðan jeg var fátækur, ljeat jeg vera allvel fjáður, og eptir að jeg var orðinn fjáður, ljezt jeg vera blá- snauður. Húsmóöirin: pú ættir að taka hana stöllu þina hana Helgu til fyrirmyndar; hún er ekki svona sóða- leg; hún þvær sjer þrisrar á dag. Vinnukonan: Já. mig skal nú ekki kynja þó að hún þurfi að þvo sjer i fiaman optar en jeg; hún sem á sótara fyrir unnusta! Á legstað letingja eins var þetta letrað: Hann se)ur {eins og vant er). Lækni var kennt um dauða sjúklings, er hann hafði haft undir höndum. En hann var sýknaður fyrir það, að hann haiði gert eins og hann gat framast: hann hafði gefið sjúklingnum inn öll þau meðöl, er hann vissi naln á. Viö manntal. Ógiptum stúlkum er stundum brigzlað um, að þeim sje ekki um það gefið, að láta almenn- ing vita, hvað gamlar þær sjeu. Nú eru allir skyldir að segja til um aldur sinn, þegar manntal er tekið. pá svaraði yngisstúlka einu sinni á þá leið, i krögg- um sinum, að hún hefði sjeð ig sumur. „Hm, hm*, sagði *á, er manntalið tók, „en mætti jeg þá spyrja: hvað lengi þjer hafið verið blind?11 Samkvœmt opnu brjefi 4. ja.n. 1861 og lög- um 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Eiriks Amasonar frá Setbergi i Nesjum, sam andað- ist síðastliðið vor, að lýsa kröfum sinum og sanna þœr fyrir skiptaráðandanum i Skapta- fellssýslu áður 6 mánaðir eru Itðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Jafnframt er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn Skri/stofu Skapt^fellsýslu, Kirkjubæ 8. sept. 1890. Sigurður Ólaf'sson. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lög- um 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá sem telja til skuldar i dánarbúi prestsins Jótis Bjarnasonar Slraumfjörðs, sem andaðíst að heimili sínu Langholti 28. jan. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Skaptafellssýslu áður 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu Skaptaiellsvýslu, Kirkjubæ 8. sept. 1890' Sigurður Ólafsson. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lög um 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Guðna Jónssonar, sem andaðist síðastliðið vor að heim- ili sinu Beyni í Mýrdal, að lýsa kröfum sin- um og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Skaptafcllssýslu áður 6 mánuðir eru liðnir frá siðustu birtingu þessarar auglýsingar. Jafnframt er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifstofu Skaptafellssýslu, Kirkjubæ 8. sept. 1890. Sigurður Ólafsson. HEGNINGARHÚSIÐ kaupir tog fyrir hátt verð, ekki minna en 10 pd. í einu. Skósmíðaverkstæði °g leðurverzlun J}flF~Björns Kristjánssonar'^B® er í VESTURG ÖTU nr. 4. Tannlœknirinn._______ þessar 20 krónur, þá verðið þjer að gera svo vel, að borga höggiðn. Eptir nokkrar málalengingar sættust máls- aðilar á, að bóndi skyldi greiða verjanda 50 aura fyrir læknishjálp og með því skyldu þeir skildir að skiptum, en lögreglustjóri áminnti þenna nýmóðins tannlækni alvarlega um, að varast að hafa í frammi þess konar lækningar framar. (-? +)• f>ingmannsefnið, sem hvarf. (Amerísk saga). I. »þ>að er þá afráðið, að þjer gefið kost á yður ?« »Já; jeg er staðráðinn í þvf, og vonast eptir, að þjer veitið mjer fylgi«. »þjer megið reiða yður á það«. Og Patt Mac Dermott tók í hönd þess, er með hon- um var. »Viljið þjer þá gera mjer þann greiða, að fara fyrir mig til Van Burens hershöfðingja, og biðja hann að ljá mjer stað til fundar- halds. Á meðan fer jeg til tengdaföður míns, og fæ hann í lið með mjer«. »það skal jeg gera«, sagði Patt, og fór. Harry Bristow, þingmannsefnið, hjelt áleiðis að timburhúsi einu allstóru. það var hús Wilsons dómara, tengdaföður Harrys. — Saga þessi gerðist árið 1855, í borginni Persepólis, — kjördæmi einu í . Kansas. Persepólis var þá sem óðast að byggjast. Kansas hafði nýlega verið tekið í ríkjatölu og átti því að senda fulltrúa á sambands- þingið í Washington. Bæjarbúar í Persepólis áttu að kjósa einn þeirra. Um þessar mundir var þar ákafur flokkadráttur, og skiptust menn í tvo andstæða flokka : samveldis- og sjerveldismenn; vildu samveldismenn afnema þrælahald og þrælasölu, en sjerveldismenn vildu halda því í gamla horfinu. |>etta mikilsverða mál gagntók hugi flestra, og voru því kosningar sóttar af miklum áhuga og fylgi af beggja hálfu, og Persepólismenn voru ekki eptirbátar annara í því. — Harry Bristow var þingmannsefni samveldismanna, en hinir hjeldu fram manni þeim, er August Godefroy hjet. Honum var mjög þungt í skapi til Harrys, því þeir höfðu báðir viljað eiga sömu stúlkuna, en Harry orðið hlutskarpari.----- »Jeg þykist sjá, Desjó«, sagði Godefroy við vin sinn, stóran og hraustlegan Méxíkómann, þegar hann heyrði að Harry ætlaði að bjóða sig frara,— »jeg þykist sjá, að það sje úti um mig. það er eins gott fyrir mig að taka framboð mitt aptur undir eins, fyrst Harry gefur kost á sjer. Mjer er ekki til neins, að ætla að etja kappi við hann; það liggur í augum uppi. þ>eir kjósendur, sem til þessa hafa verið á báðum áttum, gefa honum óefað atkvæði sitt, og þá verð jeg að lúta í lægra haldi«. »Sje þetta víst, þá horfir til vandræða fyr- ir okkur«. »|>að ríður á, að finna eitthvert ráð, en það er ekki auðfundið ; það er úr vöndu að ráða«, sagði Godefroy. »það er nú þessi

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.