Ísafold - 18.10.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.10.1890, Blaðsíða 3
353 eptir því, að einhverjum heyrudda yrði snar- að út af heygarðinum. |>essi siður mun þó reyndar víðast hvar lagður niður og hross, hýst, enda er það svo harðneskjuleg meðferð að láta hrossin vera þannig hjálpar- og skýl- islaus í illviðrum, og meira að segja verða stundum allsendis án þess að fá nokkra gjöf fyrir stormi, — að allir ættu að sjá, að slíkt getur ekki talizt forsvaranleg meðferð á skepnum; enda er augljóst, að eigi hrossin að geta unnið eiganda sínum fullt gagn að sumr- um, útheimtist, að þau fái viðunanlega með- ferð á vetrum, ekki að eins hvað fóður, held- ur einnig hafa hús og hirðingu snertir; og geti eigandinn ekki hýst öll hross sín, er miklu skynsamara fyrir hann að fækka þeim við sig og fara betur með þau sem eptir eru. Hesthúsin þurfa ekki síður en fjárhúsin að vera rúmgóð, björt og loptgóð, því hross þola slæmt lopt miklu ver en aðrar skepnur og er mjög hætt við köfnun. Betra er, að hafa ekki mörg hross saman í sama hesthúsi, því annars má ganga að því vísu, að sum þeirra jetist úr. Tvísett hesthús með stalli til beggja handa, svonefndar citraðira, sem eru með mjög flötu þaki og stóru opi á miðjunni, eru venjulega hlautar og kaldar. því bæði vill fenna inn gegnum opið, og þekju líka. En naumast er þó nokkurt hesthús svo ljelegt, að það sje ekki margfalt betra, heldur en hross- in þurfi að standa undir bæjarveggjunum eða út á víðavangi hvernig sem viðrar. Kýrnar virðist ekki þörf að nefna, því all- ir munu hýsa þær að nafninu til, þó misjöfn hýbýli kunni að vera. Fjárkaupaskip til Coghills, gufuskip Dunedin, kom hingað í gærmorgun og fór þegar upp á Akranes eptir rúmum 4000 fjár er þar er geymt. Br nú aptur komið við svo búið, með því veður hamlaði alveg að koma fjenu út í það. Utflutningsfje, nær 20 en 10 þúsundum, er nú geymt hjer í nágrenninu, í Mosfells- sveit og Seltjarnarneshreppi ofanverðum, 1— 2000 á bæ eða þar fram undir, í mestu ör- tröð, sem nærri má geta. Ekki skeytt minnstu vitund aðvörunum og bendingum hygginna manna, nú síðast alþingism. þorl. Guðmunds- sonar fyrir skemmstu í Isafold, um forsjál- legri meðferð á skepnum og eptirlit. Enda kvað sýslumaður hafa farið í dag upp um bæi, þar sem mest er geymt af sölufje, eptir fyrirmælum amtmanns, til þess að hafa þau afskipti af þessu máli, sem lög leyfa og við verður komið. Thyra, strandferðaskipið, er ókomin enn. Hafa veður tafið hana sjálfsagt. Frá Islendingum í Ameriku- Tvö blöð af Lögbergi komu með gufuskipi Coghills í gær, 17. og 24. sept. Tíðindalaust meðal landa í Canada að heyra, nema ef telja skyldi það, að Jónas «postu]i» Jóhannesson, bróðir Lárusar prjedikara, var vígður til prests 16. f. m. presbýtera-kirkjunni íslenzku í Winnipeg. Lögb. telur mein að því, að prestbýterar þekkja ekki Eyjólf ljóstoll; þeir hefðu þá miklu heldur vígt hann en Jónas þennan; Eyólfur sje konungborinu h]á honum sem prestsefni. Baldvin L. Baldvinsson agent á leið hing- að vestan með konu sinni; erindis eigi getið. í Dakota þar á móti segir blaðið mikinn ársbrest, llklega bæði hjá íslendingum þar og öðrum, þó að blaðið nefni það ekki. Segir þar, að uppskera hafi nálega algerlega brugð- ,izt hvervetna í Dakota nema í Kauðárdaln- um. Hveitið bæði minna og lakara nú en í fyrra; bændur fái hundruðum saman ekki sem svarar útsæðinu. A mörgum jörðum varð hveitið alls eigi slegið. Uppskerubrest- ur þessi, sem landsbúar verða fyrir ár eptir ár, kemur af vatnsleysi. Síðan 1. maí 1889 hefir eigi komið meiri væta úr lopti en 12 þuml. samtals, og það hefir orðið að duga 2 ára, uppskeru. Hefir þetta, vætuleysi gert menn fjelausa svo þúsundum skiptir, og rek- ur það bændur úr landi eitis hai't og þeir komast. «Hver sem vildi leyna þessu væri verri en auli. f>að er ekki lengur hægt að blekkja með falsvonum skrumaranna». þetta er haft eptír kaupmanni einum frá Ellendale í Norður-Dakota. Segir hann að margir muni komast á vonarvöl í vetur. Burtflytj- endur flýja flestallir til norðvesturhluta Cana- da. Miklu betra þar að vera. Strandasýslu sunnanv. 8. okt. : Óþurkar miklir gengu hjer meiri hluta sumarsins, svo úthey nýtt- ust illa. töður hröktust eiunig nokkuð sumstaðar, en náðust þó vel þurrar á endanum. Grasvöxtur var með bezta móti. jafuve) betri en í fyrra, en sökum óþurkanna eru nú úthey almennt minni en f fyrra og sjálfsagt miklu lakari, en sökum hinna miklu heyfyrninga má ætla að allir sjeu vel byrgir með hey. það sem af er haustinu, hefir verið úrkomusamt og fremur harðindalegt. Hinn 6. þ._ m. var fjármarkaður haldinn hjer í Hrútafirðinum ; á honum voru fjórir að kaupa : Ooghill, B. G. Blöndal (fyrir Thordal) og báðir kaupmennirnir á Borðeyri, eða menn fyrir þeirra hönd. Verð á veturgömlu tje, geldum ám og tvævetrum sauðum var hjer á markaðinum : 14 — 18 krónur. þeir Coghill og Thordal eiga hjer margt fje í geymslu og vonast nú eptir skipunum ept.ir því á hverjum degi. Verð á kjöti er nú meö bezta móti á Borðeyri: 15—21 e. pd. Haustull á 50 a., og mör 30 aur. pundið. Innköllun. Sarnkvæmt lögum 12. aprtt 1878 og opnu brjefi 4. jan 1861 er hjer með skor- að á alla pá, er telja til skuldar í dánar- búi jóns jónssonar Waagfjörðs, er and- aðist að Hlíð í Austur-Eyjafjallahreppi 27. marz p. á., að lýsa kröfum sinum og sanna pær fyrir skiptaráðandanum í Rangárvallasýslu, áður en 6 mánuðir eru liðnir jrá síðustu birtingu innköll- unar pessarar. fafnframt er skorað á erpngja hins látna. að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skiptafundur verður haldinn á pingstaðnum í Austur- Eyjaf jallahreppi að afloknu næsta mann- talspingi. Sömuleiðis er skorab á alla pá, sem skulda dánarbúinu. að gjöra skiptaráðand- anum hjer í sýslu sem allra fyrst skil fynr skuldum sínum. Skrifstofu Rangárvallasýslu 6. okt. 1890. Páll Briem._________________ Á næstliðnu vori hvarf mjer úr heimahögum jörp hryssa velgeng, 4 vetra, mark: biti aptan hægra; biti aptan, standfjöður irarnan vinstra; og bið eg hvern sem hitta kynni, að hirða og gjöra mjer vísbendingu um. Gaularáshjáleigu ti. október 18S)0. Ólafur Sigurðsson. pivgmnnpse/niö. sem hvarf.______ jeg geti ekki stillt mig um, að vera við' staddur#. »Gættu nú að, hvað þú sjer þarna, áður en þú grobbar meira«, mælti Godefroy og þreif harðneskjulega í öxlina á vini sínum ; — »nú er jeg hræddur um, að fari að hallast á fyrir okkur«. Mexíkómaðurinn varð náfölur, er hann leit þangað, sem Godefroy benti honum, því — þar stóð Harry Bristow, og vinir hans og fylgismenn í hnapp utan um hann. »Bölvaður karlinn hefir sleppt honum«, sagði Mexíkómaðurinn. »En—»Örninn brúni« skal fá þetta launað og það undir eins í nott; já —- hann skal, svei mjer, komast að því fullkeyptu, þrællinn ! — En nú er úti um okkur. f>að þarf engan spásagnaranda til að sjá, hver leikslokin verða«. — Og það var orð og að sönnu, því Harry Bristow var kosinn með miklum atkvæða- mun. Nóttina eptir gerðu þeir Godefroy og Mexíkómaðurinn sjer ferð út í dalverpið í skóginum, og ætluðu að hefna harma sinna á »Erninum brúna«, en hann var þá allur á brott, og enginn kostur að fá neina vitneskju um, hvort hann hefði farið. (St. +). Jarðskjálftinn i Lima. það var glatt á hjalla hjá Don Pedro de Boccas. Hann hafði fjölmenni mikið og dýrðlega veizlu: það var trúlofunarveizla hans og hinnar fögru Maríu Fucentes. Hann var kominn af góðum og göfugum ættum, en — hún var dóttir fátækrar ekkju. Brúð- kaup þeirra skyldi standa að mánuði liðnum. Móðir Maríu bjó í litlu húsi við endann á skemmtigarði einum á árbakkanum. Opt sat María við gluggann 1 herbergi sínu og horfði út, því það var fagurt irtsýni þaðan. Einn góðan veðurdag, skömmu eptir að þau höfðu lofazt, sá hún unglingsmann koma ríðandi niður eptir garðinum. Maður þessi var fyrirtaks-frlður sýnum, jafnvel fríðari heldur en Georg hinn helgi á altaristöflunni. Hún horfði á hann, og hjarta hennar sló óvenju- lega ótt, og þegar hann leit á hana og augu þeirra mættust, roðnaði hún og leit til jarðar. þ>egar hun leit aptur upp, var hann horfinn ; en allt í einu heyrði hún einhver hljóð; hún leit vrt, og kom þá auga á barn, sem flaut ofan eptir ánni og var að sökkva. Hún varð sem frá sjer numin af hræðslu, og kallaði á hjálp, — og í sama bili kom riddarinn fagri aptur. Hann fór sem örskot fram hjá hús- inu. »Bjargið barninu! í öllum bænum : bjargið barninu !« kallaði hún til hans, og benti út á ána. í sama bili skant barninu aptur upp. Biddarinn hljóp af baki, og varpaði sjer í ána. Hann synti allt hvað af tók, og að vörmu spori kom hann aptur í land með barnið í fanginu. |>ví var borgið; en hann hafði tekið of nærri sjer: hann hnje í ómegin á árbakkanum. Hús það, sem móðir Maríu átti heima í, var næst ánni. Hann var borinn þangað inn. fegar hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.