Ísafold - 22.10.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.10.1890, Blaðsíða 2
338 væri liðinn og hann hefði ekki unnið svo xnenn vissi neitt saknæmt af nýju, ætti hann að fá æru sína aptur umsvifalaust, og gæti þá tími sá, er hinn brotlegi missti æruna um, staðið í einhverju tilteknu hlutfalli víð þyngd hegningarinnar, og mætti hafa slíkt þannig, ef hægt væri með nokkru móti að sanna, að ærumissirinn hefði nokkur betr- andi áhrif í för með sjer. Sje aptur á móti álitið, að þessi óákveðni ærumissir sje hafður í lögum í þeim tilgangi að vera öðrum til viðvörunar, þá samsvarar sá tilgangur ekki árangrinum. það sýnist ekki byggt á rjettlæti, að hegna hinum brot- lega einkum til þess að hegningin sje öðrum til viðvöruna, heldur eigi hegningin að miða til þess að gera hinn brotlega betri, til þess að hann varizt að brjóta á ný. þess vegna ætti hinn sakborni að öðlast fullkomin rjett- indi, þegar hann hefir afstaðið hegninguna, því það yrði hvöt fyrir hann að missa ekki rjettindi sín á ný. Eptir núgildandi lögum getur sá, sem hefir afstaðið hegningu, átt á hættu, að fá ekki æru sína á ný fyr en seint og síðar meir, og þá er einn vegur fyrir hann til að öðlast hana að fara af landi burt, og geta lög þau, sem nú eru í gildi, þannig óbeinlínis orðið til þess að flæma menn úr landi, sem að öðrum kosti kynnu að hafa unnið hjer síðar talsvert gagn; því dæmin sýna, að ýmsir, sem einu sinni hafa orðið fyrir refsivendi laganna, hafa síð- ar orðið mikið gagnlegir menn í borgaralegu fjelagi; þó almenningsálitið kunni að tor- tryggja þá, er ekki hægt að sporna við því með lögum, en það er eðlilegt, að almenn- ingsálitið verði því þungbærara á þeim, þeg- ar lögin eru jafnframt á móti þeim. f>rátt fyrir þetta ber þó að virða þau lög, sem gilda um þetta efui, meðan þau eru í gildi, en sjáist, að þau sjeu þannig, að nauðsyn sje að breyta þeim, þá ber að gera það. Sumir kunna að ímynda sjer, að brotum mundi fjölga, ef það væri gert, en sú mundi naumast verða raunin á, því af þeim ráðum, er lögin hafa til að fæla menn frá glæpum, er það að eins hegningarhúsvistin, sem menn munu almennt óttast, én ærumissinum vita naumast aðrir af en þeir, sem orðið hafa fyrir honum. f>að ber kannske helzt á því, þegar um kosningar er að tefla, í sveita- nefndir eða til alþingis; því æruleysingjar hafa hvorki kosningarrjett nje kjörgengi. f>ó er of lágt sveitarútsvar langt um tíðari orsök þess, að menn í sjálfstæðri stöðu hafa ekki kosningarrjett. Meðan þessir menn eiga jafn-örðugt með að öðlast æruna aptur eins og nú á sjer stað, er ekkert eðlilegra en að slíkt leiði þá til þess að vera skeytingarlausir um sóma sinn, og hugsa sem svo, að illt sje að heita strákur og vinna ekki til. * Um nýja fiskiveiðasamþykkt við Faxafióa- Heyrzt hefir, að suðurhrepparnir við Faxa- flóa ætli nú að leggja fyrir sýslunefndina í Kjósar- og Gullbringusýslu frumvarp til fiski veiða á opnum bátum, þannig lagað, að seinka netalagnardeginum úr 14. marz til 7. apr- íl, og um leið að aftaka ýsulóð frá nýári (eða kyndilmessu) til 11. maí. f>etta er ekki í fyrsta sinn, sem Yatns- leysustrandarmenn vilja gjöra einhverjar breytingar við fiskiveiðarnar. f>eir voru með- al annars undirrót ' að því, að fiskiveiðasam- þykktin frá 1885 var búin til; en þegar það nú sjest, að sú samþykkt hefir gjört illt í staðinn fyrir gott, þá vilja þeir nú færa sig lengra upp á skaptið og aftaka bæði lóð og þorskauet um lengri tíma, og taka inn í þá samþykkt aðra hreppa nauðuga, svo sem Rosmhvalanesshrepp, og jafnvel Seltjarnar- nesshrepp og Reykjavíkurbæ, án þess að hafa minnstu vissu fyrir, að veiðarfærabrúkun sú, sem verið er að tala um, sje að nokkru leyti til skemmdar fyrir fiskiveiðarnar, heldur miklu fremur hið gagnstæða. f>að sýnir sig því nær í öllum veiðistöðum kringum landið, að ýsu- lóð er álitin hið happasælasta veiðarfæri og víðast brúkuð því nær eingöngu. f>að sjest meðal annars á Eyrarbakka, að ýsulóðin hrekur ekki fiskinn burtu, þar sem nú um mörg undanfarin ár varla hefir brugðizt afli, og er þar þó því nær eingöngu brúkuð ýsu- lóð; og eftir þeirra dæmi eru aðrar veiðstöð- ur farnar að breyta, svo sem þorlákshöfn, ; Grindavík og jafnvel Hafnir. ; Mestir kostir ýsulóðarinnar eru: að á hana er svo fljótfenginn afli; að nota má til beitu ! á hana það, sem ekki er brúkanlegt á hand- | færi, og má þar sjerstaklega nefna hrognin úr fiskinum; að brúka má ýsulóð allan daginn þótt straumar sjeu, í stað þess, að með hand- færi við stjóra getur maður ekki athafnað sig nema um straumsnúninginn; og loks það, sem flestir sjá aðrir en Strandarmenn, að ýsulóð- in stöðvar fiskinn en hrekur hann ekki í burtu. Mundi það því í flestum veiðistöð- um þykja stórkostleg apturför, ef farið væri fram á að af taka ýsulóð. Hvað þorskanetin snertir, þá er talsvert verra að dæma um þau; því maður getur ekki borið sig saman við aðrar veiðistöðvar hjer á landi, þar sem þau eru hvergi brúkuð til muna nema hjer við Eaxaflóa; en það getur maður þó sagt, að netafiskur er sá lang-vænsti og feitasti fiskur, sem hjer afl- ast, og það svo, að mörgum útvegsbændum hjer finnst að þeir eigi aldrei mikinn fisk, þegar til viktarinnar kemur, nema þeir eigi netafisk. f>ar að auki hefir hann allt af með sjer hrogn og mikla lifur, sem nemur mikl- um peningum þegar hann aflast til muna. Einnig er harm mikið betri og drýgri til manneldis heldur en færafiskur. f>egar nú svo ber undir, sem opt á sjer stað, að netafiskur kemur, en lítill eða enginn færafiskur,—og síðan hætt var að leggja þorskanet fyr en eptir 14. marz hefir optast þá, undir eins og lagt hefir verið, næg- ur netafiskur, verið fyrir í Garði og Leiru,— þá á nú að koma með þá kenningu, að leggja ekki fyr en 7. apríl, eða geyma fisk- inn í sjónum í 3 vikur. En verið getur, að fiskurinn þykist ekki hafa hentugleika að bíða svo lengi, haldur fari í burtu, og sitji menn þá eptir með sárt ennið, fiskilausir. Hvað snertir kostnað þorskanetaútgerðar- innar, þá er ekkert kostnaðarmeira að gera út með þorskanet heldur en með handfæri, með því sem þeim fylgir, sem er hrognkelsa- net og síldarnet, og þeim allt eins mikil hætta búin af stormum og straumum eins og þorskanetum. f>ví er ekki rjett að fella mjög harðan dóm um þorskanetin, þar sem þau um langan tíma hafa verið helzta veið- arfærið, sem brúkað hefir verið framan af vetrarvertíð í sunnanverðum flóanum, og hafa oft fært mönnum mjög mikinn afla; en erfitt að dæma með vissu, hvort þau eru til góðs; eða ills fyrir fiskigönguna. Ysulóðarbrúkunin í Garðsjó á vetrarver- tíðinni byrjaði ekki fyr en eptir 1886, eða eptir að hætt var að brúka þorskanet í Garð- sjó, og hafa Garð- og Leirumenn gjört það af því, að þeir höfðu ekki not af þorskanet- unum og fengu ekki fisk á handfærin, og síðan hefir hún verið brúkuð þar stöðugt og heppn- azt vel að, sem annarstaðar, þar sem færa- fiskur er ; en yrði nú aptur farið að brúka þorskanet í Garðsjó, þá hyrfi lóðarbrúkunin algjörlega þann tíma ; því lóð er ekki hægt að brúka innan um þorskanet. f>að er alveg sitt hvað, að stunda sjó úr Garði og Leiru, eða af Strönd og úr Njarð- víkum ; og kemur það mest af því, að svo mikill munur er að afla sjer beitu á þessum stöðum. A Vatnsleysuströnd og í Njarðvíkum eru nógir þarar fyrir hrognkelsanet ; en í Garði og Leiru því nær engir. Sama er að segja um síldarveiði. Hún er engin í Garð- inum, lítil í Leirunni, en mikið betri undir eins fyrir innan Hólmsberg. f>ess vegna get jeg ekki betur sjeð en, ef því fer fram, að af tekin sje lóð alla vertíðina og ekki lögð þorskanet fyr en 6. apríl, að vetrarvertíð byrji þá ekki í Garði og Leiru fyr en 6. apríl, og ekki til neins fynr sjófólk að fara þangað fyr ; en hingað til hefir opt verið liðið það bezta af vetrarvertíðinn þá, því fiskur kemur þar vanalega snemma og fer snemma; en Strandarmenn geta vel notað þenna tíma, ef færafiskur kemur í Garðsjó og Léirusjó, ef þeir þá hafa hrognkelsarægsni til beitu. f>egar menn hjer á landi hugsa um það, að landið þarfnast framfara til lands og sjávar, og að maður sjer, að búnaðinum fer fram að mörgu leyti, að menn eru að leitast við að koma upp þilskipum, sem er einhver hin vissasta og bezta sjávarútgerð og jeg vildi óska að ætti mikla framtíð fyrir höndum, að nú eru róðrarskip orðin miklu stærri og vandaðri en áður og margir ötulir sjómenn víða hjer í veiðistöðvunum, þá er það und- arlegt, að maður á þeim sömu tímum skuli heyra þessar raddir, sem segja, að nú skuli maður hætta við þetta og þetta veiðarfærið um lengri og skemmri tíma og ekki brúka það nema á vissum stöðum, án þess að hafa minnstu þekkingu á, að þetta miði til fram- fara eða hagsældar; og gott ef þær raddir eru ekki atundum af öðrum lakari toga spunnar. f>egar fiskiveiðasamþykktin frá 1885 mis- heppnaðist svo, að hún gérir fremur illt en gott, þá ætti að vera fyrsta verkið að fá hana aptur aftekna, svo menn gætu hjer eptir leitað sinnar atvinnu út á sjóinn sem duglegir menn og tekið »gæs meðan hún gefst«, en ekki að bæta við annari verri samþykkt, svo síðari villan verði ekki argari hinni fyrri. Ef Garð- og Leirumenn líða það móta- mælalaust, að tekin sje af þeim lóðin frá, nýjári til vertíðarloka, og þorskanetaver- tíðin stytt um 3 vikur, ofan á það, sem samþykktin frá 1885 hefir gjört þeim, þá ífinnst mjer að þeim standi á sama, hvernig með þá er farið ; því svo má undiroka eitt bygðarlag, að það á endauum hætti að hugsa um rjettindi sín. Nesi við Seltjörn 11. október 1890. Guðmundur Einarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.