Ísafold - 25.10.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.10.1890, Blaðsíða 3
343 Landsbankinn er í Bankastræti; er það hús úr íslenzkum steini. Af skólum má einnig geta hins nýstofn- aða verzlunarskóla—, hann er í Lækjargötu nr. 4. Einnig er sjómannaskóli nú á hverj- um vetri í Rvík. f>ótt þessi lýsing á Reykjavík sje stutt og ekki nærri nógu greinileg, þá nægir hún samt til þess, að benda ferðamönnum á, einkum ofan úr sveit, að Reykjavík hefur ýmislegt það til að bera, sem höfuðstað landsins sæmir. Ýmsir sveitamenn kunna ef til vill að segja, að slíkur aðbúnaður, sem flestir, er efni hafa á, hafa í Reykjavík, eigi ekki við vort hæfi í svo fátæku landi; en jeg segi, að það ætti að gleðja hvern Islending, er ann þjóð sinni, að sjá þær framfarir, sem bæði hvað menntun snertir og allan aðbúnað lýsa sjer í vorum höfuðstað. Að koma inn i fallega prýdd herbergi með ábreiðum á gólfunum, fallegum myndum á veggjunum, og skrautlegum stofugögnum, lýsir endurlífg- aðri fegurðartilfinningu ; og svo þegar þar við bætist, að í allmörgum húsum eru nú »fortepíano«, eins og í betri húsum erlendis, þá minnir það oss á, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, heldur einnig að vort andlega líf glæðist og endurnærist af fagurri hljóðfæralist. Að ógleymdum ágætismannin- um Pjetri Guðjónssyni, er með stakri elju vann að eflingu og útbreiðslu sönglistarinnar hjer á landi, má nú nefna organleikara Jónas Helgason sem hinn mesta frömuð þeirrar íþróttar. Hið almenna fjelagslif bæjarins, einkum á vetrum, glæðist árlega, eptir því sem saklausar »skemmtanir fyrir fólkíð« auk- ast bæði með samsöngum, fyrirlestrum, myndasýningum, dansleikum og sjónleikum, sem optast eru haldnar í hinu nýja Good- Templarahúsi suður við Tjörnina. þá má ekki gleyma, að minnast einnig Good- Templara-fjelagsins, sem unnið hefur og vinnur landi voru mikið og ómetanlegt gagn fyrir alda og óborna. þegar jeg kem til Rvíkur ofan úr sveit, og ætla að eyða hjer 10 dögum —, þá gjöri jeg það mest til þess að glæða mitt andlega líf, tala við ýmsa fræðimenn, sem hjer eru í mjög mörgum greinum, enda er jeg sann- færður um, að nú á dögum standa bæjar- búar engum á baki að kurteisi og velvild ef rjett er farið að þeim. Að miða Reykjavík við stórborgir erlendis er ekki hægt. Hún er og verður okkar höfuðstaður og vjer eig- um hver og einn að líta til hennar með velvildaraugum og þjóðlegu hugarfari. Ef jeg að endingu mætti kveðja saman öll söngfjelög bæjarin3, vildi jeg óska þau syngju mig úr garði þegar jeg væri kominn á bak honum Grána mínum, og mundi jeg því í huga mínum endurtaka þessi orð skáldsins er ættu að bergmála frá hverri sveit og hjeraði landsins: pó að nafn pitt, frónið fróða, fölnað hafi meðal þjóða, skaltu móðir, göfga, góða, glaðan aptur líta dag. Fósturjarðu fræknir verjum, fyrir Ingólfs byggðir herjum, hetjumóðir ! hdtt vér sverjum hrausta fylgd að veita pér. Reylcjavik 24. okt. 18H0. j»orl. 0. Johnson. Fjárkaupaskipin þeirra Zöllners og Thordals, Lalande og Wm Connal, eru ný- farin hjeðan,—’nið fyrnefnda til útlanda með fjárfarm, hið síðarnefnda upp á Akranes ept- ir fje þar. Strandferðaskipið Thyra er ókomið enn. Erjetzt hefir að norðan, að það hafi 17. þ. m., er það lá á Reykjarfirði, verið bú- ið að gera tvær tilraunir að komast á Skaga- strönd, og ætlaði reyna í 3. sinn. Tíðarfar. Eptir 2 mánaða rigningar, síðan 28. ágúst, og þær heldur stórfeldar, svo að ekki hafa verið nema 2-3 dagar þurrir allan þann tíma, brá í gær, síðasta sumardag, til norðanáttar með fjúki og frosti nokkru. I dag er hann hvass á norðan, með skafrenn- ingi og talsverðu frosti. Leiðarvísir ísafoldar. 577. Jeg fer sem útgjörðarmaður til útvegsbónda að vori til og stunda róðra; er jeg þá þann dag, sem eg ræ, skyldur til að gjöra nema að minum hlut, sem og skera úr og beita að mínu leyti ‘í Sv.: Nei, ekki nema önnur hásetaverk komi þá á aðra háseta, spyrjanda fremur, svo allt jafni sig. 578. Er jeg skyldur, hvoit sem jeg er vinnu- maður eða daglaunamaður, að vinna nokkuð á helgidögum, þó mjer sje skipað það af húsbónda mínum eða formanni ? Sv.: Nei, ekki nema svo sje, að lög leyfi helgi- dagavinnu, þ. e. að mikið liggi við. 579. Er þeim manni, sera á föður eða móður á lífi, heimilt að gefa hverjum sem hann vill fjár- muni sina eptir sinn dag, ef faðirinn eða móðirin hafa forsorgun af eigunum meðan þau lifa ? Sv.: Já. 580. Geta erfingjar gjört arfleiðsluskrá ónýta, þó hún sje apturkallanleg meðan arfleiðandi lifir ? Sv,: Nei. 581 Jeg hef búið á hjáleigu kirkjujarðar í 20 ir, og hjáleigu þessari ánefnt land, sem hún skyldi hafa en samt munnlegir samningar, en ekkert byggingarbrjef hef jeg fengið, en sá samningur hefir staðið til þessa. Nú tekur kirkjujarðarbónd- inn skák af iandi, som býli þessu fylgdi, bætir við aðra jörð, án þess að lina neitt í með eptirgjald , er þetta rjett ? Sv.: Nei. 582. Er sýslumanni leyfilegt að halda eptir sinni vild peningum fyrir skuldaheimtumönnum þrotabús, eptir að skipti hafa farið fram ? Sv.: Nei. 583. Getur viðtakandi þá ekki krafizt hæfilegra vaxta af sýslumanni fyrir þann tima, sem hann heldur peningum þessum eptir að skiptum er lokið og peninganna er krafizt ? Sv.: Jú. Skósmíðaverkstæði Og . leðurverzlun Björns Kristjánssonar'ÍJ^g er í VESTURUÖTU nr. 4. Ferðin kríngum hnöttinn — Stanley. LEID ARVÍSIR TIL LÍPSáBYRGÐ A.R fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt allar nauðsynlegar upplýsingar. Jaröskjálptinn í Lima. óskaði eptir, að væri útvegaður prestur, og eptir mikla fyrirhöfn varð sú ósk hans upp- fyllt. þagar Alonzo og María skömmu síðar komu aptur inn til hans, þá lagði hann hendur þeirra saman, og benti þeim á lokað brjef, er lá við hliðina á honum. Svo stundi hann þungan — og gaf upp öndina. Að ári liðnu var brjefið opnað; það var arfleiðsluskrá Don Pedro’s. Hinn göfuglyndi maður hafði gefið Maríu og Alonzo allar eigur sínar, með því skilyrði, að þau ættust, og þarf eigi þess að geta, að þau ljetu það eigi standa fyrir. Nutust þau vel og lengi; og lýkur svo þessari sögu. (St. +). Friðrik Vilhjálmur I. Prússa- konungur. Eptir P. de Saint- Victor. Eins og kunnugt er, er Prússaveldi nú á dögum eitt hið voldugasta ríki í Evrópu, og má heita að það hafi ráðið að miklu leyti lögum og lofurn á meginlandi álfunnar hin síðustu tuttugu ár, sfðan þjóðverjar sigruðust á á Frökkum í ófriðnum mikla 1870 og Prússa- konungur var krýndur til keisara yfir þýzka- landi í Versölum í janúarmánuði 1871. Vilhjálmur I., »gamli keisarinn«, er dáinn; Eriðrik II., sonur hans »vitri keisarinn« sömuleiðis; og Vilhjálmur II., »ferðakeisarinn«, stendur í broddi lífsins með veldissprota þessa mikla ríkis, ér hefir hafizt til síns mikla vegs og yfirtignar með hermannavaldi og margföldum sigurvinningum. Árið 1700 ívar það ekki nema þriðjungur að stærð móti því, sem það er nú. Konungsríkið Prússland er að upphafi til orðið upp úr fylkinuBrandenburg og Preussen, er hinir »þýzku riddarar« komu á fót á krossferðatímunum. Brandenburg varð kjör- furstadæmi á 14. öld, en komst á öndverðri 15. öld í hendur höfðingjaættarinnar frá Hohenzollern. A 17. öld tók ríkið að stækka að mun, einkum á ríkisstjórnarárum Eriðríks Vilhjálms mikla kjörfursta (1640—1688), bæði í friðnum á Vestfali, er saminn var í lok þrjátíu-ára-stríðsins 1648, og síðar. Að Frið- rik Vilhjálmi látnum varð Friðrik sonur hans kjörfursti, 1688, en tók sjer konungsnafn 1701 og sat að völdum eptir það í 12 ár, til 1713. þegar Svíar misstu mestöll lönd sín við Eystrasalt 1720, eptir Norðurlanda-ófriðinn mikla, fengu Prússar talsverð lönd í Pomm- ern. Eptir 1740 náði Friðrik konungur mikli Slesíu frá Austurríkismönnum, og síðar bætt- ist Prússlandi drjúg sneið í hvert sinn, er Póllandi var skipt, 1772, 1793 og 1795.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.