Ísafold - 25.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.10.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á rmðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsin (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 K Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komtn vft til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurntrœti 8. XVII 86. Reykjavík, laugardaginn 25. okt. 1890 Meira um nýja flskiveiðasamþykkt. Nú stendur til, að bráðum verði haldiun sýslunefndarfundur hjá oss, og von á, að fyrir hann verði lagt frumvarp til nýrra á- kvarðana áhrærandi fiskiveiðamál vort, í þá átt, að þorskanet megi ekki leggja fyrri en 7. apríl ár hvert, og að ýsulóðabrúkun verði afnumin hjer í Flóanurn á tímtibilinu frá nýj- ári til vetrarvertíðarloka. J>eir, sem óska, að þessum ákvörðunum verði framgengt, eru : Njarðvíkur-, Vatns- leysustrandar-, Garða- og Bessastaðahrepps- menn og meiri hluti Eosmhvalanesshrepps- manna, eptir því sem fulltrúar úr tjeð- um hreppum hafa lýst yfir og komið sjer saman um á fundi í haust. Dm Eeykjavík- ur og Seltjarnarnesshreppsbúa er mjer ó- kunnugra ; þar mun enginn slíkur fundur hafa verið haldinn enn. Hvað þessa breytingu á þorskanetalögnum snertir, þá er óskin um hana sprottin af því, •að þeir, sem með sannsýni og með almenn- ings hag fyrir augum vilja hugsa um málið, vita og sjá, að fiskiveiðum vorum er bráð eyðilegging búin, ef haldið verður áfram að bægja fiskigöngunni frá að halda til grunns •og hrygna þar. Með því áframhaldi á fiski- veiðum vorum, sem nú er, þurfa heldur ekki Inn-nesin að búast við fiskinum inn á sín mið, og veit jeg að Garða- og Bessastaðahrepps- búum að minnsta kosti er þetta ljóst. Um kostnaðinn við þorskanet vor ætla jeg ekki að tala; hann þekkja þeir, sem það hafa reynt. En eins vildi jeg geta, sem jeg hefi heyrt rjú hina síðustu daga, þess sem sje, að sumir menn henda gaman að því, að fiskimenn vorir nú þegar vilji breyta samþykktinni 9. júní 1885, og álíta þeir, að þetta sýni, að þeir, sem samþykktu netalínuoa, hafi ekki vitað hvað þeir gjörðu. f>etta er mjög röng skoðun; netalínan hefir verið til mikils gagns; en þegar hún var samþykkt, gat engum dottið í hug, að menn mundu haga netalögn- um sínum eins og raun hefir á orðið. Bins og jeg hefi getið um hjer í blaðinu, var það siður manna áður, að flytja netin undan fiskigöngunni, upp á grunnið, til þess að leggja enga tálmun fyrir því, að fiskurinn næði þangað að komast. En þegar línan var fengin, þótti engum gerandi að leggja annarsstaðar en á línunni eða fast við hana, jafnvel þótt ærið svæði til netalagna sje fyrir innan hana ; að mönnum mundi þykja brýn nauðsyn á, að leggja varnargarð úr netum á línunni, datt víst fæstum í hug. f>ó, úr því svo skal vera, er þó betra að hafa þann varnargarð inni í Leirusjó en úti í Garðsjó, eins og áður var, meðan djúplagnirnar tíðk- uðust. Mjer er sem sagt ókunnugra um skoðanir manna í Beykjavík og á Seltjarnarnesi um þetta mál, heldur en í hinum plássunum, þótt jeg ímyndi mjer, að meiri hluti skyn- berandi s/o'-manna þar sje sömu sannfæringar og í suðurhreppunum; og tal hef jeg átt við ýmsa formenn og sjómenn úr Eeykjavík, og veit af því, að margir þar eru á þeirri skoðun, að æskilegt væri að afnema ýsulóðarbrúkun á vetrarvertíðinni. Hitt veit jeg, að til eru j þar líka málsmetandi menn, sem hafa aðra [ skoðun, bæði meðal útvegsbænda, og þá ekki • síður meðal hinna, sem ekki stunda sjó og aldrei hafa gefið sig neitt við fiskimálum, en tala samt um þetta mál sem önnur með miklum sjálfbyrgingsskap. Mmnist jeg þess- ara röksemda gegn samþykkt um afnám ýsu- lóðarinnar úr háværri fundarræðu eins þeirra fyrir nokkrum árum : 1. að sýslunefndin í Gullbringu- og Kjósar- sýslu vildi gjörast formyndari(I) manna, þar sem ein ástæðan fyrir afnámi lóðarinn- ar væri sú hjá sýslunefndinni, að veiðar- færið væri of dýrt ; 2. að það væri ófrelsi, að banna mönnum að fiska á hvern þann hatt sem menn vildu, og að það bindi hendur á dugnaðarmann- inum(!) ; 3. að hvergi í öðrum löndum væru neinar, samþykktir um fiskiveiðar, og þar hefðu allir frjálsar hendur til að fiska eins og hver vildi(!!); 4. að hver, sem vildi fiska með færi, gæti i það eins, þótt aðrir, sem lóðma kysu, brúkuðu hana(!) ; 5. að miklu vænni fiskur fiskaðist á lóð en færi(!) ; og 6. að það mundi vera broti næst á stjómar- skránni, að semja samþykkt í þá átt, að afnema lóðarbrúkun(!). jpessar ástæður allar eru of auðhraktar til þess, að það taki því, að eyða orðum að þeim hjer, enda hafa þær verið marghraktar í ræðum og ritum um þetta mál undanfarin ár. Leyfi jeg mjer að segja, að það væri að misbjóða skynsemi manna, ef farið yrði nú að tyggja upp aptur jafn hlægilegar ástæður og alveg marklausar. Til þess nú að samtök geti orðið sem bezt í þessu lífsnauðsynjamáli fyrir veiðistöðurnar við Paxaflóa sunnanverðan, eiga 3 fulltrúar úr bæjarstjórn Eeykjavíkur að mæta á sýslu- fundinum í Hafnarfirði 28. þ. m. f>eirra á meðal er einn með beztu, reyndustu og greindustu formönnum hjer um sveitir, hr. Guðm. |>órðarson á Hól. Tel jeg það góðs vita fyrir málið, því hans skoðanir eru kunn- ar frá fyrri fiskisamþykktarfundum, og fara ein- dregið í þá átt, sem almenningur í suður- hreppunum vill hvað afnám ýsulóðarinnar snertir. A sýslunefndarfundi þeim, er undirbjó sam- þykktina frá 1885, mætti hann fyrir hönd bæjarstjórnarinnar, ásamt yfirdómara M. Step- hensen (hr. landsböfðingjanum, sem nú er), og prestaskólakennara Eiríki Briem. A þeim fundi mælti enginn fundarmaður eins fast og skörulega með því, að afnema ýsulóðarbrúk- un hjer í flóanum bæði haust, vetur og vetrarvertíð, eins og Guðmundur á Hól; hann vildi einnig banna algjörlega lóðarbrúkan á Böðvarsmiði um allan árshringinn; og alveg á sömu skoðun var hr. landshöfðinginn, sem nú er, eptir atkvæði hans að dæma. Hr. Guðm. f>órðarson byggði skoðanir sínar á reynslu sinni, og rökstuddi þær allar saman, svo að enginn gat á móti haft. Hann er kunnur að slíkri staðfestu, að jeg veit, að hann muni vera sömu skoðunar enn, og ekki þarf að óttast, að ýsulóðarbrúkun hinna þriggja síðastliðnu ára hafi raskað þeirri skoðun, sem hann í þessu máli ljet í ljósi 1885 og byggði á reynslu þeirra afarmörgu ára, sem hann þá var búinn að vera formað- ur. Hann lætur skoðanir sínar í ljósi skýrt og greinilega, og er honum allt eins ljett um mál eins og sumum, sem liggur hærra rómur. f>ótt hr. landshöfðinginn sje ekki nú leng- ur við þetta fiskiveiðamál riðinn, er þó gott að vita, að skoðun hans á því er vor megin, og að hann álítur afnám ýsulóðarinnar a vetrarvertíðinni æskilega. Jeg þykist viss um, að svo sje, því að hver, sem var á þeirri skoðun 1885, hefur ekki haft ástæðu til að breyta skoðun sinni til gagnstæðrar áttar síðan. Ýsulóðarbrúkunin á vetrarvertíð í suður- veiðistöðunum er nú í 3 ár búin að sýna sín- ar afleiðingar. Og hverjar eru þær? f>að vita þeir bezt, sem eiga daglegt lífsviðurhald sito undir sjónum komið, —betur en sumir, sem á sama má standa hvað sjálfa þá snert- ir, hvort þessi atvinnuvegur eyðileggst eða ekki; og trúi jeg því ekki fyr en jeg tek á því, að Eeykvíkingar, sjómenn í Evík, og sambygð- armenn þeirra, Seltirningar, fylli ekki í þetta sinn heldur þann flokkinn, er forða vill al- menningi við yfirvofandi tjóni, heldur en hinna, sem meira meta ímyndaðan stundarhag sjálfra sín eða hugarburðarkreddur, sem ekkert eiga við sanna þekkingu skylt nje langvinna reynslu; en »raunin er ólygnust«, segir mál- tækið. Hafnarfirði '21. október 1890. p. Egilsson. / í höfuðstaðnum. f>egar jeg var búinn að rita hina litlu grein í ísafold 13. f. m. »Upp í sveitn, datt mjer í hug, að vel ætti við, að koma með aðra í líka stefnu til þess að lýsa dálítið lífinu í höfuðstaðnum, er svo margir gjöra sjer und- arlega hugmynd um, einkum til sveita, bæði af sögusögn annara, og ímyndun sjálfra sín. f>að er eitt, sem menn verða að athuga, þegar menn ferðast til Eeykjavíkur, til þess að kynna sjer þar lífernisháttu manna, og það er það, að menn mega ekki koma þangað með neinum óvildarhug, heldur í glöðu skapi og í þeim tilgangi að njóta lífsins í höfuð- stað landsins, eins og hann getur bezt boð- ið, þá er jeg sannfærður um, að shk ferð verður manni bæði til fróðleiks og skemmt- unar, og vekur hjá manni hlýan huga bæði til íbúanna og þeirra framfara og menntastofn- ana, sem þar eru. Jeg gjöri þá ráð fyrir, að jeg sje ferðamað- ur ofan úr sveit, sem ætlar að eyða svo sem 10 dögum í Eeykjavík til þess að kynna sjer mannlífið í borginni, og hafa bæði not og skemmtun af því, sem fyrir augun ber.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.