Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 3
sjálfu sjer, að það er skylda laudsstjórnar- innar, að kosta grundvallarmenntun hvers einstaklings og hafa umsjón á því. Bnn sem kornið er, er allt nám alþýðunnar á þvílíku reiki, laust við allar grundvallarreglur, og yfir höfuð miklu dýrara fyrir hvern nemanda heldur en ella mundi. því hefir verið hreyft, að eðlilegt væri, að sá sem vildi öðlast öll borgaraleg rjettiudi, yrði að hafa náð vissu þekkingar- og mennt- unarstigi. Sumir hafa fordæmt þessa skoð- un niður undir allar hellur; en sje rjettlátt, að krefjast ákveðinnar þekkingar til þess að geta orðið hluttakandi í altarissakrament- inu, og geta fengið fermingu, þá virðist ekkert móti því, að krefjast hins sama til þess að fá fullkomin borgaraleg rjettindi. Br nokkur skynsemi fólgin í því, að binda t. d. kosningarrjettinn við kýr og kindur, gras og gróður og sveitarþyngsli, en taka ekkert tillit til hinnar andlegu þekkingar þeirra sem fá rjettindi þessi í hendur, eða hvort líkindi sjeu til, að þeir geti neytt þeirra skynsamlega? Og sje það viðurkennt, að líkindi sjeu til, að menntaðri þjóð muni líða betur í barátt- unni fyrir lífinu heldur en annari, sem stend- ur steingjörð á rústum hins umliðna tíma, þá er augljóst, að bezta ráðið til að bæta úr því, sem ábótavant er í því efni, og til þess að geta átt von á, að þekking þjóðar- innar aukist yfir höfuð, er, að öll þjóðin bindist í eina heild undir sömu lög og geri hverjum einstakling sömu kröfur. — þá fyrst má vænta þess, að árangurinn samsvari kostnaðinum að nokkru leyti. Bn áður en nokkrar kröfur eru settar í því efni verður þjóðin í heild sinni og þingið sjerstaklega að viðurkenna, að sameiginleg lög eigi að ganga í því efni yfir land allt, undantekningarLaust að því leyti sem hœgt er. Á þessum grund- velli verða öll komandi kennslulög að byggj- ast. — því þangað til því verður framgengt, verður öll unglingafræðsla vor ekkert nema kák og sundrung á sundrung ofan. Að ímynda sjer, að nokkur mynd geti verið á menntastofnunum þeim, sem hrófað er upp eitt og eitt hingað og þangað eins og spilahúsum, er barnaskapur. Dæmin sýna það með barnaskólana okkar, sem ýmist hjara eða deyja á víxl. — það ér sorgleg van- brúkun á landsins fje, að veita þeim yfir höfuð nokkurn styrk, að minnsta kosti flest- um þeirra, enn sem komið er. Meðan þeim er ekki stýrt eptir ákveðnum reglum og þeir hafa ekki allir ákveðnar námsgreinir, ættu þeir einkis styrks að njóta af almannafje. þingsályktunin á síðasta alþingi um barna- skólana er að eins hin fyrsta byrjun í þá átt. y. Strandferðaskipið Thyra komst loks af stað hjeðan að kvöldi hins 2. þ. m. Með henni voru allmargir farþegar: til Khafnar kaupmennirnir W. Christensen og D. Peter- sen frá Bvík, Chr. Zimsen frá Hafnarfiði, R. Riis frá Borðeyrí, H. Clausen frá Stykkis- hólmi, N. Chr. Gram frá þingeyri, Markús Snæbjarnarson frá Yatnseyri o. fl. Til Eng- lands 11 vesturfarar, áleiðis til Ameríku, þar á meðal Páll Eggerz með konu og 4 börn- um. Til Fœreyja Kristján Jónasson verzl- unarmaður. Fjárkaupaskip Slimons, Dunedin, kom hingað aðfaranótt hins 3. þ. m. og fór aptur í gær með 4000 fjár. Yon á Magne- tic þessa dagana eptir næst síðasta farmin- um af fje Coghills og með talsvert af kolum handa bæjarbúum. Samkvœmt lög^im 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað d alla þd, er telja til skulda hjd Ara Jónssyni d Kirkjuvöllum d Skipaskaga, sem hefur fram- selt bú sitt til shiptamr.ðferðar, að lýsa króf- um sínum og sanna þcer fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mdnaða Jrá síðustu (3.) bírtingu þessarar auglýsingar. Skt ifstofu Mýra o<r Jtíorjjarfjarðarsýslu 23. okt. 1890 Sigurður þórðarson. Um leið og jeg kveð þá vini og skipta- vini mína, sem jeg ekki hefi getað hvatt munnlega, læt jeg þá hjer með vita, að herra Teódór A. Matthiesen veitir verzlun minni forstöðu í fjarveru minni. Hafnarfirði 2. nóvbr. 1890. C. Zimsen. þeir, sem vilja tryggja líf sitt hjá lífs- ábyrgðar-og framfærðlustofnuninni frá 1871, áminnast um að láta beiðni sinni fylgja. lögmœtt aldursskírteini, því annars verður henni ekki sinnt. Rvík 4. nóvbr. 1890. J. Jónassen- í verzlun Eyþórs Felixsonar fást ágæt sauðskinn með góðu verði að eins gegn borgun í pemngum. TAPAZT hetír frá Hofi i Oarði dökkjörp fol- alshryssa með miklu faxi og síðutökum, brenni- merkt á framhófum með: Hnf í Oarbi. Folaldið dökkt hestfolald með litla stjörnu í enni. Eyrna- marlcið raan eg ekki. Hver sem hitta kynni hryssu þessa er vinsamlega beðinn að gjöra mjer aðvatt sem allra fyrst. Hofi i Gat ði 2fi. október 1890. Hildibrandur Tómdsson. þeir sem hjer í Reykjavik á naesta vori viija og geta leigt annaðhvort lítið íbúðarhús, eða 2—3 herbergi með eldhúsi og nokkru geymslurúmi í stærra húsi, etu beðnir að gjöra svo vel að láta vita hvar það sje, og með hvaða kjörum, í lokuð- um seðii með utanáskript HUSNÆÐI, sem rit- stjóri þessa blaðs veitir móttöku. / Hjá undirskrifuðum fæst ágætt yfirsœngur- og undirsœngur-fföxxY ; einnig gott ísl. smjör. Rvík 5. nóv. 1890. jþorl. O. Johnson. í bókaverzlun O. Finsen i Reykjavík eru nýkomin hin fallegustu jóla- og gratulations-kort og skrautlegar glans- myndir, sem öll eru seld með óvanalegu lágu verði. VIÐ UIíDIESKEirADIB tökum að oklutr smíði og aðgjörðir á reiðtygjum, og yfir höfuð á öllu því, sem að söblasmíöi Jýtur, og leysum það af hendi svo fljótt og ódýrt sem framast má verða Hvergi ein8 vandað smíði Reykjavík 5. nóv. 1890. ólafur Eiríksson krni Jónsson ______söðlasmiður._________söðlasmiður. L e s i d ! Til sölu er einsársgamall sexæringur, með öllu tilheyrandi. Afbragðs gott skip og allur útbún- ingur vel vandaður. Semja við. Otta Gudinundsson skipasmið Vesturgötu nr 44 Rvík. Fribrik Vilhji'ihnur 1 afloknum miðdegisverði, en konung syfjaði stundum og krassaði þá eitthvað á ljereptið þvert og endilangt með penslinum, en kenndi kennaranurn um þá ómynd, er hann vaknaði, og barði hann með staf sínum. Hirðmenn- irnir lofuðu mjög handaverk konungs, svo sem lög gjöra ráð fyrir. Einn þeirra, Pöllnitz barón, sagði eina mynd hans ómet- anlega til fjár, en ætti hann að nefna eitt- hvert verð, mætti stinga upp á hundrað gyllinum. »það er gott«, mælti konungur. »þú hefir vit á því. þú skalt fá haua fyrir fimmtíu. Jeg hef lengi hugsað mjer að gera þjer einhvern greiða«. Konungur þóttist vera tnaður trúrækinn og las á hverjum degi kafla úr einhverri guðsorðabók fyrir konu sinni og börnum, en allir urðu að hlýða á með mesta fjálgleik, og síðau urðu börnin að syngja sálm á eptir með einhverjum hirðmanni. Bkki er þó að sjá, sem guðrækni þessi hafi haft neitt betrandi áhrif á skaplyndi hans. Bn rnjög var hann siðavandur í kvennamálum, og var það hið eina, er hann gat haft sjer til hugg- unar á bauasænginni. Friðrik Vilhjálmur konungur var, þrátt fyrir alla aparsemiua, hneigður fyrir tóbak og ölföng, og átti hann tóbaks-samkvæmi með beztu vildarvinum sínum á hverju kvöldi, og þorði enginn að korna þar að ónáða hann. Hjelt hann samkundu þessa í herbergi einu á afviknum stað í höllinni; var herbergið lagað eins og veitingastofa, með borði eptir endilöngu og trjebekkjutn beggja vegna; sat konungur í hægindastól fyrir öðrum enda borðsins og Gundling við hinn endann. þarna sat konungur með pípuna í munninum eða ölkrúsina í hendinni, og þar varð hann loks að mennskum manni, en ekki harðstjóra. Bkki var konungur betri við skyldmenni sín en þegna. Einkum var honum uppsigað við son sinn, Briðrik konungsefni, og Vil- helmínu dóttur sína ; var hún þó mjög blíð- lynd stúlka og föður síuum eptirlát. Drottn- ingin vildi að hún gengi að eiga prinzinn af Wales, konungsefni Breta ; en með þyí kon- ungi hafði borizt til eyrna, að prinzinn gerði lítið úr sjer, varð hann þeim mæðgum reiður fyrir þá ráðagerð og vildi láta dóttur sína giptast markgreifa af Brandenburg, valda- lausum manni, er var þar að auki drykkju- maður ; en Vilhelmína aftók það og drottn- ingin móðir hennar tók í sama streng. Konungur kvaldi þessi börn sín bæði á ýmsa lund, með illyrðum, og með því að neyða þau til að neyta þeirrar fæðu er þau höfðu viðbjóð á, svo þau seldu stundum upp yfir borðum. Hann fleygði í þau diskum og skálum hvað lítið sem honum mislikaði við þau ; stundum skammtaði hann öllum börn- unum við borðið nema þeim tveimur, og ef eitthvað var þá eptir í skáluuum, hrækti hann stundum i það sjer til gamans, til þess- að þau gætu ekki borðað það og yrðu að svelta. Binu sinni, þegar konungsdóttir stóð upp frá borðum og kom nærri hægindastól kon- uugs, barði hann hana með kvista-priki sínu. Hljóp hún þá dauðhrædd fram og aptur um iskalda gangana 1 höllinni, fjekk af því inn- kuls, lagðist í rúmið og fjekk út úr því bólusótt. þegar faðir hennar heyrði það, Ijet hann loka öllum dyrum inn til hennar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.