Ísafold - 03.12.1890, Side 1

Ísafold - 03.12.1890, Side 1
ÍSAFOLD. Xemur út á miðvikudögum og, laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k Borgist fyrir miðjan júlimanuð XVII 97. ! £Sg>- Vanskil á blaðinu hjer i umdæmi Reykjavikur eru kaupendur beðnir að gera jafnan við vart um á afgreiðslustofu þess hið bráðasta, svo úr verði bætt og blaðberarnir látnir sæta áminningu, verði þeim um kennt- Ábyrgð á opnum skipum. í ísafold 75. tölublaði, 17. septbr. þ. á. var grein frá Árnesingi, er fyrst og fremst hafði inni að halda ýmsar hugleiðingar um það, hversu nauðsynlegt sje að vátryggja opin skip, og um gagn það, er af því ínætti leiða, og því næst ágrip af lögum skipaábyrgðar- fjelags, er Arnesingar stofnuðu fyrir 5 árum. þótt lítillega hafi verið drepið á það í hlöðunum, er líklega fáum kunnugt, að líkt ábyrgðarfjelag hefir verið við lýði hjer á Vestmannaeyjum um nær 28 ár. J?að var sem sje stofnað eptir undirlagi og fyrir for- göngu Bjarna heitins sýslumanns Magnús- sonar og sjera Brynjólfs heitins Jónssonar hinn 26. dag janúartnán. 1862, og þann dag voru lög fyrir fjelagið samþykkt. Lögnm fje- lagsins hefir síðan verið þrisvar breytt eða þau lagfærð, og skal hjer sett stutt ágrip af þeim, «vo sem þau eru ni\ : Fjelagið hefir fastan sjóð til skaðabóta. Hver nýr fjelagsmaður, og hver sá, er eykur eigu sína f fjelaginu, greiðir sem inngöngu- •eyri l°/° af virðingarverði eignarinnar fyrir hverjar 500 kr., sem fjelagið á í sjóði (2.gr.). Abyrgðargjald af hverju skipi er 2j- af virð- ingarverðinu (fyrst var það 3°/>), er greiðist fyrir 1. apríl ár hvert. (I nokkur ár hefur gjaldið verið lækkað niður í lf eptir ályktun aðalfundar á hverju ári), (8. gr.). Aðalfund- ur skal haldinn f lok janúarmán. ár hvert, kjósa þá fjelagsm. 3 menn í stjórnarnefnd, forseta, gjaldkera og skrifara (3. gr.). Stjórnin «kal setja sjóð fjelagsins á vöxtu og ábyrgjast hann ; leggur hún fram reikning fjelagsins á aðalfundi; skal hann og allt, er fjelagið snertir, ritað í gjörðabók fjelagsins (4. og 5. gr.). 011 skip sem eru í ábyrgð, skulu virt í byrjun hverrar vetrarvertíðar af 3 mönnum, er fjelagsm. til þess kjósa, og sje einn þeirra formaður og 2 skipasmiðir. Fjelagssjóður borgar þeim fyrirhöfn þeirra, en skipseigend- ur aðstoði þá (6. gr.). Alítist skip af ein- hverjum ástæðum illa sjófært, mega virðingar- menn neita þvf inntöku, unz úr göllunum er bætt (7. gr.). Fjelagið tryggir skipaeigendur fyrir skaða á sjó og landi utan og innan vertíðar, nema hann atvikist fyrir hirðuleysi eða ásetning skipseiganda eða formanns (9. og 13. gr.). Skipum er skipt í 3 flokka, og laskist skip, bætir fjelagið f aðgjörðarkostn- aðar á skipum í 1. flokki, f á skipum í 2. fl og f á skipum í 3. fl,; þó getur fjelagið, ef því þykir það haganlegra, bætt skipið að fullu eptir virðingarverði (10. gr.). þ>á er skip verður fyrir skaða, skal formaður ásamt 2 hásetum mæta fyrir sýslumanni, og uudir eiðstilboð fyrir rjetti skýra frá orsökum og atvikum skaðans, svo stjórn og fjelagsmenn geti af því sjeð, hvort skaðann beri að bæta Reykjavik, miðvikudaginn 3. des. eða eigi; kostnaðim við rjettarhaldið borgar fjelagið (11. gr.). Fjelagið bætir eigi þann skaða, er eigi nemur 10 kr. (12. gr.). Fje- lagið tryggir eigi fjelagstnenn nema að helm- ingi móti því, sem til er tekið í 10. gr. fyrir skaða þeim, er hljótast kann af landferðum, fjár-, hey- og fuglaferðum, að undantekinni ferð í Almenning8skerið; sömuleiðis tekur fjelagið eigi skip í ábyrgð í hákarlaferðum frá veturnóttum til nýárs, nema goldið sje l”/° meira í ábyrgðargjald en annars, og sje það greitt fyrir fram (14. gr.). Skaðabætur skulu greiddar 3 mánuðum eptir að tjónið er sannað fyrir stjórninni (16. gr.). Sje ábyrgðargjald eigi greitt í gjalddaga, hefir fjelagið enga ábyrgð á skipi þar eptir, uns gjaldið er innt af hendi (17. gr.). Hrökkvi fjelagssjóður eigi fyrir tjóni, er honum ber að bæta, skal því, er á vantar, jafnað á fjö- lagsmenn að rjettri tiltölu við eign þeirra í fjelaginu (18. gr.). |>á er fjelagsmaður deyr, skal greiða búi hans úr fjelagssjóði helming þess, er hann hefir greitt sem árleg ábyrgð- argjöld í fjelagið; þó skal fyrir fram draga frá árgjalda-upphæðinni þær upphæðir, er honum kunna að hafa verið greiddar í skaða- bætur, þannig, að bú hans fær helming þess, er þá er afgangs. þessi ákvörðun gildir að eins um árgjöld af þeim skipum, er fjelags- maður á í ábyrgð á dánardægri (19. gr.). Hver sem á að minnsta kosti \ hlut í skipi, hefir atkvæðisrjett á fundi; en enginn hefir rjett til meira en eins atkvæðis, hversu mikið sem haun á í skipum í ábyrgð fjelagsins (20. gr.). Stjórnin getur kvatt til aukafund- ar, og æski J fjelagsmanna þess skriflega, er hún einnig skýld til þess (21. gr.). Bigi er fundarfært, nema § fjelagsmanna mæti. Bn komi eigi svo margir á fund, skal stjórnin kveðja til annars fundar, og skal þá telja fundarfært, þótt eigi mæti svo margir (22. gr.). Fjelagið má aldrei rjúfa nema það verði gjaldþrota (23. gr.). Standi skip uppi, er það ekki lengur í ábyrgð, eu komist það í göngu aptur, er það tekið í ábyrgð, þegar er eigendur æskja þess. Hverjum, sem vill, er heimilt að segja sig úr fjelaginu, og nýr eigandi að skiphlut eða skipi er alls eigi skyldur til að ganga í fje- lagið, þótt skip hans hafi áður verið vátryggt í fjelaginu. þess skal loks getið, að fjelagið átti í sjóði við síðustu árslok 2680 kr., en í ábyrgð fje- lagsins voru alls 8 skip og bátar, öll í öðrum flokki, virt með rá og reiða og hákarlatækj- um samtals á 3293 kr. Fjelag vort hefur þannig blómgazt furðu vel, enda hefir það aldrei orðið fyrir neinu stórtjóni (algjörðum skipskaða), en að eins þurftl að? hæta smærri skaða, svo sem missi legutoga og annara hákarlatækja, og minni skemmda á skipum. Yestmanneyjum 22. dagr nóvember 1890. porsteinn Jónsson p. t. íorseti fjelagaius. Uppsögn (skrifleg) bundin v:ð áramót, ógild nema komln sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti 8. l ue;i!Ji« 1890 Skóleður og stígvjel. Hvergi kemur það ljósara fram, hversu al- menningur hjer á landi er ófróður um, hvað í raun og veru er hollast að kaupa, heldur en þegar kaupa skal skó og stígvjel. |>að er heldur eogin furða, því seljendum sjálfum hefir sjaidnast verið kunnugt um t. d. hvernig skó- leður það, sem þeir hafa haft til sölu, er að gæðum, eða hvaðan það var komið í hendur þess manns, sem þeir keyptu það af. það hefir því ekki verið hægt íyrir almenning að fá nauðsynlega vitneskju um slíkt hjá nein- um, og því beðið stórtjón við skóleðurskaup- in, mann fram af manni, og eðlilega ályktað, að allar útlendar húðir mundu vera svona ó- áreiðanlegar og skilyrðislaust hljóta að vera hættulegar fyrir skepnur, og valda því, að þær sýktust og dræpust. |>ær skóleðurshúðir, sem hingað hafa flutzt til landsins til kaupmanna þeirra, sem verzla með margs konar vörur, koma frá ýmsum hin- um heitari löndum, svo sem Suður-Ameríku og Afríku, einkum þó frá Afríku. Húðirnar eru þar flegnar af ýmist skotn- um eða sjálfdauðum dýrum, og þegar búið er að flá dýrin, eru skinnin venjulega hæluð á jörðinni, og þegar rignir á þau, sezt vatnið eðlilega í polla á húðunum. þegar rigDÍng- unni styttir upp, hitnar vatnið í lautum húð- anna svo mikið af sólarhitanum, að þær geta brunnið með blettum, áður en vatnið nær að gufa upp. Stundum eru skinnin og fúin með í blettum, áður en þau eru hirt af sjálf- dauðu dýrunum, og veldur þetta hvorttveggja því, að annað skæðið úr húðinni getur reynzt vel, en hitt illa. þetta er sú skinnategund, sem ódýrust er á heimsmarkaðinum, og er alls ekki að kynja, þótt viljað geti til, að þau sje banvæn fyrir skepnur, með því að dýrin, sem húðirnareru flegnar af, eru eins opt sjálfdauð af einhverri veiki, sem menn hjer ekki þekkja, og sem getur því verið mjög sóttnæm. I þessar húð- ir eru einnig bornar eiturtegandir, sem þirra þær og þyngja mjög í vigt. |>ær húðir af þessari teguud, sem kalkaðar eru, munu vera hættuminnstar fyrir skepnur. Nærri má geta, að ekki sje hyggilegt að kaupa slíkar húðir, þótt þær virðist í svipinu vera miklu ódýrari en nýjar og ósviknar húð- ir af t. d. nautum. En svo eru einnig sumar dreiðanlegar, ósút- aðar húðir (skóleður) hættulegar fyrir skepn- ur, húðir, sem verkaðar eru með varsenika, en það eitur mun ekki drepa nema þá skepnu, sem verður fyrir eitrinu. Menn cettu því að varast, að láta skepnur komast í vatn,þar sem útlendar húðir eru bleytt- ar, hvort sem húðirnar eru að sjd nýjar eða ekki, nema kaupmaðurinn, sem selur húðirnar, getl ábyrgzt, að þær sjeu verkaðar án allra með- ala, og flegnar af slátruðum en ekki sjálf- dauðum dýrum. Sama er að segja um stígvjel, að þótfc þau grandi ekki beinlínis Llífl manna og dýra, þá 1 er sú vara einnig mjög svikin, og hafa menn

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.