Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 2
394 ing á sóma sínum, að vera upp á aðra kom- inn í efnalegu tilliti, — að vera ekki heldur veitandi en þiggjandi,—að geta ekki styrkt gagnleg fyrirtæki,—og það sem þessa er verst, að ganga með opin augu í snöru óbotnandi skulda. Enn fremur skilvísi: að líta svo á, að það sje að svíkja sjálfan sig að svíkja aðra; láta aldrei þá skömm um sig spyrjast. Enn fremur rjettartilfinningin og kjarkleg afskipta- semi svo af heimilismálefnum sem af þjóð- f jelagsm álef num. þá snýr við blaðinu og koma ókostirnir, ódyggðirnar, fram á sjónarsvíðið: leti og iðju- leysi, óregla, óþrifnaður, sundurlyndi og svíðingsskapur. Letin svo mögnuð sumstað- ar, að sveitarstjórnir verða eigi einungis að sjá fullvinnandi mönnum ómagalausum eða- ómagalitlum fyrir framfæri, heldur jafnvel að bera matinn á borð fyrir þá; þeir afsegja að flytja sjálfir heim til sín það sem þeim er lagt af sveitinni! Iðjuleysið : allvíða svo sem ekk- ert verk haft fyrir stafni mikinn hluta árs, allan vetrartímann; enginn heimilisiðnaður stundaður; »allt keypt í búðum, sem annars mætti búa til á heimilunum þann tíma árs, sem helzt er atvinnubrestur; halda í þess stað að sjer höndum, sofa eða ríða út til að sníkja sjer kaffi og mat hjá nágrönnunum eða þá vín, og eru unglingar eigi allsjaldan í þeirra tölu og læra á þennan hátt að verða slarkarar og óhófsmenn«; engin regla á vinnubrögðum, stundum unnið allan sólarhringinn að kalla má, þar til allir en uppgefnir, aðra stundína varla tekið handarvik. »Opt eru ókunnugir í vandræðum með að finna, hver sje húsbónd- inn; hver gerir það sem honum sýnist; allir sýnast ráða, og hver höndin er upp á mótj annarin. sþegar allt gengur á trjefótum, nauðsynjaverk eru ógjörð eða eitthvað hefir farið aflaga.þá kennir hver öðrum, allir þykjast þá góðir,—og húsbóndatetrið verður að sætta sig við þessi fallégu málalok. Auðvitað fylgir óþrifnaður þessu háttalagi. Óreglan og óþrifnaðurinn fylgjast einatt að. En ekki kastar tólfunum fyr en kemur að barnaupp- eldinu. þau alast upp í algjörðu agaleysi. Foreldrarnir láta fyrst allt eptir þeim, en svo launa þau með hinu, að láta aldrei undan foreldrunum«. Eigingirni, nurlunarandi, smásálarskapur lýsir sje opt í sinni verstu mynd í því, hvernig bændur einatt láta sjer sæma að fara að til þess »að hafa eitthvað upp úr því,« sem kallað er. »Jeg hefi t. d. verið staddur á markaði þar, sem margir hafa verið saman komnir. þeir hafa komið sjer saman um í bróðerni, að selja útlendingum veturgamla sauði fyrir tvævetra með því að skjóta þeim saman við, og það stundum eigi allfáum«. Leiðinlegt er að sjá svona heila hópa af mönnum samhuga um það að svíkja. Og þetta er þó dagsanna.—Bónda dettur í hug, að láta gjöra jarðabætur einhverjar. En hann byrjar á því, að spekúlera það út, hvort hann sjálfur muni nú nokkuð geta »haft upp úr því«. Teljist honum ekki svo til, þá gjörir hann svo vel og hættir við það. Bændur í einhverri sveit spretta allir upp þegar minnst varir, og vilja taka sjer sveita- kennara. En — þegar farið er að grennslast nákvæmar eptir, hvernig á þessu uppþoti stendur, þá kemur það af því, að þeir gjöra sjer von um styrk úr landssjóði. Styrkinn vilja þeir ekki missa, og svo taka þeir ein- hvern, sem gefur sig fram fyrir lítið, ætla honum máske í kaup svo sem svarar styrk- num. A þann hátt geta þeir »haft dálítið upp úr því«. »1 staðinn fyrir glímur og aðrar karlmann- legar íþróttir eru menn nú farnir að mennta sig til fótanna í sveitum, með því sem þeir kalla dans, ófimlegt kálfaskokk, sem breiðzt hefir út frá kaupstöðum og aflagazt allt í með- ferðinni. Sveitabúum mundi þó þarfara að læra meira til munns og handa, en sleppa fyrst um sinn þessari fótamenntun«. þótt sú meðvitund sje víða að vakna, að ofdrykkja sje til skammar og skaða fyrir alda og óborna, þá er sómatilfinningin í því efni eigi nógu sterk enn. »Bindindisfjelög, sem kom- izt hafa á fót út um land, hjaðna jafnóðum niður aptur. Komi gott ár, eða styttist leiðin að svölunarlindinni, þá er spilið búið. Nokkrir prestar og bændur halda beinlínis skóla til að kenna ungum mönnum að drekka og yfir höfuð útbreiða ofdrykkjuna. þeir byrja með því að kaupa nægileg vínföng á heimili sitt, veita svo hverjum manni vín, sém að garði ber, með ljúfu geði, eins og að þeir sjeu sannfærðir um, að þeir sjeu fyrir það þjóð- arinnar mestu velgjörðamenn. þetta verður skjótt hjeraðsfleygt. Eykst þá svo mikið aðsóknin, að stofnendur þessara skóla fá eigi undir risið. Taka þeir þá það til bragðs, annaðtveggja að selja vínföng í laumi, eða stofna sams konar skóla á svöitabæjum um- hverfis. Svo ganga þeir og ríða milli góð- búanna, drekkandi og drafandi«. Um hinn afarheimskulega erfidrykkjuósið til sveita —í kaupstöðum mun hann vera víðast horfinn— fór fyrirlestrarm. mörgum orðum. Ósiður þessi er ef til vill ríkastur á austurlandi, þar sem hann þekkir bezt til. »|>jóð vorri þarf að fara fram í siðgæði, og að þeirri framför ætti hver góður maður að vinna. það er þarft verk; það lýsir sannri þjóðrækni og föðurlandsást, þótt óvinsælt kunni að verða á stundum«. Landamerkjamál. Landsyfirrjettur dæmdi í fyrra dag í tveimur landamerkja- málum, milli Reykjavíkur sem eiganda jarð- anna Klepps og Laugarness annars vegar og kaupmanns H. Th. A. Thomsens sem éig- anda jarðarinnar Bústaða hinsvegar. Höfðu málin bæði verið dæmd í hjeraði í sumar, 28. júní, fyrir landamerkjadómi, af sýslumanni með 4 meðdómendum, þannig, að Thomsen kaupm. vanri þar bæði málin ; en bæjarstjórn- in áleit sig lögleysu beitta í dómum þessum að efni til og áfrýjaði þeim fyrir yfirrjett, og hefir landsyfirrjetturinn fallizt algjörlega á þá skoðun, sem sjá má þessu ágripi af dóm- unum. Eptir landamerkjadómnum áttu landamerki milli Laugarness og Bústaða að vera: »úr þrísteinurn og í Bústaðaborg, úr Bústaða- borg beina stefnu á fjallið Keili, skekkju- laust til beggja hliða, þar til þrýtur land Laugarness og Bústaða og tekur við Kópa- vogsland«. í forsendum landsyfirrjettardómsins segir, að málsaðilar sjeu sammála um, að landa- merkin sjeu úr þrísteinum í Bústaðaborg, þaðan í stein fyrir sunnan og vestan Bústaða- borg og þaðan í Klofningssteina. »þeir eru einnig sammála um það, hvar þrísteinar sjeu og Bústaðaborg; en ágreiningur er um, hvar umgetinn steinn fyrir sunnan og vestan Bú- staðaborg sje og hvar Klofningssteinar sjeu. Afrýjandinn (Reykjavíkurbær) hefir talið merkjasteininn fyrir sunnan og vestan Bústaða- borg stein eigi allangt frá borginni uppi á ásnum að sunnanverðu nokkru fyrir austan og ofan svonefndan Söðulstein, og Klofnings- steina í suður frá honum niðri í Fossvogs- mýrinni, þegar fer að halla upp hinumegin. Steinn stefnda (H. Th. A. Thomsens) er- aptur töluvert vestar, vestan undir svo nefndu Háaleyti, og Klofningssteinar hans neðarlega við Fossvogslæk, hjer um bil í vestur frá Klofningssteinum áfrýjandans. f>ar sem nú stefnda (Thomsen) eigi hefir tekizt að styðja álit sitt um merkjalínuna nema með vitnisburði eins manns, er auk þess virðist byggja mest á ímyndun sjálfs sín um, hvar hin umþrættu örnefni sjeu, hefir aptur á móti áfrýjandinn (Reykjavíkurbær). fyrir merkjadóminum borið fyrir sig vitnis- burði ýmissa nákunnugra eldri manna um það, er þeir höfðu heyrt í ungdæmi sínu og síðar um, hvar örnefniu og merkin væru, og verður með þeim vitnisburðum að álíta full- sannað, að Klofningssteinar sjeu þeir, sem áfrýjandinn heldur fram, svo og hver sje að- alstefna merkjalínunnar upp úr voginum norður eptir, þó nokkur vafi geti enn verið á því, hvar merkjasteinninn fyrir sunnan og vestan Biistaðaborg sje eða hafi verið. En þó að þessir vitnisburðir, sem engin heimild er til að vefengja, sjeu þær einu sannanir, sem fram eru komnar í málinu, fyrir því, hvar Klofningssteinarnir sjeu, hefir merkjadómurinn eigi tekið neitt tillit til þeirra sökum þess, eins og hann kemst að orði, að þeir sje »framburður vitna um munn- mæli, sem þau hafi heyrt og sjálf álitið«. Með því nú að merkjadómurinn verður með þessu að álítast hafa virt að vettugi löggilda vitnisburði, og hann auk þess hefir ákveðið merkjalínuna svo, að yfirdómurinn getur enga hugmynd um það haft, hvar hún skiptir þrætulandinu eða jafnvel hvort hún fellur innan þrætulandsins eða utan þess, þvf ekkert er hvorki í dómnum nje annarsstaðar í málinu minnzt á afstöðu hennar við ör- jm- nefni, sem fram eru komin í því, þá verður eigi hjá því komizt, að ónýta merkjadóminn fyrir sakir lögleysu að efni til og vísa málinu heim aptur. Upp í raálskostnað fyrir yfir- dómi virðist rjett, að stefndi (H. Th. A. Thom- sen) greiði áfrýjandanum 30 krónur«. —Milli Bústaða og Klepps álítur bæjar- stjórnin landamerkin vera »frá Elliðaárvog þar sem Merkjalækur (er sumir kalla Marka- læk, en stefndi —Thomsen— »Murtulæk«) fellur í hann, eins og farvegur lækjarins ræð- ur til upptaka og þaðan í svokallaða þrí- steina; en Thomsen kaupmaður eptir beinni stefnu úr þrísteinum í Geldingatanga (eða, Gelgjutanga, sem svo er kallaður af ýmsum)«. þetta er ágreiningsefnið í síðara málinu. »Merkjadómurinn (í hjeraði) álítur og bygg- ir úrslit málsins á því áliti sínu, að hinn. stefndi hafi með konunglegu afsalsbrjefi til sín fyrir laxveiðiuni í Elliðaánum, útgefnu. 11. desbr. 1853, samanbornu við álitsskjal stjórnarráðsins um söluna (frá 6. maí 1853) fært óvefengjanlega sönnun fyrir eignarrjetti sínum yfir þrætulandinu, og til frekari stuðn- ings þessu lætur merkjadómurinn þess getið,, að í aukarjettardómi Kjósar- og Gullbringu- sýslu 12. nóv. 1858 og yfirrjettardómi 5. des- ember 1859 út af beitutökurjetti í Elliðaár- vognum sje það tekið fram, að »sameigendur Laugarness og Kleppsjarða þá hafi átt ósann- að, að Kleppsland nái inn að merki, eða.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.