Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 3
35 Marklækn. Hinn sfcefndi (Thomsen) hefir nú eigi komið fram með önnur eða fleiri skilríki fyrir eignarrjetti sínum yfir þrætulandinu en þessi, og alls enga vitnisburði um afnot þess hefir hann fram lagt. Um nefnd skilríki er að athuga, að hið konunglega afsalsbrjef frá 11. des. 1853 ræð- ir að eins um laxveiðina f Blliðaánum og alls eigi um landeign aðliggjandi jarða, en veiðin hafði þá fyrir nærfelt 100 árum (1756) verið tekin undan aðliggjandi jörðum og rek- in sem sjerstök eign; sama er að segja um álitsskjal stjórnarráðsins (6. maí 1853). Auka- rjettardómurinn 12. nóvbr. 1858 og yfirrjett- ardómurinn 5. desbr. 1859 dæma og alls eigi um eignarrjett yfir landi því, sem liggur að Elliðaárvognum að vestanverðu, en að eins um rjett ábúandans á Kleppi til að taka krækling í vognum á móts við laxveiðirjett hins stefnda. þessi skjöl sanna þannig alls ekkert um rjetfc hins stefnda yfir þrætuland- inu, og það liggur í augum uppi, að engin heimild er til að álykta á þá leið, að hann sem eigandi Bústaða hljóti að eiga land út að Gelgjutanga, úr því að honurn var afsöluð laxveiði í ánum og vognum út þangað. þar sem merkjadómurinn eingöngu hefir byggt úrslit málsins á þessum skilríkjum, sem ekk- ert sönnunargildi hafa í málinu, eins og það fyrir liggur, og eru því óviðkomandi, og þar sem það á hinn bóginn má álífcast sannað í málinu af hálfu áfrýjanda (bæjarstjórnarinn- ar) með ýmsum vitnishurðum, þar á meðal manns, er búið hefir á jörð hins stefnda (Thomsens) Bústöðum í nærfellt 20 ár, að þrætulandið hafi mjög lengi verið notað frá Kleppi og talið fylgja þeirri jörð —og skal þess hjer með jafnframt getið, að merkja- dómurinn hefir ranglega hrundið vitnisburði Ólafs þorvarðssonar— en eptir því hlaut sönnunarbyrðin um eignarrjett yfir þrætuland- inu sjerstaklega að hvíla á hinum stefnda (Thomsen) samkvæmt grundvallarreglunni í Jónsbók Llb. kap. 26. i. f.—, þá verður eigi hjá því komizt, að dæma merkjadóminn ó- gildan fyrir lögleysu að efni til og að vísa mál- inu heim aptur. Upp í málskostnað fyrir yfirdómi greiði stefndi áfrýjanda 40 krónur«. Brennivínssala hreppstjóra. Sýknu- dómur. í landsyfirrjetfci var í fyrradag dæmt 1 lögreglumáli gegn Einari hreppstjóra Jóns- syni í Garðhúsum í Grindavík um ólöglega brennivínssölu. Margir (10) höfðu borið fyrir rjetti og svar- ið, að hann hefði látið þá fá brennivín, ýmist fyrir penínga eða aðra vöru eða til láns, »upp á brennivín aptur«. Kærði þrætti harðlega fyrir að hann hefði nokkurn tíma selt brennivín fyrir peninga eða vörur, en kannaðiðt við að hann hefði optsinnis eptir beiðni lánað öðr- um brennivín gegn því að fá það aptur borg- að in natura (með sama), og alls einu sinni látið mann fá fyrir þrábeiðni hans 20 potta af brennivíni upp í kindarverð og með búðar- verði, en hvorugt þetta verður kallað »verzlun með brennivín eða lögbönnuð brennivínssala, þar sem hann eigi hefir haft brennivínið á boðstólum og eigi afhent það til þess að græða á því». Og »með því að öðru leyti eigi er sann- að í málinu með þingvitni eða á annan lög- legan hátt gegn skýlausri neifcun kærða, að hann hafi nokkru sinni selt brennivín — en hin einstöku kæruatriði í máli þessu eru hvert um sig að eins sönnuð með framburði þess manns eins, sem í það og það skiptið tjáist hafa keypt brennivín af kærða—þá verður að dæma hann sýknan í sök þessari eius og hún fyrir liggur«. Málskostnaður fyrir báðum rjettum greiðist af almannafje, þar á meðal 10 kr. til sækjanda (Guðl. Guðm.) og verj- anda (Hann. Hafst.) fyrir yfirdómi hvors um sig. — I hjeraði hafi Einar verið dæmdur 1 50 kr. sekt og málskostnað allan. Um uppeldis-iðnað (slojd) hjelt skóla- stjóri Jón þórarinsson í Flensborg mikið fróðlegan og nytsamlegan fyrirlestur í kennara- fjelaginu hjer í Beykjavík 6. þ. m. Með því að fyrirlesturinn verður að líkindum prentaður í heilu lagi áður langt um líður, er hjer sleppt að skýra frá innihaldi hans. Fyrirlestrarmaður notaði hið útlenda (sænska) orð »sl0jd«, án þess að reyna að þýða það á íslenzku, eflaust af því, að hann hefir eigi þótzt gefca snúið því svo, að eigi væri betur ógjört, þ. e. betra að halda hinu útlenda orði óbreyttu. En það er sama um þetta orð að segja sern ýms önnur útlend heiti, að þó að lærðum mönnum verði þau bæði munntamari og skiljanlegri en mis- jafnlegar þýðingar, af því að þeir hafa numið þýðingu þeirra jafnframfc hinu útlenda hljóði, er þeir kunna líka að bera rjett fram optast nær, þá er öðru máli að gegna um alþýðu. Henni verður íslenzkt heiti, þótt ófullkomið sje, optast hentara og rniklu tungutamara heldur en vandrædd nöfn útlend, er enga leiðbeiningu veita í sjálfum sjer um það, hvað þau þýða, heldur en það væri fuglamál (arr-arr, dirrindí o. s. frv.). Orðið »uppeld- is-iðnaður« nær að minnsta kosti aðalatriðinu í hugmyndinni »sl0jd«, og greinir hana frá »heimilisiðnaði«, sem nú er orðið algengt orð í íslenzku máli. En vel er líklegt að finna mœtti annað betra. Olfusárbrúin. I vikuuni sem leið var talsvert af brúarefninu flutt frá Eyrarbakka upp að brúarstæðinu, að Selfossi, á sleðum eptir Breiðumýri, stytzfcu leið, þar á meðal aðalbrúarstrengurinn, er fluttur var á 18 sleðum; fylgdu 2 menn hverjum sleða, en 4 hinum fremsta; voru 50 manns alls við flutn- inginn þá daga. Bráðapest hefir gjört vart við sig í sauð- fje í haust og vetur með mesta móti í sum- um sveitum hjer sunnanlands, einkum í Arness-og Bangárvallasýslum. A einum bæ á á Landi, Hvammi, fallið um 80 fjár, og á öðrum í Eystri-Hrepp (Stóra-Núpi) fram undir 60. Fiskisamþykktir. Amtmaður hefir 8. þ. m. staðfest fiskisamþykktarfrumvörp þau tvö, er samþykkt voru með öllum þorra at- kvæða á hjeraðsfundi f Hafnafirði 26. f. m. og prentuð eru orðrjetfc í Isafold 22. s. m. Samþykktir þessar ganga í gildi 1. jan. 1891. Kirkjuvígsla. Hina nýju kirkju á Eyr- arbakka, sem er orðin messufær, ætlar herra Hallgrímur biskup að vígja á sunnudaginn að kemur, 14. þ. m.; hann leggur af stað aust- ur á morgun í þá ferð, að færu veðri. 1le.yrnarlami maóurinn. af fjallsbrúninni óhrædd á byssuskotin og klukknahljóminn niðri á undirlendinu við la Manchas. Okkur fannst það því líkasfc, sem við ein hefðum komizt af í voðalegu synda- flóði, sem hefði strádrepið heila þjóð, er nú væri verið að hringja til moldar. þ>egar við höfðum borðað þennan fátæk- lega morgunverð, hjeldum við niður af fjall- inu hinum megin og stefndum að hellinum. Opt hröpuðum við ofan í klettaskorur og flæktum okkur í vafningsviðarlimi, og varð jeg þá að höggva okkur braut með sverði mínu. En fossinn vísaði okkur ætíð aptur á rjetta leið. Loksins náðum við hinum langþreyða griðasfcað. f>að var þröngur hellir, sem gekk inn í fjallið, hver veit hve langt. Út úr hellismunnanum rann ofur-lítill lækur, og lítið eitt neðar í honum var fossinn, sem hafði vísað okkur veg. Við könnuðum hell- irinn svo langt sem birtan leyfði, og sáum, að þar var nóg rúm fyrir okkur bæði. Við drógum saman skógarlauf og mosa, og bjugg- mm flet handa okkur, og lögðumst til hvíldar. það var komið langt fram á dag, þegar! við vöknuðum. Jósepha ætlaði nú að laum- ast heim svo lítið bæri á, og koma svo apfc- ur næstu nótt með vistir og tíðindi úr sveit- inni; einkum ætlaði hún að reyna að grennsl- ast eptir, hvort hvergi væri nein frönsk her- sveit uppi standandi, sem við gætum leitað hælis hjá. það var langur dagur, herra minn, sem jeg varð að bíða þarna einn, 1 þessari ein- manalegu prísund. Jeg var svo hræddur um, að flótti Jósephu með mjer hefði komizt UPP> °g að hefndin mundi nú látin bitna á henni. Sól hneig til viðar og dimmdi nú óðum í hellinum, en dimmara varð þó í huga mínum. —Loks kom hún, yndið mitt eina, og færði með sjer ljós og líf, eins og engill. — Auk vista kom hún með ljósneyti og eldspýt- ur. Hún snaraði því öllu á hellisgólfið, og fleygði sjer í faðm mjer. Við kveiktum ljós, og fluttum okkur innar í hellinn, þar sem betur fór um okkur. far bjuggum við um okkur, og borðuðum og drukkum með góðri lyst. Jósepha borð- ! aði reyndar ekki nema nokkura munnbita, en hún horfði á mig með ánægjulegu augna- ráði, og brosti að græðginni í mjer. þegar jeg var búinn að sefa hungrið og þorsfcann, lagði hún hendur um háls mjer, og sagði mjer frjettirnar. Heima á bæ henn- ar var allt á tjá og tundri; hennar hafði ekki verið saknað, en mín því meira. Faðir hennar, sem hafði haft nóg að vinna um nóttina á ýmsum stöðum öðrum, hafði falið munkunum á hendur að myrða mig og þessa tvo fjelaga mína, sem hjá honum voru. Hann kom ekki heim fyrri en um miðjan dag. Hann leit inn í herbergi mitt, en þar var ekkert að sjá. Svo fór hann til herberg- is fjelaga minna, og fann þá þar og—munk- ana báða— alla dauða. Hann hlaut að hafa gizkað á, hvernig á því stóð, og hver hafi orðið munkunum að bana, því hann tók þegar —fyrst með góðu, en síðan með illu—, að reyna að veiða það upp úr dóttur sinni. En með kvennlegri kænsku og karlmannlegu þreki lánaðisfc henni að komast út úr þeirri hættnlegu yfir- heyrslu. Bæði faðir hennar og aðrir, er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.