Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.12.1890, Blaðsíða 4
396 Skylda að hafa með sjer lýsi á sjó eða oliu. Jafnvel þó jeg viti að menn hjer á laudi kannist almennt við, að nauðsynlegt væri að hvert skip, er á sjó fer, hefði með sjer lýsi eður olíu, í öllum sjóferðum, til þess að lægja sjógang, ef á þarf að halda, veit jeg að þetta mun enn allvíða vera vanrækt. I tilefni af þessu leyfi jeg mjer að setja hjer litla grein er stendur í norsku blaði, »Bergens Posten«, hinn 15. sept. þ. á., svo hljóðandi. #Fulltrúasamkoma hins norska skipaábyrgð- arfjelags, samþykkti í gær —samhljóða nefnd- aráliti og uppástungu Ameln og Michelssens— að öll skip skuli eptir leiðis skyldasb til, að vera útbúin með öldubrjótan (Bölgedæmpere). Skip sem eru yfir 500 smálestir eiga að hafa, í minnsta lagi 5, og minni skip, í minnsta lagi 3 poka eða önnur. áhöld, sem hentug eru til að dreifa út olíu til að verjast brot- sjóum. þetta nýmæli Norðmanna æcti sannarlega, að vera sjómönnum okkar hin mesta hvöt til þess, að vanrcekja ekki að vera ávallt útbúnir með lýsi eður olíu í öllum sjóferðum, þar sem þessi meðul eru nú um allan heim viðurkennd svo sem óyggjandi, til að verja skipin hættulegum áföllum. ^—1890 í. H. Samkvæ.mt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla pá, sem telja tiL skuldar í dánarbúi Guðmundar íngimundarsonar útvegsbónda /rá Lágholti hjer í bœnum, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Reykjavík áður en 6 mán- uðir eru liðnir frá síðustu birtingu þess- arar auglýsing ar. Bæjarfógetinn i Reykjavík io. desember 1890. Halldór Daníelsson í haust var mjer dregíð larnb með mínu marki: sýlt, biti framan hægra, en þar eð eg á eigi lamb þetta, getur rjettur eigandi snúið sjer til min og samið við mig um markið og lambið. Skeiðahreppi 2. desember 1890. Ketill Arnoddarson, Vorsabæ. Skiptafundur í þrotabúi Gunnlaugs kauþmanns Stefáns- sonar verður haldinn hjer á skrijstofunni mánadaginn 29. þ. m. kl. 12 á hád. Verð- ur þar lögð fram skrá yfir úthlutun á eig- um búsins til skuldheimtumanna. Bæjarfógetinn í Reykjavík 10. des. 1890 Halldór Daníelsson J Reykjavíkur apóteki fæst: Portvín (rautt og hvítt) > 011 þessi vín eru Sherry (pale) I komin beina leið Madeira )frá hinu alkunna _ , , j verzlunarhusi Cora- Hvitt vin I pania Hollandesa. Whishy Cognac Aquavit Alls konar ilmvötn, sem komu með póst- skipinu síðast. tannburstar og sápur. Margar tegundir af hinum velþekktu vindl- um frá Hollandi. Alls konar þurkaðar súpu- jurtir mjög ódýrar (Tomater, Persille, Porre- lög, Grönkaal, Eödkaal, Hvidkaal, Gulerödder og Julienne). Undirritaður tekur að sjer allskonar trjesmíði og leysir það af hendi fijótt og vel. Óseyri við Hafnarfjörð. Haraldur Möller, snikkari. Frímerki keypt I Alls konar brúkuð frímerki bæði forn og ný bæði í hópakaupum og heilum söfnum, eru keypt fyrir hátt verð af R. Kromann 23 0stergade Kjöbenhavn K. Fyrirspyrjendur verða að láta fylgia burðareyri und- ir svarið. A síðastliðnu hausti voru mjer undirskrifuðum dregnir 2 lambhrútar, með mínu fjármarki, tvístýft framan, standfj. apt. h. sneiðrifað fr. v., en sem eg ekki kannast við að sjeu mín eign; skora eg því hjer með á eiganda nefndra lamba, að gefa sig fram sem allra fyrst, og veita andvirði þeirra móttöku, sem og borga áfallinn kostnað og semja við mig um mark ið? Rifshalakoti í Holtamannahrepp 14. nóveraber 1890 Einar Guðmundsson. Nýjasta uppgötvun um bæjarbygg- ingar og húsabyggingar á Islandi. Trjávið má spara að miklu og járn- þök þarf ekki að brúka. Nánari upplýsingar síðar. Skiptafundur í dánarbúi Jóns M. Waage í Stóru- Vog- um verður haldinn hjer á skrifstofunni fimmtudaginn hinn 18. þ. m. kl. 12 á há- degi. Verður þá iekin ákvörðun um sölu á fasteignum búsins, og fl. Skuldheimtu- menn og erfingjar eru beðnir að mœta. Skrifstofu Kjósar-og Gu]lbringusyslu3. des. 1890 Franz Siemsen. I haust var mjer dregin gimbur veturgömul, mark : sýlt biti fr. fj. apt. h. Sá er helgar sjer semji um markið, og borgi auglýsingu þessa. Skáney i. des. I890. £. Gíslason, Ministerialbækur, prentaðar, gerðar eptir fyrirsögn bisknpsins yfir íslandi, í stóru arkarbroti og í sterku, vönduðu bandi, fást í bókaverzlun Isafoldar-prentsmiðju, eptir pönt- un, frá 300—500 bls. að stærð. Sálnaregistur, prentuð eptir fyrirsögn biskupsins yfir Islandi, í arkarbroti, á stryk- uðum pappfr, í traustu bandi, fást í bóka- verzlun ísafoldar-prentsmiðju eptir pöntun, með 300, 350, 400, 450 eða 500 blaðsíðum. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12— 2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2-3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. , hverjum mánuði kl. 5-6 Veðuratliuganir í Reykjavtk, eptir Dr. J. J&nassen. desbr. i Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- m0elir(millimet.) Veðurátt. |ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. Ld. 6. A- 3 -r- I 769.6 / Ö4-5 A h b Sa h d Sd. 7. 0 + 2 756.9 75'.8 Sa h d Sa hv d Md. 8. 0 -T- t 75L« 75L8 O d V h d pd. 9. Mvd. !0. -4- 7 + 1 +- 4 759-5 749-3 754-4 A h b Sa hv b Sa h d Laugardaginn var hjer hægur austankaldi og all- bjart veður að morgni; gekk svo til landsuðurs um kveldið með þfðvindi og var hægur daginn eptir allt fram yfir miðjan dag er hann hvessti á landsunnan ; h. 8. logn um morguninn er fór þegar að drífa niður snjó og snjóaði talsvert allan daginn ; gekk svo til austurs (9.) og komin þíða um kveldð. í dag (10.) landsunnan, hvass, koldimmur, rigning. Ritstjóri Björn Jónsson, oand. phil, Prontsmiðja ísafoldar. viðstaddir voru, voru því fullkomlega rólegir að því er hana snerti. En á mjer höfðu þeir aðra skoðun. Margir flokkar voru sendir af stað í allar áttir til að leita að mjer, og voru fjórir menn f hverjum flokki. —Af sveit minni, sem haldið hafði til í Tó- lósa, hafði enginn maður komizt lífs af; en hve langt morðin náðu að öðru leyti— það hafði hún ekki getað grafizt eptir í þessari ferð. Til þess að vekja eigi neinn grun um, að henni væri kunnugt um fylgsni mitt, varð Jósepha að leggja af stað aptur löngu fyrir dag, svo hún yrði komin heim fyrir fóta- ferðartíma. í átján klukkustundir varð jeg enn að bíða hennar aleinn. Um miðnætti kom hún aptur, og hafði góðar frjettir að færa: samsærið hafði víðast hvar komizt upp svo snemma, að sjeð varð við því. Meiri hluti morðingjanna hafði náðzt, og fengu þeir sín makleg málagjöld; en nokkurir þeirra höfðu komizt undan á flótta. Hafði fátt fallið af Frökkum. Meg- inherinn bjóst sem bezt um og setti nýja útverði, öflugri en áður. það er í fljótu máli sagt, aðþessi hryllilegamorðtilraunhafði hvergi lánazt, nema í Tólósa. — Hfin sagði mjer enn fremur, að nokkur hluti herdeildar minnar hefði nú tekið sjer fast aðsetur í 2—3 mílna fjarlægð, hinsvegar við fjallgarð- inn.— Við vorum einhuga um, að flýja til hennar þegar er birti næsta morgun. En —forlögin höfðu ætlað okkur annað.-------- Jeg vaknaði skömmu fyrir sólaruppkomu. Jósepha svaf enn vært og rótt við hlið mjer. Jeg kysti hægt á kinnina á henni. Síðan reis jeg á fætur og fór út til að svipast ept- ir, hvort jeg sæi ekki til landa minna. Dagg- arúði grúfði yfir landinu, eins og þokumökk- Ur, og gnæfðu eikartopparnir upp úr eins og vofur. Fagran morgunroða lagði um austurloptið. Jeg komst við og jeg varð var við innan brjósts eitthvað það, sem hermönn- um er annars eigi títt. Jeg fjell á knje, og ávarpaði þann, sem hafði skapað sólina, Jósephu og mig, innilegum bænar-og þakkar- orðum. Síðan stóð jeg upp, og ætlaði aptur inn í hellinn; en þá veit jeg eigi fyr til en þrif- ið er óþyrmilega um herðar mjer. Mjer var varpað til jarðar og hendur mínar bundnar á bak aptur. þetta voru hræðileg umskipti, herra minnl Sex blóðþyrstir úlfar í mannsmynd stóðu þarna yfir mjer, og hanguðu yfir mig smánaryrðum, hæðnishlátri og formælingum. Og á meðal þeirra þekkti jeg—föður Jósephu minnar. »Morðingi! — ræningi!« öskraði hann, »hvað hefir þú gert af henni dóttir minni ?« Jeg þagði. Jeg var í efa um, hverju jeg ætti að svara; hvort jeg ætti að segja þeim til hennar, eða ekki. Eptir litla um- hugsun kaus jeg þó þann kostinn að þegja; því jeg verð að játa það, að jeg var ekki nærri óhræddur um líf hennar ; — mitt líf hafði jeg góða og gilda ástæðu til að ímynda mjer að væri þegar út runnið, og bjó mig því undir dauðann eins og frönskum hermanni sómdi. #Farið með mig«, mælti jeg, »eins og hat- ur yðar blæs yður í brjóst; en missjáið yður eigi á yðar eigin holdi og blóði! Hvað varð- ar mig um Jósephu? Ef yður vantar hana, þá megið þjer leita hennar annarsstaðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.