Ísafold - 03.01.1891, Síða 4
4
irf—
TÍkiskostnað, og lœtur keisari sjer mjög annt
um það mál.
D ó mkir kj an í Ulm á |>ýzkalandi er
nú sem stendur hæsta kirkjan í heimi. Hún
er 161 metra (513 feta) há efst upp á turn-
inn og 5 metrum hærri en dómkirkjan í
Köln. Dómkirkjunni í Ulm var byrjað á 30.
júní 1377, og loks lokið við hana 31. maí
árið sem leíð, eptir 513 ár. Var unnið að
henni fram á 15. öld, en síðan var hætt við
hana þannig, að horn hennar og ýmislegt
annað var látið hálfgjört í 3 aldir, en síðan
var tekið til við hana aptur 1844, og haldið
áfram eptir það, unz henni var lokið.
Kirkjari hefir smátt og smátt tekið ýmsum
hreytingum, enda hafa tíu meistarar unnið
að smíði hennar. Turninn er ferstrendur að
neðan, og þá áttstrendur, og liggur steinrið
upp eptir honum að innan, 427 feta hátt,
og má þar ganga út á pall, og sjest þaðan
yfir allan bæinn, Duná og hjeraðið í kring,
enda suður til Alpafjalla. Efst á turninum
er mynd af krossblómi, 37 feta hátt, 9 fet
að þvermáli og 700 vættir að þyngd, en sök-
um hæðarinnar sýnist það eins og smágjört
víravirki beri við loptið neðan af jafnsljettu.
jþessi skrautlega kirkja er þó ekki fullgjörð
að innan. Éiga að standa í henni 36 líkn-
eski, sem byrjað er á, þar á meðal af öllum
postulunum, Karli keisara hinum mikla,
Lfither og Gustaf Adolph Svíakonungi.
Leiðarvísir ísafoldar.
H14. þarf maöur aö borga meira en hið lög-
boðna 10 aura gjald fyrir hvert pund af böggul-
sendingum, með strandferðaskipunum, þó svoleiðis
standi á, að landpósturinn þurfi að flytja þær,
þaðan sem þær koma í land, á næsta póstaf-
greiðslustað ?
Sv.: Já, sjá lög 3. jan. 1890—„ekki þarf að
senda neitt yfir land“.
615. Vorið 1880 fór jeg úr fæðingarhrepp min-
um og keypti lausamannsbrjef i öðrum hreppi, var
þar 4 ár lausamaður, svo fór jeg i tómthús og
skrifaði sveitarnefndinni og beiddist leyfis og fjekk
jeg ekkert svar fyr en á hreppsfundi um vorið,
sagði hreppstj. og oddv., að mjer væri heimilt að
setjast að < hreppnum sem tómthúsmaður; jeg
beiddist að fá það skriflegt, þeir sögðust skrifa
það í sveitarbækurnar og þyrfti jeg ekki að fá
það skriflegt, svo jeg fjekkst ekki um það meir,
jeg hef goldið til allrar stjettar i þessi ár og
ekkert þegið af þeim, fáum árum eptir þetta varð
sveitanefndaskipti og var ekkert við mjer hreift,
þar til árið 1889 fyrir jól fjekk jeg brjef þess efnis,
að jeg ætti að fara í burtu úr hreppnnm með allt
mitt skyldulið næsta vor í fardögum. Er þetta
lögleg útbygging ?
Sv.: Nei, alveg ólögleg.
616. Er það rjett af skattheimtumönnum, að
taka eins mikinn ábúðarskatt og búnaðarskóla-
gjald af litlu broti úr hundrað i, t. d. * 2/10 eða 3/.o
•eins og af ‘/2 hundraði, eða jafnvel sem af heilu
hndr ?
Sv.: Nei. Skattinn skal reikna í rjettu hlut-
falli við brotið, hvort það er heldur smátt eða
stórt.
Frá þessum degi neyti jeg undirskrifaður
ekki neins áfengis, og bjóði nokkur maður
mjer áfengan drykk, hlýt jeg að meta það
sem saknæma móðgun við mig.
Reykjavík 3. janúar 1891.
Ásmundur Sveinsson.
L o 11 © r i.
Með leyfi landshöfðingja er frestað til vors
að draga hlutkesti (lotteri) um skipin »Garð-
ar« og »Sophíu«, með því að skil eru ófengin
enn frá ýmsum útsölumönnum lotteriseðlanna
út um land.
Forstöðunefnin.
Guðmundur í apótekinu óskar að fá
2 duglega vinnumenn.
BÚIfADT fæst ljeð í Bakkakoti á Álptanesi
fyrir lkr. 75 a. eða 40 pund af góðu heyi; borg-
ist strax
Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4.
Eptir þessu
sýnishorni ættu
þeir sem panta
vilja stígvjel bjá
mjer. aö taka
mál af fætinum
utan yfir 1 sokk
með mjóum
brjefræmum eða
mælibandi. Nákvæmlega verður að taka lengdar-
málið eptir því sem sýnishornið bendir til.
Björn Kristjdnsson.
Stjórn búnaðarfjelags þverárhlíðar og Norð-
urárdalshreppa í Mýrasýslu leyfir sjer að
skora á búfrœðinga, sem vilja taka að sjer
að vinna hjá fjelaginu næsta sumar að jarða-
bótum, að senda sjer hið fyrsta tilboð um,
með hvaða kjörum þeir vilja vera í þjónustu
fjelagsins. Ennfremur, með hverjum kjörum
þeir vilja verða ársmenn hjá fjelaginu, þann-
ig, að þeir kenni börnum á vetrinum.
Ensk-islenskt fjárkaupafjelag.
Um leið og jeg þakka mínum viðskipta-
mönnum fyrir þessa árs fjárverzlun, læt jeg
yður hjer með vita, að jeg kaupi sauðfje
næsta ár, og ef þjer þurfið eitthvað að vita
viðvíkjandi næsta árs verzlun, getið þjer
snúið yður til umboðsmanna minna, sem eru
þessir:
Hr. Stefán Stephensen á Akureyri
fyrir þingeyjar og Eyjafjarðarsýslu.
— þorvaldur Arasen á Flugumýri
fyrir Skagafjarðarsýslu.
— Benidikt Blöndal í Hvammi
fyrir Húnavatnssýslu.
— Guðmundur Einarsson í Nesi og
— |>órður Jónsson í Ráðagerði
fyrir Borgarfjarðar-, Kjósar- og Gull-
bringusýslu.
— Magnús Gunnarsson í Reykjavík og
— þórður Guðmundsson í —
fyrir Arnes- og Rangárvallasýslu.
Reykjavfk, í desember 1890.
Georg Thordahl-
TIL XiEIG-U fást rjett við miðjan bæinn 14. maí
2 rúmgóð herbergi, auk þess eldhús, stórt búr, stórir
geymsluskápar. pakkhúsrúm og kolakjallari; einnig
fylgja 2 beð í kálgarði. Leigan 12 krónur á mánuði.
Ritstjóri vísar á.
Enskunámsbók Geirs Zoéga »er hin
hentugasta fyrir þá, sem stunda enskunám
tilsagnarlaust«, segir Paterson consúl í Isofold.
«Námskaflarnir á bls. 33 til jl74, sem eru
aðalpartur bókarinnar', virðast oss mjög vel
og vandlega samdir, svo vjer sjáum ekki,
hvernig slíkt yrði betur gert. Og viðlíka er
allt, sem á eptir fer«, segir Lögberg.
Á mánudaginn 5. jan. kemur út :
Sveitalífið á íslandi
■
Fyrirlestur
eptir
Bjarna jónsson.
Kostar í kápu 25 a.
Um kosti og lestí sveitalífsins eða þjóðlífsins
íslenzka: rækileg lýsing, með sögulegum
dæmum, og nýjum kvæðum innan um,
og er þetta upphaf eins kvæðisins :
þú, fjallamóðir ! með bjarta brá,
Sem brýtur unnir í norðursjá—-
Eg vil ei flýja
I veröld nýja,
|>jer verð eg hjá.
Niðurlag ritsins er
Þ j ó ð h v ö t,
er þannig byrjar :
Vakna þú! vakna þw\ unga íslands þjóð!
Aðal-útsala í bókaverzlun ísafoldar-prent-
smiðju.
í Reykjavíkur apóteki fæst:
Portvin (rautt og hvítt) Öll þessi vín eru
Sherry (pale) J komin beina leið
Madeira lfrá hinu alkunna
Hvítt vín j verzlunarhúsi Gom-
í pania Hollandesa.
Whishy
Cognac
Aquavit
Alls konar ilmvötn, sem komu með póst-
skipinu síðast. tannburstar og sápur.
Margar tegundir af hinum velþekktu vindl-
um frá Hollandi. Alls konar þurkaðar súpu-
jurtir mjög ódýrar (Tomater, Persille, Porre-
lög, Grönkaal, Rödkaal, Hvidkaal, Gulerödder
og Julienne).
PASSÍUSÁL mTIr,
HALLGR. PJETtJRSSOlNrAR.
ný útgáfa (38.) prentuð eptir eiginhandarriti
hans, í handhægu broti, fást í bókaverzlun
Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8) og hjá
öðrum bóksölum landsins.
Verð: í einf. bandi gylt á kjöl 1 kr.
í skrautbandi 1 kr. 50 a.
Skrifstofa fyrir almenning
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h.
Forngripasafniö opið hvern mvcl. og id. kl. 1 2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kí. 12 2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 3
Málþráðarstöðvar opnar i Rvik og Hafnarf'. hvern
rúmhelgan dag kl. 8—9, io—2 og 3—5.
Söfnunarsjóðunnn opinn I. mánnd. i
hverjum mánuði kl. 5-6
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jðnassen,
desbr. j jan. |á Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt.
nóttH|um hád. fm. ern. fm. em.
Mvd.3!. + 6 + 6 774-7 774.7 S h d O d
Fd. 1. + 3 + 3 772.2 772.2 O b O b
Fsd. 2. -r * 0 77L2 772.2 O b O b
Ld. 3. +- 4 774-7 A h b
Svo má heita, að blæja logn og fegursta veður hafi
verið undanfarna daga. í morgun (3.) austanvari,
mjög heiðskírt lopt.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.