Ísafold - 10.01.1891, Síða 3
11
sem birtist með »Reykvíkingi«, jafnvel snemma
í fyrra mánuði, enda vita menn til, að ó-
nefndur merkismaður (!) var um það leyti að
reyna að útvega sjer fjelaga til að koma
slíku blaði á stofn með nýárinu, í því skyni
sjálfsagt, að hirða það sem of kámugt þætti
fyrir öll önnur ísl. blöð; en þá mun mi
roörgum þykja langt til jafnað!
í>að er dulið enn, hvað sannazt hefir við
rjettarrannsókn í máli þessu, en henni mun
vera haldið áfram.
Geta má þess að eins, að ritstjóri »þ>jóðólfs«
fiefir í gær lagt út í þá ófæru, að reyna að
breiða ofan yfir afdæmislega skyssu þá, er
stjórn Pjelagsprentsmiðjunnar hefir á orðið,
,er nún tók að sjer að prenta margnefnda blað-
tusku með »lepp« í ábyrgðarrnanns stað —
með því meðal annars, að birta þaun fá-
heyrða(!) vísdóm, að stjórnarskráin íslenzka
banni ritskoðun, og með því að prenta upp
ur utlendu blaði dálitla prentfrelsisprjedik-
un. En það er gegndarlaust oftraust á hugs-
unar- eða skynsemisleysi lesenda sinna, að
ætlast til, að þeir geti ekki gert greinarmun á
tvnnnu jafn-óliku sem hinu ríflegasta prent-
frelsi annars vegar og þeirri ósvinnu hins
vegar, að prenta óhroða með »leppum«,—
greinarmun á ritfrelsi og »lepp«-mennsku,—að
styðja ef til vill hin verstu varmenni til að
ófrægja í riti heiðvirðustu menn saklausa með
»heybrókum« eða »leppum« fyrir skálkaskjól,
mönnum, sem ekki er nokkur hin minnsta
ábyrgð í, þ ó 11 tekið hafi ábyrgðina á sig,
bvað þá heldur þegar ábyrgðarskuldbinding-
m er fölsuð, ef svo ber til. Prentsmiðjufor-
stöðumaðurinn hefir hjer eigi hina minnstu
útyllu til afsökunar. Honum verður eigi bet-
nr gert til en að gjöra ráð fyrir, að hann
hafi í engu vitorði verið með kolapiltum þeim,
er staðið hafa á bak við ábyrgðarmannsnefn-
una, hverjir sem þeir eru. En þá var sú per-
sóna, alþekktur fáráðlingur og vesalingur,
ærið tilefni fyrir hann til að vísa umhugsunar-
laust frá sjer slíku fyrirtæki. Eða gat nokkur
maður með heilbrigðri skynsemi látið sjer til
hugar koma, að það vceri í heiðarlegum tilgangi
gjört, að brúka nafn slíkrar tusku til dbyrgðar
d blaði ?
Forstöðumaðurinn mun varla eiga nokkurn
þann heiðvirðan vin eða kunningja, að sá
hinn sami muni eigi fordæma niður undir
allar hellur þetta tiltæki hans, -— að prenta
margnefndan blaðræfil með »lepp«, og það
öðrum eins »lepp«, fyrir ábyrgðarmann, sbr.
hina snjöllu og skörulegu yfirlýsingu Sig.
Kristjánssonar bóksala í síðasta blaði.
Systrasjóðurinn.
Síðan þess var getið í ísafold (18. ári nr.
1.), að systrasjóður kvennaskólans í Reyk-
javík hefði verið stofnaður, og að samskotin
til hans væru orðin 140 krónur, hafa honum
verið gefnar: af hr. skólastjóra Morten Hans-
sen 10 krónur, af ónefndri konu 10 kr., af B.
G. 2 krónur, og eru þessar samtals 162 krón-
ur þegar komnar í Söfnunarsjdð Islands.
En síðan hefir kvennaskölanefndin (í nefnd-
inni eru nú: frú pöra Thoroddsen, frú Jör-
gine Sveinbjörnson, frú Sofia Thorsteinson,
docent Eirikur Briem, yfirdómari Jón Jens-
son) hjer í Reykjavík gefið nefndum syst-
rasjóði 50 krónu , og verða þær hið fyrsta
lagðar við áðurnefnt vaxtafje í Söfnunarsjóð-
num. Fyrir þessar gjafir til systrasjóðsins,
frá nefndum og ónefndum, þakka eg í stofn-
endanna nafni hjermeð ástsamlegast hinum
veglyndu gefendum.
Reykjavík 8. janúar 1891.
Thora Melsteð
Austur-Skaptafellssýslu (Nesjum) 10. des.
1890: »Sumartíðin var hjer einhver hin bezta
og hagstæðasta, sem komið hefir í manna-
minnum. Vorið var gott og gróður kom svo
snemma, að farið var að hleypa kúm út
rjett eptir krossmessu og hætt að gefa þeim
20. maí. Fardagahret kom hjer, en stóð ekki
lengi, og var eptir það bezta tíð allt til loka
ágústmánaðar. Eptir það brá til óþurrka,
en þó nýttist hey bærilega, og með því að
grasvöxtur var mikill, varð heyskapur með
mesta mótí. Haustið og veturinn til þessa
hefir tíðin verið mild, en fremur umhleyp-
ingasöm og miklar rigningar. Illkynjuð kvef-
sótt gekk hjer í vor og aptur í haust, og
gjörði hún mikið verktjón í vor, en fáir dóu,
enda var hún þá væg á börnum; en nú hefir
henni fylgt slæmur hósti í börnum, og
hafa mörg legið þungt og sum dáið; sömu-
leiðis nokkuð af öldruðu fólki og heilsubil-
uðu.
Fjármarkaðir voru haldnir hjer í hverri
sveit í haust, og varð hæst verð á sauðum í
Lóni 17—19 kr., í Nesjum 16 kr. 50 aur., á
Mýrum 15 kr. 25 aur., en nokkru minna á
Suðursveit og Oræfum, enda er lengstur
rekstur þaðan. Vlða hefir talsverb borið á
bráðafári hjer í Nesjum, hvort sem það kem-
ur af því, að gras hefir nú snemma trjenað,
með því að það var snemmsprottið, eða af
öðrum orsökum.
Skaptafellssýslu miðri 15. des. 1890: »Afþví
að nokkuð er langt síðan jeg hefi skrifað yður,
verður sumt af þessum frjettum eptir tím-
ann.
Sumartíðin mátti kallast góð grasvöxtur í
betra lagi, og heyskapur fremur góður. Samt
dró það nokkuð úr, að rnikil votveðrátta var
september allan, og fyrra part októbers. Hey
náðust samt alstaðar inn, hjá sumum ekki
fyr en 13. okt. Garðávöxtur varð með betra
móti, einkum rófur af fræi frá »Garðyrkjufje-
laginu«. Bændur ættu sem flestir að leggja
til fjelagsins, því það borgar sig margfaldlega,
því það er fjarska mikill skaði að fá fræ hjá
sumum kaupmönnum, þó það sje ekki nema
fyrir fáa aura, sem reynist optast ónýtt í sam-
anburði við garðyrkjufræið.
Fjármarkaði byrjuðu verzlunarstjórarnir
Eggert á Papós og Stefán á Djúpavogi að
halda 15. sept. og byrjuðu í Oræfum. Sauði
fullorðna keyptu þeir: 12, 13, 13| kr., yngri
sauði á 10, 11, 12 kr. Geldar ær: 9, 10, 11
kr. I Suðursveit keyptu þeir (og þó eink-
8
hjá fjármönnum þessum, og að hundarnir hefðu heyrt hóið ;
furðaði þá því fremur, er þeir fengu eigi frekara svar.
Ekki er þess getið, að þeir sæju meiri mannaferð þann
dag. Notuðu þeir daginn, meðan bjart var, til að ganga allt
umhverfis eyna og leita að þangi, til þess að gera sjer úr ból,
en náðu engu, og því næst til að ditta að kofanum, fella í
smugur o. s. frv.
Er rökkrað var um kvöldið og þeir vissu, að heimilisönn-
um væri lokið á bæjum, en jólahelgin byrjuð, tóku þeir til að hóa
aptur, með því þeir gerðu sjer von um, að þá mundi heyrast
betur, í næturkyrðinni. En það fór á sömu leið. Enn var
steinshljóð. þejr ag hveikt var í gestastofu á báðum
bæjunum í Fagradal ; en það var eigi vandi nema á hátíðum
og tyllidögum, eða ef fagna skyldi gestum.
Leið svo jólanóttin, og varð eigf tíðinda.
Að morgni á jóladaginn tóku þeir til að hóa enn af nýju,
sáu þá menn fara til kirkju frá báðum Fagradalsbæjum,
í tvær áttir, ut að Búðardal (þar er nú kirkja lögð niður) og
í Saurbæ, að Staðarhóli; þvj bæirnir eru sinn í hvorri sókn.
En ekki urðu þeir þess varir, að neitt heyrðist til þeirra þá.
Nú fór hungrið að sverfa að þeim. þeir vissu, að hvönn
bx á eynni, og kom til hugar, að leita fyrir sjer, hvort eigi
öæðist í rætur hennar einhversstaðar, til þess að stilla hungur
®itt. þeim tókst það eptir mikla leit og fyrirhöfn, grófu fyrir
°g pjökkuðu upp hvannaræturnar með broddstöfum sínum.
bæði var það, að litlu fengu þeir náð með þeim hætti,
enda næring sárlítil í þeirri fæðu og henni freðinni. Voru þeir
svo sem engu nær fyrir þá björg.
5
landalaus af aðfallinu, en þó gátu þeir stokkið út á hann.
En þar við eyna er straumurinn harðastur. Stefán Eggerts-
son gekk á undan. Er þeir voru skammt komnir, verður
fyrir þeim rifa í ísinn; varð þeim þá litið aptur til eyjar-
innar, og sáu þegar, að ísinn, sem þeir voru staddir á, var
kominn á flugferð inn að röstinni. J>eir sneru að vörmu
spori til eyjarinnar aptur, og ætluðu að hafa þar land. En
þá var spöngin lónuð svo langt frá, að tvísýnt var, hvort
hlaupa mætti yfir. Stefán Eggertsson treysti sjer til þess,
en nafni hans ekki, og vildi hann engan veginn við hann
skilja. f>eir urðu því að láta fyrirberast á spönginni, og
bar hana óðum inn að röstinni. En er þangað kom, var svo
mikil ferð á spönginni, sem siglt væri í hraðbyri, og loks fór
að kvarnast utan úr henni það sem frauðkenndast var, eink-
um er hún rakst á aðra jaka, en það var allt af öðru hvoru,
því ísrek var mikið; enda var ísinn eigi þykkri en svo, að
hann var að eins tvíhöggur. I miðjum strengnum hringsner-
ist hún hvað eptir annað. Gekk svo nokkra hríð. f>á sáu
þeir stóran útsels-brimil koma upp skammt frá spönginni, og
frýndist f þá og hunda tvo, er fylgdu þeim. Selurinn veitti
þeim eptirför langa leið, lengur miklu en títt er að selir
fylgi skipum. Fór þeirn loks að standa stuggur af honum,
og »ekki að verða um seU, með þvi veður tók að þykkna og
leið að rökkri.
Nær viku sjávar fyrir innan Akureyjar klofnar
röstin f tvennt um eyðiey litla og heldur lága, er heitir
Fagurey og liggur undir Innri-Fagradal, hálfa viku sjáv-
ar undan landi. Að þessari ey bar jakann og rakst þar á