Ísafold - 14.01.1891, Side 4

Ísafold - 14.01.1891, Side 4
16 Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og op.br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá sem til skulda telja í dánarbúi Valgerðar Gunn- lögsdóttur, sem andaðist að Nesi við Sel- tjörn 19. maí f. á., að gefa sig fram og sanna skuldir sínar fyrir undirrituðum einkaerfingja hennar innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Nesi við Seltjörn 31. des. 1890. Guðm. Einarsson. Til SÖlu er steinhús með helluþaki 14f al. langt og 12 al. breitt, alþiljað innan, með samtals 9 herbergjum uppi og niðri; hús þetta, sem stendur í Gerðum í Garði, fæst keypt við mjög vægu verði. þeir sem sinna vilja boðinu semji sem fyrst við Jens Pálsson prest að Útskálum. BRÚNAN TVIST hefur einhver skilið eptir í búð minni M. Johannessen. Að Jón Erlendsson sje hættur að vera hringjari við dómkirkjuna og að Bjarni Matthíasson í Melshúsum sje af amtinu skipaður til að gegna ]?eim starfa eptirleiðis, auglýsist hjer með. Amtmaðurinn í Suðuramtinu. Reykjavík 13. janúar 1891. E. Th. Jónassen. Kennaraíj elagið heldur aukafund laugard. 17. janúar næst- komandi kl. 5 e. m. í barnaskólahúsinu. Umræður um uppeldisiðnað. TYNZT hefur á götum bæjarins stutt reykjar- pípa, með rafmunnstykki ( á sunnudaginn var). Finnandi er góðfúslega beðinn að halda henni tíl skila á afgr. st. ísafoldar, mót fundarlaunum. Vjer undirskrifaðir, sem fyrir hönd ábúðarjarða vorra erum einustu ítakseigendur i Lönguskerj- um á Skerjafirði, bönnum hjer með öllum óvið- komendum beitutekju í tjeðum Bkerjum, nema að fengnu leyfi annarshvors meðundirskrifaðra, Ingj- alds Sigurðssonar á Lambastöðum og Eriendar Erlendssonar á Breiðabólsstöðum. Lambastöðum og Breiðabólsstöðum 9. jan. 1891. Erlendur Erlendsson. Erlendur Guðmundsson. Grímur Thomsen. Ingjaldur Sigurðsson. porsteinn Jónsson. Erlendur Björnsson. Halldór pórðarson. HANDA ALþÝÐU, útgefendur Magnús Stephensen laudshöfðingi og Jón Jensson yfirdómari, I. b in di , árin 1672—1840, fæst hjá öllum bóksölum landsins. Kostar innb. 3 kr. (í viðh.-bandi 3 kr. 25 a.). Síðari bindin, II.—III., hafa útsölumenn Bóksalafjelagsins og meðlimir þess einnig til sölu handa nýjum kaupendum fyrir sama verð. Aðalútsala í ísafoldar-prentsmiðju. Ministerialbækur, prentaðar, gerðar eptir fyrirsögn biskupsins yfir Islandi, í stóru arkarbroti og í sterku, vönduðu bandi, fást í bókaverzlun Isafoldar-prentsmiðju, eptir pönt- un, frá 300—500 bls. að stærð. Sálnaregistur, prentuð eptir fyrirsögn biskupsins yfir Islandi, í arkarbroti, á stryk- uðum pappír, í traustu bandi, fást í bóka- verzlun Isafoldar-prentsmiðju eptir pöntun með 300, 350, 400, 450 eða 500 blaðsíðum. Skósmíðaverkstæði °g leðurverzlun g^F“Björns Kristjánssonar'^Bg) er í VESTURGÖTU nr. 4. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h. PASSÍUSÁLMAR HAIiLGR. PJETCJRSSONAR ný útgáfa (38.) prentuð eptir eiginhandarriti hans, í handhægu broti, fást í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8) og hjá öðrum bóksölum landsins. Verð: 1 einf. bandi gylt á kjöl 1 kr. i skrautbandi 1 kr. 50 a. Bókbandsverkstofa ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8> — bókbindari pór. B. porláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vœgu verði. Lcekningabók, oHjalp í viðlögumn og nBarn- fóstranu fæst hjá höfundinum fyrir 3 kr 75 a. bókhlöðuverð: 4 kr. 50 a.). Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1 2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 LandsbókasafniS opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 2 útlán md„ mvd. og id. kl 2 3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl 8— q, lo—2 og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. , hverjum mánuði kl. 5 6 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen, jan. ja Hiti (áCelsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt nóttu|um hád. fm. | em. fm em. Ld. 10. + > O 736.0 756.9 Nv h d O b Sd. 11. +- 8 +- 3 :6z.o 756.9 Nhb Sa hv d Md. 12. 4- 2 + 4 749 3 756.9 S h b Sv hv d Þd- ij- -4- 2 -í- I 777-’- 1 7*7-4 Sv hv d 0 d Mvd.i4. ~ 1 7*7-4 1 O d Laugardaginn var hjer nokkuð hvast á norðan fyrri part dags, lygndi og fór aö snjóa um kveldið og var alveg logn; daginn eptir logn framyfir miöjan dag, er hann fór aö hvesBa á landsunnan og fór að rigna, svo sunnan hvass en bjartur h. 12 og gekk til útsuðurs með jeljum. Aö kveldi h. 13. var loptþyngdarmælir kominn mjög hátt og síðast um kveldið komst hann eigi hærra á mínum mæli og sama er í dag. þotta vill mjög sjaldan til. í dag 14. hægur rjett logn á sunnan með úða. Ritstjórj Björn Jónsíson, eand. phil. Prentsmiðja ísafoldat. 10 fljótt og skilvíslega, að frásagan á honum yrði þeim til bjargar. En þeir hurfu óðara af því ráði. Rjeð Stefán Eggertsson með sjer, að halda áfram leturgjörðinni meðan honum entist þróttur til, og hafa að niðurlagi kveðju til vina sinna, en stinga að því búnu stafnum niður þar sem hann legðist fyrir til hinnar hinnstu hvíldar, með fram til þess, að auðrataðra væri að líkum þeirra fjelaga. Svo sem fyr er frá sagt, höfðu þeir haft það ráð til að halda á sjer hita, að hlaupa eða ganga hratt um eyna fram og aptur. En nú tóku skór þeirra að slitna mjög og trosna, og urðu þeir því að hægja gönguna og hlífa skónum sem mest. Fyrir það sótti kuldi á þá meir en áður; var þó fag- urt veður og sígandi frost. Urðu þeir nú að halda kyrru fyrir í kofanum meir en áður, þótt dagur væri, og tók þá að sækja svefn á Stefán Björnsson, er var óhraustari og hafði átt þeim mun lakari nótt eða nætur þrjár áður, að hann naut eigi hlýjunnar af Svip á fótum sjer; því ófáanlegur var rakkinn til að hlýja þeim nöfnum til skiptis eða vera aðra stundina á fótum Stefáns Björnssonar, þótt húsbóndi hans margreyndi til að laða hann til þess; skreið hann óðara yfir á fætur hans, þótt hann Ijeti hann á fætur nafna síns. Ljósagang sáu þeir enn á landi, á Fagradalsbæjunum, eins og hin kvöldin, og hóuðu enn öðru hvoru, en ekki kom það að neinu liði. Nú bjuggust þeir við, að hver nótt yrði sín hin síðasta, og þó helzt Stefán Björnsson, enda var sú, er nú fór í hönd, allgeigvænleg. það var aðfaranótt hins þriðja í jólum, fjórða 11 nóttin, er þeir voru á eynni. |>eir móktu öðru hvoru, og var Stefáu Björnsson farið að kala á fótum. Um miðja nótt eða litlu síðar reis Stefán Björnsson upp snögglega og mælti: »Guði sje lof! Nú eru menn komnir að bjarga okkur !« Nafni hans hrekkur þegar við, og heyrist þeim þá báðum marra í hjarninu úti af fótataki. þeir fóru út, hleruðu og lituðust um, gengu spölkorn frá kofanum, en urðu einskis varir. Sneru við það heim aptur til kofans, hálfu daprari f huga en áður, og sagði Stefán Eggertsson svo frá síðar, að aldrei hefði sjer meir brugðið alla þá stund, er þeir nafnar voru tepptir í eynni, og aldrei hvarf hann frá þeirri trú eða ímyndun síðan, að eitthvað hefði þetta meira verið og annað en hugarburður einn. Mun það sannast, að nafna hans hafi dreymt það, er hann þóttist heyra, og vaknað við, en svo var dregið af þeim báðum af hungri og kulda, að þeim gat of heyrzt og of sýnzt margt milli svefns og vöku. þ>að þóttist Stefáu Björnsson vita þá, að skemur mundi hann endast en nafni hans og fjelagi, er var miklu hraust- ari rnaður, og sagði hann svo frá síðar löngu kunningjum sínum, að þá nótt hefði hann gert sjer allt far um að halda fyrir sjer vöku, af því hann var hræddur um, að nafni sinn mundi leggjast á náinn, til þess að stilla hungur sitt, óðara en öndin væri skroppinn út af líkamanum. En ógjörla vissi hann þó, er hann var inntur nánara eptir, hvort hann hefði fengið þann hugarburð heldur í vöku eður svefni, og ljet þess getið um leið, að aldrei mundi slík óhæfa hafa sjer í hug komið algáðum eða með fullri ráðdeild.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.