Ísafold


Ísafold - 07.02.1891, Qupperneq 4

Ísafold - 07.02.1891, Qupperneq 4
44 Jónassen, fyrrum verzlunarstjóra hjer í hænum, sem andaðist í Reykjavik 22. nóv. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna pær fyrir skiptaráðanda hjer i kaupstaðnum áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar pessarar. Bæjarfógetinn í Reykiavik, 6, febrúar 1891. Halldór Daníelsson. Samkvæmt leyfi hins háttvirta landshöfð- ingja verður haldin Stór Tombóla og Bazar á Hótel Reykjavik hjer i bænum Föstud., laugard. og sunnudaginn 13. 14- og 15. þ- m- til hagnaðar fyrir »styrktar- og sjúkrasjóð* verzlunarmanna í Rvík. Nú með »Laura« komu ýmsir vel valdir munir frá Kböfn fyrir fleiri hundruð krónur, auk þeirra sem áður voru komnir frá Hamborg. Á meðan á Tombólunni stendur syngur út- valinn söngfloklcur ýtnis falleg lög undir forustu Herra kaupm. Steingríms Johnsens og þar að auki mun heyrast hin dillandi og fjöruga hornamusik undir forustu herra kaupm. Helga Helgasonar. Tombóian stendur hvern daginn kl. ð. e. m. til 7 og frá 8 e. m. til 10. Inngangurinn kostar allan föstud. og laugard. ð—7 2ð a.; úr því og allan sunnud. lð a. Drátturinn 2ö a. Mjög lítið af núllum. Rvík 27. febr. 1891. Forstöðunefndin- Bæjargjaldkerasýslanin í Keykjavíkur kaupstað er laus frá 1. apríl næstkomandi, og eru þeir setn vilja sækja um hana beðnir að senda bónarbrjef sín, stýluð til bæjarstjórnarinnar, hingað fyrír 1. marz næstkomandi. Launin eru 800 kr. á ári. Til tryggingar peningaábyrgð, sem á gjaldker- anum hvílir, er áskilið 4000 kr. veð. Aðrar upplýsingar um gjaldkerastarfið verða veittar hjer á skrifstofunni. Bæjarfógetiim í Reykjavik 6. febrúar 1891. Halldór Daníelsson- A mánud kveldið 9. febrúar 1891 1 kl. 8V2 á Hermes heldur ungur menntamaður, Bjarni Jónsson, frá Möðruvallaskóla, fyrirlestur um Eggert Ólafsson, skáldið, náttúrufrœðinginn og föðurlandsvininn. það er óskandi, að menn sæki þessa fróð- legu skemmtun vel, því bæði er efnið þess vert; einnig er sá maður, er fyrirlesturinn heldur, fróður maður og skáldmæltur vel og ann öllum góðum framförum hjá þjóð vorri. Bílætin fást í búð undirskrifaðs allan mánud. og við innganginn og kosta 0,50- Rvík 6. febr. 1891. l>orl. O. Johnson- JBeint frá Hamborg hefi jeg nú með Lauru fengið allskonar vasa- Úr karla og kvenna mjög falleg og vönduð. Ennfremur talmí- nickel- og silEurrín-úrkeðj- ur allar þessar keðjur halda sínum fagra lit víð hvað sem þær eru brúkaðar og eru ótrú- lega ódýrar. Saumavjelarnar góðu hefi jeg enn og panta jeg þær nú aptur með Lauru. Engar saumavjelar ávinna sjer eins álit þjóðarinnar sem þessar énda keppast allir eptir þeim. Verðið á þeim er 35—40 45—50 kr. Úrverzlun Reykjavíkur. Teitur Th. Íngimundarson. í desemberm. f. á. hvarf hjer úr heimahögum hryssa 7 vetra gömul, sótrauð að lit, með stjörnu í enni. Mark: heilrifað bæði eyru. Hver sem finnur er beð- inn að gjöra mjer aðvart um það. Melum i Hrútafirði 15/, 1891. Jón Jónsson. það eð jeg hefi ásett mjer að neyta eigi áfengra drykkja framvegis, bið jeg menn að bjóða mjer eigi, lána nje selja neitt þess háttar. Reykjavik 7. febrúar 1891. Sigmundur Guðmundsson. Járn gamalt Zink gamalt Kopar gamlan Ær gamlan Tuskur (klude) Segldúk gamlan Kaðal gamlan Netaslaungur brúkaðar Bein og horn kaupir Helgi Jónsson 3. Aðalstræti 3. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 12-2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12— 2 útlán md„ mvd. og ld. lcl, 2-8 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, io—2 og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn t. mánud. í hverjum mánuði kl. ö~6 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen, jan. febr. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- : mælir(millimet.)l Veðurátt. ánóttu|um hád. fm. | em. | fm. em. Mvd. 4 Fd. 5 Fsd. 6 Ld. 7 0 —7— 1 4- 1 4- 5 0 + 4 + 1 754-4 , 75M Svh d 744.2 741.7 Sv hv d 746.8 744.2 |Sv hv d 744.2 j |Sv hv d Sv hv d Sv hv d Sv hv d Hinn 4. var hjer útsynningur raeð jeljum og þá hvass með brimróti: daginn eptir (5) bráðhvass á sunnan-landsunnan með húðarrigningu og koldimm- ur í lopti, undir kvöld með jeljum og hefir síðau vorið útsynningur með svörtum jeljum og miklu hafróti. Ritstjóri Björr Jónason, cand, pkil. Prentsmiðja ísafoldar. 34 (1795); rjeðst hann þá í eyna með Guðrúnu konu sína; hyggjum vjer að þau hafi þá allskammt saman verið; hefir sagt verið, að hún væri kona mjög stríðlynd, svo þyngra fjelli honum það en áður stórlyndi Margrjetar fyrri konu sinnar, svo mælt er hann gjörðist þungsinna, er hann eldist, var hann þó maður glaðlátur af eðli, skáld liðugt og hvatfær í hvívetna, og um það líkur Jónatan bróður sínum; var hann og sagður kennimaður góður, og vel var hann látinn í sóknum sínum jafnan. XIII. kap. Frá Sigurði Magnússyni. Maður hjet Sigurður og var Magnússon, Eyfirðingur, er sagt er að færi með Bóasi presti til Grímseyjar. Sigurður var bjargmaður hinn djarffærnasti og afar-fimur við gaman- leika; náliga var eigi hans jafnoki að því. það var einhverju sinni, er Sigurður var í fjöru niðri, að hann sá skrímsli fara að sjer fjórfætt, og voru styttri hinir fremri fæturnir; það gekk sem upprjett og hringlaði í; leizt Sigurði eigi að bíða þess og klifraði upp gjá eina, því klettar voru umhverfis að sæ ofan; sótti það upp gjána eptir hon- um, og fór mjög óðfluga; en fyrir því að Sigurður var hinn hvatfærasti, fekk hann undan dregið upp á brúnina; grýtti hann þá ofan að því, en eugu að síður sótti það upp á móti grjótkastinu, og er það var komið nær upp undir brún, leit- aði Sigurður undan, og þó að allskammt væri til bæjar, var það sem nauðulegast, að hann komst í bæinn og fekk skellt aptar bæjarhurðinni, því svo var það hraðfara, að kom- 35 ið var það á hæla honum; skildi það með því og honum, að það rjeðst eigi að brjóta hurðina. En síðar var það, að Sigurður hrapaði í Grímsey sex faðma hátt, og skaðaðist svo á höfði, að gat kom á hjarn- skálina; var hann þá fluttur á land, og sýslaði Grímur »græð- ari«, er kallaður var, um að græða hann, faðir Gríms prests á Barði í Fljótum, svo hann varð heill að kalla. Magnús hjet bróðir Sigurðar, er drukknaði á Grímseyjar-sundi með þeim Indriða og Jóni Björnssyni (1817) og þeirra skipverjum af skipinu »Straumönd«. XIV. kap. Frá drukknan Bóasar prests. Jón hjet maður, Björnsson, og bjó í Krossanesi í Krækl- ingahlíð, var hann formaður, og hafði opt farið til Grímseyj- ar; var það nú snemma á einmánuði (1803), að Jón bjóst að fara skreiðarför til eyjarinnar, var hann á byrðarskipi miklu, er Kauður hjet og átt hafði Möðruvallaklaustur, rjeðust marg- ir til farar með honum úr Kræklingahlíð, eru þessir nefndir: Sigurður bóndi Gunnarson frá Miðsamtúni, faðir Ingiríðar fyrri konu þorsteins hreppstjóra á Stokkahlöðum Gíslasonar; 2., Björn Björnsson frá Efriá; 3, Jón Jónsson frá Mýrarlóni; fjórði og fimmti Jón ívarsson og Arni Benidiktsson, báðir frá Kollugerði; Jón var bróðir Kolbeins Ivarssonar, föður Guð- mundar á Marbæli í Óslandshlíð, Jóns Kolbeinssonar, er víða var og seinast vestanlands, og Stóru-Helgu, er síðast var á vist með Lárusi Thorarensen sýslumanni á Enni á Höfðarstund, Sjötti hjet Hallgrímur Hallgrímsson; eru eigi aðrir nefndir, en alls voru átta á; gaf þeim vel til eyjarinnar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.