Ísafold - 18.02.1891, Side 2
54
hvað hjer er utn að tefla—, hvaða annmarka
laga þarf og laga d með því, og hvernig til-
raunir í þá átt hafa gefizt annarsataðar.
Svo vill vel til um þetta nýmæli, að það
er mörgu fremur líklegt til að öðlast hylli
alþýðu. Almenningur hefir lengi haft eigi
gott auga á dáðleysis- og iðjuleysis-ávana
þeim, er reynslan þykir sýnt hafa að skóla-
vistin komi inn hjá helzt til mörgum ung-
um mönnum. Hafa menn þótzt verða varir
við því meiri brögð að slíku, sem skólavistin
varð lengri og lengri, og bókvitið færði meir
og meir út kvíarnar. Má þá mikið vera, ef
almenningur tekur eigi fegins hendi mjög álit-
legri tilraun til að bæta úr þessutn annmarka
og afstýra þar með margvíslegum skaðlegum
afleiðingum hans að öðru leyti.
Um ýmsa vora mestu merkismenn er það
í frásögur fært, að þeir hafi aldrei óvinnandi
verið. f>að er tekið fram, að þeir hafi varið
tómstundum sínum frá bóklegri iðju til lík-
amlegrar vinnu, og það einmitt helzt til
smíða. Um Gissur biskup Einarsson, aðal-
forvígismann siðbótarinnar hjer á landi, segir
svo í Arb. Esp.: »Hann var hagur maður og
iðinn, svo þá hann reit ekki, eða las eða út-
lagði, eða gegndi málum manna, eða gladdi
gesti sína eða vini, smíðaði hann nokkuð«.
Um Guðbrand biskup |>orláksson er það
kunnugt, að hann var hinn mesti þjóðhagi,
og starfaði ótæpt að smíðurn, þrátt fyrir
mikið annrlki annað. Sama er að segja um
Skúla Magnússon landfógeta. Mætti enn
nefna marga aðra ágætismenn, fyr og síðar,
og hafa þeir jafnan verið að rnaklegleikum
meira metnir fyrir það en ella. Er það eitt
með öðru, er hlýtur að gefa- þeim, er fyrir
þessu máli gangast, góðar vonir um æskileg-
ar undirtektir og fylgi af almennings hálfu.
Vel í taum tekið.
I »Sameiningunni« er í vetur, meðal annara
góðra ritgjörða, ágætur fyrirlestur um bind-
indi, eptir hinn nýja prest landa í Yestur-
heimi, síra Hafstein Pjetursson. Er bæði sú
grein og annað starf hans vestra, eptir því
sem sögur fara af, gleðilegur vottur þess, að
hann er orðinn annar maður en um það leyti,
sem hann var að kveðja fósturjörð sína. Hon-
um er sjálfsagt bötnuð hin megna andlega
vanheilsa, er hann var þá auðsjáanlega þungt
haldinn af, þó að hann hafi, ef til vill, eigi
vitað glöggt af henni sjálfur.
Sjer í lagi er einn kafli í fyrirlestri þess-
um orð í tíma töluð, sem prestastjettinni hjer
á landi, meðal annara fjölda margra, væri
þarflegt að hugleiða og helzt að láta bera á-
vöxt í verki.
Hjer er ekki átt við athæfi »hneykslispresta,
heldur við þann sorglega sannleika, að eng-
inn hlutur tálmar meir öflugum vexti og við-
gangi bindindismálsins hjer á landi, heldur
en fylgisleysi prestastjettarinnar við það mál,
—með sárfáum, en mikið heiðarlegum undan-
tekningum.
Fylgisleysi þetta, af hálfu reglu- og hóf-
semdarmannanna meðal prestastjettarinnar,
hefir sjálfsagt sínar orsakir; en þær eru alls-
endis ógildar í augum bindindismanna og
flestra skynsamra mannvina yfir höfuð.
Síra Hafsteinn Pjetursson tekur nú eina
þeirra til meðferðar, — hinn hraparlega mis-
skilning, að engin ástæða sje til fyrir hóf-
semdarmenn að fara í bindindi. Hann
gerir það með þessum orðum :
»En eitt er að undra : Hvers vegna koma
ekki allir sannkristnir menn undir eins undir
merki bindindismanna ?
f>að kemur að eins af misskilningi. Margir
góðir og guðhræddir menn vilja eigi taka þátt
í bindindismálinu; en ástæður þeirra eru
byggðar á eintómum misskilningi.
Skoðun þeirra er þannig.
Hófsemdarmaðurinn segir: Auðvitað skrifa
eg undir þann dóm, sem guðs orð, sagan og
lífsreynsla allra manna hefir kveðið upp yfir
ofdrykkjunni. Eg játa, að ofdrykkjan er
lands og lýða tjón. Eg vil, að drykkjumenn-
irnir gangi í bindindi, því reynslan hefir sýnt,
að þeir geta eigi að öðrum kosti stjórnað
sjálfum sjer. En eg vil ekki sjálfur ganga í
bindindi. Eg þarf þess ekki. Eg get bæði
bragðað vín og látið vera að bragða vín,
þegar mjer sýnist. Að bragða vín er í sjálfu
sjer engin synd. Sjálfs rníns vegna þarf jeg
því eigi að vera í bindindi, og þess vegna er
eg það heldur ekki og vil ekki vera það.
jpessi röksemdaleiðsla væri alveg hár-rjett
og ómótmælileg, ef ekkert fjelagslíf væri til
meðal manna, og ef rnaðurinn hefði enga
aðra skyldu en skylduna við sjálfan sig.
Bindindismálið er félagsmál.
f>að er eitt af mannkærleiksmálum mann-
fjelagsins.
f>að boðorð, sem leggur mönnum bindindi á
hjarta, er þetta boðorð : Elska skaltu náunga
þinn eins og sjálfan þig.
Elestir þeir, sem ganga í bindindi, gjöra
það ekki sjálfs sín vegna. |>eir gjöra það
vegna þeirra meðbræðra sinna, sem ofdrykkj-
an hefir fengið hald á. f>eir gjöra það ^pf
kristilegum kærleika til drykkjuraannsins, af
kristilegum kærleika til konu hans og barna,
af kristilegum mannkærleika til mannfjelags-
ins, sem ofdrykkjan eitrar og spillir. f>eir
ganga í bindindi af því, að þeir vilja eigi
leiða sína veikari bræður í freistni. f>eir
fylgja í því efni fyrirmælum heilagrar ritn-
ingar. Frelsarinn talar sitt vei yfir þeim,
sem hneykslunum valda. Og postulinn Páll
segir : »f>að er gott, hvorki að eta kjöt nje
drekka vín, eða (gjöra) neitt, sem bróðir þinn
steytir sig á eða hneykslast eða veiklast af«
(Róm. 14,21). Sami postuli segir einnig,
þegar hann talar um fórnarkjötið : »Ef eg
með nautninni hneyksla bróður minn, skal
eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo eg ekki
hneyksli hann« (1. Kor. 8, 13).
Hinn kristilegi bróðurkærleiki knýr þanníg
hófsemdarmanninn til að ganga í bindindi.
Hann gengur í bindindi til að efla og styrkja
heill mannfjelagsins, til að efla og styrkja
heill hinna veikari meðbræðra sinna. En
hann gjörir það einnig sjálfs sín vegna, þótt
sumir, ef til vill, veiti því ekki eftirtekt.
Segðu mjer eitt, þú hófsemdarmaður : þykir
þér ekki vænt um litla drenginn, sem hvílir
í faðmi þjer ? Föðuraugu þín geta varla
slitið sig frá hinu fagra, litla andliti, um-
kringdu glóbjörtum lokkum. Hjartað hopp-
ar af gleði f brjósti þjer yfir þessum gáfu-
lega, efnilega unga sveini, sem ber nafn föð-
ur þíns. Hjarta þitt hangir fast við þennan
svein, og allar þínar fögru framtíðarvonir eru
knýttar við hann. |>essi sveinn er lifandi
eptirmynd konunnar, sem situr við hlið þjer,
konunnar, sem þú elskar mest allra manna.
f>ú veizt, að móðurhjarta hennar lifir að eins
fyrir þennan svein. Ef dauðinn legði sína
köldu hönd á brjóst sveinsins og þið sæjuð
hinn litla líkama lagðan í gröfina, þá myndi
sorgarinnar bitra sverð nísta ykkar föður- og
móðurhjarta. Enn þá meiri sorg getur ykk-
ur að höndum borið. Hinn saklausi sveinn,
sem nú hvílir í kjöltu ykkar, getur, þegar
aldur færist yfir hann, orðið drykkjumaður,
Og þegar hann er orðinn það, þá getur hann
smátt og smátt sokkið dýpra og dýpra niður
í sorp mannfjelagsins, þangað til hann er
kominn til botns og á sjer engrar viðreisnar
von. Og þótt hár ykkar verði þá farið að
grúna og uppspretta táranna tekin að þorna
við margbreytta lífsreynslu, þá myndi samt
þessi sjón láta ykkar föður- og móðurhjarta
bresta, því sú óttalega afsökun myndi þá
nísta sálu ykkar, þessi ásökun : við hefðum,.
ef til vill, getað komið í veg fyrir þessa ó-
gæfu; við hefðum, ef til vill, getað frelsað-
barn vort, með því að ganga á undan því
með góðu eptirdæmi, með því sjálf að ganga,
í bindindi og hvetja barn vort til að gjöra
hið sama.— Hófsemdarmaðurinn og hófsemd-
arkonan ganga í bindindi til þess, að engin,
slík óttaleg ásökun geti í framtíðinni níst
hjörtu þeirra.
Mannúð og menntun, hin siðferðislega með-
vitund mannanna, hinn almenni mannkær-
leiki, föður- og móðurástin, sagan, hinn kristi-
legi bróðurleiki og guðs heilaga orð, allt þetta
sameinar sig og kallar til vor með einum
rómi: stemmið stigu fyrir hinu andlega og
líkamlega átumeini mannfjelagsins, ofdrykkj-
unni. Verið líkir Medum og Persum. Hrindið
ofdrykkjunni úr hásætinu. Látið bindindið
skipa sæti hennar«.
Fiskiveiðasamþykktirnar nýju-
Við fiskisamþykktirnar nýju, er í gildi
gengu hjer ineð nýárinu í vetur, sættir sig
nú orðið hver maður hjer um bil, nerna ein-
stöku þverhöfðar, er aldrei vilja undan láta
með nokkurn skapaðan hlut. Enginn mun
geta þeim (samþykktunum) um kennt enn, að
þær hafi gert sjer baga, en allur þorri manna
er þeirrar trúar, að þær hafi þegar mikið
gott af sjer leitt.
Af því að í fyrirsögn ýsulóðarsamþyktarinnar
er talað um »sunnanverðan Faxaflóa», hafa
einhverjir viljað halda þvl fram, að sú sam-
þykkt gæti eigi átt við hinar nyrðri fiskileit-
ir Seltirninga og Reykvíkinga, og mundu
þeir því mega hafa þar ýsulóð, ef þeir vildu,
á öllum tímum ársins, eins og Akurnesingar
mega það þar um slóðir, með því að sam-
þykktin nær eigi til þeirra. En auk þess
sem texti samþykktarinnar ber eigi annað.
með sjer, en að fiskimenn á samþykktar-
svæðinu megi hvergi brúka ýsulóð á hinu til-
tekna tímabili, nema Garðmenn á afmörkuð-
um bletti, þá nær »sunnanverður Faxaflói«,
þ. e. suðurhelmingur flóans, norður fyrir Borg-
arfjörð,— lengra en lengstu fiskileitir Seltirn-
inga og Reykvíkinga, og kemur þeim því að
engu haldi að ætla að reyna að bregða á-
minnztum skilningi fyrir sig.
Fyrst eptir að samþykktirnar voru staðfest-
ar, voru sumir andvígismenn þeirra með ógn-
arleg heilabrot um það, hvernig takast mætti
að fara í kring um þær. f>ví enn þykir sum-
um, jafnvel merkismönnnum, það mikil fremdi