Ísafold - 07.03.1891, Síða 3
75
Ahranesi 2. marz : »Sfðustu viku í
hinum næsbliðna mánuði átti sýslunefndin í
Borgarfjarðarsýslu fund með sjer á Skagan-
um. Sýslumaður hafði ákveðið fundinn
hinn 24., en gat þá sjálfur ekki mætt sökum
veikinda, ; þótti mörgum hreppsbúa það
slæmt, að sýslumaður ekki gat komið, sem
höfðu ýmisleg mál fyrir hann fram að bera.
Sýslunefndin gat að vísu nokkurn veginn
gengið frá þeim málum, er fyrir fundinum
lágu, þó henni yrði það nokkuð ógreiðara
sökum þess, að oddvita vantaði, sem að
sjálfsögðu er málunum kunnugastur og getur
gefið allar nauðsynlegar upplýsingar og
jafnframt svarað ýmsum spurningum fund-
armanna. Samt gekk fundurinn vel
fram undir röggsamlegri formennsku pró-
fastsins, síra Guðmundar í Reykholti.
f>au mál, er fundurinn hafði til umræðu
og úrslita, voru þessi vanalegu : hreppa-
reikningar, vegamál, um búnaðarstyrkinn og
fleira smávegis. Nýmæli mætti telja til-
lögur um betra eptirlit á fjenaðarsölu á
mörkuðum og fjárrekstrum um hjeraðið.
þetta var líka uauðsynjamál og vildi fund-
urinn vanda tillögur sínar um það, enda
munu sumar af þeim reynast hagfeldar;
einnig um sölu og auglýsingar á nskilafje.
Amtsráðið mun eiga að vinsa úr þessum
tillögum sýslunefndanna, sem munu koma
úr fleirum hjeruðum, og gjöra eina ályktun
úr þeim öllurn, og verður það þörf rjettar-
bót.
þá hreifði nefndin því líka, að koma
áleiðis til næsta alþingis málinu um brúar-
gjörð yfir Hvítá á Kláffossi og þar af leiðandi
ráðagerð um veginn að henni.
Einn fundarmanna kom með þá tillögu,
að nauðsyn mundi að ræða um ástand
búnaðarskólans og búnaðarins á Hvanneyri;
en hún var felld frá umræðu með miklurn
atkvæðamun, af þeirri, ástæðu að nefndinni
kæmi ekki það mál við. Sýslunefndin
hefði þó líldega gjört þarft verk, að drepa
niður því ámæli, er hann hefir orðið fyrir.
Sýslufundurinn stóð yfir í 3 daga og end-
aði ágreiningslaust.
Að loknum sýslufundinum, hinn 28. f.
mán., hjelt prófasturinn aukahjeraðsfund í
Borgarfjarðarprófastsdæmi 'njer á Skaganum,
sökum þess að aðalhjeraðsfundurinn, sem
ákveðinn var í haust er leið, fórst fyrir.
A þessum aukafundi mættu 9 af 14 prest-
um og safnaðarfulltrúum hjeraðsins, og á
honum var helzt til umræðu um.sókn Arna
hreppstjóra þorvaldssonar á Innrahólmi um
að mega byggja kirkju á Innrahólmi, eign-
arjörð hans; og jafnframt því sem hann
vildi skammta stærð sóknar þeirrar, er
þangað skyldi sækja, lagði hann fram brjef
með undirskriptum nokkurra manna, sem
kváðust fremur vilja eiga sókn að Innra-
hólmi en Görðum, og það voru sumir
þeirra, þó ótrúlegt sje, sem eiga heima á
næstu bæjum við Garða, en eiga ekki svo
stutta leið að Innrahólmi og héldur ekki
um góðan veg. Eitt brjef var lesið upp
á fundinum frá einum sóknarmanni, dags.
26. febr. sem var eptirtakanlegt, hvernig
hann mótmælti Garðakirkju ; það líklega
kemur þeim til sýnis, er eiga að staðfesta
þessa sóknaskipun. f>au urðu málalok,
fyrir fylgi prófasts, að Innrahólmssókn var
ákveðin eptir vilja hreppstjóra Arna, þrátt
fyrir það, þó að meiri hluti sóknarnefnd-
arinnar legði greinilega til, að önnur
sóknatakmörk yrði höfð, nefnilega mitt á
milli Garða og Innrahólms. Hin nýja sókn
á að innihalda 260 sálir af 1070, sem
alls eru í Garðasókn eptir síðasta mann-
tali, og hin nýja Innrahólmskirkja,! sem á
að messa í 3. eða 4. hvern helgan dag,
á að fá i af sjóði Garðakirkju, sem um
næsta nýár mun verða nálægt 3000 krónum.
þessi úrslit málsins munu hafa verið
hagfelld fyrir báða parta, og báðar sókn-
irnar mega una vel við sinn hlut, og þó að
sumum mönnum sje tamt að láta sjer ekki
geðjast að slíkum breytingum, voru þær
nauðsynlegar eins og hjer stóð á, og munu
hafa góðar afleiðingar.
f>ví var hreift hjer fyrir nokkrum árum,
að fiytja kirkjuna frá Görðum í Skagann,
þar sem lang-þjettbýlast er, 600 manns
á litlum bletti ; en með því nokkur mót-
spyrna kom frá sumum sóknarmönnum,
sem áttu þá hóti lengra í Skagann en að
Görðum, og með því ekki voru nærri nóg
efni í sjóði til þess, var þeirri hreifingu
hætt — jafnvel þó nokkrir spámenn hafi
sagt, að kirkjan ætti að komast í Skagann.
Við uppkomu Innrahólmskirkju kemur nú
skarð í sjóð Garðakirkju og töluverð tekju-
þverrun framvegis, svo líkindi eru til, að
menn leggi ekki upp að reisa nýja kirkju
í Skaganum, svo dýra og veglega sem
samboðið er kröfum tímans, meðan Garða-
kirkja er nokkurn veginn messufær og
sjóðurinn er að draga saman í skarðið.
Ekki hjeldu hjeraðsprestar fyrirlestra
eða samræður um kristindóm eða kirkju-
mál fyrir eða eptir fund, svo almenningur
heyrði, eins og þeir í Húnavatnssýslu, og
var þó góður staður og tími til þess í
Garðakirkju, þar sem messað var daginn
eptir fundinn og nokkrir þeirra voru þar
við kirkju, og enginn prestanna gat, hvort
sem var, náð heim til sín til að messa
þann dag.
H. J.«
Leiðarvisir ísafoldar.
680. Ef jeg á hálfa jörð, og hinn eigandinn
hýr ekki á jörðinni, nú vil jeg selja minn helm-
ing, og májeg það ekki hverjum sem er, án þess
að bjóöa hinum eigandanum fyrst kaup á mín-
um parti?
Sv.: Jú, nema öðruvísi hafi verið beinlinis
um samið, er samneignin hófst eða síðar.
681. Er maður sem býr við kaupstað, en hef-
ir ekki ábúð á jörðu, skyldur til að borga 10
krónur al hund, þegar hann á yfir 20 kindur,
og á að gjöra lögskil af fjalli ?
Sv.: Já, alveg eins fyrir því. Skilyrði fyrir
minna gjaldinu er ábúð á jörðu (meiru en 1
hndr.) utan kaupstaðar, sjá lög 22. mai 1890.
682. Getur ekki sá, sem eignast jörð að erfð-
um, breytt byggingarskilmálum jarðarinnar, þó
að leiguliði segi að nann hafi lífstiðarábúð, en
hefir engin skirteini, er sanni þaö ?
Sv„ Nei. Leiguliði hefir sitt fram, nema
68
stundum með -sjer spýtur og tálguhníf og telgdi til ýmsa
hluti, svo sem kláfstuðla, hrífuhöfuð o. s. frv., meðan haun
var yfir fjenu.
Nú liðu dagar og ár, og þá var það einn vetur, að bónda
dreymir, að hann sje fram á dal með sauði sína, og þá er
minnst varir, verður honum litið upp, og sjer hann, að ein-
hver skepna kemur hlaupandi ofan dalinn og stefnir
þangað sem hann er staddur. Jpegar þetta færist nær,
sýnist honum það vera hestur, svartur á lit eða brúnn.
En þegar honum þykir hesturinn vera korninn fast að
sjer, hrekkur hann upp, og segir konu sinni drauminn.
Henni lízt illa á og biður hann að fara ekki inn á dal-
inn. En hann fer samt sem áður, kemur heim aptur
að kveldi og verður einskis var; og gengur svo nokkra
hríð.
þá er það eina nótt, að hann lætur mjög illa í
svefni, en vaknar um síðir og segir draum sinn. Hefir
hann þá dreymt, að hann væri fram á dal, og hin sama
skepna, sem áður hafði fyrir hann borið, kom og rjeð á
hann og barði hann, þangað til að báðir armleggir hans
voru brotnir.
Nú fór sem fyr, að eigi tjáði að letja hann. Veður
var gott og fylgdi hann fje sínu á haga þann dag inn á
dalinn; en nú kom hann eigi heim um kveldið.
Daginn eptir fóru menn af næstu bæjum og leituðu
bónda, og fundu hann dauðan við læk einn, handleggs-
brotinn á báðum handleggjum og fötin slitin ofan um
hann. þeir röktu þaðan einhver spor, undarlega löguð,
65
finna Odd lækni, er þá bjó á Hrauni í Helgafellssveit. Oddur
vildi fá Pál með sjer inn til Hrappseyjar, og áttu þeir að
reyna við beinátu í kjálka á konu þar, Ragnheiði Bogadótt-
ur, konu Björns Gottskálkssonar. Páll gisti nótt í Stykkis-
hólmi, hjá Arna kaupmanni Thorlacius, og ætlaði daginn
eptir inn til Hrappseyjar með Oddi. f>eir rjeðu sjer far með
Ivari nokkrum Helgasyni, frá Arnarbæli á Fellsströnd.
Hann var á fimm-manna-fari litlu, og var mikið á og nokkuð
af því viður. f>eir gengu niður á bryggju, þrír saman,
Arni Thorlacius og læknarnir báðir. Páll ætlaði út í bátinn.
f>á segir Oddur :
»Farðu ekki út í þennan a............., Páll; þeir drepa
sig«.
Oddur snýr við það aptur, en Páll fór. Eigi er ann-
ars getið en að veður væri alfært, enda var þetta um hásum-
ar, 9. júlí. En er báturinn kom inn undir Hvanney, vestustu
ey í Hrappseyjarlöndum, fórst hann í straumröst þeirri,
er þar liggur inn með eynni, og drukknuðu menn allir, er
á voru.
Oddur reið heim aptur samdægurs. En daginn eptir
kom maður að Hrauni og sagði skipskaðann. |>á greip
Oddur fram í, er hann ætlaði að fara að segja frjettirnar,
og mælti : »Jeg veit, að hann Ivar hefir drepið læknirinn
okkar; hann var lengi bölvaður pamfílk.
— Einhverju sinni kom Oddur læknir innan úr Hrappsey
og lenti í Stykkishólmi; þá var þar staddur Eiríkur bóndi
í Bíldsey, sem kallaður var faðir Sigurðar Breiðfjörðs
skálds og síra Sæmundur Hólm hafði ort um Iskaríots-