Ísafold - 11.03.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.03.1891, Blaðsíða 3
79 Wiwwa»wirwwwwwro*cOHmn—»iTK’-V'-vw*w»ww<«»*-*-» *>«»»wn’Wii'>«■> ■■n.iwuum w <*>)»* »wwi Samt alstaðar gæftalaust til sjávar, því öðru- hvoru 8tormar nokkrir. Fiskiafli svo sem enginn undir Jökli, þegar róið er. Mun mega meðfram eða mest kenna það gæftaleysi. Vörubirgðir að þrotum komnar hjá Stykkis- hólmskaupmönnum, en sagðar góðar enn þá í Ólafsvík, og þar einnig mjög óveilt lánað, og má Jöklurum við það bregða eptir gamla lagið sem var, enda hefir Sigurður E. Sæ- mundsen hjer mjög gott orð á sjer sem kaupmaður, þótt dýrt þyki selja. Utlit eru fyrir heldur hagstæða verzlun hjer á nesinu á komandi sumri, því samkeppni mun verða talsverð. Siðferði mun mega heita hjer bærilegt, þegar tekið er tillit til þess, að hjer korna sjaldan, til þess að gjöra, fyrir sakamál. þótt mjer sje það eigi fullkurmugt, þá er mjer þó næst að halda, að í sumum hjer- uðum hjer á landi með líkri fólkstölu og hjer komi slíkt talsvert öptar fyrir. Eeglu- semi, að því er kemur til áfengra drykkja, er hjer reyndar eigi eins góð sumstaðar og vera ætti, þó í mörgum sveitum sje enginn teljandi drykkjuskapur. Embættismenn sýsl- unnar, sem eru 9 alls (þar af 7 prestar, þegar hinn væntanlegi prestur að Breiðaból- stað er með talinn), munu mega teljast reglusamir, ef litið er á alla í heild sinni og hver látinn jafna annan upp; en sjeu þeir athugaðir hver í sínu lagi, láta sumir sjer um munn fara, að signor Bakkus kom stundum við hjá sumum þeirra á embætt- isferðum. »En ekki eru vandskírð fátækra manna börm, — og svo þykir þeim líklegast að segja megi um Jöklara. En þess má eigi dylja, að sumir embættismenn sýslunnar eru prýði sinnar stjettar, í reglusemi sem öðru. Stjórnsemi í sveitum mun víðast vera hjer í góðu lagi, þótt undan kunni að mega taka 2 eða 3 sveitir í því tilliti, er eigi sjeu bún- ar að koma sjer fullkomlega í stellingar með það, og búizt sje við, að dráttur verði á, að ein þeirra geti það í fljótu bragði. Stjórn safnaða mun vera óhætt að segja að sje á þeim megi að komast í gott lag, þótt finna megi ef til vill stöku sóknarnefnd, sem eigi skilji til fulls ætlunarverk sitt, eða að stundum sjeu fásóttir hjeraðsfundir, t. a. m. eins og í haust, er eigi sóttu hann nema 3 menn auk prófastsins ; en að því munu hafa legið ýmsar sjerstakar orsakir. T i l Strandarmanna, úr brjefi úr sveit: »Með tíðindum má telja það, að kom- ið hefir til tals, meðal helztu manna sýsl- unnar hjer, að bindast samtökum í því mannkærleikans augnamiði, að reyna að forða Vatnsleysustrandarmönnum frá þeim voða, sem þeim finnst hjeraði því búið af útróðrar- mönnum úr sveitinni, þannig: að enginn út- róðramaður ráðist í veiðistöð þessa framvegis. Mönnum finnst ekki svo ábatavænlegt orð- ið að róa þar, að tilvinnandi sje að hafa það á samvizkunni, að þeir (Vatnsleysustrand- armenn), fátækir sem ríkir, gangi með bein- ingapokann hoknir í ’nnjáliðunum fram fyrir landsstjórnina, »hvenær sem fiskurinn ekki gengur upp í landsteinana« (sbr. Isafold 10. bl. þ. ár.); því þótt við nú vildum gjöra það að vilja þeirra, að ráða menn vora til þeirra upp á 10—12 kr. af hundraði hverju, og þótt það kynni þannig að koma fyrir, að þeir, sem fengju 600 til hlutar, slyppu með að borga 60—70 krónur, sem sýndist heldur ábata- vænlegt, mundu þeir á næsta ári ekki verða ánægðari en áður, og þykjast samt fjeflett- ast á gjöfum til okkar, sveitamannanna«. Síðustu forvöð. það hefir verið í frásögur fært í vetur eptir fráfall Vilhjálms Hollands- konungs, hins III. með því nafni, að árið 1870, er ófriður hófst með Frökkum og þjóöverjum, vildi konungur ólmur í þá styrj- öld og slást í lið með Frökkum, því honum var mein-illa við Prússa. Hann gekk með ófriðarskeytið í vasanum marga daga og bjuggust menn við, að hann mundi þá og þegar senda það erindreka Prússa og hleypa landinu þar með í sýnan voða. Yfirráðgjafi hans hjefc Thorbecke, ágætur maður og þá við aldur, allra riianna stilltastur og hóg- látastur, en konungur hinn mesti funi. Thor- becke var grannur vexti og höfði hærri en aðrir menn, en konungur lágur mjög og gildur. Er mælt, að það eitt hafi verið líkt með þeim, að þeir höfðu báðir mjög gaman af, ef vel var svarað fyrir sig og af fyndni. Nú bar það til einn morgun, að Thor- becke gengur fyrir konung og er mjög þungbúinn og alvarlegur á svip. Konungur gefur honum heldur óhýrt auga og spyr tíðinda. Hinn lætur lítið yfir nýjungum; kvað naumast með tíðindum teljandi, að borgarlýðurinn þar í höfuðstaðnum væri með ýmislegan heimskuþvætting. »það er 8vo. Jeg er þó að vona að þvættingur sá snerti bara ráðgjafana mína og ekki mig« svarar konungur. »Jú, yðar hátign; yður líka«. »Mig líka ! Viljið þjer þá ekki gjöra svo vel og láta mig heyra, hvað það er« segir konungur, og sefcti dreyrrauðan. »Mjer er harla óljúft að hafa hjer eptir heimsku- lega palladóma alþýðu«, segir hinn. »En jeg vil nú vita það !« svarar konungur. »Ur því svo er«, mælti ráðgjafinn og talaði mjög hægt og skýrt, »þá segir almenningur, að yðar ’nátign sje orðin brjáluð«. Lengra komst hann ekki. því konungur stökk upp úr sæti sínu eins og naðra, rýkur að skrifborðinu og þrífur þar geysistórt blekílát og skrautlegt af silfri og ætlar að henda því í höfuðið á ráðgjafanum, en það festist einhvern veginn í ábreiðunni yfir borðinu, og áður konungur fekk losað það, var Thorbeeke kominn að borðinu, laut ofan yfir konung, og mælti : »Sje það áform yðar hátignar, að henda þessari ljómandi fallegu blekbyttu í höfuðið á mjer, þá hafa bæjarmenn hjerna í Haag auðsjáanlega rjett fyrir sj :r«. Konungur áttaði sig og sleppti hendinni af blekbyttunni. þá tók Thorbecke til máls og flutti langt erindi og snjallt fyrir kon- ungi um það, hvert vanhyggjuráð það væri, að hyggja á hernað ; tjáði hann, að hvorki ráðgjafarnir nje þingið mætti heyra slíkt nefut. Fám stundum síðar vitnaðist það, að konungur hafði rifið sjálfur í sundur ófriðar- boðskap sinn, ogurðu allir menn því fegnir, nema Frakkar og—hollenzkir herforingjar. Biflíufjelagið enska er nú 81 árs gamalt. það hefir á þeim tíma látið prenta og út- 72 víst ekki bíða hans. Tekur þegar á rás eptir kirkjugarðinuin og leitar útgöngu. þegar hann kemur að hliðinu, er draugsi komirm á hæla honum. Hleypur hann nú allt hvað af tekur út í myrkið og þykist eiga fótum sínum fjör að launa, er hann komst heim til sín. þarf eigi þess að geta, að draugur Odds var maður, er hann ljet liggja í leyni á kirkjugarðinum við leiði það, er hann sló á staf sínum; og hafði hann hið mesta gaman af leik þessum. En eigi er þess getið, hverjar skriptir galdra- maður hafi fengið hjá Oddi; en fara munu þeir nærri um það, er Odd þekktu og orðbragð hans. Frá Hafnarbræðrum og niðjum þeirra Eptir Ásmund Sveinsson. Frá Hafnarbræðrum, Hjörleifi og Jóni, er nokkuð sagt í þjóðsögum vorum, af háttum þeirra, skaplyndi, aflraunum miklum og ýrnsu öðru. En fleiri miklu eru sagnir af þeim á Austfjörðum en þar greinir, og eru hjer nokkrar, þær er jeg heyrði getið á uppvaxtarárum mínum þar eystra. Einhverju sinni voru þeir bræður báðir staddir í Vopna- fjarðarkaupstað sjóveg og legaðist nokkuð. Vildi þá svo til, að Hjörleifi varð illt (fekk kveisu) og röltir hann inn í kaupmannshús 69 inn eptir dalnum, og komu þangað sem bóndi hafði verið um daginn, og voru þar trjespænir og smíðar hans; en hníf- inn fundinn þeir eigi. þessi ókennilegu spor röktu þeir langt inn dal og sáu sumstaðar blóðdrefjar. það þóttust þeir sjá, að maðurinn hefði hlaupið lengi áður en ófreskjan náði honum, en þar sem hún hafði náð honum var traðk mikið; slitið hafði hann sig lausan og komizt þangað sem þeir fundu hann dauðan. Og kann jeg eigi þessa sögu lengri. Jeg leyfi mjer, áður en jeg legg frá mjer pennann, að bæta hjer við lítilli athugasemd. Espólín segir, að Árni á Brú »hafi beitt fje sínu á Hrafnkelsdal*. Jeg efast um, að þetta sje rjett, vegna þess, að Jökulsá, eitt með mestu vatnsföllum á íslandi, rennur milli bæjarins að Brú og Hrafnkelsdals, og hlýtur því Brúar-bóndinn að reka fje sitt yfir Jökulsá, ef hann vill beita því í Hrafnkelsdal. En ómögulegt er það ekki, þegar ís er á ánni á vetrum. Mjer þykir hitt sennilegra, eins og frásögn konunnar bendir til, að fjenu hafi verið beitt í Brúar- landi inn á dalinn, þeim megin árinnar, sem bærinn er. Enn fremur segir Espólín, »að þetta sje sagt eptir þings- vitni, er tekið var«. Hann lætur sögu þessa hafa gjörzt árið 1749. Er þá mjög líklegt, að þingsvitnið hafi verið tekið eigi all-löngu síðar en atburður þessi varð, og það hefir þá að líkindum gerfc Pjetur sýslumaður porsteinsson, einhvér merkasti sýslumaður 18. aldar hjer á landi, og þarf eigi að efa, að þingsvitnið hafi verið vel úr garði gert frá hans hendi,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.