Ísafold - 21.03.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.03.1891, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vid áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVIII 23. Reykjavík, laugardaginn 21. marz. 1891. AFGREIÐSIiUSTOFA ísafoldar (Austur- stræti 8, til vinstri handar þá inn er gengið) er opin alla n daginn. frá ki. 7 f. hád. til kl. 8 e. h. J>ar er meðal annars tekið á móti auglýsingum og borgun fyrir blaðið; sömu- feiðis við bókum til bands, handritum til prentunar og próförkum. J>ar er og bóka- '°g pappírsverzlun ísafoldarprentsmiðju. Bj argr áðamál. 111 íiskiverkun. Bjargráð vanrækt. Kæru sjórnenn ! ísafold, 22. tbl. þ. á., flytur yður slæmar frjettir um fiskiverkun- ina við Faxaflóa, en sem því miður eru byggðar á of góðum rökum. Landshöfðingi hefir nú fengið brjef það, er þar um getur, frá konsúlnum Bilbao á Spáni til utanríkis- ráðgjafans í Danmörku, og er það góðvild hans að þakka og leyfi, að jeg get gert yð- ur kunnugt hið helzta, er atvinnuveg yðar snertir í því brjefi : ......»það er alkunnugt, að íslenzkur saltfiskur hefir víðtækan markað á Spáni, og það er tilgangur minn, að sýna fram á, að það er undir því komið, hverja rœkt að íslenzkir fiskimenn framvegis leggja við verk- un og meðferð á fiskinum, hvort þeir fá mark- aðinum haldið. A fyrri árum voru það aðalkostir sált- fisksins frá Faxaflóa, að hann var jafn og sljettur og fallega hvítur á lit, sem eru nauðsynlegir kostir til þess, að fiskurinn geti heitið »fallegur fiskum. þ>á var og fisk- urinn eins vandlega verkaður eins og vera þarf, til þess að hann geti haldið sjer. Sökum þessara góðu kosta var íslenzki salt- fiskurinn í góðu áliti hjer ; en nú er svo að faeyra, að þetta »góða álit« á íslenzkum saltfiski týnist, vegna hirðuleysis þess, sem fiskimenn hafa sýnt í verkun fisksins, eink- um þegar tekið er tillit til þess, að fiskur- inn átti að vera hæfur á spænskan markað. jpað er einkum kvartað undan þessari »illu verkun# á síðustu kauptíð, 1890—91, og þeir, sem fiskinn senda (Afskiberne), virð- ast hafa látið sjer annara um, að selja fisk sinn fyrir viðunanlegt verð, heldur en að senda (afskibe) hann í góðu ásigkomulagi, svo hann geti haldið sjer. Stórgallar hafa verið á saltfiskinum frá Faxaflóa, og það er algjörlega nauðsynlegt, að þeirra verði eigi optar vart. Nær því allur fiskur frá Faxa- flóa hefir verið illa verkaður, og það hefir átt sjer stað, að fiskurinn hefir þegar verið »jarðsleginnt (módröfnóttur) við afferming hjer á höfninni, og að af fiskinum hefir lagt þá lykt, bæði við afferming og óðara en honum hefir verið koraið fyrir í geymslu- hús, sem er einkennileg þeim fiski, sem íarinn er að skemmast. |>etta hefir bakað haupendum hjer stórkostlegt tjón. Meðal galla þeirra, sem voru á fiskinum frá Faxaflóa 1890, eru tveir, sem einkum verður að taka fram; annar er sá, að fisk- urinn var eigi jafn og sljettur, heldur ójafn og Ijótur; hinn er sá, að fiskurinn var eigi hvítur, eins og fallcgur fiskur á að vera, heldur var hann móleitur og bláleitur. |>essir gallar á fiskinum sýna það ljóslega, að fiskurinn er ekki þveginn úr hreinu vatni (sjó) og að ekkert vandlæti er við haft í söltun, pressun eða annari meðferð á fiskin- um, sem við hafa þarf til þess, að hann fái það fallega útlit, sem nauðsynlegt er til þess að halda honum í sama áliti hjá þeim, sem neyta hans, eins og á fyrri ár- um. Sá íslenzki saltfiskur, sem er innfluttúr á kauptíð 1890—91, hefir þannig verið miklu verri að gæðum heldur en sá fiskur, sem inntíuttur var á fyrri árum, og verði þessu haldið áfram á komandi árum, þá týnir ís- lenzkur fiskur áliti sínu hjer algjörlega, og þetta hlýtur að lenda á fiskimönnunum (Producenterne) á lslandi; og ætla jeg að taka það fram, hvað þcir eiga á hættu. þ>rátt fyrir þá örðugleika, sem loptslagið á Frakklandi veldur, verka samt frakkneskir sjómenn fiskinn, sem þeir veiða við Island, með framúrskarandi dugnaði, fyrir m'arkað vorn, eins og neytendurnir helzt vilja fá fiskinn. Islenzki fiskurinn, sem kemur frá Frakklandi, er mjög vel aðgreindur (sorteret); hann er ætíð jafn og sljettur, og þess vegna mjög fallegur, og svo hvitur, að neytendur eru fullkomlega ánægðir með hann; af þessu leiðir, að fyrirspurnum um þeuna fisk fjölg- ar óðum á þeim mörkuðum, þar sem menn hafa í metum fisk, verkaðan á Islandi; og skyldi hinum frakknesku fiskimönnum tak- ast að vanda verkun á fiskinum enn þá betur og gjöra -liann svo, að hann geymist betur, þá er það sjálfsagt, að það verður fjörugri fyrirspurn um þenna frakkneska fisk, og hann munu neytendur taka fram yfir hinn. Vjer verðum að hafa það hugfast, að þær stöðvar, þar sem frakkneski fiskurinn er verkaður, liggja svo nærri mörkuðum vorum, að hinir frakknesku útflytjendur geta sent smásendingar í senn, og að spænskir verzlunarmenn geta innflutt frakkneska fisk- inn smátt og smátt, eptir þörfum, svo hætt- an er ekki sjerlega mikil, þótt fiskurinn geti ekki haldið sjer lengi. Af áhuga þeim, sem jeg hefi á öllu því, er Danaveldi snertir, álít jeg það skyldu mína, að vekja athygli sjómanna einkum á þeirri nauðsyn, að afmá hin skaðlegu áhrif, sem saltfiskurinn frá Faxaflóa hefir haft hjer á þessari kauptíð og ná aptur hinu góða áliti, sem menn hjer höfðu á fiskinum áður fyrri; og bæði í þessum tilgangi og líka til þess, að mæta samkeppni franska fisksins, er það nauðsynlegt, já, óumflýjan- lega nauðsynlegt, að fiskur sá, sem frá ís- landi kemur, sje fallega hvítur og fullkom- lega verkaður, og þessa kosti þarf til þess, að fiskurinn verðskuldi einkennið »fallegur prima Spánarfiskur#......................Eiunig ættu danskir saltfisksseljendur að hugleiða vel hagsmuni þá, sem verzlunarsamningurinu milli Spánar og Frakklands veitir frakkn- eskum fiskseljendum. Tollmunurinn, í hag frakkneskum fiski, sem og fiski frá öllum öðrum löndum en Danmörku, nemur eigi minna en 4 kr. 80 a. á hverju skpd., og þessi tollmunur er að eins greiddur af dönskum fiski og hinir dönsku saltfisk-seljendur verða að bera byrðina af þessum tollauka. Verzlunar-samniugum milli Spánar og annara landa er lokið 1892, og jeg er hræddur um, að hin spænska stjórn, sem almennmgsálitið kann að hafa áhrif á, og sem á seinni tímum hallast að varúðar- stefnu, kunni heldur að verða andvíg, og þar af leiðandi sýna þeim löndum litla ívilnun, sem litla þýðing hafa fyrir útflutn- ing frá Spáni, svo sem Danmörku, Noregi og öðrum................<i Sjómenn ! Hjer sjáið þjer nú Ijóslega hverjum um er kennt, á hverjum skömmin lendir ! Vitnisburðurinn er ljótur og hryggi- legur. Sá saltfiskur, sem brjefið tjáir, er rjett nefndur tsvikin varat, því hann hefir verið sviksamlega pressaður, sviksamlega saltaður og sviksamlega þurkaður ! En hvenær og hvernig ? Ur þeirri spurnmgu er vandi að leysa, en mjög er það áríðandi. Hafið þjer ekki blóðgað fiskinn af öngli, þá nær hann aldrei þeirri verkun, að hann verði »prima«. Hafi þjer marið fiskinn í skipi eða upp- burði, þá nær hann heldur ekki þeirri verkun, að hann geti orðið »prima«. Hafið þjer eigi þvegið fiskinn í salt, þá er verkunin miklu vandasamari og örðugri. Hafið þjer eigi saltað hann nægilega, þá nær hann eigi lit, hvorki nógu hvítum nje haldgóðum. Hafið þjer eigi pressað hann nóg, þá verður hann bæði ójafn og hrár. Hafið þjer eigi þurkað hann nóg, þá verður hann hrár og hnyklóttur, jarðsleginn og móleitur. Hafið þjer eigi þvcgið hann ilr hreinum sjó, þá nær hann eigi haldgóðum lit. Alls þessa verður að ^gæta, og sá, sem eitthvað hefir forsómað af þessu, hann má sjálfum sjer um kenna. Aptur er jafnframt athugandi, að nokkrir verka fisk sinn vel og vandlega, aðrir illa. Sumarið 1890 voru mjög margir, sem vönduðu verkun betur en nokkru sinni áður, þvógu í salt og úr salti í hreinum sjó.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.