Ísafold - 21.03.1891, Page 2

Ísafold - 21.03.1891, Page 2
90 f>eir hafa og sjálfsagt verið margir, sem hvorki þvoðu fisk í salt nje úr hreinum sjó úr saltinu aptur. Saltfiskur er mjög næmur, og það því frekar, sem hann er betur verkaður ; þess vegna má eigi fleygja saman vel verkuðum og illa verkuðum saltfiski; en því er miður, að þar kemur einatt fram framúrskarandi skeytingarleysi; skata, lúða, steinbítur, ýsa og keila er saltað innan um þorskinn og það ef til vill óþvegið ; þetta eitt er nægjan- legt til að gjörspilla heilum skipsfarmi. Einn verkar vel, annar illa, og öllu er fleygt saman og verður svo samdáma ; vel verkaði fiskurinn óverkast af hinum illa verkaða. Taktu snjóhvitt traf óflekkað, vefðu það í óhreinan dúk, vefðu því saman og láttu það liggja þannig nokkra daga , vefðu þvi næst í sundur og skoðaðu trafið, sem var snjóhvítt. J>á muntu renna 'grun í, hvernig hálf- blautur, litljótur, illa verkaður saltfiskur fer með harða, lithvíta, velverkaða salt- fiskinn, og þú munt segja: þetta skal jeg aldrei optar gjöra. Hvenær og hvernig verður saltfiskurinn osvikin vara« ? Hvenær ? jþegar hann er sagður »prima«, en reynist ekki svo. Hvernig? Við óverkun eða meingun. Hverjum er að kenna óverkuuin ? Sjó- manninum. Hverjum er að kenna meingunin ? Kaup- manninum. Óverkun og meingun valda því þannig, að fiskurinn verður svikin vara. Kæruleysið og skeytingarleysið, sjálfbyrgingsskapurinn og þóttinn, agaleysið og keppnin, eigin- girnin og tortryggnin, — allt á hjer hlut að máli; og ef framangreint brjef getur eigi vakið hæfilega blygðunar-tilfinning hjá þeim, sem af kæruleysi eða strákskap vanrækja vöndun á saltfisksverkun árlega, þá er eigi gott viðgerðar. A sjómönnum og kaupmönnum verður sökin að lenda, saineiginlega ; hjá því verður eigi komizt; og er það sorglegt, þegar sak- lausir líða ; því hjer er ekki því að skipta, hvorki um sjómenn eða kaupmenn, að það sjeu allir sjómenn, allir kaupmenn. Engan veginn; og því fer betur. Eins og jeg hefi áður tekið fram, voru margir sjómenn og kaupmenn, sem 1890 vönduðu fisk- verkun betur en nokkru sinni áður. Hjer verður að reyna að greiða hið hvíta frá hinu svarta; en hvernig? J>að verður að komast f ljós, hverjir þeir eru, sem eigi hirða um að verka saltfisk eptir þeim reglum og ráðum, sem þegar eru öllum kunn ; hverjir þeir eru af kaupmönnum, sem senda hálf- hráan og illa verkaðan saltfisk; og hvert þeir senda hann. Að svo stöddu virðist nægja, að menn hugleiði brjefið frá konsúlnum í Billbao og reyni að sannfærast um, að hjer þurfi að bæta ráð sitt. Nú er hentugur tími, í byrjun vertíðar, og hverjum einum hægt að viðhafa þær reglur, sem nauðsynlegar eru til undirbúnings : 1., að blóðga hvern fisk ; 2., að merja hann hvorki nje rífa í upp- burði eða slæging: 3., að fletja vandlega og hreinlega; 4., að skafa af blóð; 5., að þvo í salt; 6., að leggja fallega í stafla; 7., að salta jafnt og hæfilega; 8., að verja fiskstaflann öllum óþrifum, mold o. s. frv. Leyfi jeg mjer að skora á bjaryráðanefndir og vandvirka sjómenn, að skrifa hjá sjer nöfn trassanna, sem ekki vilja eða ekki nenna að vinna að þessum undirbúningi saltfiskverkunarinnar, svo þeir verði ein- kenndir í blöðum, öðrum til viðvörunar; og skyldu vottar við hafðir. Sömuleiðis skora jeg á kaupmenn, að þeir hafi gát á blautfisktöku og alla nauð- synlega vandlætingu, en skrifi vottanlega hjá sjer nöfn þeirra, ef nokkrir verða, sem sýna kæruleysi og skeytingarleysi í undir- búningi undir fiskverkun þetta ár; og, þegar jeg fæ nöfnin, þá hefi jeg einurð á að gjöra þau kunn. Bjargráðanefndir! Einhverjir láta sjer umhugað að bera það út, að þjer gjörið ekkert gagn,—að þjer gjörið ekkert. Hverjir þeir eru veit jeg ekki, þótt jeg gizki á, að þeir hinir sömu mundu lítið gjöra þar sem ekkert væri í aðra hönd. Ef þjér vinnið, og vinnið af bróðurlegum kærleika, þá þarf þetta engin áhrif á yður að hafa. Beynið að halda fundi ykkar á milli og við sjó- menn, og reynið að fá þá til að fylgja yð- ur. Jeg get vitnað um flestar nefndir í Gullbringusýslu, að þær hafa allar unnið eitthvað að tilætluðum starfa, nema bjarg- ráðanefndin á Vatnsleysaströnd; frá henni hefi jeg engin skeyti eða skýrslu fengið. Sumar nefndirnar hafa unnið mikið. Eitt, sem þeir úr sjer spúa, er það, að mjög fáir hafi lýsi eða olíu með sjer á sjó. —þótt nú svo væri, að færri en skyldi, hefðu lýsi með sjer á sjó við Faxaflóa, þá er eðlilegt, að bjargráðum flýtír eigi við sundrunga-spýju þeirra, en jeg vona að nefndirnar reyni að leiða þá til að hafa lýsi eða olíu á sjó—hafa kjalfestupoka— og hver helzt ráð, sem að góðu kynnu að verða, þá, sem vilja gjöra það góðfúslega; að kaupa þá til þess, er ekki tilætlunin. Jeg hefi fengið brjef að austan, norðan og vestan frá bjargráðanefudum, og auk þeirra nefnda, sem jeg hefi áður auglýst í blöðunum eru þessar nefndir myndaðar í Austur-Skaptafellssýslu, eptir brjeflegri áskor- un minni á sumri var til prófasts síra Jóns Jónssonar í Bjarnanesi og verzlunarstjóra herra E. Benidiktssonar á Papós. 1. Bæjarhreppur: Eggert Benidiktsson á Papós, Jón Bergsson á Krossalandi og Ei- rfkur Halldórsson á Hvalnesi. 2. Nesjahreppur: Eymundur Jónsson í Dilknesi, Jón Einarsson á Ilafnanesi og Einar Stefánsson í Arnanesi. 3. Mýrahreppur: Gísli Jónsson á Baufar- bergi, Jón Jónsson (eldri) á Hólmi, og Jón Bjarnason í Odda. 4. Borgarhafnarhréppur: Sveinn Eiríksson í Kálfafellsstað, Eyjúlfur Bunólfsson á Beyni- völlum, |>órður Jónsson á Kálfafelli, Jóhann Magnússon í Borgarhöfn og Jón Jónsson eldri á Smyrlabjörgum. Herra þorsteinn Jónsson, læknir á Vest- manneyjum, skrifar mjer f- 91: »Beynslan smásýnir mönnum, að lýsi og steinolía gjöra mikið gagn. Jón Sighvatsson (frá Efri- Holtum) fór hjeðan til lands f, eptir 5 vikna teppu; sjór var eigi góður og lykkjugrunn(?), svo það vantaði fulla skipslengd til þess, að að landi flyti; setti hann þá 16 potta af stein- olíu í sjóinn, til að verjast áföllum; fór þá enginn dropi í bátinn; en hann fullyrti, að annars mundi sjór hafa holfallið aptan yfir hann, og máske kæft hann niður, en sjálf- sagt skemmt mjög vörur þeirra; báturinn, (sexæringur) var hlaðinn............. Sigurður Sigurfinnsson, formaður bjargráðanefndarinn- ar, er kappsamur og framfaramaður; fyrir hans forgöngu er hjer stofnaður vísir til styrktarsjóðs fyrir ekkjur og börn drukkn- aðra og hrapaðra manna; sömuleiðis að hjer hafa nú verið gjörð samskot, til að setja upp 4 Ijósker til að vísa sjómönnum að Eyjura og inn »Leiðina« í myrkri, og styrkir skipa-ábyrgðarsjóðurinn þetta. Jeg hyggnú, að flestir formenn hjer muni hafa ýla og lýsi stöðugt með í vetur; nokkrir gjörðu það í fyrra. í dag fiskaðist allvel, 2 hlóðu, fengu 35 og 29 af vænum þorski, aðrir fiskuðu vel, nokkrir sárlítið; menn álíta, að tals- verður fiskur sje kominn, en hann nauð- liggi......« 0. V. Gislason. Aukalæknir í Ólafsvík- A seinni árum hefir alþingi veitt fje til muna til þess, að bæta úr hinni miklu læknafæð hjer á landi, svo að uú eru komnir aukalæknar sumstaðar, þar sem þeirra þurfti mjög við. En þrátt fyrir það hefir þó al- þíngi gjörsamlega daufheyrzt við þeirri ósk Snæfellinga, að veita fje til þess að auka- læknir yrði skipaður í Ólafsvík, er þó virðist mjög óskiljanlegt þeim, sem gjörla þekkja til, hve örðugt er að ná til læknis undan Jökli úr Stykkishólmi. þetta, að fá aukalækni undir Jökli, hefir verið eitt hið mesta áhugamál hin síðustu ár, þeirra hreppa, er eðlilegast væri, að nytu þessa aukalæknis, enda var á undirbúnings- fundi, sem haldinn var í Olafsvík á undan síðasta þórnesfundi, lögð sjerstök áherzla á, að þingmanni kjördæmisins væri falið að flytja það á síðasta þingi, sem og var gert, þótt árangurinn yrði, eins og öllum er kunn- ugt, enginn. Með því nú að mál þetta er engu síður áhugamál manna nú en þá, og þörfin fyrir aukalækni þenna engu miuni nú en þá, og það mun koma fyrir næsta þing, vildi eg til skýringar fara um það nokkrum orðum. Menn hafa ímyndað sjer, að alþingi hafi eigi veitt fje til þess að launa þessum auka- lækni af þeim ástæðum, að það hefði eigi sjeð það fært, vegna útgjalda landssjóðs um, leið og það veitti fje til að launa aukalækni í Dalasýslu, og að með því að skipa auka- lækni þar, væri svo minnkað umdæmi lækn- isins í Stykkishólmi, að Jöklurum nægði hann. Hefði nú svo verið, að þetta hefði vakað fyrir alþingi við byrjun þessarar fjár- veitingar, getur þeim, sem til þekkja, eigi dulizt, að það hefir verið, einkanlega hvað hinni síðari ástæðu víðkemur, mjög mikill misskilningur; því þó aldrei nema að lands- sjóður hefði eigi þolað þessa fjárveitingu, sem mjög er óskiljanlegt, þá er hitt þó í augurn opið, að umdæmi læknisins í Stykk- ishólmi, eins og það er nú, er svo fjarska

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.