Ísafold


Ísafold - 21.03.1891, Qupperneq 3

Ísafold - 21.03.1891, Qupperneq 3
91 of stórt og illa lagað til þess, að hann geti fullnægt þörfum manna með lækishjálp undir Jökli. Sjerstaklega er það óhentugt fyrir- komulag, að umdæmi hans skuli einnig ná yfir Eyjahrepp á Breiðafirði og Kolbeinsstaða- hrepp, því komi svo fyrir, að hans sje vitj- að undan Jökli og hann sje staddur á öðr- um hvorum þessum stað, þá er gjörsamlega ógjörningur að ná til hans. En þó nú aldrei nema að þessir hreppar báðir væru teknir af umdæmi hans, er varla mun verða, þá er (þó hann yrði jafnan hittur eigi langt frá heimili sínu) svo langt alstaðar undan Jökli, að ná til hans, að fátæklingar—og það eru nær allir þar—geta alls eigi borið þann kostn- að, er slikar ferðir hafa í för með sjer. Vegalengdin ein, að ná lækni undan Jökli úr Stykkishólmi, ætti að vera meir en nóg ástæða til þess, að aukalæknir fengist þar, þótt eigi bættist þar við getuleysi manna, bæði hestaleysi, og efnaleysi að borga slíkar ferðir. Sem dæmi upp á vegalengdina skal eg taka það fram, að utan af Ondverðarnesi, Böruvík, Saxahóli og þeim bæjum verður eigi náð lækni úr Stykkishólmi á skemmri tíma um hásumarið eti allt að 2 sólarhringum, með því móti að engin viðdvöl verði neinstaðar, og sá, sem vitjar læknisins, hafi 3 duglega hesta til reiðar ; en telja má það reyndar víst, að eigi sje neinstaðar á þessu svæði til t.aks svo duglegir hestar, er ríða mætti, að þetta yrði framkvæmt á þessum tíma. Jpessi ferð má reikna að kostaði þetta : læknirinn með 2 hesta í fjóra daga 32 kr., maðurinn, sem vitjaði læknisins, með 3 hesta í 2 daga 18 kr. og maðurinn, sem fylgdi lækninum til baka með 1 hest í 3 daga, eða samtals kostnaður í minnsta lagi við að vitja læknis undan Jökli í Stykkishólmi 6ð kr. Beyndar mun þessi kostnaður allt of lágt reikuaður, t. a m. þar sem lækninum eru eigi ætlaðir nema 4 dagar í ferðina, er mun vera of lítið; en þótt hann væri nú sennilega reikn- aður, þá get eg af eigin eptirgrennslun full- yrt, að enginn maður á þessu svæði og það inn á Sand, er svo efnum búinn, nema í mesta lagi 2 menn, að borið geti þennan kostnað. En fleiri geta þó þurft læknis við. í Ólafsvík mætti ná lækni á þessu svæði á 6—8 kl.st., og mundi sú læknisvitjun eigi kosta öllu meira en 8—10 kr. Erá Lóni, Malarrifi, Hellnum og Stapa mun mega ná lækni í Stykkishólmi um áhsumarið á 3 dægr- um á 3 hestum duglegum með tafarlausu á- framhaldi, og mun sú læknisvitjun eigi kosta mikið undir 60 kr. Ur Breiðuvík (fyrir inn- an Stapa), ytri hluta Staðarsveitar, Ólafsvík og enda Sandi, mun mega ná lækni í Stykk- ishólmi um hásumarið með góðu áframhaldi og duglegum hesturn á sólarhring, og mun sú læknisvitjun kosta nær 50 kr. En optar þarf læknis að vitja en um hásumarið, og er jafnvel ómögulegt getum á að grípa, hve latigan tíma þarf til að ná lækni af þessu svæði á vetrum, en tíðast er það frágangs- sök, ef ófærðir eru. Aptur á móti mætti ná Iækni í Olafsvík frá Lóni og Malarrifi á 10 klst.; frá Hellnum og Stapa á 6—8 klst.; úr Breiðuvík og ytri hluta Staðarsveitar á 4—6 klst., og af Sandi á 2—3 klst. f>egar þannig er athuguð hin mikla óhægð á því, að ná lækni af þessu svæði úr Stykkis- hólmi hjá því að ná lækni í Ólafsvík, og maður einnig kynnir sjer efnahag og ástæð- manna almennt á þessu svæði, getur manni eigi dulizt það, að óvíða mun vera jafnbrýn þörf á lækni og hjer. það mun og engu síður mæla með þessu máli í augum þeirra, er sanngjarnlega vilja á það líta, að hjer er að mörgu Ieyti öllu meiri þörf en annarstað- ar á eptirlitum læknis með hýbýlaþrifnaði, matvælameðferð o. fl. Eg skal því eigi fara fleiri orðum um nauðsyn á aukalækni á þessu svæði, þó fleira mætti um það segja, og allir,sem vilja líta á kringumstæðurnar, hljóti að játa það, en einungis fara nokkrum orðum um aðsetursstað hans (aukalæknisins) og um- dæmistakmörk, í von um að alþingi á kom- anda sumri viðurkenni þessa nauðsyn og veiti fje til að launa honum, og skal eg einn- ig stinga upp á upphæð þeirri. Aðsetursstaður aukalæknisins undir Jökli virðist mjer sjálfsagt að væri í Ólafsvík, bæði af því að Ólafsvík er næst miðbikium- dæmis þess, er eg skal síðar nefna — nema að hann sæti á Sandi —, og hinu, að hún er fólksflesta þorpið kringum Jökulinn. Beynd- ar verður að ganga að því vísu, að ef auka- lækninum er gert að skyldu að sitja í Ólafs- vík, þá verður að launa hann ofurlítið ríflegar en ef hann sæti annarstaðar, því þar getur hann engan styrk haft af land- búnaði. Umdæmi aukalæknisins yrði að vera þann- ig ákveðið, að það geti orðið sem hagan- legast fyrir umdæmis(sýslu-)búa,ogað það jafn- framt geti legið sem eðlilegast saman við aðal- læknisumdæmið. Eg get því eigi stungið upp á haganlegri afmörkun þess en svo, að pað nái frá Búlandshöfða að norðanverðu og innst í miðja Staðarsveit að sunnanverðu, t. a. m. að Görðum. Eyrsveitingum mun vera öllu hægra að vitja læknis í Stykkishólm en í Olafsvík, því þá þurfa þeir eigi að fara yfir Búlandshöfða. Einnig er Staðsveiting- um hægra að vitja lækuis í Stykkishólm en Olafsvík, úr því kemur inn fyrir Garða. Yæri umdæmið þannig ákveðið, samanstæði það af Neshreppum báðum (ytri og innri), Breiðu- víkurhreppi og ytri hluta Staðarsveitar, og yrði það að víðáttunni til alls eigi svo lítið; en við það yrði aðallæknisumdæmið, eins og eðlilegt er, til mikilla inuna minna; en sjer- staklega yrði það í mikið betri afstöðu til þess að jafnan yrði auðvelt að ná til læknis í Stykkishólmi, þótt það geti aldrei virzt nema óhaganlegt og óeðlilegt, að það einnig nái yfir Eyjahrepp á Breiðaf., eins og áður er á vikið; því títt getur svo fyrir komið, eins og reynslan hefir sýnt, þegar læknis er vitj- að sunnan úr hreppum, að hann sje þá vest- ur í eyjum, og er þá gjörsamlega ómögulegt að ná til hans, ef hlutaðeigandi hefir eigi efni á að kaupa skip og menn, sem jafnan er mjög dýrt, til að sækja hann þangað. Fengist nú aukalæknirog umdæmi hans yrði líkt ákveðið og jeg hefi drepið á, samanstæði aðallæknisumdæmið af Eyjahr. á Breiðaf., Eyrarsveit, Helgafellssv., Skógarströnd, Kol- beinsstaðahr., Eyjarhr., Miklaholtshr., og syðri hluti Staðarsveitar, og má það virðast allsendis nógu stórt fyrir einn lækni. jpegar tekið er tillit til stærðarinnar á auka- læknisumdæminu, og hins, að honum væri gjört að skyldu að sitja í Olafsvík, virðist mjög nær sanni farið, að laun hans væru 1000 kr.; því hvorugt er hugsandi, að auka- læknirinn gæti eigi lifað sómasamlega á þess- um launum, eða að alþingi mundi nema fjár- veitingu þessa meira en svo víð nögl. En jafnframt sýndist mjer það eigi óhyggilegur búhnykkur, þó alþitigi um leið ályktaði, að laun aðallæknisins yrðu eptir næstu lækna- skipti eigi nema 1500 kr. þ>að mundi mjög sanngjarnt.samfara umdæmisminnkuninni, og honum eigi vorkunn að lifa á þvi. Mál þetta mun einnig verða til meðferðar á næsta sýslufundi, auk þess sem það verð- ur rætt á þórnesfundi í vor, og skal jeg því eigi fara fleiri orðum um það að svo komnu, í von um að það fái góðan árangur á næsta þingi, og Jöklarar þar af leiðandi þurfi eigi framvegis, eins og undanfarið, að vera án þess að ná í læknishjálp af óviðráðanlegri vegalengd og óbærilegum kostnaði. Einar porkelsson. Póstskipið Laura (Christiansen) lagði af stað í nótt áleiðis til Khafnar. Með því fór sýslumaður Aagaard, er kom hing- að snöggva ferð um daginn, heim til sín aptur til Vestmannaeyja; til Færeyja kon- súl Paterson og ætlar þaðan til Austfjarða með »Thyra«, en til Englands kaupm. jþorl. O. Johnson, með 2 börnum sínum, og 1 vesturfari til Chicago; og til Khafnar Mark- ús skipstjóri Bjarnason, kennari við stýri- maunaskólann. Verzlunarfrjettir frá Khöfn 28. febr. Yorull selzt illa. Liggur mikið óselt á Englandi ; verðið þar 8-| til 8f d. I Khöfn síðast gefnir 66 a. fyrir norðlenzka og vestfirzka haustull, 48 fyrir mislita og 48 fyrir (aðra) haustull. Fyrir saltfisk stóran gefnar í Khöfn 50—55 kr. skpd., smáfisk 35—38, og ýsu 27—30 kr. Frá Norvegi frjettist. að þar sje lítið um afla enn, vegna storma og vestanvinda. Fyrir gufubrætt hákarlslj'si gefnar 35— 36 kr. tunnuna, og pottbrætt 34—34£, dökkt 28 kr. og sellýsi 34£ kr. Sauðakjöt í 56 kr. tunnan. Sauðagærur 5f til 5-| kr. vöndullinn (2 gærur). Sundmagar 30—35 a. pundið. Æðardúnn 11 kr. Búgur er mikið að hækka í verði, nú í 6 kr. 100 pd. Búgmjöl 6,30—6,40 a. Bankabygg 8,30 til 8,60; lakara 7,70 til 8,00. Kaffi 72 a., betra 75—77 a. Kandís 17—18 a. Hvítasykur 16f a. Púður- sykur (farin) 13 til 13J a. Hrísgrjón 8f til 10 a. Aflabrögð- Bóið hefir verið hjer al- mennt þessa daga og aflazt sæmilega, af vænni ýsu, og þorskvart. Mannslát. Hinn 17. þ. m. audaðist í Hafnarfirði einn með elztu og merkustu borgurum þess kauptúns, Árni smiður Hildi- brandsson, fæddur að Asi við Hafnarfjörð 1814, sonur Hildibrands bónda Gíslasonar, er þar bjó og var skipasmiður. Arni heitinn var góður smiður bæði á trje og járn, at- orku og ráðdeildarmaður mikill, enda fjáður allvel; vel látinn og vel metinn. Hann var tvígiptur og orðinn ekkjumaður í annað sinn. jprjú börn hans lifa eptir fyrra hjóna- bandið, einn sonur og tvær dætur; er önn- ur þeirra kona Jóns kaupmanns Bjarna- sonar í Hafnarfirði. Jarðarför Arna heitins á fram að fara miðvikudag 25. þ. m. á Bessastöðum kl. 2. Leiðarvísir ísafoldar. B94. í N.hreppi kom fyrir í fyrra vetur pen- ingaþjófnaöur, sem viö rjettarrannsókn ekkert varð uppvíst um, en oddviti hreppsins ljet á sjer heyra að hann vissi, hvar peningar þeir væru niður komnir, og seinni part vetrarins, sagði hann, „að peningarnir væru komnir langt i burtu“ án þess þó að nafngreina nokkurn til þess, en maður nokkur sem var á bæ þeim, sem haldið var að þjófnaðurinn helði verið framinn, feröaðist langt þaðan seinnipart vetraríns, og þótti þvi líkast, að oddviti beindi þvi helzt að honum, uð hafa komið peningunum undan. (letur nú ekki sá, er grunaður er um, að hafa lcomið peningunum undan eptir þessum líkum, krafizt þess, að oddviti sje skyldaður til að sanna þetta framangreinda, og þarf að leggja þetta mál fyrst fyrir sáttanefnd ? Sv.: Tilgreind ummæli oddvita eru svo óá- kveðin, að hann verður naurnast dæmdur fyrir þau. Sje mál höfðað, verður það að leggjast fjTrir sáttanefnd ; það er einkamál. 695. Hjer er þjettbýlt og hagar svo til, að þrjár jarðir eiga aðal-beitilönd sin saman, nefnil. óskipt, en á einni af jörðum þessum liggja eng-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.