Ísafold - 01.04.1891, Síða 3

Ísafold - 01.04.1891, Síða 3
103 skora á alla þá, sem hlut eiga að máli, bæði fiskimenn og kaupmenn, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, bæði með verkun og alla aðra meðferð á fiski, sem miðar til um- bóta, svo þessu verði aptur hrundið í lag. þjer fiskimenn ! látið vkkur umhugað um að eiga sem beztan og fallegastan fisk, svo ekki verði sagt með sönnu, að þjer bjóðið kaup- mönnum svikna vöru. þjer kaupmenn ! bind- izt föstum samtökum með að taka ekki nema góðan fisk, og ef einhver býður annað, þá að gera nægilegan verðmun, allt að tíu krónum á skpd., hver sem í hlut á. það, að gera verðmun á vondum og góðum fiski, eykur samkeppni og áhuga, og verður þess vegna að heilladrjúgum notum. Reykjavík, 31. marz 1891. Gunnlaugur Pjetursson. G. Jónsson. 1 Kvöldskóla verzlunarmanna í Reykjavík var slitið 28. f. m., og hafði kennsla í skólanum farið fram til þess tíma frá því í byrjun októbermánaðar síðastl. — Aðalkennslugreinirnar voru : reikningur, danska, enska og íslenzka (rjettritun og brjefa- skriptir), svo og verzlunarlandafrœði, sem mest var kennd með fyrirlestrum. Enn fremur voru nokkrir fyrirlestrar haldnir í fslenzkri verzlunar- og siglingalöggjöf, efna- fræði og eðlisfræði. Rúmlega 20 lærisveinar nutu kennslu í skólanum, og var þeim skipt í 2 deildir, efri og neðri. Undir próf, er haldið var áður en skólanum var slitið, gengu 6 nemendur úr efri deild og 12 úr hinni neðri. Beztan vitnisburð í efri deild fengu þeir Ágúst Bjarnason og Helgi Zoega (5,42), en í neðri deild Borgþár Jósefsson (5,83), og fengu þessir nemendur ásamt nokkrum öðrum (Olafi Arinbjarnarsyni í e. d., Einari Björnssyni og Tómasi Gíslasyni í n.d) lof stjórnenda skólans fyrir sjerstaka ástundun og iðni við námið. Kennslan fór að eins fram á kvöldin, kl. 8—10, og þó eigi á laugardögum nem aðra hvora viku. Flestallir nemendur voru ungir verzlunarþjónar úr Reykjavík. Skólanum verður haldið áfram næsta vet- ur, og í fullkomnari stíl, ef eigi bagar fjár- skortur eða aðrar tálmanir. Norskt gufuskip, »Anna«, 180 smá- lestir, skipstj. Simonsen, fór hjer hjá á páskadag (29. f. m.) á leið til Akraness og Borgarness með vörufarm til þeirra kaup- túna frá kaupm. Lange í Björgvin. Kom við á Vestmannaeyjum daginn áður, eptir 10 daga ferð frá Björgvin vegna storma og andviðris, þá orðið kolalaust, með því að kolaforðinD til heimleiðarinnar var undir í skipinu. Viður var töluverður á þiljum uppi og hafði orðið að fleygja honum út- byrðis á leiðinni mestöllum, en hinu varð að kynda undir gufukötlunum síðustu nótt- ina, áður skipið kom til eyjanna, ásamt 1000 kr. virði af köðlum. Hafði skipstjóri talið víst með sjálfum sjer, að þeir færust þá nótt. þegar birta tók, var dregið upp flagg og kom þá von bráðara hafnsögumað- ur frá Vestmannaeyjum. Var þeitn þá borgið. Með skipinu kom hingað til lands bak- arameistari Endresen frá Reykjavík. Skipið ætlar beint til Björgvmar frá Borg- arnesi og síðan til Khafnar, og þá þaðan beint til Borgarness aptur og verður í sigl- ÍQgum hjer í sumar hafna á milli, og jafn- Vel inn á Hvammsfjörð. Hvalveiðaskip norskt hafði ogkom- ið til Vestmannaeyja nýlega á leið til vest- fjarða, eptir 26 daga leið frá Kristjaníu og orðið uppiskroppa af kolum; fekk þar 25 skpd. Skiptapi er sagður af Eyrarbakka 25. f. m.; 9 menn drukknuðu, að sögn. Nánari skýrslu vantar. Skipi hvolfdi á útsiglingu í fiskiróðri frá Vestmannaeyjum laugardaginn fyrir páska, skammt frá landi, en mönnum varð bjarg- að af 2 skipum öðrum, er voru rjett á eptir, og skipið náðist einnig óskemmt til lands skömmu á eptir. Brauð veitt. Húsavík í þingeyjar- sýslu veitt af landshöfðinga 22. f. m. síra Jóni Arasyni á þóroddsstað eptir kosningu safnaðarins. Aðrir sóttu eigi. Mannalát. Blöðin hafa með fám orðum getið um, að Helgi sdl. Jónsson,bónd- að Árbæ, andaðist hinn 3. jan. þ. á., en að öðru leyti hefir hans ekki verið minnzt ; er það samt verðugt að hans sje getið að nokkru í sam- anburði við flesta aðra. Helgi sál. var fæddur að Arbæ í Holtum hinn 22. ágústm. 1842. Foreldri hans voru Jón hreppst. Runólfsson og Sigríður Jóns- dóttir. Hann missti ungur föður sinn, en móðir hans, sem hjelt áfram búskap eptir mann sinn og sem að öllu var hin mesta fyrirtakskona, veítti honum hið bezta uppeldi, og fjekk hann í æsku meiri menntun en þá var títt hjá almenningi að veifca börnum. Vorið 1868 brá móðir hans búi, og tók Helgi sál. þá við búskap að Ar- bæ og bjó þar síðan fram til dauðadags ; sama vor gekk hann að eiga ungfrú Helgu Sigurðardóttur frá Barkarstöðum í Fljóts- hlíð, systurdóttur hins alkunna ágætismanns, síra Tómásar Sæmundssonar. Æfi Helga sál. var tilbreytingarlítil hið ytra, en því auðugri var hún að öllu því, sem prýðir góðan og heiðarlegan mann. Allir, sem þekktu hann, bæði virtu hann og elskuðu sökum mannkosta hans, sökum hóg- værðar hans og stillingar, sökurn góðmennsku hans og ljúfmennsku, sökum þess, hve hann var samvizkusamur, vandaður og hreinskil- inn í allri hegðun sinni. Sveitarfjelagi sínu var hann einn hinn þarfasti meðlimur, þar sem hann bæði bar jafnan einn hina mestu byrði til fjelagsþarfa og rjeð fram úr mörg- um erfiðleikum, sem fyrir komu, með hinum skynsamlegu tillögum sínum, enda hafði hann verið bæði hreppstjórí, hreppsnefndar- maður og hreppsnefndaroddviti. Báru allir til hans fullkomið traust í hverju máli sem var, og tillögur hans voru jafnan mikils metnar, sem og maklegt var. Hann studdi allt það, sem verða mátti sveit hans og hag almennings til heilla og framfara. Aður en hann ljezt, hafði hann hýst bæ sinn prýðis- vel og reist þar mjög vandaða kirkju. Fyrir sveitar- og kirkjufjelagið er að honum hinn mesti söknuður, og þess mun að líkindum langt að bíða, að sæti hans verði skipað jafngóðum dreng og heiðarlegum manni. Gefi guð landi voru marga slíka menn, þá mun þjóð vor eiga blessunarríka daga fyrir höndum. Ó. Ó. »Hinn 8. júlí f. á. IjeztMagníi.s bóndi Bafns- son á Sigurðarstöðum á Melrakkasljettu, 57 ára að aldri, af lungnabólgu, eptir 2 daga legu. Hann var einn af helztu bændum á Sljettu*. »Hinn 18. júlí f. á. ljezt bróðir Magnúsar, Sigurðíir bóndi Bafnsson á Snartastöðum í Núpasveit, 58 ára að aldri, af taki og lungna- bólgu, eptir 16 daga legu. Hann var einn með nýtustu bændum hreppsins, tvisvar skip- aður hreppstjóri, og í hreppsnefnd jafnopt sem lög leyfa að kjósa menn til þess starfa. þeir bræður voru synir Rafns Jónssonar, Vigfússonar Jónssonar sýslumanns í þing- eyjarsýslu*. »Hinn 6. marz þ. á. andaðist Jón Jónsson bóndi í Borgarholti í Miklaholtshreppi, um sextugt,heldur valinkutinur maður, mesti auð- kýfingur að sauðfje hjer í sýslu ; hann var bú- inn að liggja í allan vetur í lungnatæringu. Miklhreppingar mega sakna hans sem sveit- arstoðar». Leiðarvísir ísafoldar. 705. Má sóknarprestur, er sökum lasleika ekki getur einn aóst.aðið í embættisþjónustu, taka hvern þann guðl'ræðiskandidat eða prest- vígðan mann í sína þjónustu, er hann sjálfan lystir og biskup samþykkir, án þess að leita um það álits safnaðarins ? Hvernig getur það sam- rýmzt við prestakosningarlögin ? Sv.: Prestakosningarlögin (frá 8. jan. 1886) veita söfnuðum að eins hlutdeild í veitingu brauða, en enga hlutdeild i skipun aðstoðar- presta. 706. Getur sóknarpresturinn til langframa haldið embætti, ef hann svo mánuðum skiptir ekki gjörir eitt einasta prestsverk sjálfur, en lætur aðstoðarprest hafa þau öll á hendi ? Sv.: Bkki ef vonlaust er alveg eða hjer um bil um, aö bót ráðist á því, er bagar prest frá embættisþjónustu. 707. Jeg hefi af gáleysi, en samkvæmt kröfu sýslumanns, greitt um 2 ár skatt af húsi, er sam- kvæmt þinglýstu veðskuldabrjefi stendur í eði fyrir jafnhárri skuld og húsið er virt; get jeg ekki fengið endurborgað þetta gjald, sem eptir lögum frá 14. des. 1887 er of tekið ? Sv.: Jú, sje það af gáleysi tekið. 708. Uetur húsbðndi ekki skyldað hjú sitt til að vera kyrrt í vistinni næsta krossmessuár upp á sama kaup og árið áður, ef hjúið hefur ekki á neinn hátt lá’tið húsbðndann vita fyrir jól, aö það ætli í burtu frá honum? Sv.: Rei, alls ekki. 709. Verka hin nýu lög um framfærslurjett óskilgetinna barna, eptir að þau öðluðust gildi, á öll óslcilgetin börn, sem eru á ómagaaldri, hvort, sem þau hafa fæðzt fyrir eða eptir að lög- in öðluöust gildi ? Sv.: Já. 710. Hver er skyldur að flytja ómaga (gam- almenni), sem neitar að fara þvingunlarlaust 1 stað þann, sem hreppsnefndin hefur ráðstafað honum í ? Hvort sá er ómagann hefur haldið? eða sá sem honum er ráðstafað hjá ? eða viðkom- andi hreppsnefnd ? Sv.: Hreppsnefndin verður að gjöra það, hafi hún við hvorugan samið um það. í'ÍNN KAMGARNS-DIPLOMATFKAKKl og vesti er til sölu. Ritstj. vísar á. Undertegnede Repræsentant for Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassurance Compagni forBygninger, Varer, Effeoter, Creaturer og Höe & &, stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modta- ger Anmeldelser om Brandforsikring for Syslerne Isaflord, Bardastrand, Dala.Snæfells- nes og Hnappadal, samt meddeler Oplysning- er om Præmier etc. N. Chr. Gram.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.