Ísafold - 04.04.1891, Side 1

Ísafold - 04.04.1891, Side 1
ISAFOLD. ÍCemur út á miðvikudögum og, laugardögum. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð. XVIII 27 Landsbankinn. 1. Aðalreikningur landsbankans fyrir árið 1890, er birtur var í síðasta blaði, ber með sjer, að heldur hefir verzlun hans aukizt það ár, og það að mun í sumum greinum. þar á meðal hafa lántökur úr bankanum verið meira en þriðjungi meira en árið áður, sem sjá má þessu samanburðaryfirliti: 1889 1890 Fasteignarveðslán kr. 39,052 69,436 Sj álfskuldaráby rgðarlán — 21,200 44,785 Handveðslán .... — 13,625 12,010 Lán gegn ábyrgð sveita- pg bæjarfjelaga , . — 8,550 3,500 Samtals kr. 82,427 129,731 Sennilegt er, að talsvert af þessum 130 þús. kr., er bankinn hefir fengið ávaxtaðar með föstum lánum árið sem leið, hefði leg- ið kyrrt í bankanum óávaxtað, ef hann hefði eigi tekið upp það hyggilega ráð þá í árs- byrjun, að lækka vextina að miklum mun, ofan í 4^fo úr 5°/>, og lengja stórum afborg- unarfrestinn, allt að 20 árum, í stað 10 ára áður í mesta laga. Mjög líkt er hlutfallið hvað víxlaverzlun- ina snertir eða víxillániu. þau námu 72 þús. kr. árið 1889, en 115 þús. kr. árið 1890. þau fara óðum vaxandi. Endurgreiðslur lána (reglulegra) voru árið 1889 ...................um 115,000 kr. — 1890 .....................— 102,000 — E11 af víxillánum endurguldust árið 1889 ...................um 68,000 kr. — 1890 .....................— 102,000 kr. 1 víxillánum átti bankinn útistandaudi í árslok að eins rúmar 22 þús. kr., en í öðr- um lánum um 655 þús. kr., 1 stað 627 þús. árið áður. Munurinn er þvi að eins 27—28 þús., er bankinn átti meira í lánum við þessi árslok en árin áður. En með því að innlög í bankann hafa verið margfalt meiri en því nemur, þá hefir hann orðið að verja á því ári allmikilli upphæð af veltufje sínu, meira en 90,000 kr., í konungleg ríkisskulda- brjef, til þess að sitja ekki uppi með of mikið af því ávaxtarlaust. Aður var hann bú- inn að eignazt ríkisskuldabrjef fyrir um 160,000 kr., og er raunar talsvert af því varasjóður bankans, er skal varið í slík verðbrjef, eptir bankalögunum. þrátt fyrir allt þetta átti hann samt fyrirliggjandi í sjóði við árslok nær 180,000 kr. það eru víxillánin, sem mestur vöxtur er í, og þurfa þau raunar eigi að aukast til- takanlega til þess, að bankinn komi áþann hátt út öllum sínum peningaforða. Enn sem komið er má það heita undantekning, 8>ð kaupmenn láti svo lítið að nota fje bankans, en það eru þeir langhelzt, er noikil víxillán taka, hvar sem er. það er eins og þeir vilji miklu heldur eiga víð útlendar peningastofanir eða peningamenn og vöru- Reykjavík, laugardaginn 4 apríl. lánveitendur, þó að landsbankinn taki langt um minni vexti heldur en útlendir kaup- menn að minnsta kosti, ér byrgja kaupmenn vora upp með vörur. þeim finnast líklega vera einhverjir þeir agnúar á viðskiptunum við landsbankann, að þeir sneiða hjá hon- um í lengstu lög. Reikning8lan úr landsbankanum eru enn óþekkt. Sýnir það, hve ótrúlega lengiþjóð- in er að komast upp á þá nýbreytni, svo ýtarlega sem þó hefir verið reynt að koma mönnum í skilning um, hver hlunnindi og þægindi mætti skapa sjer með þeim. Bankastjórninni getur það naumast verið að kenna, því að fráleitt mundi það látið liggja í láginni, ef hún hefði sýnt af sjer einhverja óþjálni í því efni. Eina hagnýting bankans hafa menn kom- izt nokkuð upp á þetta ár, er áður var hjer um bil óþekkt. það er að leggja fje í hann á hlaupareikning (eontocourant), sem kallað er. það munu vera helzt kaupmenn, er byrjaðir eru á því. þeir hafa og helzt með það að gjöra. það er sýnilegt hagræði og áhættuljettir, að snara þar inn því sem mönnum berst aípeningum á þeirn tímum, er þeir hafa ekkert með þá að gjöra, t. d. milli póstskipsferða o. s. frv. Eins og sjá má reikningum bankans, lætur hann ónotaðar ár eptir ár 70,000 kr. af seðlafúlgu þeirn, er lögin heimila honum að hagnýta sjer, með ábyrgð landssjóðs. Hann hefir sem sje meira en nóg fje í veltu án þessara 70 þúsunda, þ. e. meira en honum hefir lánázt að ávaxta enn sem komið er. Honum hefir borizt miklu meira fje í hendur til að verzla með heldur en við var búizt upphaflega ; en það eru einkum sparisjóðsinnlög. Hann steypti saman við sig sparisjóði Reykjavíkur fyrir 4 árum, með 362,000 króna innlögum þá, en þau hafa vaxið síðan um 200,000 kr., og kemur mik- ið meira en helmingur af þeim vexti á eitt ár, árið 1889, hið mesta veltiár hjer á suðurlandi til sjós og lands um langan ald- ur. þau jukust að vísu nær helmingi minna árið sem leið, um nokkuð ytir 60 þús. kr.; en þó má það mikið heita, er jafnilla áraði til sjóarius hjer \ið Eaxaflóa; og sýnir það, að sparisjóðsvaxtalækkunin, úr 3f°/> niður í 3£"/o, hefir þó engan veginn fælt menn frá að leggja í hann, enda er þetta hinn eini sparisjóður í höfuðstaðnum og því ekki í anuað hús að venda, en alinenningur sjer þar að auki það, sem er, að mest er vanð í hina góðu og öruggu geymslu, er spari- sjóðurinn veitir, meira en fáeinna aura mun í vaxtaupphæðinni. þau voru nær 562,000 kr., sparisjóðsinnlögin í árslok 1890. það var ekki svo lítilgpeningaverzlun, sem sparisjóðsdeild bankans hafði árið sem leið: lagðar inn á árinu nær 300,000 kr., en teknar út aptur rúml. 252,000 kr. Sjeu taldir 300 virkir dagar í árinu, verða það Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrceti 8. 1891 rjett að segja 1000 krónur í innlögum á dag, og útteknar aptur um 840 kr. á dag. Verð- ur það hátt upp í 2000 króna peningaverzl- un á dag að meðaltali, á hverjum virkum degi allt árið, og það í sparisjóðs-deildinni einni saman. Eru það óneitanlega talsverð umskipti frá því, er hjer var alls engin spari- sjóðs-peningaverzlun, hvað þá heldur banki eða söfnunarsjóður, og eru þó ekki nema 19 ár síðan. Tala þeirra, er innlög áttu í sparisjóði bankans í árslokum, var 2163. A því leikur enginn efi, að mikinn þátt á það í vexti og viðgangi sparisjóðsins, að haun hefir verið hafður opinn á hverjum degi nú hin síðustu árin, eins og bankinn sjálfur. það er mikill munur á því, eða þegar hann var ekki opinn nema einu sinni í viku, og þá að eins eina klukkustund á dag. því tíðara sem tækifærið býðst til að safna og spara, því betur verður það notað. Söfn- unarsjóðurinn hefir sjálfsagt talsverðan óhag af þvl, að vera ekki opinn nema alls einu sinni í mánuði og þá að eins 1 klukkustund! — En þó að það sje mikil framför, að hafa sparisjóð opinn á hverjum virkum degi, þó ekki sje nema litla stund, þá er samt eigi fullreynt, hvað hann getur að sjer dregið, fyr en hann er hafður opinn allan daginn hjer um bil. — Eða hvað gera keppinautar hans, veitingahúsin og drykkjusmugurnar, — gömlu sparisjóðirnir okkar Reykvíkinga ! Opnir upp á gátt liðlangan daginn og meira til! Hinn reglulegi varasjóður bankans sjálfs var í árslokiu orðinn rúmar . . 83,000 kr. þar við bætast fyrir fram greíddir vextir, er urðu eign varasjóðs eigi fyr en 1. jan. þ. á. og námu rúmum............................. 14,000 — Enn fremur útistandandi áfallnir vextir í árslok, rúmar .... 3,000 — þetta verða samtals rúmar 100,000 — sem varasjóður bankans sjálfs er í rauninni orðinn nú. En þar við bætist enn vara- sjóður sparisjóðsdeildarinnar, hins fyrver. sparisjóðs Reykjavíkur, fram undir........................ 23,000 — Samanlagt 123,000 kr. sem bankinn hefir upp á að hlaupa, »til óvissra útgjalda, sem upp á kunna að koma«, þ. e. til að standasta það tjón, er hann kann að verða fyrir af einhverjum orsökum. Virð- ist hann vera þannig bilinn að koma svo fyrir sig fótum, að varla þurfi að gjöra ráð fyrir svo stórkostlegu óhappi, að hann fái eigi vel staðizt. það var og ein af helztu skyldum bankastjórnarinnar, að reyna að koma upp handa honum álitlegum varasjóð, og þeirrar skyldu hefir hún óneitanlega gætt rækilega.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.