Ísafold - 04.04.1891, Side 2

Ísafold - 04.04.1891, Side 2
106 Sveitarþyngslin, undirrót þeirra og ráð gegn þeim- Eptir alþm. Sighvat Arnason. „Grísir gjalda, en göraul svín valda“. I. það er ekki að raunarlausu, þó að margt og mikið hafi verið rætt og ritað um sveitar- þyngslin á landi voru — um þennan mikla skatt, fátækraútsvarið, sem yfirgnæfir marg- falt öll önnur gjöld og allt ætlar að kæfa og um koll að keyra, hvenær sem eitthvað harðnar í ári. Ymsar tillögur hafa komið fram, sem hafa átt að miða til umbóta á þessu vandræða- máli eða í þá átt að finna ráð til að kljúfa á sem hagfeldastan hátt þessa miklu út- gjaldabyrði til fátækra. það hefir verið sagt, að fátækrasjóðirnir geti lagt upp í góðu árunum svo mikið sem nægi til þess að standa straum af þvf sem kastast á í hinum lakari árum. það hefir líka verið sagt, að með löngum tíma megi svo auka og ávaxta fátækrasjóðina, að vextir þeirra nægi til að bera alla byrðina, o. s.frv. þetta er nú hægt að segja og setja á papp- írinn, en óhægra er það í framkvæmdinni; því þá yrði að bæta gráu ofan á svart með þessi gjöld, nefnil. að auka þau og marg- falda fram yfir það, sem þörfin krefur í það og það skiptið, og er það þó flestum fulltil- finnanlegt og veitir fullerfitt að inna af hendi. Að vísu er mjög nauðsynlegt og jafnvel ómiss- andi, að fátækrasjóðirnir eigi eitthvað af- gangs frá hinum betri árum til hinna lakari eða bágu ára; en slæmt er það og bágborið, að allar tillögur manna sveitarþyngslunum viðvíkjandi skuli lenda í því sama fari, að vilja koll af kolli auka og margfalda þessa útgjaldabyrði til sveitarsjóðanna, og elta þá, sem byrðina bera, meir og meir, jafnharðan og eitthvað skánar í ári, og fyrirmuna mönn- um með því að geta notið hinna betri ára til að bæta hag sjálfs sín og sjá sjer og sín- um farborða, þegar út af ber. Slík aðferð er því að eins ráðleg, að hóflega sje farið í sakirnar, og að önnur betri ráð sjeu ekki fyrir hendi til að sporna við sveitarþyngsl- unum. Menn munu segja, að lögin frá 11. júlí 1890, um styrktarsjóðina handa alþýðufólki, muni hjálpa upp á sökina, þegar fram líða stundir; látum nú svo vera og gjörum ráð fyrir, að þau gefist vel, verði vinsæl og að tilætluðum notum, þegar menn fara að skammta iir þeim sjóðum; en þau eru samt sem áður eitt af því, sem eykur þessi út- gjöld, ofan á það sem undir er. Ollu þessu má líkja við það, þegar menn eru með ýms- um ráðum og tilkostnaði að hlaða og stýfla fyrir ofurefli vatns langt frá upptökum þess, í staðinn fyrir að veita því um annan farveg frá uppsprettunni, svo það falli ekki án af- láts og óviðráðanlega í þá átt, sem tjón hlýzt af. Sýnt hefir verið fram á, að betur mætti hugsa fyrir en gjört er einhverri þarflegri vinnu handa vinnandi þurfamönnum og öðr- um bágstöddum mönnum, bæði til sjós og sveita, og er það hverju orði sannara, að slíkt mætti mikið færa í lag; en lítið hefir verið að því gert enn sem komið er; allt lendir í því, að kljúfa ár af ári þrítugan ham- arinn til að komast fram úr útgjaldasúpunni, en lítið eða ekkert er gert eða látið til sín heyra í þá átt, að uppræta þá rót.sem sveitar- þyngslin eru að mestu leyti sprottin af og árs árlega spretta af. Löggjöf vor inniheldur margt og mikið um stjórn fátækramála, bæði fátækrareglu- gjörðina gömlu frá 8. jan. 1834, tilskipun um sveitarstjórn frá 4. maí 1872 o. fl., sem mælir fyrir um framfæri þurfamanna og hvernig með skuli fara málefni þeirra yfir höfuð að tala ; en á hinn bóginn hefir löggjöf vor fátt og lítið, sem miðar til þess að koma í veg fyrir sveitarþyngsli, eða til að forða mönnum þeim ófagnaði, að verða þurfa- menn. þó má þar til nefna lög frá 12. jan. 1888, um þurrabúðarmenn, sem hljóta með tíman- um, ef vel er á þeim haldið, að stöðva mikið þurfamannastrauminn frá þurrabúðunum við sjóinn, sem þrátt og opt hefir bakað land- búnaðarsveitunum hin voðalegustu sveitar- þyngsli um land allt, og má þá uærri geta, að sjávarsveitirnar sjálfar muni ekki hafa farið varhluta af slíku og þvílíku. þessi lög eru að mínu áliti hið fyrsta stig, sem stigið hefir verið í rjetta átt til að koma í veg fyrir sveitarþyngslin, nefnil. að setja þurrabúðun- um einhver takmörk. þá er eptir að hreifa við annari aðalrót- inni til sveitarþyngslantia, sem ekki er minni en hin.en það er sundurskipting jarða í land- búnaðarsveitunum, og allur sá takmarka- lausi iitgröptur sem í þeim er, sem er liðinn og látinn vera mann fram af manni, öld eptir öld, Iandbúnaðinum til spillingar og landsmönnum til örbirgðar og armæðu, skaða og skammar. II. það getur engum dulizt, sem nokkuð hugsar um þetta mál, að sveitarþyngslin eiga aðalrót sína að rekja til útgraptarins bæði til sjós og sveita, til hinna ótakmörkuðu þurrabúða við sjóinn og sundurskiptingar jarðanna í landbúnaðarsveitunum. Landsdrottnar hafa á liðnum tímum »seytt ogheimreitt»sveitarþyngslin með því að kljúfa jarðirnar í sundur og útgrafa þær í ótal smá- býli, og mynda hvern kotakransinn á fætur öðrum, leigja einum þessa þúfuna en öðrum hina með okurgjaldi og ýmsum afarkostum og ófrelsisböndum, og þá um leið tildrað að minnsta kosti einu kúgildi á hverja þúfuna, allt sjálfum sjer til hagsmuna og tekjuauka í þann og þann svipinn, án þess að hirða hót um það, hvernig hreysin hafa verið set- in ; þeim hefir veitzt hægra að okra á smá- býlunum, enda hafa þeir ekki sparað að nota sjer það, og þeim engin takmörk verið sett í því efni, þrátt fyrir það, þó af þessu hafi leitt hina mestu fátækt í landinu, örg- ustu jarðaníðslu, vinnufólkseklu hjá þeim, sem byrðina bera, vinnuleysi, dáðleysi, ó- þrifnað, vesöld og volæði, o. fl. o. fl. þá eru kúgildin, sem hjer eiga líka hlut að máli. J>au eru til ills eins á jörðunum. þau mynda öreigabúskap koll af kolli. þau ginna fjelausa menn til búskapar, sem þeir gætu annars ekki byrjað á, sjálfum sjer og öðrum til tjóns og glötunar. f>au varna þeim sem betur mega að eiga þann gripinn, sem á jörðinni fram færist og þeir gjalda fullt eptir. þau ættu að hverfa alfarið af jörðunum. Fátækt og örbirgð í landinu er auðrakin frá smábýlunum í landbúnaðarsveitunum og þurrabúðunum við sjávarsíðuna. Prá þessu er ferillinn, og má það furðu gegna, að aldrei skuli hafa verið reistar skorður við slíku háttalagi. Frelsi hins einstaka (landsdrott- ins) hefir ríkt og ráðið öllu í þessu efni, og leitt örbirgð og ófrelsi yfir land og lýð um langan aldur. Biskupar, ábótar og klerkar áttu þar að alldrjúgan þátt á hinum síðustu og verstu tímum kaþólskunnar hjer á landi; þeir hafa lagt aðalhyrningarsteininn til örbirgðarinnar og síðan hafa aðrir dyggilega fetað í þeirra fótspor og byggt þar ofan á hvert okrið af öðru þjóðinni til niðurdreps. Flestar jarðir eru allt of hátt leigðar og af landsdrottnum uppskrúfaðar frá »forngildunni». það hlýtur að vera misbrúkað frelsi og um skör fram farið, þó um eign manns sje að ræða, þegar hún er brúkuð bæði beinlínis og óbeinlínis til að sjúga blóð og merg-úr þjóðinni, og sem þess vegna þarf nauðsyn- lega að setja einhver takmörk. Reynslan er nógsamlega búin að sýna og sanna hinar illu afleiðingar af útgreptinum og okri landsdrottna, einkum á smábýlunum, svo það virðist kominn tími til að koma í veg fyrir slíkt háttalag, sem of lengi hefir við gengizt; en sbetra er seint en aldrei». Við sjávarsíðuna er þessu líkt háttað. þar er útgrafið af þurrabúðum, þessari tálbeitu, sem hefir ginnt hvern af öðrum, bæði sveita- menn og aðra, til að fara að hokra við lítil eða engin efni og treysta upp á hina »svip- ulu sjávargjöf»; hafa þeir svo von bráðara komizt í mát af örbirgð og ómegð, og síðan verið reknir fúlir og fjelausir til átthaga sinna. Á meðan þessu háttalagi landsdrottna er enginn gaumur gefinn og engin takmörk sett, verða sömu vandræðin og sami uppgjafaróð- urinn með sveitarþyngslin. »Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða». það eru sannarlega ólög í landi, þar sem einstakir menn mega fara svo að ráði sínu, að þjóðinni sje ekki uppreisnar von fyrir okri þeirra og drottnunargirni. Frelsi einstakl- ingsins á sannarlega ekki að vera svo tak- markalaust, að það ráði niðurlögum þjóðar- innar eða'varni henni þeirrar menningar og þjóðþrifa, sem hún gæti annars náð. Sumir landsdrottnar eru að vísu farnir að sjá hinar skaðlegu afleiðingar útgraptarins, og vilja sæta færi til að sameina hin smærri býlin, en þeir eru allt of fáir, og verður ef- laust langt að bíða eptir því, að þeir kom- ist allir til sannleikans viðurkenningar í þessu efni, eða vilji ekki láta eigingirnina ráða, hvað sem öðru líður, til óhags fyrir land og lýð. þessu ólagi er auðvitað ekki hægt að kippa í liðinn nema með nokkuð löngum tíma, og til þess þarf samtök þings og þjóðar; lög- gjafinn getur gert sitt til í þessu efni, að því fært er, eptir atvikum, og svo ættu að koma hjer til hjálpar amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir o. s. frv.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.