Ísafold - 08.04.1891, Side 2

Ísafold - 08.04.1891, Side 2
110 um, en nú er það frágangssök, þó hann hafi til þess beztu hæfileika. Menn munu spyrja : hve há eiga slík laun að vera ? og hvar á að taka þau ? Úr því er kannske mest vandhæfi að leysa; en þó vil jeg láta í ljósi, hvað mjer hefir hug- kvæmzt þar að lútandi. Vjer íslendingar erum svo vanir við að reka okkur á fjárskort, þegar eitthvað skal framkvæma, einhverju skal breyta til bóta, sem fje þarf til, og ættum því heldur að vera sparsamir og sníða okkur stakk eptir vexti. Mun því ekki duga að stinga upp á hærri launum en minnst verður komist af með, þó þeirri reglu sje ekki ætíð fylgt hjer á landi við launaveitingar. Laun hreppsnefndaroddvita (jeg geri ráð fyrir, að fyrirmælin um skipun hreppsnefnda standi óbreytt) ættu að vera 4 kr. fyrir hvern búandi mann innanhrepps, sem býr á jörð eða jarðarparti, er metinn sje til dýr- leika eigi minna en ð hundruð eptir gild- andi jarðamati; f greiðist úr landssjóði eptir sömu reglum sem launin til hreppstjóranna, en þ greiðist úr hlutaðeigandi sveitarsjóði. Laun þessi mundu nema hjer um bil 50 til 200 kr. til hvers, eptir stærð hreppanna, og get jeg ekki sjeð, að þau megi minni vera til þess að oddvitarnir að éins sleppi skað- lausir, og margur myndi sá, er heldur kysi að vera laus við tignina þrátt fyrir borgun þessa. Til þess að spara fje, get jeg ekkert sjeð því til fyrirstöðu, að sami maður sje bæði hreppstjóri og oddviti,— álít það meira að segja sjálfsagt. Störf hreppstjóra eru ekki svo umfangsmikil, að ekki megi steypa þeim saman. Hvort sem þessi maður væri látinn heita hreppstjóri eða oddviti, eða hjeti tveimur nöfnum, ætti hann að vera kosinn af hreppsbúum til 3 ára í senn, með stað- festing yfirvalds þess, er nú skipar hrepp- stjóra, en mætti endurkjósa hann. Vildi hann halda stöðunni, yrði honum það sjer- stök hvöt til að leysa verk sitt vel af hendi; en reyndist hann illa, væri innanhandar að kjósa annan. Eptir gildandi fjárlögum eru hreppstjóra- launin talin 6 þús. kr. fyrir árið (| fjárhags- tímabilið), og yrði þá byrðaraukinn við þetta fyrir landssjóð 12 þús. kr. á ári; það er hjer um bil § af tekjuauka þeim, sem búizt var við að landssjóður fengi af bækkun á tóbaks- tollinum. Ganga má að því vísu, að breyting sú, sem hjer er farið fram á, verði helzt til ægileg í margra augum og jafnvel óhafandi, vegna þess, að hún íþyngi landssjóðnum. Aptur munu aðrir líta svo á, að slíkt sje hlægileg mótbára af þjóð, sem þykist hafa efni á að veita 90 þús. kr. fyrir fjárhagsárið til eptir- launa og styrktarfjár handa mönnum, sem ekkert starfa fyrir hana. Handa mönnum, sem hafa verið embættismenn og fengu ríf- lega borgun árlega meðan þeir unnu eitthvað fyrir hana.—Jeg vil hjer ekki tala um,hversu óhafandí það er, að þeir embættismenn, sem hafa reynzt lítt nýtir vegna drykkjuskapar eða annars, skuli einnig vera fóðraðir á ept- irlaunum úr landssjóði. Jeg fyrir mitt leyti vil — að minnsta kosti fyrst um sinn— treysta því, að þing vort sje þannig skipað, að það liorfi ekki í 12 þús. kr. gjaldaauka á ári til hjer um bil 180 manna, sem eru að vinna fyrir þjóðfjelagið, og hafa þýðingarmikinn starfa á hendi, til manna, sem hafa meira að gera en sumir af þeim, sem ofar eru í embættisstiganum, og hafa fleiri þúsundir kr. að launum. þetta, sem hjer er farið fram á, er heldur ekki nema þóknun til hvers þeirra, en gæti þó orðið til þess að fá mætti að staðaldri fær- ari menn en nú gerist um land allt, í hreppa- stjórn ; hlyti hún þá að fara betur úr hendi, og meira eða minna að draga úr sveitar- þyngslunum. f>á væri mikið unnið. Bjöen Sigfússon. Heimagiptingar. Herra ritstjóri! í blaði yðar Isafold 4. tölubl. þ. á. 14. janúar birtist undir tölulið 619 í »Leiðarvísi Isafoldar« fyrirspurn um það, hvort eigi væri á móti lögum kirkjunn- ar að prestar gæfi saman í ’njónaband í heimahúsum óhíndraðar persónur án leyfis- brjefs; var jafnframt sagt, að slík aðferð væri nfarin að tíðkast hjer um strandir«. Leitaði jeg þá þegar skýringa hjá yður um það, víð hvert hjerað átt mundi vera með þessum orðum, og eptir þeirri bendingu í þessu efni, sem jeg fekk hjá yður, skrifaði jeg prófasti í því hjeraði, sem fyrirspurnin að yðar ætlun var komin úr, og jafnframt prófasti í öðru prófastsdæmi, sem vel var hugsanlegt að við gæti verið átt með orð- unum »hjer um strandir«, og beiddist upp- lýsingar frá þeim um, hvort óregla sú og lögleysa, sem um var að ræða, við gengizt þeim vitanlega í umdæmum þeirra. Af svörum þeirra verð jeg að ætla, að ekkert ólöglegt hafi í þessu efni. átt sjer stað í öðru hinna umgetnu prófastsdæma, en að í hinu hafi einn prestur eigi alls fyrir Iöngu gefið tvenn hjón saman leyfisbrjefslaust í heimahúsum án nægilegrar heimildar, þótt hann að vísu hefði nokkuð sjer til afsökun- ar, og annar prestur gefið tvenn hjón sam- an á sama hátt með öllu heimildarlaust. Báðir þessir prestar hafa nú fengið áminn- ingu, en hinn síðarnefndi mjög alvarlega, fyrir þetta tíltæki sitt, og viðvörun við að gjöra slíkt eptirleiðis. Ur því að fyrirspurn- in er komin fyrir almennings sjónir, þykir mjer og rjettast, að úrslit málsins verði og al- menningi kunn, svo að menni eigi ætli, að hin umrædda óregla og lögleysa sje vítalaus. Jeg skal bæta því hjer við, að heimild sú, sem hjónabandstilskipunin 30. apríl 1824 gefur í 16. gr. til hjónavígslu án leyfisbrjefs í heimahúsum, er svo stranglega takmörk- uð, að henni verður alls eigi beitt, nema um hœttulegan og bráðan sjúkdóm sje að ræða. f>egar öðruvísi stendur á, er prest- um eigi leyfilegt að víkja frá hinum almennu reglum, og hlýtur það að baka þeim ábyrgð, ef þeir engu að síður leyfa sjer að gjöra það. Reykjavík, 6. apríl i8gi. Hallgb. Sveinsson. Útlendar frjettir. Hinn 14. f. m. andaðist í Berlín í hárri elli (79 ára) einn hinn mesti þingskörungur |>jóðverja, Luduig Windthorst, frá Hannóver, fyrrum dómsmálaráðherra hjá Hannóvers- konungi, en síðan foringi miðflokksins á ríkis- þinginu þýzka um 20 ár og oddviti kaþólskra manna á jpýzkalandi í viðureign þeirra við Bismarck og hægri hönd páfa í öllum þýzk- um málum. Enginn maður á þingi þótti standa jafnvel í Bismarck og hann, og er sögn manna, að hann hafi raunar ráðið nið- urlögum hins mikla kappa að Iokum. Hann átti launfund við Bismarck nóttina áður en hann sagði af sjer í fyrra, en keisari frjetti það og krafði Bismarck þegar sagna um, hvað þeim hefði á milli farið, en Bismarck neitaði því. Keisari reiddist, en Bismarck settist við og ritaði lausnarbeiðni sína. Windthorst var mjög ljett um mál og fynd- inn var hann að því skapi, sjeður og fylg- inn sjer. Manna ólíkastir voru þeir í sjón, hann og Bismarck; Windthorst smár vexti og pervisalegur, en ákaflega höfuðstór og höfuðljótur; Bismarck tröll að vexti, en mjög höfuðsmár. Lokið var 13. marz í Khöfn fyrir óæðra dómi máli Adolph Philipsens lyfjafræðings, þess er myrti mann til fjár 7. jan. í fyrra vetur og tróð líkinu í tunnu, hellti kalki yfir og sendi tunnuna með öllu saman til Ameríku. Hann var dæmdur af lífi. Nýlega dánir í Khöfn 2 landsþingismenn, Schlegel háyfirdómari og Tvede kaupmaður. Erost og kuldar miklir enn í Danmörku. Hafís var kominn íun í ísafjarðardjúp seint í f. mán., troðfullt utan til í Djúpinu, nokkuð inn fyrir Bolungarvík. Sömuleiðis kominn hafíshroði inn á Húnaflóa.— Má þá ganga að því vísu, að strandferðaskipið hafi orðið að snúa aptur við Horn. Sigling'. Skip kom í Hafnarfjörð á helg- inni að var, hið fyrsta kaupskip á árinu hing- að á slóðir, Bagnhaiður, eign Christensens- verzlunar hjer í Bvík, með ýmiss konar vörur hingað og til Egilsonsverzlunar í Hafnarf. Ljet út'frá Höfn 15. marz. Aflabrögð. Aflalaust hjer á Inn-nesjum, og því nær í syðri veiðistöðunum, er síðast frjettist. I gær var fyrsti netalagnadagur á árinu, en engin frjett enn komin um, hvern- ig gengið liefir með þau syðra. Eitt þilskip hjeðan á fiskiveiðum kom hing- aó á höfn í fyrra dag, »Engey», með 200 fiskjar, eptir viku. Mokfiski undir Jökli; var róið til fiskjar eða gaf að róa hálfan mánuð, fyrir pálma- sunnudag, og fengust þá 500 fiska hlutir eða kring um 6—7000 á skip. Við Isafjarðardjúp mjög aflalítið. Mannalát- í Flatey á Breiðafirði and- aðist 28. febr. merkisbóndinn Olafur Guð- mundsson, 73 ára að aldri; hann var orð- lagður atorkumaður, ötull og heppinn for- maður og atgervismaður til sálar og líkama. Hann bjó lengi á eignarjörð sinni Bár í Eyrarsveit, en tíutti sig árið 1860 með konu og börnum til Flateyjar. Síðustu árin gaf hann sig meðfram við verzlun. Ekkja hans er Guðrún, dóttir Odds læknis Hjaltalín;

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.