Ísafold - 11.04.1891, Side 1
KLemur út á miðvikudögum og.
laugardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr
JBorgist fyrir iniðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn(skrifieg) bundin v.ð
áramót, ógild nema komin sje
til íitgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. i Austumtrœti 8.
XVIII 29
Reykjavík, laugardaginn 11. apríl.
1891.
Sveitarþyngslin, undirrót þeirra
og ráð gegn þeim
Bptir
alþm. Sighvat Arnason.
„Grisir g.jalda,
en gömul svín valda“.
III.
(Siðasti kafli).
Aðaltilgangur minn með línum þessum er
sá, að vekja athygli á þessu þjóðmeini voru,
í þeirri von og í því trausti, að landsmenn
vilji nú fara að gefa þessu máli gaum, með
þvl aö ræða og rita um það til undirbúnings
undir alvarlegri fyrirtekt þess. Jeg er sann-
færður um það, að svo framarlega sem þingið
og þjóðin leggst á eitt til að ráða bót á þessu
meini, þá vinnst það með ýmsum góðum ráð-
um, að uppræta þá aðalrót, sem sveitar-
þyngslin eru að mestu leyti sprottin af; þá
verður að 20 til 30 árum liðnum orðið allt
annað horf á búnaðinum í landinu; hann
yrði þá með margfalt meiri afurðum og
sveitarþyngslin að mestu horfin.
þrátt fyrir það, þó jeg alls eigi efist um,
að ef þing og þjóð fer að íhuga þetta mál,
að þá muni brátt leiðast í ljós þau ráð, sem
duga til þess að fá þessu breytt til batnaó-
ar; skal jeg þó ekki láta hjá líða að leiða
þau atriði í ljós, sem mjer hefir komið til
hugar að hjer gætu við átt, og eru þau í
stuttu máli þessi :
1., að takmarka með lögum útgröpt jarða í
landbúnaðarsveitunum, að minnsta kosti
á þann hátt, að landstjórnarleyfi þurfi til
þess að minna býli megi vera eða við-
haldast út af fyrir sig en 10 hndr. að dýr-
leika;
2., að öll innstæðukúgildi sjeu með lögurn af
numin og landskuldinni sett einhver tak-
mörk, eptir því sem þingið sæi sjer ýtr-
ast fært ;
3., að skiptaráðendum sje boðið með lögum
að gæta þess vandlega við skipti á jarð-
eignum, að þær hlutist sem allraminnst í
sundur, eptir því sem við verður komið
hlutaðeigendum að skaðlausu;
4., að amtsráðum, sýslunefndum og hrepps-
nefndum sje með lögum gert að skyldu
að hlutast til um, að í hverjum hreppi
sje stofnað búnaðar- eða »framfarafjelag»
eitt eða fleiri, sem allir eða sem flestir
hreppsbúar taki þátt í, vaka yfir störfum
þeirra og frainkvæmdum og vera þeim
liðsinnandi og leiðbeinandi, eptir því sem
ýtrast er auðið.
Verksvið amtsráða, sýslunefnda og hrépps-
nefnda, fjelögum viðvíkjandi, ætti jafnframt
að ákveða.
Mark og mið þessara fjelaga ætti að vera:
a., að leggja rækilega stund á niðurlagning
og sameining hinna smærri býla, og sporna
yfir höfuð við öllum útgrepti jarða ; bað
starfa kappsamlega að alls konar jarðabótum,
túnasljettum, vatusveitingum, girðingum og
öðru, eptir því sem til hagar á hverjum stað,
og sjerhverju því, sem að búnaðarlegum fram-
förurn lýtur.
Viðvíkjandi þessum fjelögum vil jeg geta
þess, að jeg álít affarasælla að hafa þau ekki
mjög margmenn, hafa þau heldur fleiri í
hverjum hrepp og fámennari, t. d. 10 til 15
manns í hverju, eptir því sem bæjum hagar,
því þá er bæði hægra að stjórna þeim, sem
er svo mjög áríðandi að fari vel úr hendi,
og í öðru lagi, að þau yrðu þá meir hvert
annars keppinautur, sem er gott og gagnlegt
til að skerpa framkvæmdina.
Nú á tímum er næg reynsla fyrir því, að
búnaðar- og jarðabótafjelög í sveitum starfa
meira og almennara bæði að ýmsum gagn-
legum jarðabótum og öðru, sem til framfara
horfir í búnaði; enda er áhugi manna held-
ur að vakna í þá átt, og ætti því alls ekki
að spara þá krapta og þá aðstoð, sem hægt
er í tje að láta til að efla og auka þessa
frarofaraviðleitm. Með góðum tilstyrk frá
landsstjórnarinnar hlið gæti hún vissulega inn-
an skamms orðið til ómetanlegra framfara í
landbúnaðinum, sem er aðalfóturinn undir
þjóðbúi voru.
Að öðru leyti ætla jeg ekki í þetta sinn
að fjölyrða um þessi atriði, heldur láta nægja
að þau komi þannig fyrir almenningssjónir
til íhugunar og umtals. Jeg skal fúslega
játa, að hjer er stutt yfir sögu farið, og að
sum þessi atriði muni vera vandkvæðum
bundin ; en jeg vona, að menn taki viljann
fyrir verkið og verði fúsir á að leggja þeim
liðsyrði til lagfærÍDgar, vegua hinnar miklu
nauðsynar, sem liggur til grundvallar fyrir
þessu máli í sjálfu sjer, og brýnasta þörf er
á að gefa alvarlegan gaum, og helzt af öllu
á meðan vel lætur f ári, því þá er einmitt
tími til að koma ganginum á slíka framför.
Eyvindarholti, í marzmán. 1891.
Bjargráðamal-
Síra O. V. Gíslason hefur í seinni tíð rit-
að allmargar greinir í Isafold undir ofanrit-
aðri fyrirsögn; en af því að jeg álít hana
einkis einstaks manns eign, ætla jeg að
nota hana líka, þegar mjer þykir við þurfa.
í 23. tölubl. ísafoldar þ. á. birtist löng
grein frá síra O. Y. G. með þessari vana-
legu yfirskript, og hljóðar fyrsti kafli henn-
ar um fiskverkan. það er lofsvert af hverj-
um einum, sem vill hvetja menn til að
vanda hana vel, og þótt síra O. V. G. í
grein sinni ekki komi með neitt hvað fisk-
verkan snertir, sem ekki allir sjómenn vita,
þá er þó sú vísa aldrei of opt kveðin.
■ Hið verulegasta spor, sem stigið yrði til
þess að vanda vel undirbúninginn undir
fiskverkan hjá oss, teldi jeg það, ef menn
vildu hætta því, að skipta aflanum í fjör-
unni, þegar lent er, en taka upp þann sið,
að salta allan aflann af hverju einstöku
fari í einu lagi, og að menn skipti verkum
milli sín, þannig, að t. a. m. sami maður-
inn jafnan starfi að því, að þvo fiskiun,
annar eða aðrir að fletja, þriðji að salta, o.
s. frv. Jeg er viss ura, að fiskurinn yrði
betur og jafnar verkaður á þann hátt.
Honutn væri þá skipt á metunum, þegar
inn væri lagt.
þessi aðferð hefði marga kosti í för með
sjer.
Skipti á fiskinum í fjörunni, eins og
tíðkast hjá oss, geta ekki verið allsendis
nákvæm; en þótt sii ónákvæmni ef til vill
ekki muni miklu að krónutali, þá er hún
þó með hinni aðferðinni alveg fyrirbyggð;
engin skipti geta verið nákvæmari en þau,
að láta metin skipta.
þegar nú búið er að skipta í fjörunni,
hirðir hver sinn hlut, og fer svo að undir-
búa hann tíl verkunar. þá byrjar nú að
mínu áliti undirrótin til þess, að Faxafióa-
fiskurinn stendur á baki fiski Vestfirðinga,
þegar til Spánar kemur.
það er þá fyrst, þegar afhöfðað er.
/ Vestfirðingar skera hausinn frá bolnum
svo að fiskurinn verður því líkastur, senx
hnakkakýldur sje; hjer syðra rífa menn
hausinn frá, svo að hnakkakúlan og mikið
af hausroðinu fylgir fiskinum. það er kuun-
ugra en að frá þurfi að segja, hvað þetta
lýtir fiskinn. Og ekki er þetta annað en
vaninni eintómur, því það, að bregða einu
hnífsbragði milli hauss og bols, væri litlu
eða engu tafsamara en hitt, að standa og
slíta.
Tö <um svo til dæmis skipshöfnina á einu
sexmannafari. Formaðurinn á skúr eða
hús, sem hann saltar í; hann er vanur
fiskverkan, þvær fisk sinn vel í saltið, allt
blóð úr honum og allar hinar dökku himn-
ur úr þunnhyldinu; hann fletur fiskinn vel,
saltar mátulegu, og staflar fiskinum svo,
að hann njóti sem bezt saltsins; einn há-
setanna er úr sveit, og hefur aldrei róið
fyr; hann fer að fletja, en kann það ekki,
og krubbar fiskinn og skemmir; hann hefur
ekkert skýli til að salta í, en saltar í opið
byrgi eða undir húshlið, og raðar einni
steinaröð umhverfis; ef til vill þvær hann
fiskinn í saltið, ef til vill líka ekki; annar
hefur ekki salt við hendina, og lætur fisk-
mn liggja ósaltaðan til næsta dags; einn
roðfletur, annar mænufletur, og í stuttu
máli : verkan fiskjarins á sama sexmanna-
farinu verður eins margvísleg, eins og há-
setarnir eru margir.
/ Fyrir vestan fara menn allt öðruvísi að;
þar er allur aflinn af sama skipinu saltað-
ur í einu lagi, og allur undirbúningurinn
undir verkanina er reglubundinn; formaður
og hver háseti hefur þar sitt vissa starf:
formaðurinn mun optast salta, vissir menn
meðal hásetanna slægja fiskinn, aðrir þvo,