Ísafold - 11.04.1891, Síða 2

Ísafold - 11.04.1891, Síða 2
114 Jpriðju fletja, o. s. frv., en sömu mennirnir hafa jafnan hið sama starf, svo að undir- búningurinn undir fiskverkanina verður jafn-vandaður á öllum aflanum, og aldrei er fiskur þar saltaður úti, heldur jafnan undir þaki. Jeg fæ ekki sjeð annað, en að það yrði öllum hlutaðeigendum til hagnaðar, ef menn hjer syðra tækju upp þessa aðferð Vest- firðinga; það yrði mikil trygging fyrir góðri fiskverkan, og viðskipti yrðu óhultari. f>eim einum kynni að falla þetta fyrirkomulag ver, sem hafa þann sið, að selja fisk sinn blautan eða úr salti; þeir gætu ekki eins auðveldlega gripið til han j fyrir hvern ó- þarfann, er þeim kynni að detta í hug. |>egar um bjargráð er að ræða í þá átt, að leitast við að áfstýra skipsköðum, þá virðist mjer það fyrst og frernst nauðsyn- legt, að leitast eptir að finna orsakir til þeirra. þannig ættu menn, í hvert sinni sem skipskaði verður, að leita allra upplýs- inga, sem auðið er, um það, hvað valdið hafi slysinu í hverju hinna einstöku tilfella. Jeg skal þegar geta þess, að jeg í línum þessum að eins á við suðurhluta Faxaflóa, því annarstaðar er jeg ókunnugur. Jeg hef um nokkurt tímabil leitazt við að fá sem beztar upplýsingar um skipskaða þá, sem orðið hafa hjá oss nú í seinni tíð, og eptir þeim að dæma verður það ofan á, að það er optast undir seglum, að slys vilja / til. f>að liggur þá næst að athuga, hvort segla-tilhögun vor sje svo góð, sem hún gæti verið; en það er langt frá, að svo sje. f>að er sem sje alveg nauðsynlegt, að menn geti rifað segl sín, en þessa gæta fæstir sjómanna vorra. Skip hjer syðra hafa venjulega 4 segl: framsegl, aptursegl, fokku og »klyver«. f>egar skipið hættir að þola, þá er tekið frá aptursegl og »klyver«, en siglt með fokku og framsegli, svo lengi sem þolir með þeim. Nú má nærri geta, hvað skipið fer illa í sjó, þegar allur seglkrapturinn er á einum stað á skipinu; skipið þvingast nið- ur að framan, fer að höggva miklu meira en áður, meðan segl voru yfir því öllu; það missir við það gang, og þegar siglt er fyrir beitivindi, þá vinnur skipið tniklu minna á en ella, því að það er apturseglið, sem á að halda því að vindinum. f>að er mjög vandalítið og lítill kostnað- ur því samfara, að útbúa seglin svo, að það megi rifa þau; það eru sumir farnír til þessa, en þeir eru allt of fáir, og hjer í suðurhreppunum eru sárfá skip með þeim útbúnaði. Ef menn vildu bæta fyrirkomulag segl- anna á skipum vorum, æfa sig í að haga þeim rjett og verða liprir í handatiltektum við þau, og ef menn vildu sýna meiri varúð og aðgæzlu á siglingu en stundum því miður vill verða, þá er jeg viss um, að þau bjargráðin yrðu notadrýgst hjer nærlendis, og þau mundu afstýra fleiri slysum en flest af bjargráðum þeim, sem síra O. Y. Gíslason er fram að bera; enda gengur þeim illa að ryðja sjer til rúms. Sfra 0. V. G. skorar á ýmsa, að skrifa upp nöfn þeirra, sem sýni kæruleysi og 8keytingarleysi í undirbúningi undir fisk- verkan í ár; bætir hann svo við, að þegar hann fái nöfnin, þá hafi hann einurð á að gjöra þau kunn. Ef nú nokkur hefur löngun til að birta nöfn slíkra manna, ímyndar síra 0. V. G. sjer þá, að maður fari að gjöra sjer krók- feið suður að Stað í Grindavík til þess ? Eu hver frýjar honum einurðar ? f>að þarf mikla einurð til að skrifa eins og síra O. V. G. skrifar um þessi svoköll- uðu bjargráð sín og bjargráðanefndir; eng- inn verður var við framkvæmdir þeirra í neina átt, að minnsta kosti ekki hjer nær- lendis, ekki frernur en þótt engin bjarg- ráðanefnd væri. þetta skal jeg skýra seinna, ef þörf gjörist. í 8. tölublaði »Lýðs«, er út kom 22. apríl 1890, standa eptirfylgjandi orð: »Síra Oddur V. Gíslason. Bjargráð þessa merk- ismanns eru nú almennt notuð um Suður- land«. Finnst ekki síra O. V. Gíslasyni kominn tími til að leiðrjetta þessi orð í »Lýð«, því þau eru ekki sönn! f>að er ein- mitt undantekning, ef nokkur hjer á suð- urlandi brúkar nokkuð af þessum »bjarg- ráðum«. Hafnarfirði 3. april 1891. f>. Egílsson. Hæstirjettur og hafnamálið. f>að þykjast skilríkir menn hafa fengið áreið- anlega njósn um, að von muni vera þá og þegar á staðfestun hafnalögunum frá síðaBta þingi, er menn vita að eigandi Eyrarbakkaverzlunar og fjöldi dansk-ís- lenzkra kaupmanna, kunningja hans, hafa róið að öllum árum að synjað væri stað- festingar. Verður þá skammgóður vermir fyrir þá að hæstarjettardóminum í Eyrar- bakka-hafnarmálinu frá 27. jan. þ. á., sem er sjálfsagt samkvæmur núgildandi lög- um og því ekki nema rjettur og óaðfinn- anlegur, eins og lög gjöra ráð fyrir. Eða þá skoðun hljóta þeir að hafa, sem eru áminnztu hafnalagafrumvarpi frá síðasta þingi fylgjandi, en það var allur þorri þingmanna; að öðrum kostí hefði eigi verið'þörf á því frumvarpi eða þó miklu síð- ur. Einmitt fyrir það, að hæstirjettur komst að þessari niðurstöðu í Eyrarbakkamálinu og heimilaði að nokkru leyti eiganda hafnar- lóðar að fyrirmuna öðrum að nota hana til verzlunar,—einmitt fyrir það er alveg ómiss- andi að fá slík lög sem tjeð frumvarp frá síðasta þingi, og sjálfsagður hlutur, að taka verður til óspilltra málanua með þau aptur á þingi í sumar, ef svo ólík- lega skyldi fara, að frumvarpið frá í hitt eð fyrra hlyti eigi konungsstaðfestingu; en fyrir því þarf naumast ráð að gjöra, eptir því sem þegar er á vikið. Aflabrögð. Miðvikudaginn að var, er fyrsta sinn var vitjað neta, varð allvel vart í þau f Garðsjó og Leiru, um og yfir 100 á skip. Daginn eptir, 9. þ. m., fekk Guðmundur í Nesi Ö00 á skip (50 í hlut) »vestur á Setum«, af vænum þorski; aðrir almennt 100—300 á skip. I Njarðvík og Vogum um 100 á skip þann dag. A Miðnesi byrjaður góður afli. Franskar fiskiskútur, er komu í gær, höfðu aflað ágætlega við Eeykjanes. — A Akranesi aflalaust og’sömuleiðis hjer um slóðir. I Grindavík allgóður afli, á færi, rjett upp í landsteinum. »Fjarska sýlferð og gott út- lit« (í fyrra dag). Komnir 300 hlutir í út- víkinni, meira en helmingur þorskur; í aust- urvíkinni hátt á ð. hundr. í hlut, mest ýsa þar. Dr. J. Jónassen, sem er allra manna fróðastur um aflabrögð hjer um slóðir að undanförnu, skýrir svo frá fiskigöngu hjer í fyrra: í fyrra var róið hjer 9. april; einn fjekk 1 kola á skip, (luðm. Kristinn Olafsson um 30 i hlut af þorski og stútungi vestur á Sandaslóð; flestir komu þann dag eigi á skiptum. Um þessar mundir var ágætur afli syðra bæði í net og á færi (síldbeita). Hinn 10. var hjer aptur róið ; flestir ekki fiskvarir, Árni á Bakka 14 í hlut af stútungi (á lóð). Hinn 16. reru nokkrir hjer, þótt hvass væri á norðan og fengu nokkrir 10—15 í hlut af vænum þorski, sumir fáeina fiska, var þá sagður fiskur um allt Sviöið', hinn 17. almennt róið, sumir fiskuðu ágætlega, sumir lítið. Drukknan. Bátur fórst í Veiðileysufirði í Jökulfjörðum 4. febr. þ. á., með 2 mönnum, »í allgóðu veðri«. |>ar drukknaði Benjamín bóndi Einarsson frá Marðareyri, »búhöldur allgóður«, og Sigurður Stefánsson, barnakenn- ari hjá honum. Gufuskipið norska, „Anna“, 180 smál., skipstj. Simonsen, er kom á páskun- um frá Björgvin með vörur til þeirra Böð- vars kaupmanns þorvaldssonar á Akranesi og Thor Jensens í Borgarnesi, kom hingað í gær ofan af Akranesi, á heimleið, en lask- að að mun, svo að flytja verður farminn úr því á land hjer og leggja það upp í fjöruna til ýtarlegri skoðunar. Hafði lent á sand- grynningum á útsiglingu frá Borgarnesi og gliðnaði eða bilaði eittbvað. Mjög óvíst, hvort það muni reynast haffært. Samsöngur var haldinn í kirkjunni á Eyrarbakka á 2. dag páska, undir stjórn Jóns Pálssonar organista. þar sungu rúmir 20 manns, konur og karlar, og voru þar sungnir ýmsir andlegir söngvar, og leikið á harmonium á mílli. Frú E. Ni- elsen og fröken Elísabet Jónsdóttir (prests Björnssonar) sungu fagran »duet« (morgun- söng eptir Eung, með ísl. texta eptir Brynjúlf Jónsson) og einnig sungu þær, ásamt Sigurði organista Eiríkssyní, soli í öðru lagi; voru hjá þeim sameinaðir góðir söngbæfilegleikar og söngkunnátta. Samsöngur þessi fór mjög vel úr hendi og var allvel sóttur, þó ekki eins vel eins og við mátti búast í svo fjölmennu plássi, og þar sem þetta var í þeirn lofs- verða tilgangi gjört að styrkja hina ný- byggðu kirkju; en þótt undarlegt sje, mun sú barnslega skoðun hafa verið ríkj- andi hjá sumum, að álíta það óhæfu, að selja inngöngu í kirkju, og þeir sem þá skoðun hafa haft því ekki viljað njóta þessarar góðu skemmtunar nje styrkja þetta fagra fyrirtæki. Ó. H. Heiðurspeningur og verðlaun. Magnús Magnússon í Túni á Eyrarbakka hefir 26. febr. þ. á. verið sæmdur heiðurs- peningi þeim, sem ætlaður er fyrir björgun manna úr sjávarháska, og hásetum hans 10 að tölu veitt 16 króna þóknun hverjum, fyr- ir björgun 7 manna af fiskiskipi úr bersýni- legum lífsháska 12. d. aprílm. f. á. (Stjtíð.). Brauð veitt. dlofs prestakall í Alpta- firði hefir landshöfð. veitt 1. þ. m. settum

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.