Ísafold - 11.04.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.04.1891, Blaðsíða 3
115 presti þar, síra Jóni Finnssyni, samkvæmt kosningu safnaðanna. Laust brauð- þóroddsstaður í Köldu- kinn. Metið 1005 kr. Augl. 28. f. m. Við yfirrjettinn er settur málaflutn- ingsmaður til bráðabirgða (í stað Guðlaugs sýslum. Guðmundssonar) kand. Asmundur Sveinsson. Söfnunarsjóðurinn var orðinn við síð- ustu áramót nær 55 þús. kr. Ari áður var hann tæp 20 þús. Af þes8um 55 þús. voru rúmar 44 þús. kr. í aðaldeild, nær 6 þús. í útborgunar- deild, nokkuð á 4. þús. í bústofnsdeild og tæpar 300 kr. í ellistyrksdeild. Varasjóður orðÍDn fram undir 300 kr. Flensborgarskóli- Alþýðu- og gagn- fræðaskólanum í Flensborg var sagt upp um síðastliðin mánaðamót. 23 nemendur hafa verið þar í vetur, en 54 börn í barna- skóla hreppsins. þrettán piltar höfðu að- setur í skólahvisinu. Burtfararpróf tóku átta : 1. Guðmundur Sæmundsson frá Bauðarhól- um í Arnessýslu fjekk aðaleink. . dável 2. Jes Zimsen frá Hafnarf............dável 3. Elísabet Guðmundsdóttir samast. . dável 4. Brynjólfur Magnússon frá Ketils- stöðum í Rangárvallas.............dável 5. Kristján Jónsson frá Útskálum í Gullbringusýslu................dável-f- 6. |>orsteinn Magnússon frá Torfa- staðakoti í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu ........ dável-r- 7. Vilhjálmur Ketilsson frá Kot- vogi í Gullbringus..................vel 8. Sigurður Jónsson frá Höskuldarkoti í Njarðv. í Gullbr.s..............vel4- »f>jóðólfur« í felum. Af því að fáir lesa »|>jóðólf«, hefir ritstjóri málgagns þessa auðsjáanlega treyst því, að fáir mundu vita af minnkun þeirri, sem hann gjörði blaði sínu með því, að taka í 51. tölubl. þess 31. október f. á. hvatskeytilega óvildar- árás á Benidikt Sveinsson sýslumann út úr kæru þeirri, sem nokkrir þingeyingar ljetu sjer sæma að bera á borð í fyrra. Hann hefir vonað, að liann gæti einnig leynt þessari skyssu sinni framvegis, og hefir því eðlilega viljað láta sem fæsta taka eptir yfirlýsingu þeirri, sem hann eptir sátt við undirskrifaðan sem málflytjanda af hendi Benidikts sýslu- manns varð að taka í síðasta blað »þjóðólfs«, til þess að sleppa við lögsókn út af þessari skyssu. Yfirlýsinguna, sem honum bar að birta almenningi, hefir hann því falið í apt- asta skammarkrók blaðs síns, og látið prenta hana með því allra-smæsta lúsaletri, sem hægt var að drífa upp, og auk þess reynt að fela sig með því, að setja nafn sitt undir hana öðruvfsi en hann er vanur að skrifa það, »þ>. Jónsson«, í staðinn fyrir »|>orleifur Jóns- son«. Jeg virði þorleifi til vorkunnar, þó að hann hafi viljað dylja það sem mest, að hann glæpt- ist á þessum Ieiðinlegu óvildarglósum úr þing- eyjarsýslu. Hitt ætla jeg honum eigi, að hann hafi með lúsaleturs-pukrinu ætlað sjer að hafa f frammi undanbrögð undan þeirri sátt, sem honum af góðvild var gefinn kostur á, og sem honum sem ærlegum manni var skylt að halda drengilega. Herra ritstjóri! Af því að fáir lesa »J>jóðólf« Og enn færri munu nenna að taka upp gler- augu til þess að sjá það, sem í honum stend- ur, leyfi jeg mjer að biðja yður að taka upp í yðar heiðraða blað, ásamt þessum línum, yfirlýsingu þá, sem að framan er nefnd og hjer fer á eptir, orðrjett rituð eptir sáttabók- inni. Reykjavík 7. apríl 1891. Hannes Hafstein. Y f i r I ý s i n g. Jeg undirskrifaður ritstjóri »þ>jóðólfs«, þor- leifur Jónsson, lýsi hjer með samkvæmt sætt fyrir sáttanefnd Reykjavíkur ummæli þau, sem standa í niðurlagi frjettagreinar úr f>ing- eyjarsýslu í 51. tölublaði »þjóðólfs« f. á., dags. 31. okt. 1890, dauðogmarklaus, að svo miklu leyti sem þau kunna að vera æru- meiðandi fyrir sýslumann Benidikt Sveinsson, og greiði til sátta og afsökunar 10 krónur til almenns sjóðs, eptir ráðstöfun umboðsmanns kæranda. 31. marz 1891. þorleifur Jónsson. Reikningur yfir tekjur og gjöld »Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík* 1890. Tekjur: 1. Eptirstöðvar 31. desember 1889 17291,60 2. Vextir af skuldabrjefum 670,60 3. Tillög fjelagsmanna árið 1890 . 339,50 4. Vaxtamissir innlagður í spari- sjóðinn af gjaldkera 2,50 kr. 18304,20 Gjöld : 1. a. Reikningur frá Isa- foldar prentsmiðju. 6,20 b. Fyrir innheimtu á gjöldum 2,00 ■ 8,20 2. Styrkur veittur... .. 3. Eptirstöðvar 31. des. 1890: I skuldabrjefum fje- 300,00 lagsmanna 16413,00 í Reykjavíkur bæjar- sjóðs skuldabrjefum... 612,00 í sparisjóðimeð vöxtum til fi 1890 600,90 í ógoldnum vöxtum... 197,80 í — tillögum.. 45,90 í peningura hjá gjald- kera 126,40 kr. 18304,20 Reykjavík 10. jamiar 1891. Johs. Hansen. Reikning þennan höfum við endurskoðað og finnum ekkert við hann að athuga. Th. 'lhorstcinsson. Emar Arnason. Auglýsing um seldan óskilafjenað í Barðastrandarsýslu, sem mark varð greint á, haustið 1890:r I Geiradalshreppi: 1. Hvítkollótt gimburlamb, mark: stúfrifað biti aptan hægra, stýft vinstra. I Reykhólahreppi: 2. Hvítkollótt gimburlamb, mark: sneiðrifað apt. hægra, sneitt apt. vinstra. 3. Hvíthyrnd ær, mark: sýlt og oddfjaðrað apt. hægra, stúfrifað vinstra. 4. Svarthyrnt gimburlamb, m: sýlt og gagn- bitað hægra, stýft og gagnbitað vinstra. 5. Hvíthyrnt gimburlamb, m: sneiðrifað og biti fr. hægra, sneiðrifað apt. biti fr. vinstra. 6. Hvíthyrnt gimburlamb, m: sýlt og hnífs- bragð apt. hægra, tvírifað í stúf vinstra 7. Hvíthnítíótt gimburlamb, m.: blaðstýft fr. biti apt. hægra, hvatt biti fr. vinstra. 8. Hvítt hrútlamb, m: sneitt og biti fr. hægra, biti fr. vinstra. I Gufudalshreppi: 9. Mókollótt gimburlamb, m: sýlt í hamar og gat hægra, hamrað og gat vinstra. 10. Hvítkollótt gimburlamb, m: tvístýft fr. hægra, heilrifað vinstra. 11. Hvíthyrnt gimburlamb, m: sýlt hægra og hangfjöður aptan, stúfrifað vinstra. 12. Hvíthyrnt gimburlamb, m: blaðstýft fr. hægra, sýlt vinstra og hnífsbragð aptan. 13. Hvítkollótt gimburlamb, m: hamrað hægra, stúfrifað vinstra og biti aptan. 14. Hvíthyrnt gimburlamb, m: sneiðrifað aptan hægra, vinstra eyra markkalið. 1 Múlahreppi: 15. Hrútlamb, m: sýlt hægra, sýlt hlust- dregið fr. vinstra. 16. Lamb, m: stýft hægra, stýft vinstra. 17. Lamb, m: stýft hægra, laggabiti apt. vinstra. I Flateyjarhreppi: 18. Sauður veturgamall, m: stýft hægra, sýlt vinstra. I Rauðasandshreppi: 19. Hvítkollótt gimburlamb, m: sýlt hægra, sueitt fr. vinstra. 20. Hvítur hrútur hyrndur, m: biti fr. hægra, sýlt vinstra. þeir sem sanna eigarrjett sinn til þess selda, geta til næstkomandi ágústmánaðar- loka fengið uppboðsandvirðið að frádregnum öllum kostnaði hiá hlutaðeigandi hrepps- nefnd. Skrifstofu Barðarstrandarsýsiu 11. marz 1891. A. L. E. Fischer sýslumaður. Skýrsla um selt óskilafje í Stranda- sýslu haustið 1890. I Bæjarhreppi: Hvítt hrútlamb, mk: heilrifað h., sýlt stig a. v. Hvítt gimbrarlamb, mk: hamrað h., sýlt, biti a. v. Hvítt geldingslamb, mk: sneitt fr. h., bragð a. v. Hvítt gimbrarlamb, mk: sneitt fr. h., bragð a. v. Hvítt geldingslamb, mk: stúfrifað og gat h. Hvítt hrútlamb, mk: blaðstýft a. h., biti a. v. og fjöður undir. I Ospakseyrarhreppi: Hvítur geldingur, 1 v., mk: sýlt og gat h., sýlhamrað v. I Kirkjubólshreppi: Hvíthyrndur hrútur, 1 v., mk: sýlt og fjöð- ur a. h., sýlt, bragð fr. v. Hvítt hrútlamb, mk: sýlt h., hálftaf og fjöður a. v. Hvíthyrndur geldingar, 1 v., mk: sýlhamr- að h., stýft, biti a. v. Hvíthyrnt gimbrarlamb, mk: sýlhamrað h., stýft biti a. v. I Hrófbergsheppi: Gimbur, 1 v., mk: tvístýft, biti fr. h., og líkt og hlustdregið aptan á sama eyra, blaðstýft fr. v. Hrútlamb, rak: sýlt, fjöður fr. h., sneitt a. v. Sauður, 1 v., mk: stýft, gat og gagnfjaðrað h., stýft v. Ær, mk: sneiðrifað fr., biti a. h., sýlt v. (ólæsilegt brennimark). Gimbur, 1 v., mk: sneitt biti a. h., biti fr. v. Gimbrarlamb, rak: hlustdregið fr., fjöður a. h., hamrað v. Lamb, mk: sýlt, biti fr. h., tvístýft a. v. Lamb, mk: sýlt h., sýlt og biti fr. v. I Arneshreppi: Lamb, mk: blaðstýft og biti fr. h., blað- stýft fr. v. f>er, sem sanna eignarrjett sinn til hins selda fjár, geta til næstkomandi septem- bermánaðarloka fengið uppboðsandvirðið að frádregnum öllum kostnaði hjá hlutaðeig- andi hreppsnefndum. Skrifstofu Strandasýslu 12. marz 189C. S. E. Sverrisson. Kjær & Sommerfeldt vín og vindlar hjá Steingrími Johnsen. Efni í skips-hlunna (hvalbein) selur Steingrimur Johnsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.