Ísafold - 09.05.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.05.1891, Blaðsíða 3
147 Prestakall lagt niður. Landshöfð- ingi hefir með brjefi 27. febr. f. á. lagt sam- þykki sitt á, að Hofs prestakall og Mikla- bæjar í Skagafirði verði lagt niður sem sjer- stakt brauð. Kirkjan að Miklabæ í Óslands- hlíð leggist niður og sameinist sóknin Yiðvík- Ursókn. Sömuleiðis leggist Höfðakirkja niður, og sameinist sóknin Hofssókn, nema bæirnir Höfði og Málmey, er leggist til sóknar að Felli, en Hofssókn leggist til Fellsprestakalls. Höfði verði prestssetur í stað Fells. Vetrarvertíðin, sem nú er á enda, hefir orðið einhver hin rýrasta, er menn vita til í 20—30 ár, hjer við Faxaflóa: 30—70 fiska hlutir, meðaltal varla 50, en margir ekki fengið nema í soðið og eiga því alls engan fisk eptir vertíðina. Undan- tekning eru nokkrir Seltirningar og Reyk- víkingar, er reru suður í Leiru og Garði, með mikinn netaútbúnað ; þeir hafa fengið hátt á annað hundrað til hlutar og allt upp í þrjú hundruð. Á Miðnesi og í Höfnum skárra nokkuð, en þó hvergi nærri með- alvertíð. Ráðizt á peest kyeih altaeinu. I fyrra dag, uppstigningardag, er dórakirkjupresturinn stóð fyrir altarinu í dómkirkjunni i Reykjavík og var að tóna pistilinn, veitti maður honum þar at- göngu, stökk inn fyrir altaris-grindurnar og tók til að rífa af honnm skrúðann, kraga og hökul, og atyrti hann um leið. Prestur greip um úlfliði hon- um og fjekk varizt frekara skaðræði af honum, þar til hann vaið handsamaður og borinn burtu, af 8 mönnum; þvi hann var brjálaður, bandóður þá, og hefir eigi náð sjer aptur enn til hlítar. pað er lærisveinn við prestaskólann, og hafði eigi borið á geðveiki á honum áður til neinna muna eða svo sögur færi af; en brjálsemi gert vart við sig í ætt hans. — Felmtri sló á söfnuðinn í kirkjunni ög hurfu margir út, en messugjörð þó haldið áfram. Vestmannaeyjum 27. apríl: Síðan jeg skrifaði Isafold 11. f. mán. hefir veðr- átta verið þannig, að hörð frost hjeldust nálega stöðugt fram undir lok mánaðar- ins. Vindstaða var optast norðlæg og vind- hæð að jafnaði mikil; harðast var frostið á skírdagsnótt ~ 11,5; þá nótt og allan skírdag var hjer afspyrnurok á norðan (nóttina sem gufuskipið Anna var hættast komið). I þessum mánuði hefir veðrátta verið mjög hlý þangað til í fyrrinótt, þá snjóaði nokkuð, frostið var -p 3,5 og í nótt leið var það -p 6,2. Fremur hefir verið vindasamt í þessum mánuði, og vindstað- an af ýmsum áttum. Að kvöldi hins 12. gjörði aftakarok á austan, svo kaupskipin slitnuðu upp á höfninni, en urðu fest aptur. Síðan þann 17. hefir verið fremur vindhægt (þann 19. og 20. logn). Allan síðari hluta marzmán. kom varla dropi úr lopti, en í þessum mánuði hefir talsvert rignt með köfl- um. Nú eru vertíðarskip hætt göngu fyrir nokkrum dögum, og mun meðalhlutur á þau hafa orðið um 120, hæstur hlutur 225. Síð- an smærri ferjurnar fóru að ganga, hefur aflazt allvel á þær, helzt langa á einu miði. Frakkar liggja hjer í Fjallasjónum, og afla vel. Undir Sandi er alveg fiskilaust. Heilbrigði er nú góð síðan kíghóstinn hætti. Tvö kaupskip eru komin til verzlana Brydanna, annað 30. f. mán,, hitt 11. þ. m. Svo sem getið er um 1 Isafold frá 1. þ. m. hvolfdi hjer skipi með 12 mönnum á útsigl- ingu austan við Yztaklett 28. f. m. Allir mennirnir náðust eptir litla stund af 2 skipum, sem í nánd voru, en er í land ko'm, var einn örendur: Magnús Magnússon bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann var kominn hátt á sjötugsaldur og orðinn mjög brjóstveikur, hafði ekki náð í neitt til að halda sjer uppi á. þetta var hin 51. vertíð, er hann reri út; hafði til forna verið vertíðarformaður hjer í eyjunum. Slys þetta atvikaðist þannig, að vindur var hvass á norðvestan, og því kastvindi ofan af fjöll- unum hjer. Formaðurinn, sem er mesti aðgætnis- og laglegheitamaður, bauð að draga hægt upp framseglið, en 2 hásetar hans hlýddu því eigi betur en svo, að þeir drógu seglið þegar í húna og settu hnút á skaut og ristog, en í því kom rjúkaudi hviða ofan af Yztakletti, og keyrði allt í kaf, sakir þess að togin voru hnýtt; þessi óhlýðni og kæruleysi hefði þanníg getað orðið 12 mönnum að fjörtjóni, hefði hjálp verið fjær. Leiðarvísir ísafoldar. 741. Jeg hef heilsubrest og hjeraðslæknir minn getur ekki bætt mjer hann; svo fer jeg til næsta hjeraðslæknis, eins og aðrir fleiri, en hann segir að amtmaður sje búinn að banna sjer að lækna nema í sínu eigin umdæmi. Hefir amt- maðurinn leyfi til þess? Sv.: Amtmaður hefir að likindum að eins bannað hlutaðeigandi hjeraðslækni að fara út fyrir sitt umdæmi í lækningaerindum, án brýnn- ar nauðsynjar, og er það auðvitað löglegt. En að hjálpa sjúkling, sem kemur heim til læknis- ins, eða leggja honum ráð brjeflegá, getur amt- maður ekki bannað. 742. Annar maður lætur mig fá miða upp á úttekt, úr kaupstað. Jeg fæ út á sumt, en sumt tekur verzlunarstjóri upp í skuld, sem jeg vissra orsaka vegna ekki hafði borgað honum. þarf jeg að borga manninum það, sem jeg ekki fjekk úttekið? Eða getur ekki maðurinn heimt- að það inn til sín aptur? Sv.: Maðurinn getur ekki heimtað það inn til sín nema sá fyrirvari hafi verið hafður, að ekki mætti borga skuldina af hinni ávísuðu upp- hæð. 743. Er ekki vinnuhjúi skylt, að taka þátt í þeim skaða, er það bakar húsbónda sínum með vangæzlu á flutningi, t. d. kaupstaðarvöru, er það skemmir af hirðuleysi eða annari óreglu? Sv.: Jú. „Hjú skal bæta húsbónda sínum hvert það tjón eður skemmdir, er það veldur honum vísvitandi eður af skeytingarleysi11 o. s. frv, „Skal húsbónda heimilt, aö halda jafnmiklu eptir af kaupinu, sem skaðabótunum nemur“. (Hjúalög 26. jan. 1866, 18. gr.). 744. Kauptnaður greiðir eitt ti'tekið ár toll af hjer um bil 20,000 hálflöskum af öli, en auglýsir, að hann hafi selt þetta sama ár 60,000, og er hægt að sanna. að lítið sem ekkert af þvi voru leifar frá f. á. Hvernig á að fara að komast fyrir, hvort heldur er, að auglýsingin er tómt skrum, skrökvað um meira en helming, líklega af monti, eða þá að annað verra býr undir og miklu sak- næmara? Sv.: Snúa sjer til lögreglustjóra og skora á hann að rannsaka málið. 745. Jeg bý á þjóðjörð og veiði í vök í hafis 800 höfrunga, 5—150 faðma írá landi, en í bygg- ingarbrjefi mínu stendur, að jeg skuli hafa öll afnot jarðarinnar, jafnt veiði sem reka, nema hval reíca; á þá landssjóður nokkuð í þessari veiði? Sv.: það virðist hann ekki eiga, e/ spyrjandi skýrir rjett frá málavöxtum, sjerstaklega sje það rjett hermt, að landeigandi hafi að eins áskilið sjer hval-reka, þ. e. rekinn hval. 746. Jeg bý á þjóðjörð og tinn 12 höfrunga á mararbotni, 6—180 faðma frá landi. Getur þetta álitizt reki ? Sv.: það virðist vera flutningshvalur, en eigi rekahvalur. Proclama. Samkvæml lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla pá, er telja til skuldar í dánar-og fjelagsbúi húsfrú Ólafar Mar- grjetar Sigvaldadóttur Blöndal frá Hvammi í Vatnsdal, sem andaðist hinn 3. október f. á.. og eptirlifandi manns hennar, um- boðsmanns B. G. Blöndals, að gefa sig fram og sanna skuldakröfur sínar á hend- ur dánar-og fjelagsbúi þessu fyrir skipta- ráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu pessarar auglýs- ingar. Seinna lýstum skuldakröfum verður enginn gaumur gefinn. Skrifstofu Húnavatnssýslu 18. apríl 1891. Lárus Blöndal- Uppboðsauglýsing. Föstudaginn hinn 15. þ. m. kl. 12 a. hádegi verður hjer í Hafnarfirði opinbert uppboð haldið og þar seldir ýmislegir bús- hlutir, smíðatól mfl., svo og ef til vill 1 hross tilheyrandi dánarbúi Eiuars sál. Ein- arssonar organista. Gott Harmonium verður boðið upp og selt, ef viðunanlegt boð fcest i það. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringus. 4. maí 1891. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 11 f. hád. byrjar opinbert uppboð hjá húsi Björns Guðmundssonar múrara nr. 1 í Skólastræti, og verða þar seld hæstbjóðendum stofugögn borð, stólar, spegill, rúmstæði, buffet, klæða- skápur o. fl., eldhúsgögn ýms og tómar tunn- ur, m. m., allt tilheyrandi birkidómara M. Aagaard. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um við byrjun uppboðsins. Bæjarfógetinn í Reykiavík 5. maí 1891. Halldór Daníelsson, A Reykjavíkur Apóieki Sherry fl. 1,50 fæst: 011 þessi vín eru aðflutt beina leið frá hinu nafnfræga verzlunarfjelagi Compania Hol- landesa á Spáni. Portvín hvítt fl. 2,00 do rautt fl. 1,65 Rauðvín fl. 1,25 Malaga fl. 2,00 Madeira fl. 2,00 Cognac fl. 1,25. Rínarvín 2,00. Vindlar: Brazil. Flower 100 st. 7,40. Donna Maria 6.50. Havanna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5.50. Renommé 4,00. Hollenzkt reyktóbak, ýmsar sortir, í st. frá 0,12—2,25. „LÖGBER G“. þeir sem hafa borgað árganginn 1890 til vor eða hr. Sigf. Eymundssonar, eða útsölu- manna bóksalafjelagsins, fá blaðið sent áfram, ef þeir ekki afbiðja það—þeim sem eigi hafa borgað blaðið, verður það ekki sent fyrr en þeir borga skuld sína. — Menn fyrrir ut- an Reykjavík, sem vilja blaðið, geta sent oss borgunina beina leið ef þeir vilja í ís- l en zkum s e ð lum, ef þeir senda það í ábyrgðarbrjefi. Arg. kostar 6 kr.— Utanáskrift til vor er: The Lögberg Prtg. & Publ. Co. Box 368 Winnipeg, Man., Can. Kjær & Sommerfeldt vín og vindlar hjá Steingrími Johnsen, Efni í skips-hlunna (hvalbein) selur Steingrímur Johnsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.