Ísafold - 13.05.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.05.1891, Blaðsíða 1
K.emur ót. ú miðvikudögum og_ laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. XVIII. 38. ' Öfugur sögulestur. 1. í »Fj.konunni« VII. 33 stendur grein frá einhverjum nafnlausum presti með fyrir- sögninni : Kristindöms-ngiMuldu og prestar á íslandi. Hún er rituð í tilefni af ummælum mínum og að nokkru leyti síra Jóns Bjarnasonar um kirkjulega ástandið á Islandi. f>að er skammt síðan jeg fyrir velvild eins vinar míns sá grein þessa. Annars hefði jeg svarað henni fyr. En það gseti, ef til vill, verið eins konar afsökun fyrir mig, að þessi nafnlausi bróðir minn er svo mikið á eptir tímanum sjálfur. Grein hans birtist rjettu ári eptir að ummælin, sem hann tekur til umtalsefnis, komu fram. það, sem prestur þessi virðist hafa hneykslazt einna mest á hjá mjer, er það, að jeg hef bent á daga þeirra Hallgríms Pjeturssonar og Jóns Vídalíns sem gullöld kirkjunnar á Islandi. það finnst honum dætnalaus mikil fjarstæða. Beyndar hef jeg nú hvergi gjört þetta að neinu aðalatriði. Með einum eða tveim- ur pennadráttum hef jeg að eins bent á þetta í fyrirlestri mínum: »Vor kirkjulegi arfur« (bls. 32 og 48). Annað en eitt eða tvö orð á tilgreindum stöðum í fyrirlestrin- um getur höfundur þessarar greinar ekki hafa haft fyrir sjer. En jeg kann honum þökk fyrir, að hafa gjört svona mikið vir þessum fáu orðum, þótt hann óneitanlega hafi farið að mörgu leyti nokkuð aptan að siðunum. Jeg ætla þá fyrst að leitast við að gjöra grein fyrir, hvað jeg hef átt við með orða- tiltækinu gullöld, og þar næst, hvers vegna mjer finnst kirkja þjóðar vorrar hafa lifað sína gullöld á hinu umrædda tímabili. Með orðatiltækinu gullöld eiga menn vana- lega við hið blómlegasta tímabil einhverrar lífshreifingar í sögu þjóðanna. Nú er það almennt viðurkennt, að hið göfugasta í lífi þjóðanna birtist ekki eins og stjörnuhrap, heldur á það lengri eða skemmri undir- búningstíma, — lengri eða skemmri góðrar- og vaxtartíð. Sjerhver andleg blómsturtíð ber vott um, að sú andans hreifing, sem þá ber blóm, hafi gagntekið þjóðlífið, sje hið sterkasta afl, sem þá er til í því þjóð- lífi. þegar einhver andleg hreifing ber sín fegurstu blóm, tala menn um hennar gull- öld. Hvernig ber nú andleg hreifing blóm ? þegar hún verður svo öflug í þjóðlífinu, að hún ber fram sína mikilhæfustu menn. Um lengri eða skemmri tíma hefir hún gróið og þroskazt, eins og jurtin, fengið bæði blöð og legg og greinar, en á að eins eitt eptir til að koraast á sitt hæsta stig : það er að bera blóm. Blómin, sem hinar þýðingarmestu andans hreifingar bera í lífi þjóðanna, eru mikil- Reykjavík, miðvikudaginn 13. maí. mennin, sem túlka með ógleymanlegum orðum hið dýpsta og sannasta í þeim and- aus straumi, sem bar þá fram, og finna sönnust og mest tæmandi orð fyrir það, sem þá fyllir hjörtun og gagntekur hugina. Kvað tónarnir, sem þeir fá upp frá brjóst- um sjer, eru djúpir og hreinir og fagrir, fer eptir því, hve djúpt hreifingin hefir gripið um sig og hvað djúpar rætur hún hefir fest í hjörtunum. Hvenær, sem einhver hreifing fær sinn bezta túlk, hvenær sem hún leggur fram sinn ríkmannlegasta skerf til bókmenntanna, — þá er vissulega hennar blómgunartíð, hennar gullöld. Svo framarlega sem það er rjett skoðað, að lúterska kirkjan á Islandi hafi eignazt sína mikilhæfustu menn þar sem þeir eru Hallgrímur Pjetursson og Jón Vídalín, svo framarlega sem þeim hefir tekizt betur en öðrum að túlka boðskap hennar til þjóðar- innar, svo framarlega 3em þeir hafa látið eptir sig í bókmenntunum göfugri arfleifð en aðrir kirkjunnar menn, eptir þeirra dag, og svo framarlega sem tala má um sögu Is- lands eptir sömu frumreglum og sögu ann- ara þjóða, þá finnst mjer það muni vera fullkomlega leyfilegt að tala um daga þess- ara tveggja manna sem gullöld kirkju þjóðar vorrar. Allt þetta leyfi jeg mjer nú að staðhæfa. það eru til tvær vafalaust klassiskar bæk- ur (gullaldarrit) á voru íslenzka nútíðarmáli: Passíusálmarnir og Vídalínspostilla. Meðal allra þeirra, sem einhvern boðskap hafa haft að flytja þjóð vorri, eru það tveir menn, sem hefir tekizt að flytja mál sitt svo vel, að þeir vafalaust verða kallaðir klassiskir ritböfundar meðan tunga vor helzt; það eru þeir Hallgrímur Pjetursson og Jón meistari Vídalín. Báðir eru þeir kirkjulegir rithöf- undar, tilheyra sama tímabilinu og sömu hreifingunni, og hjá þeim hefir hin trúar- lega andagipt náð sínu langhæsta stigi í þeim tveim myndum, sem henni eru eðli- legastar : sálmakveðskap og ræðusnilld. Hve vel þeim hefir tekizt að túlka mál hinnar trúarlegu meðvitundar og láta orð sín hafa gildi fyrir allar aldir, sýnir, hve djúpar rætur siðbótarhreifingin hefir á þeirra dögum verið bviin að festa í þjóðlífinu. Bæktin, sem tvær aldir hafa lagt við bæk- ur þeirra, sýnir, að orð þeirra voru eins og töluð út úr hjörtum fólksins. þeir standa heldur ekki éinir uppi. Hve gagnteknir hugir íslendinga þá voru af trúnni og sannindum hennar, sjest af öllum bók- menntum þessa tímabils. Á undan þeim voru margir andans menn gengnir, til að undirbúa jarðveginn. Og samtíða þeim var heill flokkur manna með töluvert miklurn hæfileikum, og margir þeirra hafa reist sjer ekki ógöfuga bautasteina í bókmenntum kirkjunnar. Uppsögn (skrifleg) bundln v ð áramót, ógildnema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1891. Jeg gæti auðvitað talið upp hina helztii þ9ssara manna, en mjer þykir óþarfi að lengja þessa blaðagrein með nöfnum, sem allir þekkja. Yfir höfuð er það hið einkennilega við þetta tímabil, að trúarsannfæringin er svo sterk, að hún tekur í þjónustu sína alla göfugustu hæfileikana, sem til eru hjá þjóð- inni. Jeg veit eigi til, að unnt sje að koma fram með sterkari sönnun fyrir því, að kirkjan hafi þá átt sína gullöld, en einmitt þetta. Svo er nú þessi sögulegi samanburður, sem hann gjörir, þessi bróðir vor. Með honurn ætlar hann að sópa öllu þessu um koll og sanna, að trú 17. aldarinnar hafi ekki verið annað en tómt orðagjálfur. Hann byrjar á því, að bera saman þekk- ing prestanna nú og þá, og bendir mjer á, hvað kennararnir við prestaskólann og lat- ínuskólann sjeu gáfaðir menn, lærðir og saravizkusamir. Mjer kemur nú svo sem ekki til hugar að efast um það. En það er annað, sem mjer dettur í hug að efast um. Tekst þessum gáfuðu kennurum að vekja eins sjálfstætt andlegt líf hjá læri- sveinum sínum og almennt gjörist, t. d. við dönsku skólana? Ef svo er, hvar kemur það í ljós ? Hann ber kennarana saman við kennara við sams konar skóla í Dan- mörk. Er þá ekki rjettlátt, að bera ávöxt kennslunnar einnig saman ? Og er nokkuð svipað andlegt líf uppi meðal ungra íslenzkra námsmanna og meðal hinna dönsku bræðra þeirra ? Jeg er hræddur um, að sá saman- burður verði íslenzku skólunum til lítils sóma. Að lærðu mennirnir á 17. öldinni hafi kunnað minni latínu en nú gjörist á Islandi, getur nú svo verið. f>að var þó að minnsta kosti einn, sem kunni latínu á við hvern 19. aldar íslending: Arngrímur Jónsson lærði, prófastur á Melstað. Auk hans mætti nefna Bunólf Jónsson, skólameistara á Hól- um, Guðbrand þorláksson Hólabiskup, síra Jón Bjarnason á Presthólum, síra Stefán Ólafsson í Yallanesi, og fleiri. Svo er nú ekki öll þekking í því fólgin, að kunna latínu. Á þeim dögum var þýzka- land, eins og það reyndar enn þá er, aðal- aðsetur þekkingar og þungamiðja hins and- lega lífs í heiminum. þess vegna lögðu prestar 17. aldarinnar meiri stund á þýzku en latínu. Og það er þeim til stór-mikils sóma. þeir ljetu heldur ekki við það sitja, að læra hin fyrstu undirstöðuatriði málsins, heldur drukku þeir bókmenntir þýzkalands í stórum teigum og sneru ýmsum hinum frægustu verkum samtíðarmanna sinna á þýzkalandi á íslenzka tungu. Kirkjan á Islandi hefir aldrei fylgzt nærri því eins vel með í bókmenntum trúarbræðra sinna og einmitt á þessu tímabili. þá voru hinar á- gætu hugvekjur Jóhanns Gerharðs prentað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.