Ísafold - 13.05.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.05.1891, Blaðsíða 3
151 leið, lá 3 sólarhringa samfleytta undir Ell- iðaey á Breiðafirði í norðanroki og kafaldi. Fer í nótt hjeðan til útlanda. Hafís hafði sjest við Horn fyrir skömmu landfastur hjer um bil, eða óskipgenðt á milli. Haldið var samt, að »Thýra« hefði komizt leiðar sinnar viðstöðulaust, og að ís- inn mundi hafa farið aptur þegar áttin breyttist í suður nú fyrir skemmstu. Aflabrögð. Enn var aflalaust við Isa- fjarðardjúp, en undir Jökli hlaðafli áfram. Kominn þar mjög mikill fiskur á land. Hjer í bænum og nágrenninu hefir verið róið í gær og í fyrraaag með lóðir — fyr var það eigi leyfilegt eptir samþykktinni frá í vetur — og fiskaðist dável báða dagana, þetta frá 30 og all upp að 70 í hlut hæst hvorn daginn af mjög vænni ýsu. Almenn- ingur reri raunar eigi fyrr en í gær. Er það stórmikil bót, ef því heldur áfram. I Selvogi urðu hæstir hlutir á vetrarver- tíðinni nál. 500, þar af 130 þorskur, hitt mest ýsa; í Herdísarvík nokkuð hærri hlutir og í þorlákshöfn rúm 600 hæst. l>ilskipaveiði. Af þilskipum G. Zoega & Co. hafa þessi aflað eins og hjer segir á vertíðinni: Margrjec (G. Kr.) . To Venner (J. þ.) . Haraldur (Ásg. þ.) Matthildur (J. T. Z.) Gylfi (P. P.) . . . 13^ þús. fiskjar 10* — — 8 — — 302 tnr. Iifrar 201 — — Fra Bíldudal hefir Isafold verið send þessi aflaskýrsla af þilskipunum þar, er lögðu út 13.—15. apríl: Helga (skipst. Bjarni Friðriks.) 6,300 fiskjar Katrín (Gísli Ásgr.) . . . 6,000 — María (Bjarm Bjarnas.) . . 4,000 — Kjartan (Snorri Sveinss.) . . 5,000 — Smegg (Pjetur Björnss.) . . 2,000 — þjálfi (Edílon Grímss.) . . 7,000 — »Afla þenna hafa þau sótt öll norður undir Hornstrandir, nema þjálfi, sem hefir fengið mest af sínum afla undir Snæfellsjökli, og það óvanalega vænan fisk«. Mannalát- Seint í f. mán. andaðist hinn nafnkenndi merkisöldungur Árni Tkor- lacius í Stykkishólmi, fyrrura kaupmaður og umboðsmaður, riddari af dbr. Mun hans síðar frekar minnzt. Hinn 3. apríl þ. á. ljezt norður í Hrútafirði „gamall bóndi, mörgum góðkunnur, Ogmundur Bjarnason í Fjarðarhorni, sá er fyrrum var opt foringi varðmannanna á kláðaárunum, bæði í heið- arverðinum og við Hvítá. Hafði verið dugaDdi maður og góður bóndi“. Hinn 7. s. m. andaðist porsteinn bóndi Sigurös- son í Fagradalstungu í Saurbæjarhrepp í Dölum, 76 ára gamall, „alkunnur dugnaðar- og sómamaður. Hann hafði búið allan búskap sinn, 43 ár, i Fagra- dalstungu, var tvígiptur, og lifir sFari kona hans, Kristbjörg Daðadóttir, ásamt 3 börnum þeirra, sem öll eru upp komin og efnileg11. f Tómas Sigurðsson var fæddur að Varmahlið undir Byjafjöllum 1809. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson stúdent, hóndi í Varmahlíð, og kona hans Valgerður Tómasdóttir. Tómas sál. var kvæntur Sigríði Einarsdóttur, stúdents frá Skógum. þaubjuggu allan sinn búskap í Varma- hlið. Hann var dugnaðar- og atorkumaður, lip- ur og góður húsfaðir, og mun hans almennt saknað af þeim er hann þekktu. Hann dó 1890. Rekkur i dauðra reiti Sem reikar, statt við hjer, Og eins manns heyrðu heiti, Er herma skal jeg þjer. það tírar nafnið tjáða Er Tómas Sigurðsson, í minning dyggða og dáða Hjá drottni geymt að von. Að grafar borinn beði þann beim, er prýddi flest, Höldafjöld harma rjeði, Hver mest, er þekkti’ hann bezt. Minn faðir, þráfalt þreyði, Nú þiggi blómsveig minn Sem loksins á hans leiði, Jeg legg með tár á kinn. Ærumann, öðling sannan, Andaðan syrgði drótt, Betri vart öld fær annan Ei mun hann gleymast fljótt. Mín er sú kærleiks kveðja Klökkvandi leiði nær: Hans sálu góða gleðja Guðs virðist náðin skær. Dalasýslu 30. apríl: »Frjettir eru hjeðan fáar; veturinn hefir mátt heita fremur góður að veðuráttunni til; þó hafa hey gefizt furðanlega mikil, vegna umhleypinga og slag- viðra, sem voru mjög tíð í vetur, og mun vinnast svo að, að fyrningar verði ekki telj- andi hjá almenningi. Skepnuhöld hafa ver- ið góð alstaðar í þessari sveit, en á Skarðs- strönd hefir víða farizt talsvert af sauðfje úr lungnaveiki og bráðasótt, þótt mest hafi kveðið að því á 3 bæjum, þar sem farizt hafa frá 30 til 60 fjár á bæ. Hinn 20. þ. m. kom vöruship til Flateyj- arverzlunar í Skarðsstöð; þar var orðið vöru- laust fyrir nokkru, þótt miklar byrgðir væru þar í haust. Sýslufund er verið að halda þessa daga í Hvammi, og get jeg því ekki skriíað neitt um aðgjörðir hans; að eins hef jeg heyrt, að þar hafi átt að koma fram uppástunga um stofnun sparisjóðs fyrir sýsluna, og önn- ur um stofnun sýsluskóla, og tel jeg sjálf- sagt, að hvorttveggja hafi framgang. Heilsufar er nú fremur gott; kíghósti er að sönnu enn þá að stinga sjer niður á stöku stað, en má nú heita fremur vægur». Baeðastb.sýslu vestanv. 29. apríl: Veðrdttan hefir verið sfðasta hluta vetrarins, eins og áður, óstöðug og ytirhöfuð stormasöm, en snjóar eða frost sjaldan mikið orðið, og aldrei algjörlega haglaust orðið allan vetur- inn, hjer um bil allt af beztu hagar. Hæst frost á degi hefir verið 13° R., og mestan snjó dreif niður 8. þ. m., svo að þann dag var illfært um jörðina fyrir djúpri lausa- mjöll, er þó tók þegar upp næstu daga. Um sumarmálin var stillt og gott veður í viku, fyrstu 2 daga sumarsins vestanþoka og frem- ur kalt, og nú í 5 daga hæg norðvestanátt, kuldi og hreinviðri, frostið um 5 og 6° á morgnana. Aðfaranótt 13. þ. m. var aftaka- sunnanrok hið mesta, er kemur. I vikunni fyrir páskana, dymbilviku, rak hjer að hafíshroða ; komu jakar í land hjer og hvar. En ís þann rak frá landi aptur þegar eptir páskana. þótt kuldinn sje og fjenaður því allur enn á nokkurri gjöf á gjafajörðum, eru þó allir ágætlega heybyrgir eptir þennan hagsæla vetur. A mörgum fjörujörðum hefir full- orðnu fje eigi verið gefið strá allan veturinn og sumt af lömbum jafnvel gengið líka úti eða næstum því. Skepnuhöld nú góð. Fjárpestin hætt nú síðast á vetrinum. pilskip lögðu hjer út eptir páskana. I hákarlalegur hafa menn farið nokkrum sinnum. Barðstrendingar öfluðu bezt, um 38 kúta lifrar hæst í öllum ferðunum; minna miklu hjer vestur í fjörðunum. Bóið var á opnu skipi til fiskjar fyrir sumarmál- in ; fjekkst bezt 19 í hlut af steinbít. Kíghósti nú sagður farinn að stinga sjer niður í Tálknafirði og sagður í gær kominn að Geirseyri. Kvef sumstaðar í fullorðnu fólki. I ofsaveðrinu nóttina rnilli 12. og 13. þ. m. rak þilskipið »Sjálífið», eign Markúsar kaupm. Snæbjarnarsonar og Jóns skipstj. Bjarnasonar á Geirseyri, í land þar af höfn- inni, og brotnaði, svo að það varð eigi sjó- fært. Var skipið með öllu tilheyrandi selt á uppboði í fyrra dag. Menn allir komust af heilir á hófi. Úr öðru þilskipi varð að höggva möstrin, svo að það færi eigi á sömu leið. Stærri og minni bátar brotnuðu og í spón eða löskuðust í sama roki. Eitt há- karlaleguskip tók í lopt upp og rak síðan niður aptur og brotnaði í Breiðuvík. Hús reif og sleit upp hurðir, svo skepnur voru komnar út á sumum bæjum um morguninn, glugga tók úr baðstofum, og allt ljekáreiði- skjálfi. Sofnuðu menn allvíða eigi dúr lið- langa nóttina. Líkt er að heyra úr norður- fjörðum. Sýslufund fyrir Vestur-Barðastrandarsýslu og undirbúningsfund undir alþingi á að halda á morgun á Patreksfirði (Geirseyri og Vatn- eyri»). »Ráðizt á prest pyeie altaeinu#. Með- al annars markleysuþYaðurs, sem enn er verið að hleypa blaðsnepilsnefnunni „Reykvíking“ af stokkunum með einu sinni á mánuði, er nú síðast klausukorn út af því, er sagt var frá í ísafold um daginn, að prestaskólamaður einn hefði orðið brjálaður á uppstigningardag og ráð- izt á dómkirkjuprestinn fyrir altarinu. Eins og hver skynberandi maður veit eða skilur, er það eitt af því margvíslega gagni, er almenDÍleg blöð gera, að stemma stigu fyrir heimskulegum ýkj- um og háskalegu ranghermi, ef eitthvað ber við, sem sögulegt þykir, með því að segja þegar frá því á‘prenti rjett. þessi atburður i dómkirkj- unni, er gerðist að fjölmenni ásjáanda og gat því eigi dulizt, var þegar samdægurs ýktur stór- um og aflagaður og þá von bráðara kominn af stað í munnmælum út um allt land þannig út- búinn ísafold gerði því ekki nema sjálfsagða skyldu sína með þvi að skýra írá honum á prenti óaflöguðum, en auðvitað með þeirri altíðkanlegu og sjálfsögðu mannúð, að Iáta ógetið nafns þess. er brjálsemin kom yfir. En einhverra hluta vegna líkar monsjör „Reykvíking11 þessi frásaga ekki, eða þá þeim, er hefir gabbað hann á stað með lokleysu-raus út úr því, Og livernig halda menn að garpurinn bæti úr skák? Jú, með því að nefna manninn(I). Hefir einhver komið þeirri flugu í hann meðal annars, að annars kynnu vandamenn annara prestaskólamanna að ímynda sjer, að það væri einhver þeirra, er orðið hefði fyrir þessu slysi. Eins og þeir fái ekki að vita í brjefum, jafnsnemma og blöðin berast, hver maðurinn var! Eða eins og hinir hafi einn- ig átt brjálað fólk í ætt sinni, svo alkunnugt sje, eins og drepið var á í Isafold um þennau mann og þýðingarlaust er að draga dul á! En tilgangurinn hefir auðvitað verið allur ann- ar hjá „Rvík.“ en sá, að „umbæta“ frásögu ísa- foldar um vitskerðing hins umrædda prestaskóla- manns. Tilgangurinn hefir auðsjáanlega verið sá, að koma þvi bulli að, að vitskerðingin stafi af því, að prestling þessum hafði verið snarað í varðhald snöggvast fyrir 5—6 vikum vegna drykkjuskapar eða þar af stafandi mótþróa við lögregluþjón. Eins og nærri má geta og ekki er óvanalegt, ef einhver verður fyrir barðinu á lög- regluvaldinu, þá urðu vandamenn piltsins og sjálfur hann—þeir þó honum fremur—hamslausir út af slíkri óhæfu, og fengu því til leiðar komið, að lögsókn var hafin gegn hlutaðeigandi lög- regluþjóni fyrir að hann hefði snarað honum inn í heimiliarleysi, og mun eigi hafa vantað mikið á, að þeir vildu láta honum varða það tiltæki „líf, æru og góz“. J>að mál er ódæmt enn, og því ekki hægt um það að segja, hvort lögregluþjónn- inn hefir misbeitt valdi sfnu og unnið til lög-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.