Ísafold - 16.05.1891, Side 2

Ísafold - 16.05.1891, Side 2
164 Á það svo að vera ? Síðan jeg kom hingað til Reykjavíkur, hefi jeg tekið eptir einu, sem jeg hefi eigi þekkt áður, að minnsta kosti ekki í neitt líkri mynd sem hjer—og það er betlið. Af Kjalarnesi, úr Kjós, af Álptanesi og Seltjarn- arnesi, úr öllum heimsins áttum í stuttu máli sagt, en einkum þó af Álptanesi, koma hingað menn, sem biðja urn að gefa sjer svo sem 5, 10, 25 og 50 aura o. s. frv.; vanalega leikur upphæðin á hálfum og heil- um tug; en dæmalaust mun það þó ekki vera, að þeir biðji um einn eyri ! Fáum dettur í hug að neita því, að þess- ir menn eigi margir við þröngan kost að búa, já, svo pröngan kost, að ekki er gam- an að slíku gjörandi. Og það er sök sjer, þó þeir biðji um að gefa sjer, þegar neyðin í raun og veru þrengir að þeim. En það er ekki nema formálinn hjá þeim. þeir byrja svona með því, þegar þeir eru búnir að lýsa veðrinu nokkurn veginn ná- kvæmlega. En—síðan hefja þeir upp rauna- rollur sínar, sem eru lengri en vorlangur dagurinn, og barma sjer yfir kjörum sínum, fiskileysinu, peningaleysinu og s. frv. Vel getur það verið, að þeir segi opt satt; en slíkt og þvílíkt víi og vol gjörir hvern mann fyrirlitlegan, því hann sver sig með því í betlaraættina. Jeg hjelt í fyrstu, að það væru ekki nema fáir einir, sem hegðuðu sjer svona; en nú er mjer farinn að leika grunur á, að þetta betl sje beinlínis sveitarsiður, gömul venja, sem menn eru farnir að álíta sjálfsagða. Jeg ræð það meðal annars á því, að sumir þessir menn segja, að í þeirra sveit sje varla nokkur, sem hafi almennilega í sig og á. |>eim nægir ekki að víla fyrir sig, held- ur líka fyrir aðra sveitunga sína. Eitt er víst, að betlið þykir engin van- virða —; það er nærri eins og menn hafi einkaleyfi til þess, af því þeir sjeu nú úr þessu eða hiuu byggðarlaginu. Til dæmis skal jeg taka það, að hingað kom maður í vetur af Kjalarnesinu, að mínu áliti efnilegur maður; hann var að brjótast í því, að fá komið lestrarfjelagi á fót í sveit sinni. Til þess að byrja tekur hann það ráð að koma hingað til bæjarins og ganga á milli manna og biðja þá um að gefa sjer bækur. Jeg spurði þenna mann að, hvort hann hefði ekki getað fundið neitt annað vænlegra ráð, og kvað hann nei við því; Kjalnesingar sagði hann væru svofátækir.að þeim væriókleyft af eigin ramm- leik að kaupa bækur, en jafnframt gat hann þes3 samt, að viljinn væri heldur ekki góð- ur. Vœnlegt er pað ekki að byggja fram- farafyrirtæki á þessum grundvelli. Jeg var alveg hissa á því, hvílíka einurð hann hafði til að biðja, þrdtt fyrir það, þótt hann kæm- ist að því, að innan um þessar samkasts- bækur væru sumar algjörlega gagnslausar fyrir almenning, t. d. dansk-latnesk orða- bók og fleira, sem sveitungar hans hefðu lítið gagn haft af, enda losaði einhver hann við hana. |>egar þeir menn, sem eru þó svo fram- takssamir að vilja einhverri menningu til vegar koma í sveit sinni, ganga svona djarf- lega fram í því að betla, — því öðru nafni verður það ékki nefnt, hver svo sem til- gangurinn er, — þá er hætt við, að hinir sje ekki góðir. Mjer fyrir mitt leyti dettur ekki í hug að ætla, að Kjalnesingar sje þeim mun meiri volæðismenn en aðrír sveitabúar, að þeir geti ekki keypt sjer bækur sínar sjálfir og komið lestrarfjelaginu á fót. Ætli þeir að koma því upp á þenna hátt, þá verður það hvorki mikið nje langgætt. Ef þeir hefði í þess stað pantað bækur handa fje- laginu hjá einhverjum bóksalanum hjer og lagzt svo allir á eitt, sem nokkuð gátu, og ke'ypt þær, þá hefði mjer litizt betur á blik- una. Hvorki þeir nje aðrir ættu að ímynda sjer, að aðrir álíti þá menn, ef þeir vilja ekki sýna þaðsjálfir, að þeir sjeuþað. Vilji þeir ekki hjdlpa sjer sjálfir, þá komast þeir aldrei áfram með þessu lagi. En ekki er við góðu að búast hjer í nærsveitum, þegar betlið er í slíkum há- vegum haft í höfuðstaðnum, sem það er, að því er mjer virðist. Einhvern tíma var það hjer í vetur, að unglingar voru látnir ganga í fylkingum hjer um göturnar og húsi úr húsi um allan bæinn, til að betla sjer fáeina aura hvar sem þeir komu. það er nú ef til vill einhver gamall tyllidagasiður hjer í Vík, en slíkar og þvílíkar betlihátíðir ættu foreldrar ekki að halda börnum sínum. það heyrði jeg, að kennendurnir við barna- skólann, einhverjir þeirra að minnsta kosti, hefðu viljað aptra þessu; en þeir hafa víst litlu við það ráðið. Svona getur venjan orð- ið rík, enda þótt ljót sje. En unglÍDgar betla hjer optar en á þessum eina degi. A þessum degi —mánudaginn í föstuinn- gang— virðist mjer þeir eigi að eins að sýna fólki, hvað þeir sje margir, sem leiki þessa íþrótt. I stuttu máli sagt: jeg get ekki betur sjeð, en að hjer og í sveitum umhverfis sje fjöldi fólks, sem enga hugmynd hefir um að vanvirða sje að betla og víla, heldur hafi menn eins og sjálfsagðan rjett til þess, og það sje hrós og skylda þeirra, að nota sjer þenna rjett sem bezt. Jeg skal svo ekki orðlengja þetta meira að sinni, en að eins taka það fram, að þeim, sem temja sjer að betla og víla, blessast enginn eyrir og þeir eru sí-óánægðir, h\ort sem þeim gengur vel eða illa. Bágindi manna hjer í sjávarsveitum koma auðsjá- anlega af því, —og langt er nú síðan menn tóku eptir því— að menn róa á vísan og ó- vísan fisk, en skeyta lítt um landbúnaðinn. þegar aflinn bregzt, þá eru þeir á heljar- þröm, allur þorri þeirra. Svona hefir það gengið síðan þeir reru á konungsbátunum forðum hjer á suðurnesjum; og þó nú sje liðnar tvær aldir síðan, þá hafa menn ekki en breytt háttum sínum að mun; reynsl- unni ætlar ekki að takast að kenna þeim það. Bjarni Jónsson. „Friðun sem dugar!“ Síðasti #Reykvíkingur» hefir meðferðis grein með þessari fyrirsögn. Segir í henni, að hinn 7. apríl þ. á., þegar samkvæmt sam- þykktarlögum 8. desbr. f. á. mátti leggja þorskanet, hafi allur netafiskur verið farinn, sem búast hafi mátt við, nema lítið slangur af útgotnum fiski. »Reykvíkingur» virðist eptir þessu þykjast vita, að netafiskur hafi verið kominn, búinn að uppfylla sitt ætlunarverk (o: að hrygna á grunninu), og farinn hinn 7. apríl. Væri nú þetta satt og rjett hjá »Reykvíkingi», þá hefðu samþykktarlögin 8. desbr. f. á. ekki unnið lítið gagn, ef þeim mætti þakka það, að þorskurinn nú einu sinni eptir margra ára bil hefði fengið næði til að hrygna í fiskileitum vorum. En því miður er að öll- um líkindum ekki svo; það eru einmitt all- ar líkur til, að sárlítið af netafiski hafi geng- ið inn í flóann á þessari vetrarvertíð. Óvenju mikið af loðnu hefir eining verið hjer í fló- anum í vetur, og er það talið hið óheppi- legasta síli fyrir þorskveiðar. þar sem segir í áminnztri grein, að »við því hafi mátt búast», að netafiskur væri horfinn úr flóanum hinn 7. apríl, sýnir það að eins, að greinarhöfundurinn í »Reykvík- ingi» er ókunnur þeim efnum, því optar hefir almenningur fiskað meira 1 net eptir hinn 7. apríl en fyrir þann tíma. Og netafisk- urinn er ekki farÍDn enn, því að í gær fjekk einn 290 og annar 150 á skip í þorskanet. En það er eins hjer í Faxaflóa, eins og víðar um land nú, að aflinn er lítill, af því að göngur hafa, verið sárlitlar að landinu, nema þá svo djúpt, að opin skip hafa ekki náð þangað. Lög frá 14. desbr. 1877 um fiskiveiðar á opnum skipum gefa hvergi í skyn, að til sje ætlazt, að amtmaður sje eða þurfi að vera fiskifróður. Ef samþykki amtmanns á frumvörpum hjeraðsfunda í fiskiveiðamálum ætti að vera komið undirþví, hvort honum, amtmanninum, litist sú veiðiaðferð heppileg eða óheppileg, sem fram á væri farið, þá veittu lögin ]4. desbr. 77 almenningi lítið frelsi í fiskiveiðamálum. þvert á móti virð- ist amtmaður, samkvæmt nýnefndum lög- um, enga heimild hafa til að synja um sam- þykki sitt, þegar allur undirbúningur máls- ins er löglegur og formlegur, og næg atkvæði fyrir frumvarpinu. Síðar í sama tölublaði »Reykvíkings» stend- ur, að það blað sje einasta fyrir Reykja- víkurbæ. það má þá minna þetta blað Reykjavíkurbæjar á, að af þeim Reykvík- ingum, sem mættu á hjeraðsfundinum 26. nóvbr. f. á., voru fleiri með en móti frum- varpinu, sem síðar varð að lögum þeim, sem blaðið er að finna að. Aldrei hefir »þjóðvilji» sýnt sig skýrar hjer í sýslu en á hjeraðsfundinum 26. nóvbr. f. á., og svo mikið Bkyn ber allur þorri fiski- manna vorra á fiskiveiðar, að hann veit, að samþykktarlögunum frá 8. desbr. f. á. ekki er um aflaleysið að kenna í ár, þótt menn heyri einstöku raddir í þá átt; en þeim hin- um sömu er ekki ætlandi sú fávizka, heldur hitt, að þær láti slíkt til sín heyra móti betri vitund. Ritað 14. maí 1891. N. Landsbankinn. Eptir nýbirtum reikn- ingi landsbankans um 3 fyrstu mánuði, þessa árs hefir dálítið minnkað hinn ávaxta- lausi sjóður hans á því tímabili, úr 178 þús. kr. niður í 156 þús. Sparisjóðsinnlög hafa verið þessa 3 máfl- uði nær 67 þús. kr., en útborgað úr spari- sjóði ekki nema tæpa 42 þús. Námu spari- sjóðsinnlög í bankanum 31. marz þ. á. alls 586,500 kr., og samsvarar það hjer um bil því sem bankinn áoti þá útistandandi í fasteignarlánum (um 582 þús. kr.). Alls átti bankinn þá í reglulogum lánum nær 700,000 kr., auk 253 þús. króna í ríkis- skuldabrjefum og 28 þús. í víxlum. Einar 300 kr. átti bankmn í útlögðum fasteignum. f»ingmennsku fyrir Rangárvallasýslu keppa þeir um, síra Ólafur Ólafsson í Gutt- ormshaga og |>órður hreppstjóri Guðmunds- son í Hala. Kjörfundur á að verða 15. júní. Póstskipið Laura lagði af stað hjeð- an aðfaranótt hins 14. þ. m. Með því fóru til Yestmannaeyja settur sýslum. þar cand. polit. Sigurður Briem og síra Oddgeir Guð- mundsson; til Englands kaupm. Guðmundur Isleifsson frá Eyrarbakka; og til Danmerkur fyrver. sýslumaður á Vestmannaeyjum M.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.