Ísafold - 16.05.1891, Side 4
156
og rofi, að efni þetta sje sem jafnast fellt
niður í gröfin og að öðru leyti eins og um-
sjónarmaður til tekur, og innan þess tíma,
er hann ákyeður. Óhlýðnist hlutaðeigandi
þessu, lætur umsjónarmaðurinn gjöra það á
hans kostnað.
II. þeir sem færa upp mó, skulu hafa
flutt hann burtu af þerristaðnum innan árs-
loka næst á eptir; það sem þá er eptir af
mó óflutt, fellur endurgjaldslaust til bæjar-
ins, uema sjerstakar ástæður hafi hamlað
því, sem bæjarstjórnin tekur gildar.
III. Enginn má taka upp mó í landi
kaupstaðarins eptir að 12 vikur eru af sumri;
ef útvísun er ekki uotuð innan þess tíma,
fellur hún úr gildi.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 16. maf 1891.
Halldór Daníelsson.
Sundkennsla
hefst í laugunum hjá Eeykjavík (Laugar-
nesi), fyrir fullt og allt á þriðja í bvítasunnu,
19. þ. m. Kennslukaup 4 kr., er borgist
fyrirfram, og eru þar í fólgin afnot
sundhússins með því sem þar til heyrir.
Kennslutími 3 vikur. Nemendur gefi
sig fram við ritstjóra Isafoldar sem
allrafyrst, helzt ekki seinna en nú um
hátíðina (hvítasunnu). Sjerílagi er skorað
á bjargráðanefndir í nærsveitunum, að sjá
um, að kennslan verði sem bezt notuð.
Eptir ráðstöfun stiptsyfirvaldanna tekur
einn bekkur latínuskólans (2. bekkur) þátt
í kennslunni, 14—15 piltar.
'd&T' Failegasta fataefni og bezt í
Reykjavík hjá
f>orl. O. Johnson
KtJNDIZT hefur á sjó apturmastur með segli og
I stögum við. Kjettur eigandi má vitja þess gegn
sanngjörnum fundarlaunum og borgun þessarar aug-
lýsingar að Nýlendu við Hvalsnes. — 3 maí 1891.
Hákon Tómasson.
Laugardaginn 30. þ. m., verður haldið
opinbert uppboð á Vatnsenda í Seltjarnar-
nesshreppi, á gripum, alls konar búsgögnum,
fötum og bókum. Uppboðið byrjar kl. 12.
á hádegi.
Vatnsenda 15. maí 1891.
Ben. S. Þórarinsson.
Tombola
Að fengnu leyfi landshöfðingjans verður
tombóla haldinn til hagnaðar fyrir systrasjóð
Reykjavíkur kvennaskóla hjer í Goodtemplar-
húsinu þá daga þessa mánaðar, sem ná-
kvæmar verða til teknir ínæsta blaði. Hlut-
irnir eru margir og margbreyttir og sumir
fásjeðir, bæði innlendir og útlendir. Inn-
gangur 25 aura; ófermdir minna; drátturinn
25 aura. Mjög lítið af núllum; söngur öðru
hverju. Vonandi að margir sæki fund þenn-
an, því að tilgangur hans er góður.
Rvík 16. maí 1891.
Forstöðunefnd Tombólunnar.
Bæjarstjórnin borgar sundkennslu næstu
3 vikur fyrir 16 hrausta og nokkuð stálpaða
drengi, sem gengið hafa á barnaskólann í
vetur. Eátækir drengir ganga fyrir. þeir,
sem þetta boð vilja nota, finni skólastjóra
Morten Hansen tafarlaust nú á hátíðinni
og mun hann koma þeim á framfæri.
Kennsluna verður að nota stöðugt og dyggi-
lega, meðan hún stendur yfir.
Reykjavík 15. maí 1891.
Skólanefndin.
Enn fremur:
Stráhattar
Allskonar drengjahúur
Silkibönd
Drengjafatnaður
Gardínutau og margt fleira.
Veggjapappírinn (Tapet) með óvanalega
góðu verði, sterkur og fallegur, 28 munstur,
þar að auki þriðjungi meir á hverri míllu
en vant er. Vörulistinn strax eptir hátíð-
ina.
f>orl. O. Johnson-
Endresens Bakarí.
Frá 14. maí verður tekið á móti mjöli einungis
fyrir brauð þannig að fyrir 200 pund mjöls fást
36 sex punda brauð (og þarf þannig eigi að borga
nein bakaralaun).
Til athugunar framvegis auglýsist, að frá ofan-
nefndum degi verður einungis selt mót borgun út í
hönd.
14. mai 1891. O. S. Endresen.
Exportkaffið Hekla er nú álitið bezt.
Exportkaffið Hekla er hreint og ósvikið.
Exportkaffið Hekla er hið ódýrasta export-
kaffi.
Exportkaffið Hekla er nú nálega selt i öll-
um stærri sölubúðum í Hamborg.
Nýprentað:
Sagan af
Heljarslóðarorrustu
°g
Tólf-álna-langt og tírætt kvæði,
eptir
Benidikt Gröndal.
Onnur útgáfa (af hvorutveggju). Eeykjavík
1891. 152 bls. Verð: 80 aurar.
Aðalútsala: Isafoldarprentsmiðja.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1 £
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag ki. 12— 2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 8
Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 Og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud, í
hverjum mánuð! ki. 6—8
V eðurathuganir í R.vík, eptir Dr. J. Jónassen
maí Hiti (á Oelaius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt.
á nótt. umhd. ím. em. fm. em.
Mvd. 18. + 4 + 762.0 756.9 0 b S d h
Fd. 14. + 9 + 7 756.9 759.5 Nvhvb N hv b
F'sd 15. +- 2 + 3 772.2 774.7 N hd N h b
Ld. 16. +- 1 772.2 0 b
Undanfarna daga hefur verið norðanátt með
kulda; hinn 14. snjóaði ofan fyrir miðja Bsju og
alhvit jörð um fótaferðatíma hjer í nærsveitun-
um. í dag enn á norðan, bjart sólskin.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.
94
þorvarður. Skyldi Guðbrandur fara með þá 2 á áttæringi, er
Bárður bóndi átti. Lögðu þeir honum á floti skammt frá
Helgafelli sem þormóður kvað:
Lágu í höfmtm lundar brands,
leiði þar til fjelli,
utar lega í eyjakranz,
allt nœr Helgafelli.
Síðan tók Guðbrandur leiði all-hvasst austan með há-
seta þessa tvo. Eigi sá til sólar um daginn og byrjaði þeim
vel út með Eyrarsveit. Var þá veður all-hvasst, og þótti
Guðbrandi ekki óhætt að liggja við Melrakkaey og vildi ná
meginlandi, sem þormóður kvað:
I Lárós hugðu lending ná
og leggja fiey í skorður;
gnýpa fjalls þar gengur há,
sú gnœfir hátt í norður.
Heitir gnýpa sú Stöðin. En ærin voru þar andköst ofan
af fjallinu. Hvessti þá svo mjög, að enginn var kostur landi
að ná. Var þá og veðrið gengið í suður með ofsa miklum
og sædrifi, sem jþormóður kveður:
Firðar gjörðu að fella voð,
þá framan í skautið lagði,
digra sína dráttar stoð
dró hver út að bragði.
þegar Guðbrandur var búinn að fella seglið, sóttu þeir
95
róður að Iandi sem fastast, og áttu ekki eptir nema fáein
árartog, er undan tók að reka. Svo kvað jþormóður :
Eptir megni róðrar rog
reyndu í nauða standi,
ei nema fáein árartog
áttu að meginlandi.
j?á nafna þraut bæði þrótt og hug. Hrakti skipið fyrir
veðrinu og varð engu við ráðið. Guðbrandur vatt upp segl,
en veðrið reif það jafnskjótt upp við rá og allt niður í gegn.
Gekk þá sjór inn á bæði borð, og sá eigi stafna á milli fyrir
særokinu. Guðbrandur setti |>orvarð gamla við stýri, meðan
kæmi fyrir seglum, en Ijet sveininn ausa. Hann batt rána
með seglásnum, en dró dragreipið í skautið og var þá ærið
hraðhentur, dró síðan skautið upp og festi. Síðan settist
Guðbrandur til stjórnar og stefndi út á Breiðafjörð, beínt
undan landi. Ekki lægði veðrið, og bjuggust þeir fjelagar
við dauða sínum á hverri stundu. Leið svo nær tveim eykt-
um, að eigi sá til sólar. En það var með hinum mestu yfir-
burðum, hve vel Guðbrandur stýrði og varðist áföllum. En
það var þrekraun svo mikil, að stjórtaumarnir skáru hendur
hans og herðar og sáust ör eptir alla æfi hans síðan. Loks
rofaði fyrir sól og sá til lands. fekkti Guðbrandur, að það
var Barðaströnd. Aldan óx því meir, sem meira grynnti, en
Guðbrandi leið ókunn. |>að var fram undan Miðhlíð, er þeir
komu að landi. Heimamenn sáu til skipsins og biðu þar
fyrir að bjarga þeim í lendingu. Var þeim veittur hinn bezti
beini.