Ísafold - 16.05.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.05.1891, Blaðsíða 3
ÍBB Aagaard, með konu og börnum alfarinn að vitja hins nýja embættis síns, birkidómara- embættisins á Fanö, ennfremur fyrrum sýslumaður f>orsteinn Jónsson frá Kiðabergi að leita sjer lækninga og með honum sonur hans Jón kaupm. Ó. f>orsteinsson, ennfrem- ur fröken Álfheiður Helgadóttir og fröken Kristín Vídalín. Hitt og þetta. B o rg in Chicag o í Ameríku, þar sem halda á hina miklu heimssýningu að tveim- ur árum liðnum, í minningu þess, að Colum- bus fann þá heimsálfu fyrir 4 öldum, var fyrir hálfri öid lítið eitt stærri en Keykja- vík, en er nú ein með hinum mestu borg- um heimsins, með mikið á 2. miljón íbúa. Hinar stórkostlegu framfarir bæjarins á síð- ustu 10 árum má sjá nokkuð á þessu yfir- liti; 1880 1890 lbúatala..............491,816 1208,669 Almenningsskólar........ 73 207 Bankar..................... 37 79 Gistihallir............ 140 267 Kirkjur................ 187 317 Leikhús ....................... 10 24 Járnbrautarlestir til og frá bænum á dag........ ....... 260 940 Sporvagnabrautir um bæ- inn...........ensk. míl. 140 269 Slökkvivjelar með gufaafli 34 69 Síðan brunann mikla 1871 hafa verið reist í borginni 55,579 hús, sem eru 946,920,533 króna virði. Fjórir vísindamenn sinn hverrar þjóðar, voru beðnir að semja ritgjörð um fílinn. Einn var franskur ; hann tók þegar til starfa; hann hafði engan fíl sjeð, en grein hans var prýðilega smellin og þótti mikið í hana varið. Annar var ítalskur, hann las nokkur rit um fíla, og samdi ritgjörð, sem hefði þótt ágæt — fyrir hálfri öld. Hinn þriðji var enskur, hann tók sjer þegar ferð á hendur suður í Afríku, til þess að kynna sjer sjálfur allt lif og eðlisháttu fíla í heimkynni þeirra. Ljónin rifu hann í sig, en ef hann hefði komið lifandi heim aptur, mundi hans ritgjörð hafa orðið einstaklega nákvæm og áreiðanleg. Ejórði vísíndamaðurinn var þjóðverji, hann fekk sjer græn gleraugu og lokaðí sig inn í bókasafni og þar er hann enn! Presturinn: „Kristnir vinir! Jeg verð að biðja yð'ur að hala þolinmæði litla stund. Jeg hef gleymt ræðunni inni hjá mjer, en jeg hef sent drenginn minn eptir henni“. Drengurinn kemur að vörmu spori og segir : „Hún mamma gat livergi fundið það sem þú hafðir skrifað, pabbi, en hjerna er bókin, sem þú skrifaðir það úr“. Maöurinn: „Getið þjer kennt mjer nokkurt ráð við gigt, læknir góður ?“ Lceknirinn : „þjer hefðuð ekki átt að drekka eins mikið og þjer hafið gert 30 árin siðustu“. þeir menn, sem hjer eru nefndir á eptir, hafa óskað jfirlýsingar frá ritstjóra ísafoldar um það, hvort til þeirra, eins eða fleiri, muni vera stefnt ásök- un þeirri um skemmd á annara netum og óheimild- töku úr þeim, sem stendur i Isaf. XVII. 30, og skal því þess vegna lýst yfir, af ritstj. hefi engan þeirra ■ heyrt við það bendlaðan og hefir því eigi minnstu ástæðu til að ætla annað en að peir sjeu alveg sak- lausir í þvi efni. J>að eru þessir menn: þórður Jónsson i Ráðagerði, Jón Ólafsson í Hliðarhúsum, Guðm. Ólafsson í Mýrarhúsum, Guðm. Sigurðsson, Erlendur Eyjólfsson i Mýrarhúsum, Ólafur Ingimunds- son í Bygggarði, Jón Ólafsson í Bygggarði, Jón Árni Gíslason i Bollagörðum, Jón Jóhannesson í Nýjabæ, Sigurður Einarsson í Pálsbæ, Pjetur Sig- urðsson í Hrólfskála, Guðmundur Einarsson í Nesi, Sveinbjörn Ólafsson frá 1 Hjálmholti, Brynjólfur Bjarnason i Engey, Jón Benidiktsson i Austurholti, pórður Pjetursson í Oddgeirsbæ, Magnús Lýðsson. Jón Kristjánsson i Engey, Hjörtur þorkelsson i Bakkakoti, þórður Guðmundsson i Glasgow, Sveinn Jónsson á Stóraseli, Pjetur þórðarsson i Ráðagerði. Proclama. Með skírskotun til laga 12. apríl 1878, sbr. op. brjef 4. jan. 1861, er hjer með skorað d pd, er til . skulda telja í ddnar- búi Jóns heittns Halldórssonar frd Hall- stöðum d Langadalsströnd, að lýsa kröf- urn sínurn og sanna pœr fyrir skiptardð- anda ísafjarða.rsýslu innan 6 mdnaða frd síðustu birtingu pessar auglýsingar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu. 27. apríl .1891. Skúli Thoroddsen. Uppboðsauglýsing. Laugardagana 23. og 30. p. m. og 6. nœstkomandi pinímdnaðar verður bcerinn Ldgholt d Brdðrceðisholti, með lóð og ollu tilheyrandi, eptir rdðstöfun skipta- rjettarins boðinn upp og seldur hœstbjóð- anda við opinbert uppboð. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin d skrifstofu bcej- arfógeta, en hið' síðasta í bcenum sjdlfum, og verður pd um leið selt hcestbjóðanda tveggja-mannafar allslaust, svo og lítils hdttar af scengurfatnaði og íverufatnaði. Oll uppboðin byrja kl. 12 d hddegi, og söluskilmdlar fyrir bænum verða til sýn- is hjer d skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn i Reykjavík 13. mai 1891. Halldór Daníelsson. Alls koDar kóloníalvörur, rúg, rúg- mjöl, hveitimjöl, bankabygg, brenni- vín, romm, vín, munntóbak, rjól, vindla O. s. frv. hef jeg til sölu fyrir bezta verð, sem fáanlegt er. íslenzkar vörur eru seldar svo vel sem auðið er gegu 2°/> í ómakslaun. Carl Andersen. Börsgade 44 Kjöbenhavn. Auglýsing. Samkvæmt samþykkt um afnot jarðarinn- ar Beykjavíkur auglýsist hjer með til leið- beiningar og eptirbreytni öllum þeim, sem taka upp mó í iandi kaupstaðarins, það sem hjer segir: « I. Sjerhver, sem færir upp mó, skal end- urgjaldslaust ganga svo frá mógröf, sverð 96 Litlu síðar bjóst Guðbrandur til heimferðar og byrjaði þeim vel. Urðu menn fegnir heim komu hans, höfðu allir talið þá dauða. |>að varð og í veðri þessu, að kaupfar brotnaði á Eyrar- bakka suður, sleit upp og rak á grunn vestan Olfusáróss. Eleiri urðu skaðar af veðri þessu, þó eigi sjeu hjer greindir. það var árið 1715, að því er Espólín telur í Arbókum sínum, hið sama ár og Odd lögmann hrakti yfir Breiðafjörð. 5. kap. Frd skipbroti Odds lögmanns. Oddur lögmaður Sigurðarson, prests á Staðarstað, Sig- urðarsonar, prests í Stafholti, Oddssonar, biskups í Skálholti, Einarssonar, var lögmaður norðan og vestan, og bjó með móður sinni, Sigríði Hákonardóttur, á Narfeyri, þar er áður hjet Geirröðareyri. Oddur var mikilmenni af sjálfum sjer, mikill vexti og ramur að afii, en ofsamaður mikill í skapi, afarráðríkur og deilugjarn. það var þetta sumar, að Oddur gerði ferð sína út undir Jökul á farmaskipi sínu hinu mikla, er Svanur hjet, og þá var talið mest allra íslenzkra flutn- ingsskipa vestanlands, og víðar. Hafði það smíða látið Jón sýslumaður Magnússon á Reykhólum og síðar á Miðhúsum á Reykjanesi; var skipið smíðað norður á Hrófá, þá hann hafði Strandasýslu, en fekk það síðan Páli presti á Mei í Mið- firði, og hafói Oddur lögmaður keypt það að honum fyrir þrem vetrum eða fjórum, er hjer var komið. Var formaður fyrir Svan sá maður er Guðmundur hjet og var Asgeirsson, er síðar.bjó að Slitvindastöðum í Staðarsveit. A Svan var einn háseta Halldór stúdent Hallsson, prófasts í Grímstung- 93 systur sinni heim aptur, er hún hljóp eitt sinn frá J>ormóði bónda sínum í reiði. En það hafa sagt gamlir menn, er gjörla þóttust vita, að þormóður hafi haft á sjer illan grun um veður það, er Guðbrand hrakti í síðan yfir Breiðafjörð og enn verður frá sagt, og því hafi hann Guðbrands-rímu kveðið, að menn skildu síður gruna hann. En mælt er, að jpormóði væri þungt í skapi til bónda þess, er Bárður hjet, og bjó í Galtarey, og jafnvel haft í heitingum við hann í Stykk- ishólmi um haustið, og bar það til, að Bárður synjaði þormóði um lán, þó að jpormóður byði fullt veð fyrir. |>or- móður þurfti að lúka skuld sína, í kaupstað, eptir loforði. þormóður hefði ætlað, að Bárður væri á skipi með Guð- brandi, en það var ekki. 4. kap. Hrakningur Guðbrandar. Bárður bóndi, sá er áður er getið, bjó í Galtarey. Hann var all-sinkur, en auðigur. Eigi vitum vjer að telja ætt hans, svo glögglega verði greint; hann hafði keypt jörð undir Jökli, Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi, og vildi flytja sig þangað bú- ferlum, falaði menn til að flytja varnað sinn, en varð eigi vel til, vegna alþekkrar nízku hans. Guðbrandur var þá far- inn að búa í Skoreyjum, og kom svo, að hann hjet ferðinni. Eigi fekk Guðbrandur til liðs aðra menn en svein einn 16 vetra gamlan er þorvarður hjet Bárðarson Ögmundssonar og Sigríð- ar þorsteinsdóttur að norðan, Stígssonar; hafði hún gipzt Bárði undir Jökli, og var jporvarður tekinn að nema skóla- lærdóm; og gamlan mann, nær sjötugur að aldri, hjet sá og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.