Ísafold - 20.05.1891, Síða 3

Ísafold - 20.05.1891, Síða 3
159 við háskólann eigi fyr en 1829; brauðið, sem hann vígðist til, var Breiðabólsstáður á Skógarströnd; Magnós Biríksson var eigi andmælandi, heldur aðstoðcirmaður hans við doktorsdispútazíu hans; loks var þess ó- getið, að hann hafði heiðursforstjóranafnbót (Honorary Governor) í biflíufjelaginu enska, en það er fágætur frami,muti og enginn mað- ur annar nú hafa haft þá nafnbót í Dana- veldi. Uppþot gegn yfirvaldi. Hinn nýi sýslumaður Bangvellinga, Páll Briem, hefir fengizt mikið í vetur við rekaþjófmiðarmál- sóknir m. m. undir Eyjafjöllum, meira en sveitarmönnum þar gjörir að líka, eða þá hinum seku að minnsta kosti, en þeir munu nú vilja hafa líka hönd í bagga með, hvern- ig yfirvöldin haga sjer, eins og hinir, sam- kvæmt nýjustu #frelsis« hugmyndum. Einn nefndarbóndi í sveitinni, Sigurður nokkur í Skarðshlíð, hafði gerzt heldur tannhvass út af atgerðum sýslumanns, og sýslumaður snar- að honum fyrir það í varðhald hjá jporvaldi bónda (f. alþm.) Bjarnarsyni á þorvaldseyri, en þar hafði sýslumaður sjálfur aðsetur um það leyti. Sveitarmönnum líkaði þetta stór- illa, og gerðu samtök fjöldamargir (40—50) um að ná manninum úr varðhaldi aptur með valdi; ætluðu að sögn jafnvel að veita þeim sýslumanni og þorvaldi atgöngu um leið, en ekki greinir sagan, hvað þeir ætluðu við þá að gjöra. Sýsluraanni kom njósn af sam- blæstri þessum og ljet hann þegar hand- sama 2—3 af foringjunum og snara í varð- hald. Lengra var eigi sögunni komið; oger þetta haft mest eptir brjefi frá skilvísum nianni úr sveitinni. »Innsetningar»-málið- Mál þetta, er mikið hefir gengið á með um hrfð á mál- þingum bæjarmanna hjer í Reykjavfk, smá- um og stórum, allt frá hinum smæstu kafifi- systrasamkundum til hinna fjölskipuðustu búða- og veitingahúsamannhvirfinga, var dæmt f undirrjetti 13. þ. m., og hinn kærði, jporvaldur lögregluþjónn Björnsson, dæmdur í 40 kr. sekt (varahegning 12 daga einfalt fangelsi) og málskostnað samkvæmt 129. og og 145. gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa snarað prestaskólastúdent einum í varðhald á annan í páskum (29. marz þ.. á.), og sleppt honum út þaðan aptur eptir litla stund, — hvorttveggja ólögléga. Segir svo í dóinnum um fyrra atriðið : »|>að má nú að vísu ætla, og kærandinn [prestaskólastúdentinn] hefir játað það sjálfur, að hann hafi verið tölu- vert drukkinn, en með þeim vitnisburðum, sem fengnir eru um þetta atriði, má þó á- líta það sannað, að kærandi hafi eigi verið svo drukkinn, að hann hefði eigi getað kom- izt heim til sín hjálparlaust». Kærði hafði sem sje borið það fyrir sig, »að kærandi hafi að sínu áliti verið svo ölvaður, að hann hafi eigi verið sjálfbjarga, og að sjer hafi þótt ábyrgðarhluti að sleppa honum einum út í rnyrkur og kulda». En rjetturinn kveðst »eptir framansögðu verða að vera þeirrar skoðunar, að kærandi hafi verið sjálfbjarga, og með því hatin hafði eigi gert sig sekan í óspektum nje öðru því athæfi á almanna- færi eða annarsstaðar, er gæti veitt heimild til að taka hann fastan, þá verður að álíta, að þessi aðferð gegn honum hafi verið ólög- mæt». Út hleypti kærði honum »án skipunar lögreglustjóra eða annarar heimildar#. A undan »innsetningunDÍ» höfðu þeir átzt það við, að lögregluþjónninn »um miðnætti, er hann var háttaður, að því er hann skýrir frá, fór á fætur og gekk yfir í herbergi N. stúdents í sama húsi [þar sem kærandi og annar stúdent voru gestkomandi], og fann að því við hann, að hann hjeldi fyrir sjer vöku með drykkjuslarki og skoraði á hann að hætta drykkjunni og láta gestina fara út. N. virðist þá hafa verið svo ölvaður, að hann vissi litið hvað fram fór, svaraði því ákærða fáu eða engu, en kærandi virðist einkum hafa orðið fyrir svörum. Hófst fyrst þrátt milli hans og ákærða og síða,n áflog; vildi ákærði koma honum út, og er hann fjekk ekki orkað því einsamall, brá hann sjer burtu og fekk mann sjer til aðstoðar; Ijetu þeir því næst -kærandann með valdi út úr húsinu og fóru svo með hann rakleiðis upp í hegn- ingarhús og afhentu hann fangaverði til gistingar þar um nóttina, og var kærandi látinn hátta, eptir að vasar hans og klæði höfðu verið rannsökuð. Svo fór ákærði heim og skýrði N.N. (hinum stúdentinum, er bjó í sama húsi) frá, hvort hann hefði farið með kærandann. N. N. kunni þessu illa, og eptir tilmælum hans fór ákærði með honum aptur upp í hegningarhús, Ijet sleppa kærandan- um út og fylgdi honum heim». Kærði hjelt því fram sjer til rjettlætingar, hvað útreksturinn snertir, að hann »hafi haft svo víðtækt umboð frá eiganda hússins, að hann gæti komið fram sem húsráðandi einnig að því, er snertir herbergi þau, er stúdent N. bjó í, sjerstaklega að sjá um, að þar væri ekkert drykkjuslark eða óregla höfð í frammi» ; en það álítur rjetturinn eigi vera sannað, en hins vegar »virðist þó — segir hann — eigi vera næg ástæða til að hrinda þeim framburði hans (kærða), að hann við þetta tækifæri hafi að eins beitt eða viljað beita því valdi, sem að hans áliti var fólgið í tjeðu umboði húseigandans; og að ákærði hafi álitið, að hann hefði umráð yfir her- berginu N. sem húsráðandi, styrkist við það, að hann cptir viðureign sína við kæranda vísaði N. burtu úr herbergjunum fyrirvara- laust, og samkvæmt því flutti N. þegar burtu úr þeim». Dómurinn sýknar því á- kærða að því leyti sem hann er kærður fyrir brot gegn 125. gr. hegningarlaganna. Málinu er af valdstjórnarinnar hálfu áfrýj- að til yfirdóms. A þessu ýtarlega ágripi af dómnum má sjá, hve rjett og samvizkusamlega (! !) »Fj.konan» hefir skýrt frá innihaldi hans og öllum mála- vöxtum í gær. Hún verður þá sjálfsagt upp á nokkra fiska, »ofan-af-flettan», sem mál- gagn þetta hefir heitið næst! „Fjöllin tóku ljettasótt". það stendur mikið til i höfuðstaðnum um þess- ar mundir. Stórveldin „Fj.kon “ og „R.víkingur“ hafa boðið út leiðangri, fyrst og fremst „lepps“- liðinu frá í vetur — einvalaliðinu —. og þar næst öllum almenningi, til herfarar gegn öðrum lög- regluþjóni bæjarins, J>. B., er þau ætla ríki sínu og þegnum standa míkinn háska at, og því nauð- syn til bera að hrinda úr völdum. Rjetturinn til þess er því miður i annara höndum, sem sje bæjarstjórnarinnar, og verður þvi að hafa þá að- ferð, að almenningur skori á hana að setja ó- vininn af. Sjálfan hvítasunnudag sást kemba aptur afyfir- foringjunum tveimur: búðarþjóni einum og svo höfðingja annars stórveldisins, um allar götur bæjarins,með stóreflis skjal í vasanum,afsetningar- áskorun til bæjarstjórnarinnar, og var erindið að safna á það undirskriptum, — fyrst meðal „heldri mannanna11; þá hægra að fá „almenning" á eptir, að sögn. Óvíða birtist nema annar þeirra innan húsdyra, og þá búðarþjónninn langoptast. Bkki var slegið slöku við; erillinn stóð allan daginn. Uppskeran var að kvöldi þessi: 2'/2 embættis- maður (af kringum 30 í bænum), 4 verzlunar- stjettarmenn, 6 handiðnamenn og 8—10 af öðru tagi, ýmsu, eða alls um 20! Embættismennirnir voru: forstöðumaður presta- skólans (náttúrlega!); einn aldavinur hans og skólabróðir, mjög bónþægt góðmenni, sem aldrei hefir samt þurft að brigzla um „takt“; og einn uppgjafaembættismaður, frændi stúdentsins, sem varð fyrir „innsetningar“-skakkafallinu! Af verzlunarmönnunum 4 hafði meiri hlutinn verið kærðir og sektaðir eða áminntir fyrir ein- hver smábrot, er hinn afsetningarverði(l) lögreglu- þjónn hatði komið upp. Yakurt riðið þar! Um hin nöfnin skal engum skýringum bætt í þetta sinn, þótt kunnugir eigi hægt með það, við sum þeirra að minnsta kosti. !Nú sáu forsprakkarnir, að eigi mátti við svo búið standa, og fjölguðu smölunum daginn eptir. þar á meðal var sótari bæjarins gerður út með nesti og nýja skó, og blýant og blað í hendi. Haun skyldi hafa Skuggahverfið til yfirferðar og nærliggjandi hjeruð. Með 19 blýantsnöfn kvað hann hafa komið að kvöldi, af tómthúsmönnum, og var að þrotum kominn. Einn var gerður út í Skerjafjarðarhverfm (Garða, Kaplaskjól o. s. frv). J>að er þarlendur höfðingi og kappi mikill, og þarf eigi að efa, að honum hafi orðið stórum ágengt; því þar sjást lögregluþjónar bæjarins sjaldan sem aldrei, og má því ætla, að þar muni mönnum liggja í ljettu rúmi, hvað við þá er gert. þriðja leiðangursdaginn, í gær, var þetta helzt tíðinda: Maður var leigður til undirskripta- smölunar um vesturbyggð bæjarins, Yesturgötu og þar í nánd, Selsholt og Bráðræðisholt m. m. Hann lagði af stað um miðjan mörgun og kom heim aptur kl. 7—8 í gærkveldi, kófsveittur og búinn að slíta sokkum og skóm; fjölmennið er svo mikið þar, og sem dyggur smali kannaði manntetrið hvert kot. Hann kom með — 3 á- skrifendur ! Með þrjár hræður, eptir meira en 12 klukkustunda eril ! Og hvaða fólk eru þessir 3? Einn þeirra hafði verið dæmdur í fangelsi við vatn og brauð, eptir kæru lögregluþjóns þess, er þeir vilja fá afsettan, og annar dæmdur í sekt eptir kæru hins sama—báðir dœtndir, því kæran hefir sannazt á þá með vottum. Hvernig á 3. nafninu stendur, er ókunnugt um. þrjár krónur sagðist maðurinn setja upp í daglaun, og er hann sýnilega vel að því kaupi kominn. það er áþreifanleg forsómun og hraparlegt „framfara-“ og „frelsis“-leysi, að aldrei skuli hafa verið safnað atkvæðum í hegningarhúsinu og fangelsum landsins fyrir afsetningu fanga- varða og dómara! Sótarinn hjelt enn áfram liðsafnaði um Skugga- hverfið og þar í grennd 1 gær. Hann kom með 1 —einn—drátt að kvöldi. Betur gekk þriðja smalanum, manni, sem margir kannast við fyrir kænlega tilraun til að komast til Ameríku fyrir nokkrum árum, en varð að venda aptur til sama lands frá Skotlandi. Hann fiskaði að sögn 6, í meginbænum eða þar um bil. Hvað margir af þeim heyra undir flokk þeirra 2—3 vestan bæjar, skal ósagt látið. J>að var áform forgöngumannanna, að skjóta á borgarafundi til umræðu og- ályktunar um þetta volferðarmál. En ekki kom höfuðoddvitunum tveimur saman um,hvernig fundarhaldinu skyldi haga. 'Annar vildi hafa almennan fund í heyr- anda’hljóöi, en hinum eru hámælin miður lundlag- in og kunni betur við, að þar kæmi ekki nema sínir menn, þ. e. þeir, sem fúsir væru að vera með í afsetningaráskoruninni. f>ótti þá rjettara að sleppa öllu fundarhaldi. Fundurinn átti fyrst að standa í dag, og síðan láta áskorunina dynja með öllum sínum þunga yfir bæjarstjórnina á fundi á morgun. En þegar smölunarárangurinn kom í ljós, svo glæsilegur(!) sem hann var, þótti málinu ekki hleypandi af stokkunum fyrir þenn- an bæjarstjórnarfund, heldur reyna að hafa tím- ann fyrir sjer til næsta lundar, hálfan mánuð, til frekari smölunar-tilrauna. Borgarafundi má

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.