Ísafold - 20.06.1891, Page 3
195
eigi fengið skipun, nema því að eins, að
hann teldi þær til þess hæfar.
8. Beikningsmál. Fundurinu vildi, að
reikningar um kostnað við nám yfirsetu-
kvenna og fátækraflutningsreikningar lægju
undir endurskoðun og úrskurði sýslunefnda.
Nýir sparisjóðir. Stofnun sparisjóðs
er á leiðinni á 2—3 stöðum enn, að því er
Isafold hefir fengið vitneskju um.
Á fundi sýslunefndarinnar í Vestur-Barða-
strandarsýslu 30. april þ. á. »gengu sýslu-
nefndarmenn og nokkrir aðrir í fjelag til að
koma á sem fyrst að verða má sparisjóði
fyrir vestursýsluna, er vera skyldi á Pat-
reksfirði, og er meiri von, enda líka mjög
æskilegt, að það fyrirtæki komist á fót«.
I annan stað er Isafold skrifað 4. þ. m.
úr Ólafsvík: sMenningarfjelagið okkar, er
stofnað var í fyrra, hefir haft á dagskrá
meðal annars stofnun sparisjóðs fyrir þetta
pláss. Hinn 31. f. m. hjeldum við fund og
fengum loforð fyrir 900 kr. í ábyrgð, ein-
ungis frá nokkrum »MenningarfjeIagsmeð-
limum«, og svo ætlum við að reyna að fá
hr. S. B. Sæmundsson kaupmann og fleiri
góða menn til að styðja fyrirtækið með því
að gjörast meðstofnendur og meðábyrgðar-
menn sjóðsins. Jeg hef góða von um, að
fyrirtækið hafi framgang. Jeg og fleiri af
stofnendum viljum leggja fram helming
ábyrgðarfjárins þegar í stað gegn þeim vöxt-
um, sem sjóðurinn gefur, og láta það standa
þar fyrst um sinn, til þess að sjóðurinn
geti tekið til starfa undir eins og hann er
stofnaður, bæði með útlán og annað. Með
því að leggja fram fje undir eins, sýnum
við meiri tryggingu fyrir áreiðanleik sjóðs-
ins«.
Mjög mundi það rnælast vel fyrir og afla
Jöklurum orðstírs út í frá, ef þéir kæmu
sjer upp laglegum sparisjóði. Sjerstaklega
væri það einn vottur meðal fleiri um nýjan
aldarhátt í Ólafsvík og betri miklu en fyrr-
um, meðan það kauptún laut hinu forna
kaupmannseinveldi o. s. frv.
Loks mun vera að komast á hreifing til
sparisjóðsstofnunar í Vestmannaeyjum.
Sparisjóður Svarfdælinga- það er
þriðji sveita9parisjóðurinn við Eyjafjörð, og
hafði eigi komizt inn í upptalningu íslenzkra
sparisjóða í ísaf. 11. marz þ. á. Skýra
forstöðumenn hans frá, að hann hafi verið
stofnaður í ársbyrjun 1884 og öðlazt árið
eptir lögheimiluð sparisjóðshlunnindi. Við
síðustu ára mót var innieign samlagsmanna
rúm 3300 kr., en varasjóður orðinn 150
kr. Frá nýári til 14. maí þ. á. lagðar
inn 800 kr. Allar innborganir frá
byrjun sjóðsins til þess tíma rúmlega 10,500
kr., að því er gjaldkeri sjóðsins, Jóhann
bóndi Jónsson á Ytra-Hvarfi, skýrir frá f
brjefi til ritstj. Isaf. Er það greinilegt
dæmi þess, hve drjúgt er það sem drýpur
og auðgert muni að draga fje að sparisjóð-
um í álitlegum kauptúnum, úr því það
lánist eigi lakara en þetta] jafnvel lengst
upp til sveita.
, Alþingiskosning. Bangvellingar hafa
kosið til þings 15. þ. m. síra Ólaf Ólafsson
í Guttormshaga, með 58 atkv. f>órður
hreppstjóri Guðmundsson í Hala hlaut 54.
Hafði orðið að kjósa tvisvar, með því að í
fyrra skiptið hlaut enginn helming atkvæða,
-—þeir síra Ólafur 53 og þórður 56, en Jón
Jónsson söðlasmiður frá Hlíðarendakoti 9;
hafði hann verið á atkvæðaveiðum um sýsl-
una á undan kjördegi; slóst meiri hluti
þessara 9 atkvæða hans í lið með síra Ólafi
í seinni kosningunni, en nokkrir höfðu tínzt
af fundi.
Mannalát. Ekkjufrú Steinunn Bjarna-
dóttir (amtmanns Thórarensens) í Klaustur-*
hólum, ekkja síra Jóns próf. Melsteðs, and-
aðist aðfaranótt hins 15. þ. m. Verður
hennar minnzt ýtarlegar síðar.
t »Hinn 18. apríl þ. á. andaðist eptir
langvinnar sjúkdómsþjáningar ekkjumaður-
inn Jón Jóhannesson á Breiðabólsstað í
Sökkólfsdal, 71 árs að aldri. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann Pjetur Einarsson og
Guðrún Jónsdóttir, er síðast bjuggu í f>ing-
nesi í Bæjarsveit. Jón sál. var búhöldur
ágætur og auðsældarmaður mikill, enda bar
hann ótrauður langmesta byrði sveitar sinn-
ar; hann var gjafmildur við fátæka, hjálpfús,
gestrisinn, ráðhollur, góður eiginmaður og
faðir barns síns og fósturbarna og ágætur
húsfaðir. Hans er því sárt saknað af öllum
sem vel þekktu hann.»
Vbstmannaeyjum 9. júní: Umliðinn maí-
mánuður var fremur kaldur og þurrviðrasam-
ur, mestur hiti 21. og 25. -f 13,4°; minnst-
ur aðfaranótt hins 15. -f-0,l°. Úrkoma var
allan mánuðinn að eins 47 millimetrar, og
hefir hjer ekki komið deigur dropi úr lopti
frá 22. maí til þessa dags, svo að sárilla
lítur út með grassprettu og garðrækt, jörð
sumstaðar jafnvel farin að brenna af þurki
og hita, því að síðustu viku hefir verið vel
heitt á daginn, í gær -f 18°. Maímánuður
var allur fremur vindasamur, gengu austan-
áttir um byrjun og lok mánaðarins, en vest-
an-og norðanáttir um miðbik hans. Ofsarok
á austan var 4., 5. og 6. maí, svo og 1. þ.
mán. Gæftir á sjó hafa því verið mjög stirð-
ar og lítill afli. Helzt hefir aflazt trosfiski
hjer í djúpinu og ýsa allvel undir Sandi,
þegar þangað hefir orðið komizt, en við þorsk
og löngu hefir að eins orðið vart.
Fjenaðarhöld urðu yfir höfuð í meðallagi
og sauðburður hefir gengið vel. Heilbrigði
ágæt.
Bryde hefir þegar sent 2 vörufarma til
Víkurkaupstaðar, og munu fleiri á eptir fara.
Norskt timburskip frá Mandal kom hiugað
fyrir 2 dögum með pantaðan viðarfarm til
Bangvellinga, hjelt í gærkvöldi undir Sand
til að afferma þar.
Sýslunefndarfundur var hjer nýlega haldinn
og þar meðal annars samin og samþykkt
reglugjörð umfjársöfn m. m.; sömuleiðis reglu-
gjörð um lækningar á hundum, sem eptir
reglugjörðinni eiga að takast til lækninga
einu sinni á ári. Beiðni kom frá hrepps-
nefndinni um að mega leggja 500 kr. af
sveitarsjóði í Söfnunarsjóðinn, og veitti sýslu-
nefndin samþykki sitt til þess. Enn fremur
veitti nefndin 30 kr. styrk til sundkennslu
í sumar.
Baeðasteandarsý8LU sunnanv. 28. maí:
Veðuráttin hefir yfir höfuð mátt heita góð
í vor, þó hún hafi einlægt verið fremur
köld og stundum umhleypingasöm. Vegna
vorkuldanna hefir þetta vor verið eitt hið
gróðurminnsta; grænn litur sást ekki á túnum
fyrr en í 5. viku sumars og sauðgróður kom
ekki fyrr en með 6. vikunni. Talað er því
um að hey hafi gefizt mikil í vor, eins og
í vetur, og heyfyrningar hjá almenningi því
engar.
Bæði vegna þess, að sauðfje gekk vel feitt
undan vetrinum, og hey voru víðast til að
gefa í vor, eru hæði góð höld á sauðfjenaði
og hann víðast í bezta standi, og aldrei
hefir kvikfjenaður selzt með eins háu verði
eins og 1 vor á uppboðum hjer og í nálæg-
um plássum.
Steandasýslu 3. júní: »Tíðin hefir verið
köld optast og er því gróður heldur lítill;
ís hefir verið að flækjast öðru hverju hjer
inn með Ströndunum, þó hefir hann eigi
hindrað siglingar og nú sem stendur er
hann horfinn. Skepnuhöld góð og sauð-
burðurinn gengur vel, enda stórhretalaust í
allt vor.
Jörð er vel þíð, og vinnutíð góð, en
vinnukitipta vantar hjer mjög um þessar
mundir, því hjer í plássi er fylgt þeirri
gullvægu(!) reglu, að flestallir verkfærir
menn labba sig vestur að Djúpi um páska
°g l'ggja þar þaDgað til 10 vikur af sumri,
og er það óbætanlegt tjón fynr landbúnað-
inn. A vetrum er hjer ávallt nóg af iðju-
lausum *lausamönnum; þeir fara ekki til
sjávarins fyr en um það leyti, sem útiverk
byrja. Að þessu sinni koma þeir líklega
heim, því allt af er aflalaust fyrir vestan.
53,000 kr. voru gefnar nýlega á uppboði í
Ameríku iyrir 1 expl. af biflíu þeirri, er Gutten-
berg prentaði, á 15. öld.
400,000 kr. rúmar græddi Stanley á fyrir-
lestrum sínum í Ameríku í vetur um ferðalög
sín í Afriku. Hann er nýlega kominn til Eng.
lands vestan að.
18,000,000 kr. hefir skemmtiskip ítússakeis-
ara kostað, enda kvað það vera hið langskraut.
legasta og viðhafnarmesta skemmtiskip í heimi.
3985 papj»rsmyllur kváðu vera til í heimin-
um alls.
HÓMKIRKJUPRESTURINN messar i Görð-
um á Álptanesi á morgun og verður því eigi
messað hjer þann dag.
Styrktarsjóðnr W. Fischers.
þeir sem vilja sækja- um styrk úr þessurn
sjóði, geta fengið sjer afhent eyðiblöð í
verzlun W. Fischers í Reykjavík og Kefla-
vík. Styrkurinn er ætlaður ekkjum og
börnum, er misst hafa forsjármenn sína í
sjóinn, og ungum Islendingum, er hafa í
tvö ár verið í förum á verzlunar- eða fiski-
skipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru
verðir þess, að þeim sje kennd sjómannafræði
og þurfa styrk til þess. Um ekkjur er það
haft í skilyrði fyrir styrkveitingu, að þær
hafi verið búsettar 2 síðustu árin í Bvík
eða Gullbringusýslu og um sjómenn og börn
að vera fæddir og að nokkru leyti uppaldir
þar.
Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjórn-
enda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðu-
manns Fischers-verzlunar í Reykjavík) Jfyrir
31. júlí þ. á.
Samkvœmt opmi brjefi 4. jan. og lögum
12. apríl 1878 innkallast hjer með allir
þeir, sem telja til skuldar í dánarbúi manns-
íns mins sál. síra Finnboga R. Magnússonar,
til þess innan sex mánaða frá siðustu birt-
ingu auglýsingar þessarar að sanna skulda-
krófur sínar fyrir undirskrifaðri ekkju hans.
Húsavík 1. júní 1891.
Jónína Markúsdóttir.