Ísafold - 24.06.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.06.1891, Blaðsíða 1
Keram út a miövikudögum og laugardögum. Verð irg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 k>. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. xvm. 50 Reykjavík, miðvikudaginn 24. júní. 1891. Hið mesta velferðarmál. Landsins mikilvægasta framtíðarmál og mesta velferðarmálið, sem rætt verður á næsta þingi, er án efa samgöngumálið, af því að verulegar og fljótar framfarir þjóðar- innar í dugnaði, menning og velmegun eru komnar undir bættura samgöngum fremur •en öllu öðru, sem er á valdi næsta þings. Dugandi samgöngubætur hafa beinni og fljótari áhrif á þjóðarhaginn heldur en jafn- Vel hin æskilegasta stjórnarskrárbreyting mundi geta haft í bráðina. Hinar ailra minnstu kröfur sem gjöra má til þingsins í þessu máli eru þessar: 1. Að póstleiðum sje svo fjölgað, að engan ■tíma árs liði meira en mánuður milli póst- ferða nokkurstaðar á landinu. jpað er sann- arlega hneyksli, að brjefaskipti manna með þóstum skuli vera því sem næst hept að að sumrinu, og að heilar sýslur landsins skuli ekki geta með póstum fengið frjettir •af þinginu frá því þing er að eins sett og til þingloka. 2. Að landið haldi úti að minnsta kosti ■einu gufuskipi, er stöðuglega sje í strandferð- um þá mánuði ársins, er tiltœkilegir þykja til þess. Strandferðirnar sem vjer höfum eru of fáar og óhagkvæmar, af því þeim er ekki til hlítar hagað eptir vorum þörfum; vjer þörfnumst strandferða, sem hagað sje ein- göngu eptir ferða- og flutningaþörf vorri inn- anlands. — Innlent hlutafjelag hefir verið stofnað, til að ráða nokkra bót á þessum bresti, en því hefir ekki tekizt að fá nauð- synlegt fje til umráða í þessu skyni. Bn svo búið má ekki standa; brýn nauðsyn kallar á eptir, og þessi nauðsyn leggur þá skyldu á hendur landssjóði, að annast strand- ferðir, sem hagað sje eptir ferða- og flutn- ingsþörfum vorum. — Til þess að reisa sjer ekki hurðarás um öxl, gæti landið i þessu skyni tekiö að eins eitt lítið gufuskip á leigu, og látið það stöð- ugt vera á ferðinni t. d. 7 mánuði árlega. Sje gjört ráð fyrir skipi er hafi 100 farþega rúm og beri 50 smálestir af flutningsvöru, þá kostar það (þ. e. skipið, skipshöfnin og kolin) hjer um bil £ 320 ( = 5,760 kr.) um mánuð hvern, eða í 7 mánuði 40,320 kr., reiknað eptir verðlagi því, sem nú er á skipa- leigum og kolum erlendis. Slíkt skip gæti miklu áorkað og verulega bætt úr hinu óþolandi samgönguleysi. Kostn- aðurinn, liðugar 40,000 krónur árlega, ætti ekki að vera landssjóði ofvaxinn, því upp í hann mundu fást drjúgar tekjur bæði fyrir ttiannflutninga og vöruflutninga, þótt hvor- tveggi flutningurinn væri gjörður mun ódýr- ari en vjer höfum átt að venjast, og svo má verja til þessa þeim 18,000 króna, sem nú er varið til þeirra strandferða, sem vjer höfum átt við að búa. 3. Að landssjóður styðji að einhverju leyti þcer tilraunir, sem einstakir menn eða fjelög gjöra til að koma upp gufubátum til umferða á einstökum flóum og fjörðum. 4. Að þingið annaðhvort breyti gagngjört hinum gildandi vegalögum, eður nemi þau úr gildi og semji önnur ný í þeirra stað. það hefir verið sýnt fram á það ýtarlega í Isafold, að hin núgildandi vegalög eru yfir höfuð óhagfelld og í sumum atriðum fráleit. Aðalgalli þeirra er sá, að frum- stefna þeirra er skökk. Aðalpóstvegirnir, sem liggja víðast um þver hjeruð, en ann- ars yfir fjöll og firrnindi og jökulársanda, eru í lögum þessum hafðir í fyrirrúmi fyr- ir öðrum vegum; þá á að leggja sem ak- vegi og landssjóður að kosta þá. þett er röng stefna í lögunum; þar á þvert á móti að leggja akvegina, sem flutningsmagnið er mest, og þess vegna einnig flutningsþörfin brýnust Gjörum ráð fyrir, að vjer mættum verja 4 til 5 miljónum króna til þess að leggja akvegi á öllum aðalpóstleiðum, og minna mundu þeir ekki kosta, þótt jökulsársand- arnir í Skaptafellssýslum væru undanskildir, (en um þá mun tæpast unnt að leggja akveg, þótt til þess væri varið hundruðum miljóna króna), gjörum og ráð fyrir að að- alpóstvegirnir væru komnir upp og yrði svo við haldið með ærnum kostnaði,—samt sem áður yrðu aðflutningar bænda í flestum hjer- uðum landsins jafn-erfiðir eptir sem áður. I hinum gildandi vegalögum er ekki tekið tilhlýðilega til greina, hvar skór vegaleysis- ins kreppir óþyrmilegast að. þess vegna þarf að breyta þeim í þá átt, að akvegir þeir, sem gjörðir verða fyrst um sinn, verði miðaðir við flutningsmagn og flutningaþörf almennings, og liggi þess vegna upp eptir hjeruðum frá höfnum þeim, er vöruflutn- ingsstraumarnir að og frá landi liggja um, en sjórinn sje notaður til ferða og flutninga hvar sem því verður við komið, af því að hann er sú braut, sein ekkert kostar og aldrei þarf að gjöra við. Oðrum vegum ætti fyrst um sinn að halda við samkvæmt notkun þeirra sem reiðvegum eða lestaveg- um, en brúa torfærar ár eptir föngum. 5. Að þingið af [ýtrasta megni stuðli að því, að málþráður verði sem fyrst lagður tiL Islands. p. t. Reykjavík 23. júní 1891. Jens PAlsson. Um kirkjur á íslandi. Bptir pórarinn Böðvarsson. III. I fardögum 1887 var tala kirkna á land- inu 290. Áttu þær í sjóði samtals 226,318 krónur, én skulduðu samtals 87,579 kr. Voru því sjóðir allra kirkna að frádregnu því, sem aðrar kirkjur skulduðu, 138,739 kr. Voru sjóðir kirkna að frádregnum skuldum þetta lægstir, sem þeir höfðu verið um mörg ár; 1879 t. d. voru þeir 161,856 kr. þrátt fyrir allar misfellur á reikningshaldi og ó- heppilega meðferð á tekjunum, svo sem ó- vandaðar byggingar, sem hafa orðið mjög endingarlitlar, ekki að tala um þegar kirkj- ur hafa skekkzt eða fokið, hafa þó þessir álitlegu sjóðir safnazt. Og allir þessir sjóð- ir hafa frá upphafi fram að þessu ári verið vaxtalausir. Hversu margföld væri þessi upphæð, ef vextir og vaxtavextir hefðu ver- ið greiddir þó ekki væri nema um eina öld. það er því auðsætt, að yfirgnæfanlega nóg fje er lagt til kirkna, og þó þær væru miklu betur úr garði gjörðar en þær eru, ef vel væri haldið á fjenu og vextir greidd- ir af því. Gætu kirkjur þá að sjálfsögðu með tímanum, ef eigi strax, greitt öll þau gjöld, sem leiðir af kirkjulegum athöfnum, svo sem söng og orgelspil, og annast kirkju- garðana. það virðist rangt hugsað, að heimta legkaup, en gjöra gjaldendum þó að skyldu, að halda við kirkjugarði. Hitt yrði of margbrotið, að halda legkaupi eða ein- hverju gjaldi í þess stað, og stofna af því sjerstakan sjóð til viðhalds kirkjugörðun- um. IV. Gjöld þau, sem greidd eru til kirkna, þurfa eigi sízt algjörðra breytinga. Eins og kunnugt er, eru gjöldin nú: 1, tíund af fast- eign; 2, tíund af lausafje; 3, ljóstollur; 4, kirkjugjald af húsum; 5, legkaup; og 6, á stöku stað hinn svonefndi sætisfiskur. Ekki er spöruð talan; 6 eru gjöldin, og verða þau gjaldendum fyrir þá sök leiðinlegri og til- finnanlegri. I því eru Vesturheimsmenn sem ýmsu fleiru stjórnhyggnir, að þeir hafa gjöld til allra almannaþarfa sem fæst. Ekki samt svo að skilja, að gjöld þessi gangi jafnt yfir alla. þvert á móti eru margar undanþágur, sjerstaklega undan fasteignar- tíundinni. Sumar jarðir, sem áður kölluð- ust stólsjarðir eða konungsjarðir, eru tíund- arfrjálsar, svo að í heilum kirkjusóknum er engin tíund greidd af fasteign, og kirkjan fyrir þá sök fjeþrota. Er það skynsamlegt eða rjett? Sumstaðar á landinu er kirkju- tíund greidd af öllum kirkjujörðum, sum- staðar af engri. þeir og þeir eru undanþegnir ljóstollsgjaldi. Legkaup ber ekki að greiða fyrir neinn, sem ekki geldur til sveitar, eða er sveitarlimur. Væri ekki hugsunarrjettara

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.