Ísafold - 24.06.1891, Blaðsíða 2
19»
Gránufjelagið.
af löggjafanum, að mæla svo fyrir, að þá
skuli grafa utaugarðs?! En hvað kemur
það kirkjunni við, hvort sá látni hefir goldið
til sveitar? Ekki að tala um heilabrotin,
sem umboðsvaldið verður að hafa, að skýra
þessi úreltu lög, sem engin heil hugsun hefir
nokkurn tíma verið í.
Jeg held að það sje torvelt að hugsa
sjer stofn, sem minni ástæða er til að byggja
á gjald til kirkju, en hundraðatal fasteigna.
f>að á alls ekkert skylt við kirkjuna. það
er engin sönnun fyrir gjaldþoli. J>að er
þar á ofan almennt viðurkennt, að hundraða-
talið sje mjög fjarri því að vera rjett, svo
fjarri, að það er ekki hæfilegur gjaldstofn
fyrir neitt gjald. Og ofan á þetta bætast
undanþágurnar, sem gjöra það með öllu ó-
hæfilegt.
Lausafjártíundin gefur meiri hugmynd
um gjaldþolið, þó sú hugmynd sje opt alls
eigi rjett, því hjá sumum er hinn tíundaði
fjenaður allur í skuld, en sumir eiga hann
fullri eign. Og svo kemur hin misjafna tí-
und. Eins og nú stendur, geldur sá minnst
til guðsþakka, að tiltölu, sem segir ósann-
ast og er mestur tíundarþjófur. Ekki sam-
kvæmt hinni gömlu reglu, þegar syndir
mátti afplána með gjaldi til kirkju! Er að
öðru leyti nokkurt vit í því, að sá skuli
greiða mest til kirkju, sem flest á gangandi
fje, þó hann, ef til vill, noti kirkjuna miklu
minna en aðrir, sem í rauninni eru miklu
ríkari ?
þá er Ijóstollurinn. Jöfnuðurinn á honum
ersá, aðsá sem heldur eitt vinnuhjú, greiðir
4 pd. af tólg og líka sá, sem hefir 20
hjón og þó 40 væru. Gjald þetta er byggt
á tölu heimilisfeðra, en svona sanngjarn-
lega!
Kirkjugjald af húsum er á lagt sökum
einnar kirkju upphaflega, og er þó rjettsýnna
en fasteignartíundin. En eigi er hægt að
sjá vit í því, að gjald skuli greiða af verði
hússins, eptir því, hvort það er úr steini eða
trje, án nokkurs tillits til þess, hvort þeir
eru margir eða fáir úr húsinu, sem nota
hitt húsið, er þeir þeir gjalda til: kirkjuna.
þ>ó að sætisfiskurinn sje ekki í mikl-
mu metum, þá getur hann þó hrósað
sjer af því, að hann sje skynsamlegastur af
öllum kirkjugjöldum.
|>að var fyrir þessar og fleiri sakir, sem
jeg á þingi 1889 fór fram á, að hin ofan-
greindu gjöld til kirkna væru af numin, og
annað nýtt gjald sett í staðinn. En það
fann ekki náð fyrir augum þingsins, neðri
deildarinnar. Annað hvort hefi jeg ekki
tekið eptir ástæðunum eða jeg hefi gleymt
þeim, og get jeg því ekki farið neinum
orðum um þær að þessu sinni.
f>að er óskynsamlegt og rangt, að varpa
nokkru fyrir borð eingöngu af því, að það
er gamalt; en það er eigi síður óskynsam-
legt og rangt, að halda nokkru af þeirri
orsök, að það er gamalt og menn eru orðn-
ir vanir því, ef það stenzt ekki rannsókn
Bkynseminnar. Blindur vani er hið voða-
legasta vald í lífinu; hann getur sætt menn
við hið illa eigi síður en hið góða.
Nýlega er útkomin skýrsla um ástand
Gránufjelagsins við næstliðið nýár.
Fjelagið hafði árið 1890 eins og undan-
farin ár rekið fasta verzlun á 5 stöðum:
Seyðisfirðí, Baufarhöfn, Oddeyri við Eyja-
fjörð, Siglufirði og Sauðárkrók. Verzlunar-
hús á þessum 5 stöðum á.samt verzlunar-
áhöldum og bryggjum, 1 niðursuðuhúsi með
áhöldum, 2 lýsisbræðsluhúsum, þar af ann-
að með gufukatli og öðrum áhöldum til
gufubræðslu, ásamt 6 fiskitökuhúsum og
landeigninni Oddeyri og Vestdalseyri, er
virt á .........................kr. 96,000
4 skip er fjelagið átti ... — 26,500
Verzlunarskuldir er fjelagið átti
hjá viðskiptamönnum þess voru — 137,143
Vöruleifar útlendar .... — 161,995
Vörur innlendar, óseldar á Is-
landi og í Kaupmh. ... — 67,333
Partur í 7 þilskipum, sem haldið
er út frá Eyjaf. til hákarlav. — 12,000
Húseignir og jarðeignir, er fjel.
varð að taka til skuldalúkn-
ingar í harðærum, einkum frá
Ameríkuförum...................— 20,000
kr. 534,971
Fje í vörzlum fjelagsins var þannig:
Viðskiptamenn við nefnda 5
verzlunarstaði áttu innistand. kr. 25,429
Ymsir í sparisjóði...............— 14,000
Hlutamenn óborgaða vöxtu . — 4,140
Lánveitandifjelagsins íKaupmh.,
verzlunarstjórar og nokkrir
aðrir á íslandi...............— 325,802
Mismunur — 165,500
kr. 534,971
Um skýrslu þessa fer kaupstjóri fjelagsins,
hr. Tr. Gunnarsson, meðal annars svofeld-
um orðum:
»Gránufjelagið var stofnað árið 1869, en
var ekki annað en skipseigandi þar til árið
1871; þá byrjaði það fyrst verzlan sína:
innkaup seint í maí og sölu á varningi sín-
um á Eyjafirði seint í júnímánuði.
jpannig hefur Gránufjelagið í sumar stað-
ið í 20 ár sem verzlunarfjelag og er því
hið eina íslenzka verzlunarfjelag, sem náð
hefir svo háum aldri. I útlöndum telja
verzlunareigendur sjer það til gildis, þegar
verzlan þeirra hefir staðið í mörg ár; á Is-
landi er víða álitið gagnstætt þessu; meðan
nýjabrumið og byltingarandinn er svo mik-
ill, þykir allt nýtt bezt, einkum í verzlun-
arefnum.
Eigi að síður hefi jeg vissu fyrir því, að
margir af hinum eldri og skynsamari mönn-
um virða mikils það .gagn, sem fjelagið
hefir gjört þessi liðnu 20 ár, og þá lífseigju,
er það hefir sýnt, með því að standa ennþá,
eftir allar þær árá8ir, sem það hefir fengið
þessi 20 ár, af náttúrunnar og manna völd-
um.
Næstliðið ár græddi fjelagið því nær 27,000
kr. og minnkaði skuld sína mikið. Hagur
fjelagsins hefir ekki í mörg undanfarin ár
staðið jafn vel og nú.
í næsta árs skýrslu mun þess getið, sem
nú er ráðgjört að framkvæma þetta ár, til
minníngar 20 ára aldurs fjelagsins.
Eins og í skýrslunum fyrir 1888 er ekki
dregin hjer frá ákveðin upphæð fyrir van-
höldum á skuldum og útlendum vörum;
hver getur gjört það sem honum sýnist.
J>ó dregið sje frá fimmti partur af skuld-
um og útlendum vörum fyrir vanhöldum
eða 65,500 kr., þá er samt eptir 100,000 kr.,.
sem er hið upprunalega verð hlutabrjefanna.
Islenzkt blað [»f>jóðv.«?] hefir nýlegafluttill-
girnislega grein, sem rituð er til þess að telja
mönnum trú um, að hlutabrjefaeigendur getí
tapað meiru en eign þeirra er í fjelaginu,.
ef það yrði gjaldþrota. þetta er auðsjáanlega
skrifað til þess að rýra álit fjelagsins og
vjela menn til að selja hlutabrjef sín með>
litlu verði. En menn skulu eigi láta slíkt
glepja sig. f>eir lagamenn, sem jeg hef átt
tal við erlendis um þetta mál, segja, að>
það geti ekki komið til mála að fjelagsmenn
missi einn eyri fram yfir þá upphæð, sem
þeir eiga í fjelaginu, og til enn frekari full-
vissu fyrir fjelagsmenn hef jeg fengið skrif-
legt vottorð frá hr. F. Holme, sem á mest
hjá fjelaginu, að honum hafi aldrei komið
til hugar og geti aldrei komið til hugar að
ganga eptir öðru en fjelagseignum, til skulda-
lúkningar, hversu illa sem síðar kunni að'
fara fyrir fjelaginu; enda er þetta álit sam-
kvæmt venju erlendis, samkvæmt samningi
hans við fjelagið, ög samkvæmt lögum þess,
Ovinir og undanvillingar fjelagsins verða,
því að finna nýtt efni til að rýra álit fje-
lagsins; þetta meðal verkar ekki lengur
eptir tilganginum.
Arið 1889 greiddi fjelagið 3 kr. í vöxtu
af hverju hlutabrjefi, en síðasti aðalfundur-
ákvað, í minningu 20 ára aldurs fjelagsins,.
að enga vexti skyldi heimta eða greiða fyr-
ir árið 1890«.
í fyrra, 1890, flutti Gránufjelagið til ís-
lands 17 skipsfarma af vörum. Yerzlun
þess er meðal hinna stærstu hjer á landi.
í ár kvað það vera búið að senda 10>
farma til landsins og á eptir að senda marga
enn í sumar.
f>ingmálafuDdir.
pingmálafu n d ur Húnv etninga.
Hann var haldinn 13. júní, að Steinnesi,
samkvæmt fundarboði frá þingmönnum sýsl-
unnar, þeim síra Eiríki Briem prestaskóla-
kennara og þorleifi Jónssyni ritstjóra, er
báðir sóttu fundinn. Eptir ósk þingmann-
anna stýrði sýslumaður Lárus Blöndal fund-
inum, en síra Jón St. þorláksson á Tjörn
var fundarskrifari. Fundurinn var allvel
sóttur, á 2. hundr. manns, þar af um 80>
ko3ningarbærir.
1. Stjórnarskrármálið. Eptir nokkrar um-
ræður var borin upp til atkvæða og í einu
hljóði samþykkt svolátandi fundarályktun:
Fundurinn aðhyllist stefnu nefndarinnar
í neðri deild ,1889 í stjórnarskrármálinu
yfir höfuð, en leggur sjerstaklega áherzlu.
á, að fyrir »getur látið« í 6. gr. efri deild-
ar frumvarpsins komi »lætur«; í 7. gr._
komi »löggjöf og stjórn« fyrir »stjórn«; og
að efri deildar mahn verði kosnir af sýslu-
nefndum að eins til 12 ára.
2. Afnám vistarskyldunnar. Eptir allfjör--
ugar umræður var borið upp |til atkvæða,,
hvort leysa skyldi vistarbandið, og var það
fellt með 40 atkv. gegn 28, en samþykkt
með litlum atkvæðamun, að lækka lausa-
mennskugjald það, sem nú er lögákveðið,.
allt að helmingi.
3. Fjármurk. Tillaga um að alþingi hlut-
aðist til um að koma á sjerstökum sýslu-og.
hreppamörkum var felld með meiri hluta
atkvæði.
4. Tíundarlöggjöf. Samþykkt með öllum
þorra atkvæða eptir nokkrar umræður til-
laga um að fá tíundarlögunum breytt þann-
ig, að allar þær ær vanmetalausar, er væru-
bornar í fardögum, teldust leigufærar, og